Morgunblaðið - 20.09.1981, Síða 4
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Enn er slegið upp veizlu i
Pottarími. Nú er það auðvitað
haustveizla. Á borðum er
lamhakjot. hvað annað. Ykkur
finnst kannski nÓK að gert i
lambakjötsmálum, en i sann-
leika sa>ft þá held ég mikið upp
á lambakjöt. Okkur berast
margar uppskriftir erlendis
frá í alls konar blöðum. Þar má
að sjálfsögðu finna margvís-
legar kjötuppskriftir. En vegna
þess að í þessum nágrannalönd-
um okkar er lítið um gott
lambakjöt. eru lamhakjöts-
uppskriftir ekki áberandi þar.
Það er ekki sizt vegna þess hve
lítið er til af góðum lambakjöts-
uppskriftum hér, sem ég tek
lambakjöt svo oft fyrir. Mér
finnst nefnilega brýn ástæða til
að klappa lambakjötið upp og
leyfa þvi að njóta sin eins og
það á skilið. Sem sagt, það er
einn einu sinni lambakjöt á
borðum.
í forrétt er boðið upp á gott
sjávarsalat. Auk þess sem það
er fyrirtaks forréttur, er það
Ijómandi léttur aðalréttur, t.d.
með góðu heimabökuðu brauði,
eða sem miðnætursnarl. Það er
fleira salat en oliusósusal-
at... í eftirrétt sting ég upp á
góðum eplarétti, þó við njótum
vist ekki íslenzkrar uppskeru
þar. En ég þarf vist varla að
minna á hvað rifsber og bláber
eru goð í alls kyns eftirrétti.
Uppskriftirnar eru ætlaðar
fyrir sex.
Góða skemmtun.
Sjávarsalat
í þetta salat er hægt að nota
ýmsar tegundir sjávardýra og í
þeim hlutföllum sem ykkur
hentar. Við vonum að fiskbúð-
irnar taki sig til og bjóði upp á
ókunnuglegar og fáséðar teg-
undir, ekki satt?
Ég sting upp á rækjum,
hörpudiski og lúðu. Þið getið
notað fleiri tegundir ef ykkur
sýnist svo. En það er ekki sízt
sósan sem skiptir máli og gefur
salatinu bragð.
Með rækju hér á ég vjð
úthafsrækju, sem mér finnst
afar miklu betri heldur en litlu
skelflettu krílin. Þið uppskerið
ríkulega fyrirhöfnina að skel-
fletta úthafsrækuna. Skelina
getið þið svo fryst aftur og soðið
Haust-
máltíð I
síðar. Soðið er fyrirtak í sósur,
súpur og fiskrétti, þar sem þarf
gott soð.
Hörpudiskurinn fæst hrár,
svo þið sjóðið hann fyrst. Setið
hann frosinn í pott og sjóðið án
vatns við hægan hita. Úr fiskin-
um kemur mikið soð, svo meiri
vökva þarf ekki. Látið síðan
soðið sjóða niður og notið í
salatið.
Ég hef ekki nefnt krækling.
Því miður hefur enginn séð
ástæðu til að safna honum og
selja, svo við verðum að hafa
fyrir því sjálf. Það er þó engin
fyrirhöfn, heldur einskær
ánægja, að komast svolítið út og
safna í soðið í leiðinni. Ef þið
hafið tök á, þá er það ferðalag
sem borgar sig. Soðinn krækling
er hægt að frysta og nota svo í
margvíslega rétti, t.d. gott
sjávarsalat.
Punkturinn yfir i-ið eru svo
sölin. Nú undanfarið hafa feng-
izt söl í Náttúrulækningabúð-
inni. Það er sjálfsagt að minna á
þessa hollu og góðu fæðu. Ég
veit um mörg bðrn sem borða söl
rétt eins og sælgæti, enda vön
við sölin. Ef þið náið ekki í söl,
er þó engin ástæða til að hverfa
frá salatgerðinni. En uppskrift-
in er svona ... en þið látið hana
auðvitað ekki binda ykkur.
500 gr bökuð eða soðin stór
lúða, köld (annar fiskur kemur
vel til greina).
300 gr óskelflett úthafsrækja
300 gr frystur hörpudiskur
+ knippi steinselja
1 tsk. sítrónusafi
salt og pipar eftir smekk
1. Bakið fiskinn og kælið. Ef
ykkur sýnist svo, getið þið auð-
vitað einnig soðið hann, en mér
finnst hann þá ekki verða eins
bragðmikill. Bakið hann aðeins
svo lengi, að hann rét nái að
hlaupa saman en ekki að þorna.
