Morgunblaðið - 10.09.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.09.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 29 Guðjón B. Baldvinsson: Hvernig á að byggja yfir aldraða? Húsaskjól er ein af frumþörfum mannsins. Ekki bara á barnsaldri og manndómsárum heldur líka þegar aldur færist yfir og kannski ekki síst þá. Þrátt fyrir allt góðæri og ágætan kaupmátt undir hvaða ríkisstjórn sem er eða hefur verið þá er til eldra fólk, sem býr í ófullnægjandi húsnæði. En það er líka til eldra fólk, sem býr í stórum og góðum íbúðum, sem byggðar voru yfir fjölskyldu á sínum tíma. Nú eru gömlu hjónin orðin ein eftir eða kannski bara annað þeirra. Viðhald og þrif eru erfið, fasteignagjöld veruleg upp- hæð, fjárhagurinn leyfir ekki að búa „svona stórt". Á að veita þessu fólki viðeigandi aðstoð? Og þá með hvaða hætti? Ætli nokkur telji óeðlilegt að „hannaðar" séu íbúðir með „sér- þarfir" aldraðra fyrir augum? Hvað um staðsetningu þeirra og fjármögnun? Er ekki vaknaður góður skilningur á því að vafa- samt sé að draga fólk í dilka eftir aldri, atvinnu eða stétt? E.t.v. ekki nægilegur en þó nokkuð margir hafa látið í ljósi þá skoðun að eðlilegt sé að íbúðir þeirra öldruðu séu innanum eða samanvið íbúðir annarra. Þ.e. ekki sé byggt sér- hverfi fyrir eldra fólk. Staðsetningu íbúða yrði þá þannig hagað að þær yrðu í Kommúnistasamtökin og Alþýðuflokkurinn: Viðræður um sam- eru ekki hafnar euungu MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Kommúnistasamtökunum vegna umræðna. sem orðið hafa undan- farið um hugsanlega sameiningu samtakanna og Alþýðuflokksins: Að gefnu tilefni vill stjórn Kommúnistasamtakanna taka fram eftirfarandi: Kommúnistasamtökin eru marx-lenínísk og byltingarsinnuð samtök sem hafna sovéska kerfinu sem sósíalisma og líta á Alþýðu- flokkinn og Alþýðubandalagið sem borgaralega umbótaflokka. Samtökin hafa ekki talið sér kleift aö vinna innan íslensku stjórnmálaflokkanna, bæði vegna stefnu þeirra og skipulags. í sumar báðu þeir Vilmundur Gylfason og Jón Baldvin Hanni- balsson um óformlegan fund með Ara Trausta Guðmundssyni, ein- um talsmanni Kommúnistasam- takanna. Þar lýstu þeir tillögum nefndar um breytingar á skipulagi Alþýðuflokksins og gáfu til kynna að þær gætu opnað kommúnistum leið til þess að starfa í flokksfélagi innan Alþýðuflokksins. Hér var hvorki um formlegt tilboð að ræða eða beiðni og fylgdu ekki fleiri fundir í kjölfarið. Ari Trausti Guðmundsson taldi hugmyndirnar umræðu verðar innan sinna samtaka og sagðist myndu taka málið upp við fyrsta hentuga tækifæri. Skipulegar um- ræður Kommúnistasamtakanna eru ekki hafnar, og niðurstöður því engar til. Fyrr en þær eru ljósar er ekki tilefni til funda með einum eða öðrum úr Alþýðuflokki um inngöngu Kommúnistasam- takanna í flokkinn. Ekki er heldur ástæða til að gefa sér niðurstöður umræðna kommúnista fyrirfram eða álíta viðræður um sameiningu Kommúnistasamtakanna og Ál- þýðuflokksins hafnar. Fundir þeir með Kommúnista- samtökunum sem Jón Baldvin Hannibalsson nefndi í útvarpsvið- tali 5. sept. sl. voru tveir opnir umræðufundir haustið 1980. Var Jóni boðið þangað ásamt tals- mönnum annarra flokka og ein- staklingum. Að sjálfsögðu eru engin tengsl milli þessara funda og máls þess sem fjölmiðlar gera sér nú mat úr, nema hvað þar kom í ljós að Alþýðuflokkur og Komm- únistasamtökin eiga sér fáein sameiginleg stefnumið, ekki síður en aðrir flokkar, t.d. Alþýðu- bandalagið og Kommúnistasam- tökin. Kommúnistasamtökin líta á samvinnu við aðra flokka eða starf innan þeirra sem taktískt vandamál og munu ákvarða af- stöðu sína varðandi Alþýðuflokk- inn í tíma. Stjórn Kommúnistasamtakanna pr. Arnór Sighvatsson, Ari Trausti Guðmundsson. íbúðahverfi ásamt venjulegum íbúðarhúsum einstaklinga, en þess gætt að bílaumferð um hverfið yrði mjög takmörkuð, skammt að sækja til matvöruverslana