Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 11

Morgunblaðið - 20.09.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1981 51 heima, og ef svo er, í hverju er hann þá fólginn? „Þessu er erfitt að svara í stuttu máli, en ég skal þó reyna. „Stand- ardinn“ á knattspyrnunni er tölu- vert hærri en heima, og einkum áberandi hvað breiddin er miklu meiri. Þegar íslenska landsliðið lék gegn því sænska í Halmstad í fyrra og stóð sig með miklum ágætum í 1:1 jafnteflisleik, voru Svíar í miklum vandræðum með landslið sitt. Þar voru að eiga sér stað kynslóðaskipti ef svo má að orði komast, auk þess sem nýr landsliðseinvaldur hafði þá tekið við stjórninni, Lars „Laban" Arn- esson, fyrrum þjálfari Öster. Hans vandamál var það að það vantaði afgerandi toppleikmenn í sænsku knattspyrnuna. Breiddin var hins vegar svo mikil, að hægt hefði verið að velja 5 til 6 nokkurn veginn jafnsterk landslið. Enda fór svo að Laban notaði um eða yfir 30 leikmenn áður en hann fann kjarnann, sem hefur staðið sig svo vel í sumar. En í sumar hafa Svíar unnið síðustu fjóra leiki sína, gegn Norður-írum 1:0 og Portúgal 3:0 í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar, og svo hafa þeir unnið bæði Búlgari og Finna 1:0. Gagnstætt því sem hefur gerst á íslandi og í Danmörku meðal annars, hafa æ færri Svíar gerst atvinnumenn í knattspyrnu sunn- ar í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru sjálfsagt ekki nema 5 núna, sem eitthvað kveður að, og aðeins einn þeirra er fastur lands- liðsmaður. Tveir frægustu leik- menn Svía undanfarinn áratug, Ralf Edström fyrrum félagi Ás- geirs Sigurvinssonar í Belgíu, og Ronnie Hellström, sem talinn hef- ur verið einn besti markvörðurinn í Vestur-Þýskalandi sl. 6 til 7 ár, hafa ekki verið í landsliðinu í ár. Og víst er að ekki eru Svíar í markmannsvandræðum. Gæði markvörslunnar eru hér stórum meiri en heima, þó mér sýnist að vísu af blöðunum, sem íslenskir markverðir hafi staðið sig betur í ár en oft áður. Við hjá AIK höfum til dæmis frábæran 4 » ' 'A i-4 * » 1 1**4 • 4»á.5 U ð 1 # » I markvörð, sem þó er aðeins vara- markvörður landsliðsins. Marga fleiri markmenn gæti ég einnig nefnt, fjöldinn allur er af þeim, allt niður í 3. deild. Breiddin er öll miklu meiri hér en heima, og er nánast ótrúleg. Getu- eða gæða- munur á milli deilda er mjög lítill, og bestu liðin í annarri deild eru sjálfsagt oft betri en þau lakari í fyrstu deildinni. Sama er að segja um muninn milli 2. og 3. deildar, og áfram niður deildakerfið. Hér eru leikmenn líka almennt betur þjálfaðir en heima á Fróni, og er það raunar eðlilegt. Aðstöðu- munurinn er mikill, og menn eru mun betur grunn- og þrekþjálfaðir hér fyrir keppnistímabilin en heima. Við hjá AIK vorum til dæmis komnir í mjög góða æfingu í febrúar-mars í vetur, eftir að hafa æft fimm sinnum í viku fyrstu tvo mánuði ársins. Og frá því síðari hluta febrúar lékum við 15 æfingaleiki, og dvöldum um tíma í ísrael i æfingabúðum. Við vorum því mjög vel undir keppn- istímabilið búnir æfingalega séð. — Jafnvel er undirbúningurinn stundum of strangur, sem kemur síðar í ljós í leikþreytu. Knattspyrnan hér er þó ekki eins miklu betri en heima eins og ætla mætti, og kemur þar ýmis- legt til: Hér vantar til dæmis tilfinnanlega góða erlenda þjálf- ara, er hleypi nýju blóði í knatt- spyrnuna. Sænskir þjálfarar virð- ast flestir kunna það sama, og því kemur of sjaldan eitthvað óvænt í ljós. Þarna hafa sum íslensk knattspyrnulið staðið mun fram- ar, svo sem ÍA og Valur, sem hafa haft marga frábæra útlenda þjálf- ara hjá sér, sem kennt hafa leikmönnum nýja hluti. Hér í Svíþjóð finnst mér líka of mikið um neikvæða knattspyrnu, ef svo má kalla hana, það er knattspyrnu sem leggur of mikla áherslu á varnarleik. — Undantekningar eru þó frá þessu, svo sem Öster og Örgryte, sem leika oft skemmti- lega