Skelflettið rækjurnar.
2. Látið frystan hörpudiskinn
í pott ásamt sítrónusafanum og
stönglunum af steinseljunni.
Látið hann sjóða loklaust á
hægum hita. Eftir stuttan tíma
flýtur mikill vökvi úr fiskinum.
Látið fiskinn malla áfram þar til
hann er soðinn i gegn, en gætið
þess að láta hann alls ekki
þorna. Takið fiskinn úr pottin-
um og látið soðið sjóða niður þar
til aðeins er um 1—2 msk. eftir.
Það notið þið í sósuna. Takið
steinseljustönglana frá og hend-
ið þeim, þeir hafa gegnt sínu
hlutverki.
3. Sósa:
Soðið af hörpudiskinum (1—2
msk)
5 msk. ólífuolía eða önnur góð
matarolia
2—3 msk. sitrónusafi (bragðið
ykkur áfram)
blöðin af + steinseljuknippinu
1—2 fínsöxuð hvitlauksrif
1—2 t$k. timajan
I tsk. oregano
I tsk. basil
6 ólifur
4 tómatar
Framandi menning
í framandi landi
Hefur þú áhuga á aö búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast lifnaöarháttum annarra þjóöa?
• Viltu veröa víösýnni?
• Viltu veröa skiptinemi?
Ef svariö er já, haföu samband viö:
dílfS
Umsóknarfrestur er frá 7. sept. til 2. okt.
Hverfisgötu 39. — P.O. Box 753-121 Reykjavík.
Sími 25450 — Opiö daglega milli kl. 15—18.
á íslandi
Kennsla
hefst fyrst í október.
Byrjenda- og fram-
haldsflokkar.
Innritun í síma 72154
frá kl. 1—5 daglega.
BfiLLETSKOLI
5IGRÍÐRR óRmflnn
^SKÚLAGÖTU 32-34 Oóö
W kaupmenn- verslunarstjórar
AVEXTIR
IKUNNAR
Epli rauö — Epli græn — Appelsinur — Sítrónur
Greipaldin — Greipaldin rautt — Vínber græn
Vínber blá — Perur — Melónur — Vatnsmelónur
Plómur — Ananas — Avocado — Kókoshnetur
Bananar.
EGGERT KRISTJAIMSSOINi HF
Sundagörðum 4, simi 85300
E4
4. Blandið vökvanum saman.
Bætið kryddinu í. Saxið ólífurn-
ar smátt og bætið þeim í sósuna.
Blandið sósunni saman við fisk-
metið.
5. Afhýðið tómatana með því
að bregða þeim augnablik í
sjóðandi vatn. Ykkur finnst
þetta e.t.v. óþarfa fyrirhöfn, en
árangurinn verður mun betri.
Skerið þá í litla bita og blandið
saman við salatið. Nú má salatið
gjarnan standa í +—1 sólarhring
í kæliskápnum. Á þeim tíma
dregur fiskurinn í sig sósuna og
salatið verður ljúfara á bragðið.
Þið sjáið því að þetta er af-
bragðsmatur í fleiri en einum
skilningi...
Það er töluvert mikið mál að
halda veizlu, svo við verðum að
hafa biðlund þangað til um
næstu helgi eftir framhaldinu.
Leiðrétting
Það urðu nokkuð hrapaleg
mistök í uppskriftinni að þeirri
stórgóðu rifsberjaköku, sem ég
var með í síðasta þætti. Hveiti-
skammturinn var alltof lítill. í
staðinn fyrir + dl átti að vera 4+
dl. Glöggir lesendur hafa vænt-
anlega séð, að það gat varla
staðist að búa til pæabotn úr svo
litlu hveiti á móti eggjarauðun-
um og smjörinu. Og fyrst ég er á
annað borð að nefna þessa upp-
skrift, dettur mér í hug að
saman við svona kökubotn er
fyrirtak að bæta t.d. um + dl af
möluðum heslihnetum og draga
þá frá samsvarandi magn af
hveiti.
Þaó stendur í lögum þaó
stendur hér að þeir eigi
aó hafa vit fyrir mér. Þeir
slefa út ræðum, þeir
jarma í kór, þeir segja að
ég verói slæmur af
FRÆBBBLARNIR
Ný 4-laga plata.
FÁLKINN
Suöurlartdsbraut 8, aími 84670
Laugavagi 24, sími 18670
Austurveri, sími 33360