Morgunblaðið - 10.09.1981, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Norðmenn sigruðu
Englendinga 2—1
Oxló. 0. s4*pt<‘mh<*r.
Frá Jan Erik I.auro. íróttaritara Mhl.
NORÐMENN brutu blað í
knattspyrnusöKunni er þeir sij?r-
uðu Enxlöndinxa í riðlakeppni
heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu. ok »?erðu þar með
út um möKuleika heimsmeistar-
anna fyrrverandi á að komast i
úrslitakeppnina á Spáni á næsta
ári. SÍKraði norska liðið 2—1 ok
voru öll mörkin skoruð í fyrri
hálfleik. Leikurinn fór fram á
Ulleval-leikvaniíinum í Osló, þar
sem Ólafur Noreifskonuniíur var
meðal áhorfenda.
Englendingar höfðu frumkvæði
framan af og skoruðu fyrsta mark
leiksins á 15. mínútu, en þar var
Bryan Robson að verki. Roger
Albertsen, er leikur með Winter-
lag í Belgíu skoraði jöfnunar-
markið á 35. mínútu og sigur-
markið skoraði Hallvar Thoresen,
leikmaður með PSV Eindhoven í
Hollandi og fyrirliði norska liðs-
ins, á 40. mínútu.
Heiðurinn af fyrra marki
norska liðsins á Tom Lund.
Krækti hann í hornspyrnu og
skaut föstu skoti að markinu er
hann fékk knöttinn úr spyrnunni,
en knötturinn kom við Albertsen
og breytti um stefnu á leið í
markið. Thoresen skoraði sitt
mark eftir góða fyrirgjöf Arne
Larsen Okland, sem er atvinnu-
maður hjá Bayern Leverkusen.
Norðmenn léku með fimm „út-
lendinga", en framan af var leikur
norska liðsins fálmkenndur, eins
og leikmenn bæru of mikla virð-
ingu fyrir ensku stjörnunum.
Þáttaskil urðu hinsvegar eftir að
jöfnunarmarkið var skorað. Vörð-
ust Norðmenn vel í seinni hálfleik,
en þá aítu Englendingar fleiri
marktækifæri.
Enskir áhorfendur gengu ber-
serksgang við tap sinna manna og
stofnuðu til slagsmála. Þeir höfðu
valdið ólátum og tjóni í Osló fyrir
leikinn. Englendingar hafa nú sjö
stig úr jafn mörgum leikjum og
eiga aðeins einn leik eftir, meðan
Rúmenar hafa sex stig og þrjá
leiki til góða, Ungverjar fimm stig
og fjóra leiki til góða, og Sviss-
lendingar fjögur stig og þrjá leiki
til góða. Norðmenn hafa hlotið sex
stig í riðlinum og eiga einum leik
ólokið.
Danir töpuðu 2-1
fyrir Júgóslavíu
Danir urðu að þola ósigur á
heimavclli í Kaupmannahofn
fyrir Júgóslövum.og eru mögu-
lcikar Dana á aframhaldi í
kcppninni úr sögunni. Unnu
Júgóslavar 2—1 cftir að staðan í
hálflcik var 0—0. Mörk gcstanna
skoruðu Zlatko Vujovic og Vla-
dimir Pctrovic. Höfðu Júgóslavar
töglin og hagldirnar allan icik-
inn. og eru þeir nú efstir í
fimmta riðli. Gerðust leikmenn
grófir í lcik sínum undir lokin og
var mikið um hókanir. Áhorfcnd-
ur að leiknum voru tæplega 18
þúsund.
Tékkar unnu Wales 2—0 í
Prag. Staðan í hálfleik var 1 —0.
Fyrra mark Tékka kom er Stev-
enson spyrnti i eigið mark á 26.
mínútu. og hið síðara skoraði
Verner Licka á 67. mínútu. Walcs
hefur enn íorystu í þriðja riðli.
hafa níu stig úr sex leikjum.
Tékkar hafa hlotið átta stig í
fimm leikjum.