knattspyrnu með uppbyggi- legum sóknarleik. Sænsk knattspyrna virðist þó þegar allt er skoðað heldur vera á uppleið, og menn eru farnir að taka eftir nokkrum mjög skemmtilegum leikmönnum með sumum liðanna, sem beðið er eftir og menn vænta sér mikils af. Enn er hins vegar ekki útséð um hvort Svíum helst á þeim, eða hvort þeir bestu fara til stóru liðanna í Mið- og Suður-Evrópu, eins og gerist með íslenska knattspyrnumenn. Æfingar og leikir — En hvernig gengur lífið annars fyrir sig hér, snýst þetta allt i kringum fótbolta, og ef svo er, er þá ekki um að ræða heldur einhæft og leiðigjarnt starf? „Auðvitað hlýtur þetta að snú- ast meira og minna í kringum knattspyrnuna, en þar með er ekki sagt að það þurfi að vera leiðin- legt. Hér er miklu fremur um það að ræða að mér gefst nú tími og tækifæri til að sinna aðaláhuga- málinu, knattspyrnunni, án þess Hörður meö dóttur þeirra Sigríö- ar, Bryndísi litlu. Sigríöur baðst undan myndatöku, en í staðinn fékk aö sitja fyrir meö feöginin- um, lítill maöur gestkomandi hjá þeim, Jakob aö nafni. Höröur Hilmarsson í landsleik á Laugardalsvellinum . Hann hefur þegar leíkíö 14 landsleiki f knattspyrnu fyrir ísland. að hafa samviskubit yfir þvi að vera að taka það frá öðru, til dæmis vinnunni eða fjölskyldunni. Atvinnan er ekki í vegi eins og áður er komið fram, og æfingar og leikir hér stangast heldur ekki á við eðlilegt fjölskyldulíf, eins og það gerir gjarna heima. En í stórum dráttum gengur þetta þannig fyrir sig, að við æfum flesta daga vikunnar, tvo til fjóra klukkutíma í senn, og þá er allt meðtalið, nudd og læknisskoð- un fyrir æfingar, þrekæfingar, skotæfingar og leikaðferðir, auk þess sem farið er yfir næstu leiki á töflu, eða að menn kynna sér næstu mótherja á annan hátt. Við eigum alla jafna frí daginn eftir leik, en sama dag og leikið er tökum við oftast létta æfingu snemma dagsins. Leikdaga erum við annars saman mest allan daginn, hittumst í höfuðstöðvum félagsins, förum gjarna á æfingu, borðum létta máltíð saman, og leggjum okkur síðan, og komum þá saman til leikvangsins nokkru fyrir leik. — Ef við erum á útivelli er þetta að nokkru svipað, nema hvað ferðalög til og frá setja að sjálfsögðu strik i reikninginn. En mikið er lagt upp úr því að leikmenn umgangist hverjir aðra, við borðum saman eftir æfingar, ræðum mikið saman, og reynt er að fá upp sem mesta samheldni, og það finnst mér hafa tekist ágætlega hér hjá AIK. Munurinn er á hinn bóginn mikill frá því sem maður á að venjast heima, er leikmenn lið- anna eru meiri félagar og vinir utan vallar en hér. Þar eru þetta oftast strákar sem aldir eru upp hjá viðkomandi félögum, hafa leikið saman allt frá því þeir voru í yngri flokkunum. Menn fara því saman á bíó, skemmta sér saman og heimsækja hverjir aðra. Hér má aftur segja að samverunni ljúki um leið og gengið er út úr húsi félagsins, leikmenn umgang- ast ekki mjög mikið í frítíma sínum, þó vissulega komi það fyrir að allir fari saman út með konum sínum, eða að þeir heimsæki hverjir aðra.“ Svíar formfastari * * en Islendingar — Stafar þetta eingöngu af öðru eðli atvinnuknattspyrnunnar en áhugamennskunnar, eða eru Svíar á einhvern hátt frábrugðnir okkur íslendingum? „Hvorttveggja held ég, en þó er rétt að undirstrika að hér er ekki um að ræða hina hörðu atvinnu- mennsku eins og hún þekkist í Mið-Evrópu, svo samkeppnin milli manna hér stendur félagslegum samskiptum varla eins fyrir þrif- um. En Svíar eru um margt ólíkir okkur, fjölskyldubönd eru ekki eins sterk, samband milli foreldra og uppkominna barna er kulda- legra en við eigum að venjast, og eins finnst mér sem Svíar séu mun formfastari á ýmsum sviðum en við erum.