Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Sækja um frekari
hækkun á benzíni
4,40 krónur renna beint til ríkisins
SÁ MIKLI dráttur sem vard á því.
art ríkisstjórnin tæki ákvoróun um
aó heimila olíufcloKunum hækkun
á henzínverói. hefur haft þaö í fór
með sér. aó nú þejjar aðeins er
vika liðin frá því benzínverð
ha kkaði lÍKKur ný beiðni olíufé-
laganna um hækkun fyrir Verð-
latísráði.
Það var 30. júlí sl., að olíufélögin
Dali og
fleiri
snillingar
KLAUSTURIIÓLAR halda sitt
85da listmunauppboð í kvöld að
Ilótel Soku klukkan 8.30. I>ar
verða 95 verk í boði eftir martta
kunnustu listamenn þjóðarinnar
otí einn útlendint; — ckki minni
kall en Salvador Dali. Það er
litÓKrafía af Picasso (49x65), sem
Klausturhólar eru með í umboðs-
sölu. Allar verða myndirnar til
sýnis milli klukkan 13 ok 19 í dau
á Ilótel Söfíu.
Að frátöldum Dali má nefna „Úr
vatnsgróðri" (55x46) — vatnslita-
mynd eftir Ásgrím, „Hlöðutún"
(23x17,5) eftir Snorra Arinbjarnar
frá 1920, „Tveir trúðar" (25,5x30)
svartkrítarmynd eftir Mugf?, og
„Skip“ (11,5x17,5) blýantsteikningu
Kjarvals frá Flensbort; 1906.
sendu til Verðlagsstofnunar beiðni
um að hækka benzínverð úr 6,85
krónum í 8,35 krónur, og var sú
beiðni miðuð við þær benzínbirgðir,
sem þá voru til í landinu, og miðað
við áætlað gengissig upp á 3,57% á
mánuði. Verðlagsráð skar þessa
beiðni olíufélaganna niður í 7,85
krónur, sem ríkisstjórnin sam-
þykkti á endanum, en í millitíðinni
höfðu benzínbirgðirnar klárast og
nýjar komnar til landsins, auk
jtess, að gengi íslenzku krónunnar
var fellt um 5%. Það virðist því,
sem hið nýja benzínverð sé miðað
við ansi skekktar forsendur.
Á meðan hækkunarbeiðni olíufé-
laganna lá óafgreidd í liðlega
mánaðartíma, varð mikið út-
streymi fjár úr innkaupajöfnun-
arsjóði olíufélaganna, sem nú er
neikvæður um 15,5 milljónir króna,
en segja má að það sé raunveruleg
skuld neytenda, sem kemur til
borgunar síðar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér renna 56%
benzínverðsins beint í ríkiskassann
í formi tolla og skatta, eða 4,40
krónur af 7,85 krónum.
Innkaupsverð benzíns er 2,22
krónur af hverjum lítra, dreif-
ingarkostnaður 86 aurar, tillag til
innkaupajöfnunarreiknings 27 aur-
ar og verðjöfnunargjald er 10 aurar
af hverjum lítra.
Sem fyrr segir eru opinberu
gjöldin 4,40 krónur. Þar af er
vegagjald 1,70 krónur, söluskattur
1,49 krónur og tollur 1,08 krónur,
en þetta eru þrír stærstu liðirnir.
Veiðum í Elliðaánum lauk klukkan 21 í ga-rkveldi. Veiðin í ánum
hefur verið með tregara móti. eins «»g víðast hvar. en þó höfðu 1069
fiskar komið á land á hádcgi. I>á höfðu 2376 laxar gengið i gegnum
teljarann. en það eru færri fiskar en oft áður.
A myndinni má sjá veiðimann með morgunafiann og að baki
honum fylgjast tveir aðrir með. Iljá þeim stcndur Magnús
Sigurðsson. vciðivörður. I.iosm. Mhl. RAX
(l.jósm. ÓI.K. MnxnúsMin)
Nokkur ókyrrð var í bátalæginu í Elliðavogi síðdegis í gær og
slitnaði þá einn hátur upp. en náðist án þess að hann skemmdist.