Skotar sigruðu Svía 2—0 á
llampden Park í Glasgow að
viðstöddum 75 þúsund áhorfcnd-
um eftir að hafa haft yfir 10 í
hálflcik. Fyrsta mark Skota skor-
aði Joe Jordan mcð skalla á 20.
mínútu eftir aukaspyrnu Johns
Robertson. Robertson skoraði svo
seinna markið úr vítaspyrnu á
81. mínútu. Robertson var pottur-
inn og pannan í öllum lcik Skota.
Hollcndingar og írar gcrðu
jafntcfli í öðrum riðli helms-
meistarakeppninnar að viðstödd-
um ta plcga 50 þúsund áhorfcnd-
um á lcikvangi Feyenoord í Rott-
erdam. Staðan í hálfleik var
1 — 1. Kees van K<M>ten skoraði
fyrsta mark leiksins og náði
forystu fyrir Holland á 11. mín-
útu eftir langa fyrirgjöf Frank
Thijssen. Mike Rohinson jafuaði
fyrir íra. Arnold Muhrcn náði
forystu fyrir Ilollendinga úr vít-
aspyrnu á 61. mínútu. en lokaorð-
ið átti Frank Stapleton á 72.
mínútu.
Belgir unnu Frakka 2—0 i
öðrum riðli keppninnar eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 1 —0
á Hcysel-leikvanginum í Brussel.
Czerniatinski skoraði fyrra mark
Belga á 21. mínútu. og Vanden-
hergh hið síðara á 83. mínútu.
Belgir eru öruggir með sæti i
úrslitum heimsmeistarakeppn-
innar á næsta ári.
• Lárus Guðmundsson skorar fyrsta markið. Lárus
lÍKKur á jorðinni eftir að hafa skotið. Markvörðurinn
kom engum vörnum við.
• Knötturinn stefnir beint í samskeytin eftir hörku skalla Atla Eðvaldssonar. Greina
má kollinn á Atla á milli leikmannanna á myndinni. Ljósm. RAX
Tvö falleg mörk Lárusar og
Atla færðu íslandi sigur
„þEGAR MAÐUR fær svona góð marktækifæri hugsar maður bara
um það eitt að vera ákveðinn, og nýta tækifærið til fullnustu," sagði
Víkingurinn ungi Lárus Guðmundsson sem skoraði fyrsta mark
íslenska landsliðsins i knattspyrnu er liðið vann góðan sigur á
landsliði Tyrkja 2—0, í gærkvöldi á Laugardalsvelli. Það var á 20.
mínútu sem Lárus fékk góðan stungubolta inn á milli varnarmanna
Tyrkja. frá Pétri Ormslev. Lárus brunaði upp og skoraði fallcga. Var
þetta vel gert hjá Lárusi sem var að skora sitt þriðja mark í sínum
fjórða landsleik. Síðara markið skoraði svo Atli Eðvaldsson með
hörkuskalla i síðari hálfleik. Leikur liðanna var i undankeppni
heimsmeistarakeppninnar og hefur ísland nú hlotið fjögur stig i
sinum riðli, skorað sex mörk en fengið á sig 12. Góð barátta var í
íslenska liðinu i gærkvöldi og olli hún sigri liðsins. Veður til að leika
knattspyrnu var slæmt, mikill kuldi og sterkur vindur.
Tyrkir beittu
öllum brögðum
Tyrkir léku undan sterkum
vindi í fyrri hálfleik. En þrátt
fyrir það tókst þeim ekki að skapa
sér verulega hættuleg marktæki-
færi. Vörn íslenska liðsins var
mjög traust. Þá greip Guðmundur
Baldursson markvörður ávallt vel
inn í leikinn á réttum augnablik-
um. Tyrkir áttu nokkur góð skot
að marki cn flest fóru þau vel vfir.
