Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 V estfjarðatog- arar landa afla í Færeyjum VIÖRG íslenzk fiskiskip hafa undanfarið landað afla únum erlendis, einkum í Færeyjum, en einnig í 3retlandi og Þýzkalandi. Það telst til tíðinda, að nýlega andaði skuttogarinn Elín Þorbjarnardóttir ÍS í Færeyj- im og Guðbjörg ÍS landaði í Færeyjum í gær, en i/estfjarðatogarar sigla mjög sjaldan með afla. Lítið hefur verið um sölur í Þýzkaiandi undanfarið, *n Ýmir HF seldi þó í Cuxhaven á mánudag. Fiskurinn 'ar mjög lélegur og fóru 67 af þeim 130 tonnum, sem ogarinn var með í „gúanó“. Alls fengust 321,8 þúsund irónur fyrir aflann, eða 2,31 kr. fyrir hvert kíló að neðaltali. Katrín frá Vestmannaeyjum ;eldi í gær rúmlega 52 tonn í ?leetwood fyrir 8,32 krónur kílóið m það er hæsta verð sem fengist lefur fyrir afla í lengri tíma. Sæljón frá Eskifirði seldi 55,7 onn í Grimsby í fyrradag fyrir .05,3 þúsund krónur, meðalverð á .íló 7,28 krónur. Aflinn fór í 1. og !. flokk. Sigurey seldi 105,1 tonn í tull fyrir 722,7 þúsund krónur, neðalverð 6,87 krónur, aflinn fór í !. flokk. Verð fyrir ísfisk hefur arið hækkandi í Bretlandi að indanförnu og t.d. fengust 7,51 róna fyrir hvert kíló að meðaltali r Sólbakur seldi 132 tonn fyrir ’92 þúsund krónur í Hull 10. þessa nánaðar. Nítján fiskiskip landa í Færeyj- um í þessum mánuði og hefur verið óvenju mikið um landanir þar í sumar, en í mestu aflatopp- unum hefst ekki undan við að vinna aflann og eiga reglur um aukinn hvíldartíma sinn þátt í því. Ástæða þess, að skip hafa siglt til Færeyja í svo miklum mæli, er sú að þangað er tiltölulega stutt sigling og auk þess er fast verð fyrir fiskinn, þannig að útgerð- armenn vita að hverju þeir ganga. Fari verð hins vegar hækkandi í Bretlandi má ætla að siglingar til Færeyja minnki, en aukist að sama skapi tii Englands. Fyrir stóran þorsk í afla Sigureyjar fengust í gær 8,70 krónur fyrir kílóið og 9,54 krónur fyrir kíló af stórýsu. Bilun í hreyfli ilun kom upp í hreyfli þessarar Flugleiðavélar í fyrradag en hún var leið frá Reykjavík til Færeyja. Vélinni var snúið til Hornafjarðar, ar sem hún lenti einhreyfils heilu og höldnu án þess að nokkurn inna 25 farþega sakaði. Flugvirkjar flugu til Hornafjarðar frá eykjavík og lagfærðu bilunina og hélt siðan vélin áfram ferð sinni til æreyja. I.jósmynd Einar. Hópaksturinn í Lækjargötu vakti að vonum mikla athygli. 1700 km alþjóða- rall hefet á morgun Á FÖSTUDAGINN hefst stærsta rallkeppni sumarsins, Alþjóðlegt rall, sem Bifreiða- íþróttaklúbhur Reykjavíkur stendur fyrir en styrkt er af Ljúma-smjörlíki. Rallið stendur yfir dagana 21.—23. ágúst og er 1700 km langt. Tveir erlendir þátttakendur verða með í keppninni og eru bifreiðar þeirra komnar til landsins. Ilópakstur rallbifreiðanna fór fram í gær síðdegis, var það til kynningar á þessum viðburði, sem er haldinn árlega. Á föstudagsmorgun hefst síð- an sjálf keppnin og vakna rall- kapparnir snemma og leggja af stað kl. 06.06 um morguninn. Helstu ökumenn landsins verða með í rallinu, ásamt tveim erlendum ökumönnum. Annar þeirra er John Haugland