Morgunblaðið - 20.09.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981
43
Frá ráðstefnu um ljóð og ljóðgagnrýni
Bðkmenntlr
frjálshytígju, en úrræði frjáls-
hygKjumanna taldi hann algjöra
vitleysu.
Á ráðstefnu í Biskops Arnö um
ljóð og ljóðgagnrýni voru Norð-
menn fámennir. Að vísu voru tveir
norskir gagnrýnendur mættir,
Camilla Carlsson og Leif Stavik.
En frá Noregi kom aðeins eitt
skáld, Arvid Torgeir Lie.
Ég veit ekki hvort Arvid Torgeir
Lie er dæmigerður fyrir norsk
skáld samtímans, hef satt að segja
litla trú á því. Eitt ljóða hans
nefnist Gran og minnir ekki svo
lítið á ljóð Tarjei Vesaas um
snjóinn og greniskóginn. Það get-
ur verið gaman að velta fyrir sér
hve margt er líkt með máli Lies og
íslensku, en ljóðið Gran er þannig
í heild sinni:
Biskops Arnö
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
og lögfræðingar. Nefna má nokkra
sem Islendingar kannast við: rit-
höfundana Olof Lagercrantz og
P.C. Jersild, félagsfræðinginn Jo-
achim Israel, höfund Samfélags-
ins sem kennd er í íslenskum
skólum. Sérstaka athygli vakti
Israel, áhugasamur um allt, ekki
síst það sem skáldin voru að gera.
Ég ræddi við hann m.a. um
Biskops Arnö er afskekktur
staöur. Meðal þess sem þar má
njóta er friðlýst náttúra, gömul
eikartré. Málaren með iðandi lífi
fugla, fiska og skordýra. Vilborg
Dagbjartsdóttir sem kann skil á
blómum og trjám fræddi okkur
Hans Mölbjerg og Marianne Lar-
sen um náttúruna. Einnig sagði
Vilborg að Jón Gerrekson hefði
eitt sinn verið meðal biskupa í
Biskops Arnö. Þessum fulltrúa
Biskops Arnö drekktu landar
okkar eins og kunnugt er.
Norrænt samstarf getum við
kallað aðgerðir íslendinga. Allt í
anda vináttunnar að sjálfsögðu.
Á setri Jóns
Gerrekssonar
Gran: ingen löyndom,
inga vid, bárande krone,
men ein kvass topp
mot himlen.
inga ringing frá klokker,
men eit stutt, hardt handtrykk.
Og kring henne:
skit og skrik,
kjas og mas.
Skalhard, tagget gran,
skapt for hardt veir,
haggel og storm.
Og gjennom ein streng vinter
ber ho ei grön nál.
Það kom fram í umræðum að
sumir töldu ljóðið vera um konu
ekki síður en grenitré. Önnur ljóð
Arvids Torgeir Lie voru útkjálka-
leg, sænsku gagnrýnendunum
þóttu þau í anda næfískrar hefðar.
Finnska skáldið Leif Salmén
yrkir líka hefðbundið, módernismi
hans orðinn dálítið gamall:
Ég renn saman við daga lífsins
faðma jörð og haf
finn ský og fólk.
Tvær finnskar skáldkonur, Tua
Forsström og Martina von Essen,
höfðu ekkert nýtt fram að færa,
en ljóð þeirra voru falleg og vel að
merkja kvenleg þegar best lét.
Þótt fátt nýtt komi fram á
ráðstefnu eins og þessari, enda
varla til þess ætlast að þær breyti
viðhorfum þátttakenda, má segja
að hér sé gerð virðingarverð til-
raun til að ræða skáldskap af
fullri alvöru og freista þess að
skýra og skilgreina. Ólíklegt er að
slíkt væri hægt á Islandi þar sem
einstrengingslegar skoðanir
stjórna oft umræðum manna og
skrifum.
Jafnframt ráðstefnunni um Ijóð
og ljóðgagnrýni var önnur ráð-
stefna í Biskops Arnö. Hún fjall-
aði um hvernig unnt væri að draga
úr glæpum og meðal þátttakenda
voru rithöfundar, félagsfræðingar
Norrænt samstarf
um orkumál
Á FUNDI orkuráðherra Norðurlanda í Halden í Noregi,
hinn 4. september sl. voru samþykktar tvær skýrslur,
sem unnið hefur verið að á vegum ráðherranefndarinn-
ar og verða þær gefnar út á næstunni. Önnur skýslan
fjallar um nýjar og endurnýjanlegar orkulindir en hin
um greiningu á orkuefnum.
