Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.1981, Blaðsíða 7
VESTUR-ÞÝSKALAND MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 47 Ekki endalaust hægt að ná samkomulagi EFTIR 12 ára samstarf stjórnarflokkanna tveggja í Vestur-Þýskalandi er skoðanamunur þeirra alltaf að koma betur og betur í ljós. En stjórnarslit eru þó ekki alveg á næstu grösum. Fólk er að jafna sig eftir heitar deilur um f járlagaírumvarpið fyrir árið 1982 en sósíaldemókrat- ar létu þar augljóslega í minni pokann fyrir frjálsum demókrötum. Willy Brandt, formaður Sósíal- demókrataflokksins, var enn sár yfir ósigrinum þegar hann sagði í ræðu á flokksfundi 6. september að hann gæti ekki lofað að sam- steypustjórnin myndi sitja út kjörtímabilið. Hann sagði að sam- komulagið um fjárlögin hefði gengið mjög nærri sjálfsvirðingu sósíaldemókrata. Tveimur dögum seinna bað flokksforystan flokks- menn um að vera ekki of harðorða í garð frjálsra demókrata. Aðeins minniháttar uppsteyt varð í þing- flokknum þegar uppkast að fjár- lagafrumvarpinu var lagt fyrir hann í þinginu 8. september (17 þingmenn greiddu atkvæði gegn því) en endanlegt álit þingflokks- ins liggur ekki fyrir. Þingmenn frjálsra demókrata samþykktu frumvarpið einróma engum að óvörum og fram- kvæmdastjóri flokksins, Gunter Verheugen, hefur að undanförnu sagt að samsteypustjórn hans geti frekar ráðið bug á vandanum sem steðjar að þjóðinni en samsteypu- stjórn flokksins með kristilegum demókrötum. Samningsviðræð- urnar um fjárlögin sýndu að efnahagsstefna frjálsra demó- krata á margt sameiginlegt meö stefnu Kristilega demókrata- flokksins sem er í stjórnarand- stöðu. Frjálsir demókratar eru farnir að álíta sig verndarengla mark- aðskerfisins og verndara frjáls- hyggjunnar gegn tilraunum til að auka ríkisafskipti. Þeir neituðu að hafa áform sósíaldemókrata um nýjar ríkisfjárfestingar sem gætu aukið atvinnu í landinu í fjárlaga- frumvarpinu og þeir hafa rétt til að fara fram á lækkun atvinnu- leysisbóta. Flokkurinn mun samt væntanlega sitja áfram í sam- steypustjórninni. Hann óttast að hann muni tapa verulega í næstu kosningum ef hann gengur á bak oröa sinna í kosningabaráttunni og skiptir um samstarfsflokk. Hann telur einnig að sjálfstæði hans sé betur borgið í samstarfi við sósíaldemókrata en kristilega demókrata. Frjálsi demókrata- flokkurinn er í dag augljós gagn- stæða við Sósíaldemókrataflokk- inn sem virðist vera að færast lengra í vinstri átt. Formaður frjálsra demókrata, Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra, sem er iaginn að sigia milli skers og báru, er sammála Brandt um að samkomulagi séu takmörk sett. Flokkarnir gætu fjarlægst hvor annan svo mjög að samstarf væri ekki lengur fram- kvæmanlegt. Fjárlögin eru enn óafgreidd. Þingnefndir eiga eftir að taka uppkastið að frumvarpinu fyrir og þingið þarf að samþykkja það en stjórnarandstaðan hefur meirihluta í annarri þingdeild- inni. Vandasamara verður að finna lausn á deilum um kjarnorkueld- flaugar. Friðarbaráttan er alltaf að eflast í Vestur-Þýskalandi og þótt báðir stjórnarflokkarnir hafi Genscher og Schmidt líta hlutina ekki alltaf sömu augum. fallist á samþykkt Atlantshafs- bandalagsins síðan í desember 1979 um staðsetningu meðal- drægra kjarnorkueldflauga í Vestur-Evrópu er hættan á að sósíaldemókratar skipti um skoð- un fyrir flokksfundinn í apríl alltaf að aukast. Helmut Schmidt, kanslari, hefur hótað að segja af sér ef það gerist. Það er óhugsandi að flokkur Genschers myndi halda áfram samstarfi við flokk sem hefur fjarlægt hornstein stefnu stjórnarinnar í utanríkis- og varn- armálum. Sumum leiðtogum sós- íaldemókrata er svo umhugað um að halda friðarsinnum innan vé- banda flokksins að þeir hafa byrjað að gagnrýna Ronald Reag- an, forseta Bandaríkjanna, opin- berlega. Egon Bahr, sérfræðingur flokksins í afvopnunarmálum, sem hefur rætt vopnatakmarkanir við formann austur-þýska kommún- istaflokksins að undanförnu, sagði: „Bandaríkin taka ákvörðun í eigin hagsmunaskyni og við verðum að gera slíkt hið sama.“ Búast má við fleiru í svipuðum tón þegar nær dregur þingi Sósíal- demókrataflokksins í apríl. Heimild: Economist Viö bjóöum ykkur á mmm Margt er sér til gamans gert A sýningunni verða m.a. sýndir 2 nýir bílar en þeir eru að sjálfsögðu frá Fíat- verksmiðjunum og heita: Teiknari á staönum. Bói teiknar portrett og skopmyndir. PANDA Sparneytni fjölskyldubíll inn, sem er ótrúlega rúm góður og framhjóladrifinn \ kynning — allir fá að smakka á hinu Ijúffenga Soda Stream FIAT 131 SUPER \ Lúxusbíll á lágu verði. \ <2^ Gjörbreytt útlit, ný véla- \ stærð, mjög sparneytinn, \% ýmsir aukahlutir. \ - Auk þess verða á sýningunni \ Fiat Ritmo • Fiat 127 special _ Fiat 227 Fiorino (sendibíll) & Fiat X 1/9 • Polonez og 125 P. j FÍAT EINKAUMBOOÁ ISLANOI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SMIDJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SlMI 77200. PDLONEZ POLOffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.