“ — Hvað áttu við með því? „Það er kannski ekki svo auðvelt að skýra þetta út fyrir fólki, sem ekki hefur búið hér, en þetta birtist þó á ýmsa vegu. Hér er til dæmis mjög fátitt að vinir eða kunningjar komi skyndilega og óvænt í heimsókn hvor til annars, heldur er eins og alltaf þurfi að vera um formleg boð að ræða. Komi maður óvænt i heimsókn að kvöldi til, í kvöldkaffi eins og svo algengt er heima, þá er allt eins líklegt að andrúmsloftið verði þvingað, og gestirnir fá það oft á tilfinninguna að þeir séu ekki beint velkomnir, eða að minnsta kosti að æskilegra hefði verið að tilkynnt hefði verið um komuna með meiri fyrirvara! — Flestir Svíar ganga raunar með dagbók upp á vasann, þar sem þeir skrá niður hvenær þeir eiga að fara eitthvert eða hvenær gestir komi til þeirra. Hafi maður orð á því að gaman væri að „kíkja inn“ eitt- hvert tiltekið kvöld, þá má alveg eins búast við að flett verði upp í bókinni góðu, og síðan sagt, nei því miður, pabbi og mamma koma þá, en við erum laus þann 20. ef það hentar ykkur! Nú, sinn er siður í landi hverju, og þetta gerir Svíana náttúrulega hvorki að betri né verri mönnum en við erum, en því er ekki að leyna að við Islendingarnir hér leyfum okkur að brosa í laumi að þessum tiltektum. Þessi lýsing þarf þó alls ekki að vera „týpisk" sænsk að öllu leyti. Við búum í stórborg með miklum fjarlægðum, og ég hef trú á að þetta sé öðru vísi úti á landi, í smærri bæjarfélögum. Það þarf þó ekki að vera alls staðar, til dæmis hafa tveir íslenskir knattspyrnu- menn hér sagt mér svipaða sögu, þótt þeir búi annars staðar, þeir Þorsteinn Ólafsson í Gautaborg og Teitur Þórðarson sem var í Váxjö." — Þú minntist á fjölskyldu- tengsl. Á hvern hátt eru þau frábrugðin því, sem við eigum að venjast? „Það lýsir sér eiginlega á sama hátt og ég var að tala um samgang vina og kunningja: Formlegheit cru ríkjandi, foreldrar hafa ekki mikið samband við börn sín eftir að þau eru farin að heiman, og öll tengsl fjölskyldunnar eru mun lausari en ég held að almennt gerist heima. Þetta leiðir oft til mikils einmanaleika meðal eldra fólks og hér er mikið talað um margvísleg félagsleg vandamál eldri borgara, til dæmis er alk- óhólismi þar talsvert útbreiddur. En hér verður þó að sjálfsögðu alls staðar að gæta þess að alhæfa ekki um of, sænska velferðarríkið svokallaða er heimsþekkt og margt gott um það að segja, en um leið ætti fólk þó að hafa i huga að það er alls ekki gallalaust." Mannsæmandi laun Hörður Hilmarsson býr sem áður segir í Solna, útborg Stokk- hólms, ásamt unnustu sinni, Sig- ríði Brynjúlfsdóttur, og árs gam- alli dóttur þeirra, Bryndísi. Þau búa í stórri 5 herbergja íbúð, aka um á nýrri bifreið af gerðinni Honda Accord, og ekki er að sjá að þau skorti neitt. — Þýðir þetta að laun þín í knattspyrnunni séu svo há, að taki langt fram venjulegum launum? „Við höfum kosið að ræða þau mál ekki nákvæmlega, enda sé ég ekki að meiri ástæða sé fyrir knattspyrnumenn en aðra laun- þega að vera að gefa laun sín upp í blöðum. Ég get þó aðeins sagt það að ég hef mannsæmandi laun og við líðum ekki skort!“ — Þú kannt bærilega við þig í Svíþjóð, og þú hefur mannsæm- andi laun. Þýðir það að þú verðir hér áfram? „Það er allt óákveðið ennþá. Við erum ákveðin í að við munum Iptjast að heima, en hvenær það verður veit ég ekki. Ég hef velt því fyrir mér að flytjast heim í haust, en einnig hef ég kannað ýmislegt annað sem boðist hefur. Þar á meðal er bæði áframhaldandi dvöl við knattspyrnuiðkun hér í Sví- þjóð, eða þá að flytjast eitthvert annað, þar sem betra býðst. Það skýrist allt síðar, og nú er ég ekki tilbúinn til að ræða það frekar.“ Þar með létum við viðtalinu lokið að sinni, og kvöddum Hörð, Sigríði og Bryndísi litlu, með þökkum fyrir frábærar móttökur nokkra hásumardaga fyrr í sumar. - AII Riddaralögregla, lögregluþjónar meö alvæpni og sórþjálfaöir lögregluhundar eru jafnan til taks, þegar knattspyrnuleikir fara fram í Stokkhólmi, ef til ólóta kynni að koma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.