Morgunblaðið - 10.09.1981, Síða 34

Morgunblaðið - 10.09.1981, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 Móöir okkar, ÓLÍNA EYJÓLFSDÓTTIR, Stórholti 12, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 8. sept. Börn hinnar látnu. Maðurinn minn. ASMUNDURHANNESSON, Birkivöllum 2, Selfossi, lést 8. sept. í Sjúkrahúsi Selfoss. Elín Jónsdóttir. t Faöir okkar, ODDURJÓNSSON, Fagradal, lést á Hrafnistu 28. ágúst. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hins látna. Síguröur Oddsson, Hólmfríöur Oddsdóttir, Halldóra Oddsdóttir, Jón Oddsson, barnabörn, barnabarnabörn. t Móöir okkar og fósturmóöir, KARÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR vefnaöarkona, Asvallagötu 10 A, veröur jarösungin frá Neskirkju föstudaginn 11. sept. kl. 13.30. Jóhannes Einarsson, Guómundur Einarsson, Guörún Þóröardóttir. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur, HENDRIKKU OLAFSDOTTUR FINSEN, Laugarbraut 3, Akranesi, sem andaöist 4. þessa mánaöar, verður gerö frá Akraneskirkju laugardaginn 12. september kl. 13.30. Jón Sigmundsson, Garóar S. Jónsson, Kristín H. Jónsdóttir, Höröur A. Sumarliöason, Ólafur I. Jónsson, Helga Guömundsdóttir. t Móöir okkar, OLGA D. SVEINSSON, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. þ.m. kl. 15.00. Blóm eru afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á aö láta góögeröarstofnanir njóta þess. Sigrún Sveinsson-Mir, Sveinn Torfi Sveinsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐLAUG JÓHANNESDÓTTIR dömuklæöskerí, Ljósheimum 22, sem andaöist 3. sept. í Borgarspítalanum, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju 11. sept. kl. 16.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Vióar Hjálmtýsson, Frióa Einarsdóttir, Reynir Gunnar Hjálmtýsson, Anna Charlesdóttir, Jensina Hjálmtýsdóttir, Jón Þ. Einarsson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda vináttu og samúö viö andlát og útför SVEINS GUÐMUNDSSONAR frá Vestmannaeyjum. Unnur Pálsdóttir, Ásdís Sveinsdóttir, Aöalheióur Sveinsdóttir. Garðar Sveinsson, Lára Agústsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Hjörtur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hildur Hjaltadóttir Ijósmóðir - Minning Fædd 22. júlí 1909. Dáin 29. september 1981. í dag verður minningarathöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um tengdamóður mína, Hildi Hjalta- dóttur. Hún fæddist að Folafæti, Súða- víkurhreppi þann 22. júlí 1909. Foreldrar hennar voru þau Hjalti Einarsson Hálfdánarsonar í Hvítanesi og Sigurborg Þórðar- dóttir Sigurðssonar í Hestfjarð- arkoti og áttu þau fimm önnur börn. Hildur missti móður sína árs- gömul og fór þá í fóstur að Skarði í Ögurhreppi til föðursystkina sinna, Helga Guðjóns Einarssonar og Ólafar Svanhildar Einarsdótt- ur. Helgi Guðjón var orðinn ekkjumaður og ólst Hildur upp með dætrum hans tveim og fleiri fóstursystkinum. Hildur átti bjartar minningar frá brenskuárum sínum á því myndarheimili sem Skarð var. Þegar Hildur óx úr grasi var hún hvött til að afla sér menntunar og fór þá fyrst í Húsmæðraskólann á Blönduósi, sem þótti góður undir- búningur fyrir lífsstarf kvenna í þá daga. Ari seinna, 1929, fór hún svo til Reykjavíkur, þar sem hún dvaldi fyrst við hússtörf á heimili frænda síns, Jóns biskups Helga- sonar, og fjölskyldu hans í Tjarn- argötunni, en settist síðan í Ljósmæðraskóla Islands, þaðan sem hún lauk prófi 1932. Á þessum árum unnu ljós- mæðranemar alla daga, án þess að fá frí, en Hildur valdist til þess ásamt öðrum nema að ganga á fund Guðmundar Thoroddsens yfirlæknis og fara fram á að nemarnir fengju einn frídag í viku. Var því ljúfmannlega tekið og þótti mikil bót að. Að námi loknu fór Hildur aftur vestur, þar sem hún hóf ljósmóðurstörf. Árið 1935 giftist Hildur Samúel Guðmundssyni bónda á Hrafna- björgum í Laugardal, Ögurhreppi. Börn þeirra urðu átta talsins og eru þau þessi: Sigurjón, bóndi, f. 1936, Helgi Guðjón, verkfræðingur, f. 1937, kvæntur Helgu Pálmadóttur, Guð- mundur Sigurður, húsasmiður, f. 1941, kvæntur Guðrúnu Jóhannes- dóttur, Sigurbjörn, húsasmiður, f. 1943, kvæntur Önnu Lise Michel- sen, Ólöf Svana, deildarstjóri, f. 1944, Hjalti Sigurvin, vélsmiður, f. 1945, kvæntur Ásdísi Ragnars- dóttur, Hrafnhildur, húsmóðir, f. 1947, gift Jósef Vernharðssyni, og Ásdís, húsmóðir, f. 1950, gift Össuri Sig. Stefánssyni. Strax á fyrstu búskaparárum sinum réðust ungu hjónin í að byKííja sér nýtt hús. Var það úr steinsteypu og þótti í mikið ráðist einkum þar sem torfbær var fyrir á jörðinni. Sagði tengdamóðir mín mér, að það hefði verið Vilmundur Jónsson, síðar