Hetur fór en lögreglan taldi útlit fyrir á tímahili, en hátarnir
þarna eru illa varðir fyrir misjöfnum haustveðrum.
Ártún í Grýtubakkahreppi:
Fjárhús
og hlaða
brunnu
(■rrnivik. 9 soptemhor.
ELDUR kom upp í fjárhúsi og
hlöðu á ba-num Artúni í Grýtu-
hakkahreppi í kvöld. en ekki er
ljóst hve mikið tjónið hefur orðið.
Eldsins varð vart um klukkan 20
og kom hingað slokkvibíll frá
Akureyri. til aðstoðar slökkvilið-
inu á Grenivík.
Um klukkan 22.30 var slökkvi-
starfi að mestu lokið, en mikill
eldur var að Ártúni um tíma og
sáust eldtungurnar allt til Greni-
víkur, sem er í um 6 kílómetra
fjarlægð, þrátt fyrir slydduél af
norðaustan. Húsin að Ártúni eru 6
eða 7 ára gömul, en þar er
myndarbýli. Talið er að einhverjar
skepnur hafi verið í fjárhúsinu
þegar eldurinn kom upp, en ekki
er ljóst hvort tekist hefur að
bjarga þeim. Fréttaritari
Viðbótarsamningur undirritaður í gær:
50 þúsund tunnur af
síld seldar Rússum
„SAMNINGAR um fyrirframsölu
á 50 þúsund tunnum af saltaðri
Suðurlandssíld voru undirritaðir
í Moskvu í gær. Gunnar Flóvenz
undirritaði samninginn fyrir
hönd Síldarútvegsnefndár við
hina sovézku kaupendur, V/Pro-
dintorg. Með þessum samningi er
húið að semja um sölu á 150
þúsund tunnum af saltsíld til
Rússlands í ár, cn i fyrra voru
seldar þangað 160 þúsund tunn-
ur.
í samningnum, sem undir-'
ritaður var í í Moskvu í gær, var
samið um sama verð og í samningi
þeim, sem gerður var á milli
aðilanna úm mánaðamótin júlí/
ágúst. Einnig var nú samið um
sömu tegundir og þá, en síldin
verður á haust og vetrarvertíð
1981.
Þessa dagana standa yfir við-
ræður í Moskvu um framkvæmd
viðskiptasamnings Islendinga og
Sovétmanna, en 5 ára ramma-
samningur var undirritaður í
fyrra. Einnig er rætt um olíu-
viðskipti landanna á næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, hefur gengið
erfiðlega til þessa að fá Rússa til
að samþykkja viðbótarkaup á
freðfiski, en margir mánuðir eru
liðnir síðan lokið var við að
framleiða upp í samninga á
ákveðnum tegundum fyrir þetta
ár. Varðandi samningaviðræður
um kaup Rússa á lagmeti þá munu
þau mál vera í biðstöðu.
Prjónakomim sagt
upp á Raufarhöfn
HART er í ári hjá prjónaiðnaó-
inum. Prjónastofan Utskálar á
Raufarhöfn hf. hefur nú þegar
sagt upp starfsliði sínu, átta
kunum. — Það var ekki um
annað að ræða, sagði Guðmund-
ur Lúðvíksson framkvæmda-
stjóri Útskála, uppsagnafrest-
Valur Arnþórsson um fjárfestingar KEA:
„Fjárfestum eins og
við mögulega getum“
Miklar fjárfestingar KEA í sjávarútvegsfyrir-
tækjum í Hrísey, Grímsey, á Dalvík og víðar
_VID IIÖFUM. eftir því sem við
höfum mogulcga getað. verið að
fjárfesta í úrvinnslugrcinum I
grundvallaratvinnuvegunum. Við
höfum fjárfest mikið í sjávarút-
vegsfyrirtækjum í Eyjafirði. svo
sem á Davík. í Ilrísey og Grímsey.”
sagði Valur Arnþórsson, stjórnar-
formaður SIS og kaupfélagsstjóri á
Akureyri m.a. í viðtali við Mbl. í
gær. en hann var spurður, hvort
Kaupfélag Eyfirðinga og nágrennis
hefði fjárfest mikið að undanfornu.