og á biðstöð almenningsvagna. Dag- vistarheimili í nágrenni og félags- leg aðstaða, í því sambandi skal einkum minnt á aðstöðu til fönd- urs og starfsaðstöðu er hentaði þessum aldursflokki. Fjármögnun má hugsa sér t.d. með þessum hætti: eðlilegt fram- lag einstaklinga þeirra er fyrst flyttu inn í hús þessi eða íbúðir. Færi það að sjálfsögðu eftir getu, en sennilega ekki hærra en 20— 25%' byggingarkostnaðar frá þeim, sem seldu íbúðir. Lífeyris- sjóðir og sveitarfélög legðu síðan fram það sem á vantaði. Eignaraðild yrði þeirra lífeyr- issjóða og sveitarfélaga, sem legöu fram byggingarkostnaðinn, og þessar íbúðir eða hús yrðu aldrei til sölu á frjálsum markaði, heldur til ráðstöfunar handa þeim sem hefðu náð eftirlaunaaldri — eða nytu örorkulífeyris — og þörf hefðu fyrir íbúðir, verndaðar með ofangreindum hætti. Framlag einstaklinga yrði endurgreitt samkv. gildandi bygg- ingarvísitölu á hverjum tíma og eftir mati endurbóta að frádreg- inni fyrningu, allt miðað við eignarhlutfall. Stjórn svona bygg- ingarfyrirtækis má hugsa sér að yrði skipuð af þeim aðilum, sem fjármagna fyrirtækið, þ.e. full- trúum sveitarfélags, lífeyrissjóða og félagssamtaka aldraðra. Um- ræður um mál þetta ættu að fara fram milli þeirra aðila, sem hér hafa verið nefndir án þess að stjórnmálaflokkar berjist um á hæl og hnakka við að eigna sér framtakið. Eldra fólk ver atkvæð- um sínum nefnilega eftir geðþótta sinum til hinna ýmsu flokka. Guðjón B. Baldvinsson Fyrirlestrar fluttir í kvöld ARNE Thorsteinsson þjóðminja- vörður Færeyja og Jóan Pauli Joensen safnvörður flytja í kvöld fyrirlestra um færeyska menning- arsögu. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 20.30 í Norræna húsinu og verða fluttir á dönsku. I Mbl. í gær misritaðist að fyrirlestrarnir hefðu átt að vera í gærkvöldi. Fyrstu göngur í Grafarlönd og Herðubreiðarlindir 7. septrmher. Mývatnssveit. IIÉR hefur verið kalt undan- farna daga og na'turfrost. í dag hefur gengið á með slydduéljum. f gærmorgun var grátt alvcg niður í byggð. Farið var i fyrstu göngur á bílum í gær í Grafar- lönd og Ilerðubreiðarlindir. Frekar var tafsamt með leiðinni suður með Jökulsá vegna dimm- viðris og þæfingsfæri af völdum snjós. Þó mættum við tveimur bílum sem voru að koma úr Öskju og höfðu gist yfir nóttina í Dreka- gili og töldu þeir snjóinn heldur fara vaxandi suður. Er á daginn leið birti til svo leitarveður varð allgott. Alls fundust 63 kindur á þessum leitarsvæðum, þar af var ein ær frá Brú á Jökuldal. Komið var með þetta fé hingað til byggða í gærkvöldi. Fyrstu göngur fara nú að hefjast í önnur leitarsvæði hér. Fimmtudaginn 10. sept. verður farið í Austuraf- rétt og réttað í Reykjahlíðarrétt laugardaginn 12. sept. Kristján m móttökumælir. P'ötuspilari. ^ _______________________________________________________ I U m ' • LM. MW og FM bylgjur. mDOLBY fyrir betri upptokur. # Útgangsorka 2x20 SINUS Wött ______ v/4 Ohm. »■ . ...... SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó samstæöa meö hátalara, í,,silfur“ ' eöa ,,brons“ útliti. Breidd 390 mm Hæð 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm / /A' #/ áfíL. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR ^f LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 SHARP CP-1H/HB: • Rafeinda A1ETAL Hatalarar, bassa og diskant styrkmæiir stming fyrir metai 25 Watta í „silfur" eöa kassettur „brons“ útliti. Allt settið, verö kr.: Breidd 220 mrn Hæð 373 mm Dýp, J8 3 mm 6.320.00. IITSALA- LEIKFÖNG Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið Isafirði— Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — Eyjabær Vestmannaeyjum — M M h/f. Selfossi. 40% afsláttur í 4 daga. Notið þetta einstæða tækifæri til aö gleðja yngstu kynslóðina. Aðeins þessa viku. Leikfangaver, Klapparstíg 40, sími 12631.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.