Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 18

Morgunblaðið - 10.09.1981, Page 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 Að fortíð skal hyggja, er f ramtíð skal tryggja Eftir Björgvin Jónsson Hin glæsilega húsfreyja, duKn- aðarforkurinn Jóhanna TrygKva- dóttir, geysist enn fram á ritvöll- inn í Morgunblaðinu 5. sept. Er hér um að ræða framhaldsþátt um hina æKÍlejfu saltfiskmafíu SIF og hinn óhæfa viðskiptaráðherra Tómas Árnason. Að vísu mun, að sögn frúarinnar, fara að styttast valdaferill Tómasar, þar sem frúin ætlar að . stefna honum fyrir landsdóm á þessu hausti fyrir 150 milljón króna tjón sem nefndur Tómas hefur unnið þjóðarbúinu á þessu ári með því að neita frúnni urti leyfi til að aðstoða okkur saltfiskframleiðendur við að selja framleiðslu okkar á 20% hærra meðalverði, en SIF hefur náð fyrir framleiðsluna. Eftir því sem frúin greinir frá í grein sinni, þá er því synjað þrátt fyrir það að allir þingmenn flokks míns, Framsóknarflokksins, hafi gert samþykkt um vanhæfni okkar saltfiskframleiðenda til að selja okkar eigin framleiðslu. Að auki lætur svo frúin að því liggja að Friðrik Pálsson og Þor- steinn á Gauksstöðum séu með á sínum snærum alþjóðlegan hóp skemmdarverkamanna sem sjái um að spilla sýnishornasending- um hennar. Þessi hópur sé svo harðsnúinn að honum hafi jafnvel tekist að snúa á vin minn Kristinn Finnbogason forstjóra Iscargo. Ljótt er ef satt væri. Hvað er SÍF? SIF eru frjáls samtök nokkur hundruð saltfiskframleiðenda sem stofnuð voru 1932. Ástæðan fyrir stofnun samtakanna var hið al- gjöra öngþveiti sem skapast hafði á saltfiskmörkuðunum vegna heimskreppunnar miklu og sí- felldra undirboða margra sölu- aðila á sama fiskmagni. Hvað segja samtímaheimildir um þau þáttaskil sem urðu við stofnun SÍF? Á blaðsiðu 102 og 103 í riti prófessors Ólafs Björns- Björgvin Jónsson sonar um Útvegsbanka íslands og Islandsbanka segir svo orðrétt: „Verðfall það á framleiðsluvör- um landsmanna, sem hófst árið 1930, hélt áfram allt árið og sama sölutregðan á sjávarafurðum og árið á undan. Varð það því hið erfiðasta fyrir öli viðskipti, þótt tapið hjá framleiðendum hafi ekki verið jafn gífurlegt og árið á undan. Söfnuðust þá skuldir hjá viðskiptamönnum bankans og var mjög mikið af rekstrarfjárlánum, veittum á árinu, ógreitt um ára: mót, enda mikið af fiski óselt. í septembermánuði 1931 urðu mikl- ar lækkanir á peningagengi í ýmsum löndum og fylgdi því mjög mikil vaxtahækkun og jók það vaxtabyrði bankans að mun, þar sem hann skuldar mjög mikið fé erlendis. Yfirleitt má segja, að árið hafi verið hið erfiðasta fyrir bankann, þegar þar við bætist, að óeðlilega mikil úttekt var á spari- sjóðsfé, bæði í aðalbankanum og útibúum hans.“ Sem dæmi um rýrnun inn- stæðna í bankanum má nefna það, að frá árslokum 1930 til ársloka 1931 minnkaði sparisjóðsfé bank- ans úr 4718 þús. í 3808 þús. og innstæður á hlaupareikningi úr 1522 þús. í 762 þús. í skýrslu bankans fyrir árið 1932 segir svo: „Fyrri hluta ársins 1932 hélt verðfallið áfram, en eftir að fram- leiðendur sjávarafurða höfðu bundist samtökum um sölu fram- leiðsluvara sinna tókst að hefta verðfallið og ennfremur að ná nokkurri verðhækkun. Afleiðingar fyrir bankann hafa verið hinar bestu. Má segja að rekstrarlán þau, sem bankinn hefir veitt á árinu, hafi öll goldist aftur, og yfirleitt að um töp á árinu sé ekki að ræða.