Aðspurður um, hvort SÍS væri
stór hluthafi í eignum KEA á
Akureyri sagði hann að svo væri
ekki. „Það á ekkert í eignum Kaupfé-
lags Eyfirðinga, en hins vegar eigum
við þrjár verksmiðjur sameiginlega
og allar nokkjrn veginn til helm-
inga. Það eru Efnaverksmiðjan
Sjöfn, Kaffibrennsla Akureyrar og
Plasteinangrunin h.f.,“ sagði hann.
Þá sagði Valur að stærsta fjár-
festing KEA að undanförnu hefði
verið í Mjóikurstöðinni sem vígð
hefði verið fyrir ári. Þá hefði KEA
tekið að sér sameiginlega skipaafgr-
eiðslu fyrir Sambandsskip, Ríkisskip
og Hafskip nýverið og keypt til
þeirrar starfsemi vöruskemmu og
togarabryggju. Þá tók KEA að sér
rekstur matvörubúðar nýverið og
sagði Valur um það mál: „Hér lagði
einn kaupmaður niður starfsemi og
bað okkur að yfirtaka búðina og var
það gert þannig, að við keyptum af
honum áhöldin, innréttingar og
vörubirgðir, en leigjum af honum
húsið og rekum þar matvöruverzlun.
Kaupfélag verkamanna hefur einnig
hætt starfsemi sinni hér á Akureyri
og hefur það beðið um félagslega
sameiningu við KEA. Það hefur ekki
verið gengið frá neinu í því sam-
bandi.
Við fjárfestum mikið í sjávarút-
vegsfyrirtækum og höfum, eftir því
sem við höfum mögulega getað, verið
að fjárfesta í úrvinnslugreinum
grundvallaratvinnuveganna,“ sagði
hann að lokum.
urinn er tveir mánuðir, og ég
hef ekki verkefni lengur en til
10. október. Við stoppuðum nú
sex vikur í sumar. eins og fleiri,
og byrjuðum aftur í lok ágúst.
en það hefur ekkert ræst úr.
Við seljum hverja flík, sem við
látum frá okkur, með 10% af-
slætti vegna erfiðleika stóru
söluaðilanna, sem segjast tapa
20% á hverri seldri flík vegna
óhágstæðs gengis. Það hefur nú
oft áður verið verkefnaskortur í
augsýn hjá okkur, en alltaf verið
bjartara yfir þessu og meira líf.
Ég er vondaufur núna um að
þetta lagist. Samt er glæta, það
bíða allir eftir því til hverra
aðgerða stjórnvöld hyggjast
grípa og á meðan reyna menn að
gefast ekki alveg upp, en þetta
hleður upp á sig.
Það eru átta konur sem vinna í
Útskálum núna, og það er nú
býsna stórt prósent af verkakon-
um á staðnum miðað við höfða-
tölu, sagði Guðmundur Lúðvíks-
son.
Björn Grétar ólafsson
Fórst í
vinnuslysi
MAÐURINN sem fórst í vinnu-
slysi á Keflavíkurflugvelli á
þriðjudag, hét Björn Grétar
Ólafsson, til heimilis að Kirkju-
braut 8 í Innri Njarðvík. Björn
heitinn var fæddur 23. janúar 1934
og var því 47 ára að aldri þegar
hann lést. Hann lætur eftir sig
konu og þrjá syni.
Opinn fundur sjálfstæðisfélaga á mánudag:
Húsnæðismál - Eignaréttur
Sjálfstæðisfélögin i Rcykjavík
efna til opins fundar i Valhöll
mánudaginn 14. septcmber nk.
klukkan 20.30. Fundarefni vcrð-
ur: Húsna-ðismál — Eignaréttur.
Frummælendur verða Davíð
Oddson og Magnús L. Sveinsson
borgarfulltrúar og Gunnar S.
Björnsson, formaður Meistara-
sambands byggingarmanna.
Á fundinum verður rætt um
þróun húsnæðismála í Reykjavík
undanfarið og stefnu vinstri flokk-
anna annars vegar og sjálfstæð-
ismanna hins vegar í þessum
málaflokki.