landlæknir, sem hvatti þau óspart til að hefjast handa og sækja um byggingalán, sem þau fengu eflaust fyrir hans góðu orð og stóð það að drjúgum hluta undir framkvæmdum, en árslaun ljósmóðurinnar munu hafa dugað fyrir afborgunum af láninu. Á því má sjá að ekki hafa launin fyrir hin erfiðu störf ljós- móður í dreifðri vestfirskri byggð verið ýkja há í þá daga, en Hildur + ' Jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, RAGNARS GRÍMSSONAR, Rjúpufelli 44, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. sept. kl. 10.30. Björg Aöalsteinsdóttir, Agústa Ragnarsdóttir, Guðbjörg Osk Ragnarsdóttir, Viktoría Eyrún Ragnarsdóttir, Högni Högnason, Sigríóur Ragnarsdóttir, Sigurþór Sigurþórsson, Lílja Ester Ragnarsdóttir, Andrés Einarsson, Jón Birgir Ragnarsson, Helga Reynaldsdóttir, Þorgerður Eínarsdóttir, Helgi Jónatansson og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR, Smáragrund 9, Sauöárkróki. Kristín Jóhannsdóttir og börn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNÍNU KRISTÍNU BENEDIKTSDÓTTUR, Fríðarstööum, Hverageröi. María Jóhannsdóttir, Óskar Valdórsson, Sigríöur Jóhannsdóttir, Björn Sigurösson, Alfheiöur Jóhannsdóttir, Sæmundur Jónsson, Ármann Jóhannsson, Jóhanna Sólmundsdóttír, . barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu, viö andlát og útför EINARS B. JÚLÍUSSONAR, Bakkatúni 24, Akranesi. Sérstaklega þökkum viö öllum starfsfélögum hans. Ragnheiöur Erna Einarsdóttir, Gunnar Júlíusson, Guömundur Júlíusson, Júlíus Júlíusson, Fríða Júlíusdóttir, Valur Júlíusson og barnabörn. Björnsdóttir, Guöbjartur Björgvinsson, Anna Daníelsdóttir, Björg Benediktsdóttir, Jónína Þorsteinsdóttir, Erling Klemens, talaði aldrei um það, heldur hvílík búbót hefði að þeim verið. Mörg voru börnin, sem Hildur tók á móti á 30 ára ljósmóðurferli. Þurfti hún oft að hafa hraðan á, er hún geystist af stað til hjálpar sængurkonum, ýmist á hestbaki, á sjó eða fótgangandi, með töskuna sína yfir fjöll og firnindi í mis- jöfnum veðrum. Jafnframt fjölgaði hjá henni sjálfri. Ekki náðist í ljósmóður nema þrisvar sinnum, til að að- stoða við hennar eigin fæðingar og lét Hildur' Hjaltadóttir sig ekki muna um að taka sjálf á móti fimm af átta börnum sínum með aðstoð manns síns, en er næstelsta barnið, Helgi, fæddist, var faðir- inn á leið að sækja ljósmóður og tók hún því á móti honum að öllu leyti sjálf. Samúel og Hildur voru mjög samhent við að byggja upp jörðina sína. Breyttu þau þýfi í tún með frumstæðum verkfærum eins og þá gerðist. Erfitt var um aðföng og voru allar landbúnaðarafurðir unnar heima. Á sumrum fékkst silungur úr Laugadalsvatni og var hann óspart nýttur. Allan fatnað á barnahópinn vann Hildur einnig heima, t.d. allan prjónafatnað, en hún kom sér snemma upp prjónavél. Allt þetta var að sjálfsögðu unnið jafnframt ljósmóðurstörfum í tveim hreppum. Mér, nútímakon- unni, er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig konum eins og tengdamóður minni entist sólar- hringurinn til þess að afkasta öllu því, sem hún gerði, enda gat hún aldrei lagt niður þá rótgrónu venju sína að fara á fætur kl. 5 eða 6 að morgni. Það gerði hún fyrr á árum til þess að geta unnið svo sem eins og tvær stundir í næði áður en börnin vöknuðu. Hildur átti um skeið við mikil veikindi að stríða og þurfti hún að yfirgefa heimilið til þess að ganga undir skurðaðgerð. Hún fékk fulla lækningu á sjúkdómi sínum, en það má nærri geta að þetta erfiðleikatímabil var henni og ekki síður manni hennar mikil reynsla. Eftir þetta gakk lífið á Hrafna- björgum aftur sinn vanagang til ársins 1958, er húsbóndinn féll frá langt um aldur fram. Eins og oft vill verða, urðu vinir og vanda- menn til að rétta hjálparhönd bæði í veikindum Hildar og einnig er hún missti mann sinn. Aldrei fannst henni hún fá því góða fólki fullþakkað. Tveim árum eftir að Hildur varð ekkja, brá hún búi og fluttist til ísafjarðar þar sem hún varð matráðskona á sjúkrahúsinu. Bjó hún þá í húsi Sigríðar systur sinnar og manns hennar Ingi- mundar Guðmundssonar, sem studdu hana með ráðum og dáð. Mörgum árum áður höfðu þau hjón tekið í fóstur Hrafnhildi, næstyngsta barn Hildar og ólu þau hana upp sem sína einkadótt- ur. Þegar börnin voru uppkomin og flest komin á Suðurlandið, fluttist Hildur til Reykjavíkur og vann þá hjá prjónastofunni Framtíðinni, sem Sláturfélag Surðurlands rak. En er hún var lögð niður, útveg- uðu stjórnendur Framtíðarinnar elstu konunum starf i öðrum deildum fyrirtækisins, svo Hildur starfaði hjá Sláturfélagi Suður- lands þar til hún lét af störfum 70 ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.