á Skoda 130 RS rally-bíl, hann er atvinnumaður í íþróttinni og er m.a. á viðurkenningarlista Al- þjóðasambands Akstursíþrótta- manna, sem velur á hverju ári nokkra ökumenn, sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og heiðrar þá. Með honum ekur Jan Olaf Bohlin, það er fyrir víst að þeir kumpánar stefna á fyrsta sætið. Hin erlenda áhöfnin er ítölsk, var hún hér í fyrra og vakti mikla kátínu fyrir klaufaskap í rallinu. Nafn ökumannsins er Cavalleri en aðstoðarökumaður- inn er ekki kominn fram. Tveir aðrir ítalskir bílar áttu að vera með en annar þeirra brann til kaldra kola í Kenya Safari. Hinn lenti í árekstri og liggur öku- maður hans enn á spítala. Helstu innlendu ökumennirnir eru Ómar og Jón Ragnarssynir Renault 5, þá þarf ekki að kynna. Líklega hyggja þeir á áframhald sigurgöngu sinnar á þessu ári. Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson hyggja einnig á stóra hluti. Verða þeir á nýgerð- um rallbíl, sem tekið hefur hálft ár að smíða og ganga frá. Er það Escort 2000, „einn með öllu“. Eggert Sveinbjörnsson og Tryggvi Aðalsteinsson á Mazda RX 7 eru ökumenn sem hátt stefna, Eggert hefur tvívegis náð öðru sæti í keppni á þessu ári. Gunnlaugur og Ragnar Bjarna- synir á Escort 2000 verða með, þeir hafa komið geysilega á óvart með afbragðsgóðri frammistöðu til þessa. Að lokum ber að geta þeirra Sigurjóns Harðarsonar og Matthíasar Sverrissonar á Mitsubishi Cel- este, sá bíll var unninn upp úr bíl er fór nokkrar veltur niður fjallshlíð. Nú er bíllinn með þeim betri hér á landi og fagleg- ur í útliti. Starfsmenn keppnisstjórnar eru alls 7 ásamt 16 aðstoðar- mönnum. Helstu leiðir eru Land- mannaleið, Fjallabaksleið, Kjöl- ur og Reykjanesleið, en nánar verður vikið að þeim í föstudags- blaðinu á morgun. Texti og myndir: Gunnlaugur R. Ómar Ragnarsson leiðbeinir Cavalleri. •ssar vænu kartöflur voru teknar upp úr garði, sem Gunnlaugur Ingason, byggingameistari í Hafnarfirði, er ■ð við sumarbústað sinn í Vaðnesslandi í Grímsnesi. Gunnlaugur hyrjaði að taka upp í matinn 12. júlí iastliðinn, en þessar kartöflur voru teknar upp mánuði síðar. Gunnlaugur setti niður í garðinn 20. mai lastliðinn og hefur uppskeran verið bæði mikii og góð og þarf hann varla að kviða kartöfluleysi fram eftir tH. Ljósmynd Mbl. GuAjón. Tónleikar og umræðu- fundur á R.víkurviku KYNNING á Bæjarútgerð Reykjavíkur og slökkviliðinu verður áfram í dag og í kvöld verður umræðufundur í Árseli um tómstundamál fatlaðra. Framsöguerindi flytja Gunnar Örn Jónsson, Kristín Jónsdótt- ir, Kristján Jóhannesson og Arnþór Ilelgason. Ilefst fund- urinn klukkan 21.00. Klukkan 17.00 verða siglingar í Nauthólsvík fyrir alla fjöl- skylduna. Félag harmonikku- unnenda heldur tónleika á Miklatúni klukkan 20.30 og klukkan 21.00 mun Arnaldur Arnarson halda gítartónleika á Kjarvalsstöðum. Aðgangur að öllum dagskráratriðum er ókeypis. Aðalfundur BR Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Dagskrá verður samkvæmt félags- lögum. Á fundinum verða afhent verðlaun fyrir mót síðasta vetrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.