Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
13
Einn af flugstjórum Flugleiöa i hátiöarbúningi Nigeriumanna, Skúli
Brynjólfur Steinþórsson.
*
Biðröö pilagríma við Flugleiðavél i Jedda.
Unga fólkið byrjar fljótt að vinna, þvi fyrst og fremst er litið á þat
sem starfskraft.
Kristinn ræðir við Adamu sem leigði vélar Flugleiða i pilagrimaflugið.
Nokkrar af flugfreyjum Flugleiða með fulla vél af
pílagrimum. Frá vinstri: Halldóra, Vigdís, Jóhanna og
Þóra.
Matseld i búðum pilagrimanna, en eins og sjá má eru konurnar allar
upp á gamla móðinn i þeim efnum.
Kabab sem allt ferðalagið snýst i kring um.
Tjaldbúðir pilagrima á Arafat-fjallinu.
eftirlitinu til að teygja lopann og
sýna vald sitt með því að láta
vélarnar bíða fullskipaðar ferþeg-
um svo klukkustundum skiptir í
hitasvækjunni, en í slíkum tilfell-
um hefur reynzt vel að eiga sopa
af bjór eða einhverju slíku sem
undirstrikar að forboðnu ávext-
irnir þykja beztir.
Eigendurnir vilja
í farangursgeymsluna
Þegar 250 pílagrímar eru komn-
ir í röð við Flugleiðavélina í Jedda
með allt sitt hafurtask væri nær-
tækast að opna markað því slíkur
er farangurinn og reyndar fer nú
það orð af að ýmsir séu frekar í
innkaupaleiðangri til Jedda en leit
að hinu heilaga. Þetta blessaða
fólk kann ekki á maskinur eins og
flugvélar, stiga og slíkan óþarfa
og komið hefur fyrir þegar
farangurinn fer á færibandinu inn
í vörgeymslu vélarinnar að eig-
endur farangursins henda sér
með, ætla ekki að láta taka frá sér
aleiguna, afrakstur ferðarinnar og
meira að segja hefur það komið
fyrir að ungabarn reifað var
komið inn í vörugeymslu flugvél-
arinnar vegna asans í aröbunum
við að lesta vélarnar og rífa af
fólkinu pakka sem það vill taka
með sér inn í vélarnar. Þetta
fátæka Afríkufólk ber flest með
sér góðan þokka, það er vingjarn-
legt og þakklátt og það var
hrikalegt að sjá hvernig arabarnir
hrintu því og öskruðu á það. Þegar
flugfreyjurnar voru hins vegar að
kenna þessu fólki að nota salernin
og toga það ofan af vöskum eða
fyrirbyggja að það gerði sín stykki
á gólfin, þá var eins og þær væru
að fást við ungabörn, voru blíðar
og þolinmóðar þótt einstaka orð á
íslenzku hryti af annarri breidd-
argráðu.
En pílagrímaflug eru viðskipti
og fólk er ekki eins alls staðar í
heiminum. Alsírbúar eru snyrti-
legt fólk til dæmis og sama er að
segja um Indónesa, en blessaðir
negrarnir eru af öðru sauðahúsi
og ekki sanngjarnt að segja neitt
annað þótt þeir séu ugglaust ekki
síðri manneskjur en hver annar og
víst er að það er ekki magnið af
hverjum og einum sem skiptir
máli, heldur gæðin.
Það er staðreynd að pílagrím-
aflugið er þekking sem segja má
að sé eins konar útflutningsvara
frá Islandi og sama er að segja um
margs konar verkefni sem Islend-
ingar annazt í flugi víða um heim.
Þetta eru ef til vill ekki óskaverk-
efni miðað við allt og allt, en
verkefni sem nýta vélar og skila
tekjum og til þess er leikurinn
gerður. Islendingar þykja traustir
að semja við á þessum vettvangi
og það var skemmtilegt að sjá
heimamenn í þessum viðskiptum á
hverjum stað dást að íslenzku
starfsmönnunum fyrir hæfni og
vinarþel í garð fólks sem fremur
er vant þótta þeirra sem telja sig
æðri í mannvirðingum samfélags-
ins.
Útræði
Það var oft spaugilegt að sjá
pílagrímana sitja með jafnvel
sjónvörp í fanginu, útvörp, koppa
og kirnur og það vinsælasta voru
gríðarstórir, rósóttir kaffibrúsar.
Þeir voru á heimleið úr helgri för
með sitthvað til gagns og gamans
og um nokkurt árabil hafa Flug-
leiðir brugðið sér á þessa vertíð
eins og þeir vertíðarmenn víða af
íslandi sem fóru frá sínum heima-
byggðum um tíma til sjós í
verstöðvum þar sem vinnu var að
fá, en þótt vinna flugliðanna sé
ekki svo ýkja strembin er biðin
nær undantekningalaust löng í
hita og enn meiri hita og við allt
annan og verri aðbúnað en fólk er
vant og slíkt er þreytandi.
Margt gerist líka til og í nokkr-
um tilfellum hafa konur í hópi
pílagríma fætt börn um borð í
flugvélum, en barnsburður í píla-
grímaför þykir mikið hamingju-
merki og þar fyrir utan hefur
viðkomandi fjölskylda slegið tvær
flugur í einu höggi, eignast tvo
helgifara út á einn í þeirri miklu
törn sem pílagrímaflutningarnir
eru.