“ Þessi tilvitnun segir meiri sögu en hægt er að segja í blaðagrein. Þjóð sem komin var að efnahags- legum þrotum uppgötvaði þann sannleika að alfrjáls verslun er alltaf neytandanum hagstæðust. Á þessum árum algjörrar örbirgð- ar og vonleysis uppgötvuðu fram- leiðendur og alþýðusamtök þessa lands, að eina leiðin til að tryggja viðunandi lífskjör í landinu var að bindast samtökum um að halda verði á einhæfri framleiðslu okkar eins hátt og mögulegt var, meðal annars með stýringu framleiðsl- unnar inn á líklegustu markaðina. Á þessum árum mótuðust þær heildarlínur, sem enn er eftir unnið í útflutningi sjávarafla. SÍF og Sildarútvegsnefnd voru fyrsti vísirinn. Síðan hefir þróunin orðið sú sama í framleiðslu frystra afurða. I dag hvílir öll afkoma íslensks sjávarútvegs á tilveru þessara svokölluðu einokunarfyrirtækja. Af öllum þessum fyrirtækjum eru dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna og SIS í Bandaríkjunum þau mikilvægustu i dag. Þessum fyrirtækjum tekst að halda uppi hærra verði á framleiðslu okkar á frystum vör- um en nokkrum öðrum aðila á Bandaríkj amarkaði. Þessum samtökum, ásamt SIF og SÚN, hefir ennþá tekist, með harðri verðpólitík sinni, að tryggja viðunandi lífskjör hér á landi. Þetta hefir tekist þrátt fyrir það að samkeppnisþjóðir sem að- hyllast það kerfi sem frú Jóhanna „Á þessum árum al- gjörrar örbirgðar og vonleysis uppgötvuðu framleiðendur og al- þýðusamtök þessa lands, að eina leiðin til að tryggja viðun- andi lífskjör í landinu var að bindast sam- tökum um að halda verði á einhæfri fram- leiðslu okkar eins hátt og mögulegt var u vill innleiða hér aftur eftir 50 ár — hafa í sívaxandi mæli verið að dæla fjármunum skattborgara sinna inn í sjávarútveginn. Fram- lög Norðmanna til sjávarútvegs síns nema á þesu ári svipaðri upphæð og nemur verðmæti sjáv- arafla okkar upp úr sjó. Minni upplýsingar liggja fyrir um þetta frá Kanada. Hinsvegar liggur fyrir að fiskverð til sjó- manna í Kanada nær vart 50% af íslensku skiptaverði. Þessar þjóðir báðar vinna nú markvisst að því að taka upp svipað fyrirkomulag útflutningsmála í sjávarútvegi og hér hefir verið við lýði. Hér á undan hefir verið farið nokkrum almennum orðum um skipulag útflutningsmála, en ég vil aöeins rekja nánar efni greinar frúarinnar. Er þá fyrst að nefna Portúgal. Strax eftir byltinguna í Portú- gal fólu Portúgalir ríkisfyrirtæk- inu Reguladora öll innkaup á saltfiski. Fyrirtaeki þetta gegnir svipuðu hlutverki í innflutningi á saltfiski og ÁTVR gerir í innflutn- ingi áfengis og tóbaks hér á landi. Hinir félagslegu sinnuðu stjórn- endur Portúgal töldu þetta kerfi tryggja hag neytenda. Þrátt fyrir breytta stjórnhætti í Portúgal hefur þetta kerfi haldist. Verulegt framboð er á saltfiski utan við þetta kerfi í Portúgal. Hér gegnir „Áman“ líka þýð- ingarmiklu hlutverki í áfengis- málum. Frú Jóhanna vill með sínum mikla dugnaði ekki aðeins taka að sér stjórn útflutningsmála hér á landi. Hún vill líka taka að sér stjórn verðlagsmála í Portúgal. Nú má Arnalds fara að passa sig. Hugsum okkur að framleiðendur tóbaks og áfengis verðlegðu nú framleiðslu sína sem hlutfall af útsöluverði hér, segjum svona á 50% af útsöluverði umræddra vara, eða ef að arabarnir færu nú að kíkja á bensínverðið. Útsöluverð á saltfiski i Portúgal er og verður innanríkismál Portú- gala sjálfra. Misvægi í gjaldeyris- málum heimsins nú undangengna mánuði er erfiðara fyrir stærstu kaupendur saltfisks frá íslandi en flestar aðrar viðskiptaþjóðir okkar. Gjaldmiðill Spánar, Italíu, Grikklands og Portúgal hefur fall- ið mikið meira gagnvart Banda- ríkjadollar en flestra annarra gjaldmiðla. Samkeppnisaðilar okkar, Norðmenn, Færeyingar og Kanadamenn selja í eigin gjald- miðlum. Þessi þróun veldur okkur sem við þessa framleiðslu störfum sívaxandi áhyggjum. Því miður eru ekki líkur á neinum teljandi verðhækkunum á þessari vöruteg- und nú á næstu mánuðum. Grikklandsmarkaðurinn er markaður sem að mestu leyti er uppbyggður af þrautseigju SlF. Við höfum ótrúlega háa prósentu heildarneyslunnar. Aukning heildarneyslu saltfisks í Grikklandi um 10—20 þús. tonn á ári væri örugglega ekki ómerkari heimsfrétt en ferð Banda- ríkjamanna til tunglsins hér um árið. Okkur sem vinnum að fram- leiðslu á saltfiskafurðum er ljós sú hætta sem felst í þeim trúnaði sem samfélagi veitir okkur með því að trúa okkur fyrir því að selja framleiðslu okkar sjálfir. Flestum okkar er ljós hættan sem felst í stöðnun og skorti á árvekni. Hér er hinsvegar um innri félagsleg vandamál að ræða, sem auðvelt er ^Framtíð og skipan Sinfóníuhljómsveitar Islands er ekki síður mikilvæg fyrir þann fjölda góðra tónlist- armanna, sem nú eru að Ijúka námi eða eru enn í námi, en þá sem sitja í hljómsveit- inni.