íslenska liðinu gekk vel í fyrri
hálfleik og lék þá oft skemmtilega
saman. Sér í lagi voru framiínu-
mennirnir hættulegir. Varnar-
menn Tyrkja léku nokkuð gróft og
beittu öllum brögðum til að stöðva
hina eldfljótu og leiknu fram-
herja, Lárus Guðmundsson og
nafnanna Pétur Ormslev og Pét-
ursson. Eins og áður var greint
skoraði Lárus fyrsta markið á 20.
mínútu. Á 35. mínútu fékk Lárus
svo góða sendingu frá Pétri og
komst í gegn. Brunaði upp og var
að komast í gott færi þegar einn
varnarmaður Tyrkja sá þá einu
leið til aö stöðva Lárus að kasta
sér á hann og draga hann niður.
Mjög ljótt brot. En afspyrnu-
slakur dómari leiksins gaf Tyrkj-
anum aðeins gula spjaldið fyrir
brotið. Hvað eftir annað skall
hurð nærri hælum við mark
Tyrkja en ekki urðu mörkin fleiri í
fyrri hálfleik.
Atli skorar
meÖ skalla
Mikil barátta var í síðari hálf-
leiknum. En íslenska liðinu gekk
ekki vel að leika undan sterkum
vindinum. Samleikur liðsins var
dálítið gloppóttur og miðjuspilið
ekki eins sterkt og í fyrri hálf-
leiknum. Annað mark íslenska
liðsins kom á 65. mínútu. Pétur
Ormslev tók innkast svo til við
endalínu. Kastaði vel fyrir mark-
ið. Sigurður Lárusson náði að
skalla aftur fyrir sig inn í mark-
ísland -
Tyrkland
teiginn. Þar stökk Atli Eðvaldsson
hæst upp og sendi knöttinn upp í
samskeyti marksins með föstum
skalla. Vel gert. Lið Tyrkja var
öllu öflugra í síðari hálfleik gegn
vindinum. Lék oft vel saman úti á
vellinum en er nær markinu dró
rann allt út í sandinn. Eina
hættulega marktækifæri Tyrkja í
síðari hálfleik kom á 85. mínútu.
Tyrkir áttu góðan skalla að ís-
lenska markinu, en Guðmundur
Baldursson varði vel í horn.
Skömmu síðar komst Pétur Pét-
ursson einn í gegn um vörn
Tyrkja, en enn sem fyrr notaði
varnarmaðurinn hendurnar gróf-
lega til að stöðva Pétur. Dómarinn
lét það afskiptalaust.
Liðin
Islenska liðið barðist vel í leikn-
um. í fyrri hálfleik náði liðið vel
saman. Sér í lagi framlínumenn-
irnir þrír sem áttu góðan leik. Þeir
Pétur Pétursson, Lárus Guð-
mundsson og Pétur Ormslev. Atli
og Magnús áttu sæmilega spretti
en hurfu þess á milli í leiknum.
Varnarleikurinn var mjög traust-
ur. Örn Óskarsson lék mjög vel.
Fastur fyrir og gaf aldrei eftir.
Marteinn og Sævar léku vel á
miðjunni aftur. Þá var Guðmund-
ur öruggur í markinu. Lið Tyrkja
lék á köflum vel saman en gekk
afar illa að skapa sér marktæki-
færi. Leikmenn Tyrkja voru nokk-
uð grófir í brotum sínum.
í STUTTU MÁLI: Landsleikur
ísland — Tyrkland 2—0 (1—0)
Mörk íslands: Lárus Guðmunds-
son á 20. mínútu og Atli Eðvalds-
son á 65. mínútu.
ÁHORFENDUR: 4292.
DÓMARI: Var frá írlandi og var
hann afspyrnuslakur, og dæmdi
leikinn mjög illa.
Tveir Tyrkir fengu að sjá gula
spjaldið. þr
Ingolfur setti
Islandsmet
INGÓLFUR Gi.ssurarson frá
Akranesi setti í gærkvöldi nýtt
íslandsmet í 100 mctra fjórsundi
á Evrópumcistaramótinu í Split í
Júgóslavíu. Ingólfur synti vega-
lengdina á 1:56:17 mín. Guðrún
Fema synti 100 metra bringu-
sund á 1:18:07 mínútum.