Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Klukkan hálf fjöRur um
nóttina var fluRáhófnin ræst.
Ilin kolsvarta nótt Afríku
var svartari cn allt sem er
svart. en það var ekki til
setunnar hoðið, næsta vél
Flugleiða írá Nigeríu til
Jedda í Saudi-Arabíu skyldi
af stað. eftir eina klukku
stund. að ná í einn farminn
enn af hólpnum píIaRrímum í
síðari lotu piIasrímafluKsins
með þúsundir NíReríumanna
til horjíarinnar helRU,
Mekka. I>etta var ferð númer
23 af 35 fcrðum sem farnar
voru í einni beit í nætur or
dajja liðlesa þrjár vikur.
Að leggja ósköp á
sig vegna Guðs síns
Pílagrímaflugið er sérstakur
kapítuli í flugsöjíunni, því oft
minnir þetta flug fremur á eripa-
Pílagrímaflug Flugleiða
girðingum og er það ófögur sjón
að koma þar inn, fnykur og allt á
rúi og stúi. Sumir týnast og mörg
dæmi eru um það að pílagrímar
eru hreinlega hnepptir í þræla-
hald af arabískum landeigendum.
Vegabréfaskoðun í Arabíu er
ákaflega ströng, hvort sem menn
eru að fara inn í landið eða út úr
því og það er alls ekki borðliggj-
andi að sá sem hefur glatað
vegabréfi sínu fái að fara úr landi.
íslenzka flugfólkið hefur t.d. orðið
vitni að því að gamalt fólk hefur
verið skilið eftir í reiðileysi í
Jedda vegabréfslaust. Það má telj-
ast heppið að fá jafnvel eftir
nokkra mánuði bráðabirgðaveg-
abréf til að fara úr landi, en þá
getur verið ennþá erfiðara að fá
ferð til síns heimalands og margt
af þessu fólki deyr drottni sínum í
útlandinu úr hungri og vesaldómi.
Það á enga möguleika.
Jedda er merkileg borg, iðandi
kvika viðskiptalífs sem um aldir
hefur streymt með sama stíl. Þar
gnæfir forneskjan yfir öllu, en
Að lifa mestu hamingju
sem jörðin getur látið í té
Andlit úr hópi pilagríma. Rúnirnar eru munstur ákveðinna ættbálka, rist á ungabörn þannig að menn bera það ævilangt.
flutninga en farþegaflutninga.
Það fer að vísu mikið eftir því
hvaða fólk er á ferðinni, en því er
ekki að leyna að Nígeríumennirnir
búa við talsvert önnur skilyrði en
norrænir menn eiga að venjast og
hreinlætisvitund þeirra á ekki
djúpa hefð i fasi þeirra og fram-
komu. Þeir spræna þar sem þeim
dettur í hug og ganga örna sinna,
og það þarf því stranga gæzlu um
borð í flugvél ef ekki á að fara illa.
Segja má að flugfre.vjurnar séu
fyrst og fremst salernisverðir og
kennarar þegar þetta annars ró-
lynda og ágæta fólk er að leggja
einhver ósköp á sig vegna Guðs
síns.
Þetta fólk kemur úr litlum
þorpum þar sem það býr í strákof-
um, stundar búskap í minni mæli
en tómstundabændur á íslandi og
hefur allt sitt lífsviðurværi af
þessu lítilræði, oft æði stórar
fjölskyldur. Það sækir vatn í
vatnsból í flestum tilvikum,
skolplagnir eru óþekkt fyrirbrigði
eins og flest það sem hinn vest-
ræni heimur býr við. Sammerkt er
það að fólkið lifir sínu lífi, á sína
drauma, gleði og tár. Þorri þess
býr við harðræði, en samt virðist
það eiga hamingju eins og hver
annar. Auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn er sá lífsstíll sem mestu
ræður og menn fæðast og deyja
inn í þá röð sem valdskipting
samfélagsins hefur þróað í ald-
anna rás.