í skýrslunni um nýja og endur-
nýjanlega orkugjafa er fjailað um
hugsanlega samræmingu á lögum
og efnahagslegum þáttum sem
varða hugsanlega samræmingu á
lögum og efnahagslegum þáttum
sem varða notkun nýrra orku-
gjafa. Æskilegt er talið að skipst
verði á upplýsingum um mengun-
arvarnir, eignarréttarmál, rekstur
og fleira. Hvatt er til norræns
samstarfs um rannsóknir, prófan-
ir og tilraunanotkun á nýjum
orkugjöfum.
Þeir nýju orkugjafar sem um er
fjallað í skýrslunni eru m.a. sól,
vindur og sjávaralda. Auk þessa er
í skýrslunni fjallað um nýtingu
orku úr lífrænum efnum, t.d. mó,
og orkugeymslu.
í skýrslunni um norrænt sam-
starf um greiningu á orkukerfum
er greint frá tillögum um fjögur
meginverkefni, þ.e. orkusparnað,
svæðisbundið skipulag orkumála,
athugun á öflun og dreifingu
varma á Norðurlöndum og grein-
ingu á orkukerfum á Norðurlönd-
um. Norrænu orkuráðherrarnir
ræddu ennfremur á fundinum
ýmis mál sem tengjast öðrum
sviðum orkumála á Norðurlönd-
um, t.d. orkubúskap, olíu- og
gasvinnslu og hvernig taka má í
notkun nýja orkugjafa, einkum
metanol.
Ráðherrarnir samþykktu, að
embættismannanefndin skyldi
fyrir næsta fund leggja fram
tillögu um þau form sem til greina
kæmu í norrænu samstarfi um
olíu- og gasvinnslu.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al'GLVSINGA-
SÍMINN KK:
22480
PIONEERHfflSYSTEM
SA 720 CT 720
Tæknilega
fullkomin
2X65 sínuswött (8 ohm).
Heildarbjögun 0,03%
20-20.000 rið
við hámarks útgangsafl.
TX 720L
Suö/merkishlutfall 50 dB AM.
Suð/merkishlutfall 75 dB FM.
Næmlelki
FM Mono 0,75 microvolt.
FM Stereo 25 microvolt.
Miðbylgja 30 microvolt.
Langbylgja 45 microvolt.
PL 720
Qvartz læstur á hraða.
Hall mótor, Polymer Graphite tónarmur
Magnetist Moving Coil hljóðdós.
Tíðnisvörun 10-32000 rið.
Wow og flutter minna en 0,035% (din).
DT 510
Klukka/timer. getur kveikt á tækjum
fyrir upptöku og afspil ef menn eru
ekki heima.
Þriggja mótora/þriggja hausa.
SENDUST tónhaus.
Sjálfleitari.
Tíðnisvörun CR02 30 -17.000 rið
(+ + 3dB)
Wow og flutter minna en 0,04% (din).
LS 757
3 hátalarar,
30 cm bassahátalari,
30 cm miðtónshátalari,
6.6 cm hátíönihátalari.
Tíðnisvörun 38 - 20.000 rið.
Hámarks inngangsafl
100 sínusvött
SG 300
7 banda tónjafnari með Ijósdíóðu í tökkum
eykur eða minnkar mögnun á 60 riöum,
150 riðum, 400 riðum, 1 kílóriði, 2,4 kflóriði
6 kflóriöum, 15 kílóriðum um 10 dB
Tíðnisvörun 5 —70 kflórið + 0,-1 dB.
Suð/merkishlutfall 100 dB.
Skápur
Hæð 113,3 cm.
Breidd 48,8 cm.
Dýpt 40,0 cm.
Rósaviðarlíki.
5ia ára
ábyrg6
^ 11 r # %M uM MM WÆ ■ I Karnabær Glæsibæ
^f LAUGAVEGI 66 SIMI 25999
Portið Akranesi —
Patróna Patreksfiröi — Epliö Isafiröi — Álfhóll Siglufirði — A. Blöndal, Ólafsfirði — Cesar Akureyri
Bókav. Þ.S. Húsavík — Hornabær Hornafirði — M.M. h/f. Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum