Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 FRAMTÍÐARHORFUR Ilópur handarískra vísinda- manna hefur varaó alvarlega við því að lofthiti um allan heim fari nú hækkandi vegna aukins kol- tvísýriniís ok að allt stefni i átt til þess ástands, sem visinda- menn kalla _>{róðurhúsaástand“. I>eir seKja. að líklcgar afleið- intíar af þessu verði þær. að ísinn á Suðurskautslandinu hráðni. sjávarhorðið hækki um 5—6 metra ok flóð verði um alla jorð. Vísindamennirnir, sem vinna hjá Geimvísindastofnuninni bandarísku, NASA, segja, að enn sé raunar tími til að hægja á þessari þróun, sem rekja megi rúma öld aftur í tímann, en „því miður", segja þeir, „í ljósi þeirrar sögulegu staðreyndar, að það tek- ur a.m.k. nokkra áratugi fyrir menn að breyta um eldsneyti, má slá því föstu, að meiriháttar lofts- lagsbreyting sé óhjákvæmileg". Bandaríkjamennirnir benda á það, að brennsla olíu og kola á tímabilinu 1880—1980 hafi aukið koltvísýring í andrúmsloftinu um 13—19% og að jafnvel þótt notkun þessara orkugjafa minnkaði næstu öldina muni koltvísýringur- Allt á floti allsstaðar... Sjávarborð gæti jafnvel hækkað um allt að sex metra. inn ná því að verða 600 hlutar af milljón — 76% meira en nú og 100% meira en á síðustu öld. Þessi aukni koltvísýringur mun því hafa sömu áhrif og glerið í gróðurhús- unum, hitaútgeislun frá yfirborði jarðar mun minnka og hitastigið hækka að sama skapi. „Öll fullkomnustu, vísindaleg líkön,“ segja vísindamennirnir, „gera ráð fyrir að hitinn muni á l næstu áratugum og öld hækka um 2—3,5 stig á celsíus. Nú óar það kannski engum, en sannleikurinn er sá, að þá er hitinn farinn að nálgast það, sem var á Mesozoic- skeiðinu, þegar risaeðlurnar voru uppi.“ | Hættan á því, að Suðurskautsís- inn bráðni, stafar af því, að hann hvílir á berggrunni, sem er fyrir neðan sjávarmál, ólíkt því sem er um Grænlandsjökli. Ef hitinn hækkar að einhverju marki gæti hann bráðnað á tiltölulega skömmum tíma, á einni öld eða minna, og valdið hækkun sjávar- borðs um heim allan um 5—6 metra. - IIAROLD JACKSON NÝJUNGAR Fyrsta plastreiðhjól í heimi hefur nú séð dagsins ljós í Gautahorg í Svíþjóð. Það er létt og sterkt. þarf næstum ekkert viðhald og undantekning ef á þvi spring- ur. Búist er við. að hjólið verði komið á markað á vori komanda og muni þá kosta um 14—1500 kr. Þetta hjól, sem heitir Itera, er fyrsta meiriháttar breytingin á gerð reiðhjóla frá því að Axel Moulton lét sér detta í hug að Plast- eign / a hjólum ... og „sjálfvirk“ regnkápa í kaupbæti. hafa báðar gjarðirnar jafn stórar en ekki aðra pínulitla og hina geysistóra eins og áður var. í gjörðunum eru fimm sverir teinar og í dekkjunum, sem eru límd á gjarðirnar, eru engar slöngur, en þau eru hins vegar styrkt sérstaklega og því lítil hætta á að það spryngi. Ef það skyldi þó gerast er bara að sprauta inn í dekkið gúmmíkvoðu og slíkur kvoðubrúsi er í raun eini'varahluturinn, sem á þarf að halda. Itera-hjólin munu verða fáanleg ósam- ansett, bæði venjuleg og einnig kappreiða- hjól, þau geta verið í öllum regnbogans litum og með allt að 12 gírum ef þess er óskað. Meðal aukabúnaðarins, sem hjólinu fylgir, er dálítið skemmtileg nýjung. Það er regnkápa, sem draga má út úr iítilli tösku fyrir aftan hnakkinn og bregða yfir sig ef hann skyldi fara að rigna. Þegar sólin brosir aftur er kápunni sleppt og þá vinst hún sjálfkrafa inn í töskuna. Ekki er talið ólíklegt, að jafnvel gírarnir og keðjudrifið verði bráðlega líka úr plasti þannig að öll olía verður óþörf. Vatn mun koma að sömu notum. - GARETH PARRY „SKIPULAGSBÚSKAPUR" Hamagangur í öskjunni Konurnar ryðjast hver um aðra þvera og láta hvina í tálknunum þegar þær raða sér upp í biðröðinni fyrir framan Gum-stórverslunina í Moskvu en flogið hafði fyrir að þar yrði ýmis eftirsóttur varningur á boðstólum, eins og t.d. nær- klæðnaður og skór. „Við höfum báðar beðið hér i klukkustund, svo að þú skalt ekkert vera að troðast,“ hreytti ein konan út úr sér við aðra þar sem þær stóðu undir hinum frægu hogagöngum við Rauða torgið og biðu eftir því að komast yfir vestur-þýska hrjóstahaldara. Skammt frá þeim rifust ákafir kaupendur um inniskó og gúmmístígvél frá Víetnam. „Láttu mig bara fá eitthvað. Stærðin skiptir ekki máli,“ sagði maður, sem stóð framarlega í röðinni, um leið og hann þrýsti þriggja rúblna seðli í lófann á þeim, sem var fyrir framan hann. Sovéskur almenningur, argur og leiður yfir löngum biðröðum og duttlungafullri vörudreifingu, er orðinn vanur því að nota sér mútur, smáhnupl, persónuleg sambönd og svarta markaðinn til að komast yfir ýmsar nauð- synjavörur, sem löngum eru með öllu ófáanlegar í ríkisverslunum. Sovésk stjórnvöld þykjast raun- ar um þessar mundir vera að gera sérstakt átak í því að auka framboð á neysluvarningi en þrátt fyrir það er oft sagt frá því í blöðunum, að aigengt sé, að verslunarstjórar og afgreiðslu- fólk haldi eftir torgætum vörum og selji þær síðan fyrir eigin reikning. Jatnvel Brezhnev hefur mátt játa aö framleiðsla neysluvarnings hafi brugöist „ár ettir ár“. í vikuriti nokkru, sem fjallar raunar aðallega um bókmenntir og menningarmál, var nýlega skýrt frá því, að í borginni Krasnodar, sumarleyfisstað við Svartahaf, hefði svartamarkaðs- brask með sápu, tannbursta og rakkrem verið óvenjulega blóm- legt að undanförnu og það ekki að ófyrirsynju, því að þessar vörur höfðu þá ekki verið fáan- legar í ríkisverslununum um langt skeið. Sovésku blöðin gera þó ekki aðeins að segja frá því, sem aflaga fer, heldur má líka lesa í þeim hástemmt lof um nýju, fimm ára áætlunina, en samkvæmt henni á að stórauka framleiðslu neysluvara eins og nærfata, sápu, penna, ísskápa og þvottavéla. Sovéskur almenningur virðist þó ekki hafa mikla trú á, að skorturinn taki skjótt enda, jafnvel þó að bjartsýnustu áætl- anir stæðust, og ekki síst fyrir það, að mikið af vörunum nær aldrei að komast upp í búðarhill- urnar, þær eru seldar út um „bakdyrnar", áður en þær ná svo langt. Sem dæmi má nefna, að klósettpappír, gleraugu, sinnep, bókahillur, tvinni, gúmmístígvél og varahlutir í heimilistæki eru fremur sjaldséðar vörur í ríkis- verslunum. í ræðu sem Leonid I. Brez- hnev, forseti, flutti á 26. þingi sovéska Kommúnistaflokksins í febrúar sl., viðurkenndi hann, að áætlanir um framleiðslu alls kyns neysluvarnings hefðu brugðist „ár eftir ár“, t.d. fram- leiðsla á vefnaðarvöru, garni, leðurskóm, húsgögnum og sjón- varpstækjum, og sagði, að gæði þeirra vara, sem þó tækist að framleiða, væri yfirleitt fyrir neðan allar hellur. I stjórnmálagagninu Izevstiu var sagt frá því á síðasta ári, að sovéskar þvottavélar hefðu eng- um framförum tekið í 20 ár og stæðu langt að baki erlendri framleiðslu og í Prövdu kvartaði viðgerðarmaðurinn V. Kuzmick undan því, að það væri jafnvel ekki hægt að fá ómerkilegustu varahluti í heimilistæki, sem þó ætti að heita enn í ábyrgð. „Stundum verð ég að benda viðskiptavinunum á að skila tækinu í verslunina og fá nýtt vegna þess að það er ekki hægt að fá varahlut, sem kostar að- eins nokkra aura,“ sagði hann. - DAVII) MINTIIORN HUGREKKI Fyrsta dag janúarmánaðar árið 1977 skrifuðu 242 Tékkar undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir ætluðu að berjast fyrir því, að allir tékkneskir borgarar gætu „unnið og lifað eins og frjálsborn- ir menn“. Charter ’77, eða Mann- réttindayfirlýsingin ’77, hefur þessi yfirlýsing verið kölluð, og á þeim árum, sem liðin eru síðan, hafa margir tekið upp merki hennar, bæði innan og utan Tékkóslóvakíu. Þó að yfirlýsingin snúist aöeins um sjálfsögðustu mannréttindi hafa undirskrifendurnir veriö hundeltir og ofsóttir í landi sínu, úthrópaðir í