Þetta er vinnusamt fólk, en ekki
til átaka, það hefur ekki þrek í
slíkt af eðlislægum ástæðum, lifir
í afmörkuðum heimi þröngsýni og
fátæktar. Það unir við sitt en
maður kemst skjótt að raun um að
við getum ékki tekið afstöðu fyrir
það, ekki einu sinni hugsað til
þess, því bakgrunnurinn er svo
allt annar. Okkar sannleikur getur
að þeirra mati verið hin argasta
synd.
Hýbýli úr pappa-
kössum og plastpokum
A leiðinni á flugvöllinn ókum
við fram á heimamenn með
hafurtask sitt á leið á markaðinn,
í myrkrinu. Við veginn var fjöldi
vistarvera fólks sem bjó í pappa-
kössum eða nokkrum plastpokum
hnýttum saman. Þannig er þessi
heimur og menn þrauka við það að
lifa af.
Það var auðséð að flugliðar
Flugleiða nutu mikiljar virðingar
á flugvellinum, enda þekktir fyrir
lipurð við það fólk sem þarf að
vinna með, úr hvaða átt sem það
kemur og þessarar álfu fólk er
óvant því að óviðkomandi fólk
komi fram við það eins og mann-
eskjur. Annars er það athygli vert
hve Islendingar hafa áunnið sér
merkilegan sess í flugsögu jarðar,
þessarar aldar ævintýri. Það eru
ugglaust fá lönd sem íslenskir
flugmenn hafa ekki komið til og
það er merkilegt að í þeim harða
viðskiptaheimi sem flugið er, skuli
íslendingar hafa unnið sér sess
bæði í farþegaflugi og vöruflutn-
ingaflugi. Þannig hefur tíminn
gefið íslenskum flugmönnum háa
einkunn fyrir öryggi og dugnað og
íslenzkum flugfreyjum ekki lakari
einkunn fyrir dugnað og Ijúfa
framkomu í erfiðu starfi svo orð
fer af. Hlýtur það að vera hag-
stætt fyrir íslenzkan flugrekstur
því flugfreyjur eru andlit hvers
félags, helzti tengiliður við farþeg-
ana.
Skyndilega birti af degi og við
vorum komin í 10 km hæð. Stefn-
an var á Jedda.
Og svo kemur að
veizlunni
Það var spjallað um heima og
geima i flugstjórnarklefanum.
Strákarnir rifjuðu upp nokkra
góða og ekki stóð á kaffinu hjá
stelpunum. Það var farið að
spjalla um ferð pílagrímanna og
Múhammeð spámanns. Ekki ætla
ég að fja.Ha um hinar ýmsu reglur
Koransins sem fylgismenn Mú-
hammeðs færðu í letur skömmu
eftir dauða hans árið 632. En eins
og önnur höfuðtrúarbrögð skiptist
Islam í margar greinar með tím-
anum, þar sem hver grein hefur
sína stefnu, en talið er að um
áttundi hluti jarðarbúa séu Mú-
hammeðstrúar eða milli 300 og
400 milljónir manna, liðlega 30
þjóða. En hvaða stefnu sem Mú-
hammeðstrúarmenn fylgja er
þeim öllum skylt að gera för sína
til hinnar helgu borgar, Mekka, að
minnsta kosti einu sinni á ævinni.
Þessi „fimmta stoð“ Islams hefur
framar öllu öðru orðið tengiliður
milli múselmanna hinnu ýmsu
landa heims og engir aðrir en
múselmenn mega taka þátt í
Mekkaför né stíga fæti í borgina.
Þegar pílagrímar hvaðanæva að
nálgast hina helgu borg, finnst
þeim þeir vera meðlimir einnar
stórrar fjölskyldu. Þeir klæðast
allir samskonar skikkju, hvítri og
saumlausri, gæta kynferðislegs
bindindis, skera hvorki hár sitt né
skegg, gera engu dýri né jurt mein
og munur þjóðernis, litar og stétt-
ar hverfur að því er sagt er. Allir
eru bræður.
En það nægir ekki að koma til
borgarinnar, taka verður þátt í
helgiiðkunum og eru þrjár helztar.