^L ^Stór og góð hljóm- sveit í glæsilegum húsakynnum myndi efla með íslendingum stolt og áræði til stórra verkefna. 44 Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands og þátttakendur í Zukofsky-nám- skeiðinu í ár héldu sameiginlega tónleika í lláskólabíói og fluttu undir stjórn Poul Zukofskys Fimm þætti fyrir hljómsveit eftir Schönberg og Fyrstu sin- fóníu Mahlers. Fimm þættir fyrir hljómsveit og Þrjú píanó- lög op. 11 voru fyrstu fullgerðu verk Schönbergs í svonefndum „a-tonal“-stíI. Sem tónskáld er sérstaða Schönbergs fólgin í því, að hann brúar bilið á milli síðrómantískrar tónlistar og nútíma tónlistar. Eftir hann liggja frábær verk í síðróman- tískum stíl (Verklaerte nacht, Gurre-lieder og Kammersym- phonie) „a-tona!“-stíI (síðasti kaflinn í strengjakvartett nr. 2, Fimm þættir fyrir hljómsveit og Pierrot Lunaire og tólftónastíl, sem hefur í rúma hálfa öld verið leiðarljós margra tónskálda um allan heim. Þrátt fyrir frægð Schönbergs hafa verk hans ekki verið mikið flutt og eins og Virgil Thomson sagði um Fimm þætti fyrir hljómsveit, á tónlist Schönbergs „skilið jafnmikla al- heimsathygli og hún hefur verið vanrækt“. Fimm þættir fyrir hljómsveit er vandasamt í flutningi, sérlega er varðar mótun blæbrigða og á eftir JÓN ÁSGEIRSSON því sviði vantaði eðlilega nokkuð á flutning hljómsveitarinnar, ‘sem má vera að sé vegna reynsluleysis hljóðfæraleikar- anna í fíutningi tónlistar eftir Schönberg. Annað verkið á tónleikunum, Fyrsta sinfónía Mahlers, er ekki síður en verk Schönbergs við- kvæmt í flutningi. Hægferðugt hljómferli og lag- rænn einfaldleiki nýtur sín að- eins í frábærum leik, og við hiustun verksins varð undirrit- uðum hugsað til þess, hve mikið vantar á að Sinfóníuhljómsveit íslands hafi náð að takast á við mikið af tónlist síðrómantíska tímabilsins, þar sem „virtúósísk" útfærsla gerir ýtrustu kröfur til hljóðfæraleikaranna. Það er ekki aðalatriðið að flutningur verkanna var ekki fullkominn, heldur að hér átti sér stað atburður, sem, ef tillit er tekið til þess hversu stutt er síðan að farið var að kenna tónlist hér á landi, er stórkostlegur áfangi. Á sama tíma og Sinfóníuhljóm- sveit íslands er að miklu leyti mönnuð erlendum hljóðfæra- leikurum, eru tónlistarskólarnir í landinu og þeirra fremstur í flokki Tónlistarskólinn í Reykja- Tónllst vík, að mennta unga tónlistar- menn til stórra verkefna í fram- tíðinni. Framtíð og skipan Sin- fóníuhljómsveitar íslands er ekki síður mikilvæg fyrir þann fjölda góðra tónlistarmanna, sem nú eru að ljúka eða eru enn í námi, en þá sem sitja í hljómsveitinni. Skammsýni og ábatasjónarmið þeirra er hyggj- ast nota hljómsveitina, svo og útkjálkasjónarmið sótt til smá- staða erlendis, um starfsaðstöðu Sinfóníuhljómsveitar Islands, mega ekki verða þess valdandi að hljómsveitinni verði settar þær skorður, er komi í veg fyrir að hún geti gegnt forystuhlut- verki í íslenskri tónmennt. Is- lenskir tónlistarmenn ættu að taka höndum saman, hætta að togast á, en samstilltir vinna að eflingu Sinfóníuhljómsveitar- innar og byggingu tónlistarhall- ar. Stór og góð hljómsveit í glæsilegum húsakynnum myndi efla með íslendingum stolt og áræði til stórra verkefna. Smásmuguleg sambræðslu- sjónarmið eru ekki aðeins til- ræði við núverandi starfsmenn hljómsveitarinnar, heldur einnig framtíðarmöguleika ungra tón- listarmanna, og reyndar tilræði við framtíð og vöxt tónmenntar í landinu. Kjörorð ísienskra tónlistar- manna skal vera: „Stór og góð sinfóníuhljómsveit og glæsileg tónleikahöll.“ Jón Ásgcirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.