fjölmiðlum og sætt alls kyns kúgun af hálfu lögreglunnar. Efnt hefur veriö til pólitískra réttarhalda yfir mörgum forystu- mönnum mannréttindabaráttunnar og nú síðast í júlí var einn þeirra, Rudolf Battek, dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og í „þriggja ára gæslu og eftirlit” aö auki fyrir „undirróður". Þetta er haröasti dómurinn til þessa, en næsta Undir járn- hælnum í annað sinn verkefni yfirvaldanna er aö setja á sviö fjöldaréttarhöld þar sem Jir- ina Siklova verður helsti sakborn- ingurinn. Siklova komst fyrst upp á kant við stjórnvöld eftir innrás Sovét- manna í Tékkóslóvakíu 1968, en hún var þó ekki í hópi þeirra, sem skrifuöu nöfn sín undir mannrétt- indayfirlýsinguna. Hún átti þó marga þeirra aö vinum og studdi þá meö ráöum og dáö og þaö virðist hafa nægt yfirvöldunum til aö stilla henni upp sem fjandmanni númer eitt í þessum mestu réttar- höldum yfir andófsmönnum, sem enn hafa verið haldin. Eins og fyrr segir féll Jirina Siklova fyrst í ónáð eftir innrás Rússa 1968, en þá kenndi hún félagsfræði við heimspekideild há- skólans í Prag. Siklova var rekin úr embætti vegna þess aö hún studdi „Vorið í Prag“, frjálsræöistímann, sem ríkti um stutt skeið fyrir innrásina, vegna róttækra skoö- ana, sem hún lét í Ijós á fundum kommúnistaflokksins, og vegna greina, sem hún skrifaöi þar sem hún haföi samúö meö róttækum stúdentum, sem hrifnir voru af hugmyndum nývinstrisinna á Vest- urlöndum. 1969 var Jirina Siklova svo rekin úr kommúnistaflokknum. Allan næsta áratug reyndi Jirina aö koma fótunum undir sig á nýjan leik. Hún fékk vinnu sem ræst- ingakona á bókasafni háskólans og síöar sem bókasafnsvöröur viö sjúkrahús ásamt því sem hún reyndi aö mennta sig frekar. Jirina var menntaður sálfræöingur og nú einbeitti hún sér að þeim vanda- málum, sem aldraðir eiga viö aö stríöa. Hún hætti bókasafnsvörsl- unni og tók til starfa á röntgen- deild spítalans og brátt kom að því, aö hún var fengin til öldrunar- deildarinnar vegna áhuga hennar á velferö gamla fólksins. Jirina brá nú á þaö ráö aö nota sitt eigiö skírnarnafn og undir því nafni tókst henni að fá gefnar út eftir sig bækur um fjölskyldumál, hlutverk kvenna innan fjölskyld- unnar og vandamál æskunnar. Hún sá um kvennadálk fyrir tímarit nokkurt og ávann sér fyrir þaö miklar vinsældir og varö upp úr því þekktur þátttakandi í umræðum í útvarpi og sjónvarpi. Jirina Siklova haföi sem sagt oröiö mikiö ágengt og haföi því miklu aö tapa ef aftur skærist í odda meö henni og yfirvöldunum. Ef hún tæki opinberan þátt í mannréttindabaráttunni þýddi þaö aðeins þaö eitt, að endi væri bundinn á starfsferil hennar — ööru sinni. Og Jirina var móöir, og þó aö fólk sé jafnvel reiðubúið aö setja sitt eigiö líf aö veöi fyrir því, sem þaö trúir á, vill það ógjarna stofna framtíð barnanna sinna í hættu um leið. Jirina er einstæö móöir tveggja barna. Sonur hennar er enn á barnsaldri, en dóttir hennar, sem nýlega komst aö í læknaskóla, má nú eiga von á aö vera vísað þaöan. Jirina ákvaö að taka ekki opin- berlega upp hanskann fyrir and- ófsmennina, en rétta þeim þess í staö hjálparhönd hvenær sem færi gæfist. Hún komst upp meö þaö — en bara í lítinn tíma. Kunnir andófsmenn hafa engan síma og ökuskírteinin eru líka tekin af þeim. Þeir veröa aö bíöa óratíma eftir venjulegri læknisþjónustu og lítilfjörlegasta skriffinnska veröur aö óyfirstíganlegum þröskuldi, sem engum er ætlaö aö komast yfir nema fuglinum fljúgandi. í krafti þeirrar viröingar, sem Jirina haföi nú áunniö sér í samfé- laginu, og sambanda sinna bauöst hún til aö hjálpa þessu fólki og fjölskyldum þeirra. Heimili hennar varö aö nokkurs konar samkundu- staö fyrir þetta fólk og svo viröist sem hún hafi oft beitt hinum mestu klókindum þegar hún þurfti aö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.