Um leið og pílagrímur kemur til
Mekka skal hann hlaupa sjö
sinnum umhverfis Kaba, þrisvar
hratt og fjórum sinnum hægt og í
hvert skipti sem hann fer framhjá
svarta loftsteininum sem allt
snýst um, á hann að nema staðar
og kyssa hann eða snerta á annan
hátt ef allt er í fári vegna
þrengsla. Önnur athöfn sem boðin
er, er hin svonefnda „litla píla-
grímsför" þar sem menn skulu sjö
sinnum spássera eftir dal einum
milli hálsa hans, Safa og Marwa
til minningar um það er Hagar
leitaði vatns handa syni sínum
Ismael og þá er komið að „miklu
pílagrímsgöngunni" með því að
halda á Arafatsléttu á Náðarfjalli
og standa þar frá hádegi til
sólarlags fyrir „augliti Guðs“ og er
þetta hámark helgiathafnarinnar
sem enginn má sleppa, því ella er
för hans hjóm eitt. En þá er
loksins komið að veizlunni og
brottförin af Arafatsléttu er með
miklum fögnuði. Hátíð er haldin
næturlangt undir berum himni,
fórnardýri er slátrað og síðan
tekur við þriggja daga veizla.
Þegar pílagrímur hefur þannig
eftir kúnstarinnar reglum fullnað
skyldu sína fyrir heimferð og
öðlast sæmdarheitið hadsji eða
helgifari, hefur hann lifað mestu
hamingju sem getur hlotnast í
lífinu.
Ekki komast allir
aftur heim
En ekki er nú víst að allt sé eins
einfalt og af er látið og ekki koma
allir aftur. Þetta er erfið ferð og
margt getur komið til. Pílagrím-
urinn ferðast í hópferðabifreiðum
til Mekka þar sem slegið er upp
tjöldum á meðan dvalið er í hinni
helgu borg í nokkrar vikur. Síðan
er fólki aftur smalað til Jedda þar
sem það er svo gott sem geymt í
nútíminn hrópar á breytingar,
byggingar og tækni og arabar
hafa lagt kapp á að nýta olíuauð-
inn í upbyggingu borga og bæja.
Þeir auðugu ráða ferðinni og þeir
eru þannig stemmdir af ef Kádilj-
ákurinn þeirra verður benzínlaus
þá skilja þeir hann eftir fyrir utan
veg, vilja ekki eiga svona bíl sem
verður benzínlaus, því það er
miklu þægilegra að kaupa nýjan í
næstu borg.
Slatti af snjóplógum
í snjóleysinu
Hann gefur góða mynd af auð-
legðinni i landinu, nýi flugvöllur-
inn í Jedda. Hann er að vísu ekki
notaður, því það var engin þörf
fyrir hann í viðbót við annan
nýjan völl. Mannvirkin standa auð
og allar brautir, biðstæði flugvél-
anna úr marmara og til þess að
kóróna allt er stór bygging sem
hýsir fjölda snjóplóga. Þessi
flugvöllur var nefnilega pantaður
frá Bandaríkjunum og eitt stykki
flugvöllur með öllu frá Bandaríkj-
unum þýðir 15 snjóplóga þótt það
hafi reyndar ekki snjóað í Arabíu
að minnsta kosti síðustu árþús-
undin.
Það má segja að hjá starfsliði
Flugleiða í Jedda sé dvölin ein
allsherjar næturvakt, því það gef-
ast ekki margar kríurnar á milli
þess sem hlaupið er í kampinn til
þess að ræsa út liðlega 250 píla-
gríma í nætu vél og vissara er að
láta heldur of marga en of fáa búa
sig til ferðar. Stundum þurfa
strákarnir að fara eins og hrossa-
brestir um búðirnar til þess að
smala fólkinu og að auki eru alls
kyns reddingar, sem væru lítið
mál hér heima en eru mikið mál
þar í landi. Stundum eiga ara-
bísku hermennirnir í flugvallar-