Morgunblaðið - 20.09.1981, Page 21
Léttur og frjáls sumarklmönaöur fré danska fyrirtækinu
CLAIRE, og þessi módel hafa hlotiö nafnið „Elvira og
Madígan". Mjög kvenleg lína, efnió er lauflétt polyester,
létt jersey og bómull og svo ísaumaóir blúndukantar.
Eins og alls vita getur líka sumarió veriö ékaflega misjafnt hvaö
veður snertir og þé er gott aó hafa klæðnað eins og þennan.
Efnið er að mestu bómull í stretch, annað hvort síðar buxur eða
hnébuxur, svo og peysa og léttur jakki.
Jakki og pils eða jakki og buxur með tilheyrandi
röndóttri skyrtu og einlitu bindi. Þetta er finnsk
framleiðsla, sem hægt er að þvo í þvottavél. Fæst í
litunum dökkblétt, rautt og rjómalitað.
tillit til óska hverrar konu. Auð-
veldlega er þó hægt að fá „lánað-
ar“ hugmyndir frá einum hóp og
samræma öðrum og gefur þetta
ríka möguleika á að skapa ein-
staklingsbundna tískumynd hjá
öllum konum, er það vilja.
Þessir fjórir hópar eru: „Klass-
isk borgartíska“: Fínleg og dýr
efni og besta hugsanlega snið, eru
einkenni þessa hóps. „Atlants-
hafsblærinn": Hér er einkum
höfðað til þeirra „sportlegu" og
eru t.d. áhrif frá siglingum og sjó
yfirráðandi. „Sveitalífið": Þægi-
legur vinnufatnaður er á nærri
alls staðar við, svo og rómantísk
og einföld veislu- og samkvæmis-
föt. „Heimsferðir”: Hér er að finna
áhrif frá t.d. Japan og Kína, bæði
í litum, sniði og mynstrum, án
þess þó að alveg sé farið eftir
frummyndum.
Eðlilegir litir
Litagleði í fatnaði hefur sjaldan
verið eins mikil og á síðustu árum,
en í sambandi við tískuna næsta
vor og vetur miða fatahönnuðir
við fjóra grundvallarkjarna,
nefnilega vatn, eld, loft og jörð. Ut
frá þessum kjörnum koma svo
litirnir, sterkir, daufir, blandaðir
eða hreinir. Möguleikarnir eru
óteljandi, en áberandi er að lita-
samsetningar eru samræmdar
bæði í sterkum og veikum blæ-
brigðum. Að sjálfsögðu hafa enn
hvítu og svörtu litirnir sína þýð-
ingu.
Línurnar
Línurnar í kvenfatnaðinum fara
nokkuð eftir hinum fjórum áður-
nefndu undirstöðuhópum og er
fatnaðurinn t.d. ýmist aðskorinn í
mittið, eða að mittislínan er flutt
lítið eitt niður á við. Eins virðist
sem fatahönnuðir gangist fyrir
meiri og þægilegri vídd, sérstak-
lega í tómstundaklæðnaði. Axla-
línan er bein eða aðeins ávöl.
Kjóla- og frakkalengd er enn
mjög misjöfn, en er þó hjá flestum
hönnuðum rétt fyrir neðan hné, þó
voru nokkrir hönnuðir með hin
áður mjög vinsælu minipils og
-kjóla, en sá klæðnaður er aðeins
ætlaður til notkunar yfir hásum-
arið.
Efni og mynstur
Það sem einkennir öll efni er
notuð verða í kvenfatnaðinn
næsta vor og sumar er, að þau eru
létt og að hönnuðir nota að mestu
efni úr mörgum blöndum, þ.e.a.s.
blanda efnum svo sem ull, bómull,
polyester og svo framvegis saman.
Léreft með bómullarblöndun er
enn vinsælt, svo og denim í buxur
og crepe-de-chine er fremst í
flokki silkiefna, hrásilki og
organza kemur aftur, auk þess
leðureftirlíkingar og fínt poplin,
chintz og ótal fleiri. Jersey verður
einnig notað í mörgum þykktum
og svo auðvitað óteljandi gerðir af
knipplingum, útsaumi, þrykki, lín-
ingum og annað þess háttar til
skreytinga.
Mikið bar á hvers konar rönd-
óttum fatnaði, allt frá fíngerðum
til grófra lína og auk þess fín- og
stórköflótt.
í sambandi við t.d. þrykk-
mynstur, er verða æ vinsælli, má
nefna augljós og sterk austræn
áhrif, t.d. myndir af drekum og
kínverskum furðudýrum. Blóma-
mynstrin eru jafn ólík og þau eru
mörg, annað hvort á la Gauguin,
Biedermeirervendir, Provence- og
Libertyblóm, svo eitthvað sé
nefnt.
Svo til ómögulegt er að lýsa
öllum þeim fatnaði, er kvenfata-
hönnuðir hafa hugsað sér að selja
fataglöðum konum næsta vor og
sumar, en gestir umræddrar sýn-
ingar fengu svo sannarlega for-
smekk af því sem vænta má, ekki
síst á hinum daglegu tískusýning-
um, er mikið var lagt upp úr.
Hönnuðir hafa óþrjótandi hug-
myndaafl og þeir kynntu allt frá
örsmáum bikini til vel heitra
pelsa, frá stuttbuxum og
„Bermuda-shorts“ til þröngra
prjónaðra buxna, frá efnalitlum
sólblússum til knipplingalagðra,
langermaðra samkvæmisskyrtna
og svo mætti lengi telja. En eitt er
víst, úr nógu verður að velja þegar
konur fara að hugsa til kaupa á
vor- og sumarklæðnaði næsta ár.
Þetta er finnst framleiösla fré
Annikki Karvinen og efniö er
100% handofin bómull. Fæst í
litunum rautt, hvítt, svart og
blétt.
Afsakið
fröken!
Viltu dansa?
Hjá Heiðari læra allir aö dansa alls
konar skemrntilega dansa og þess-
vegna verða böllin í bænum ennþá
skemmtilegri.
Innritun daglega nema sunnudaga frá kl.
10—12 og 1—7. Símar 39551, 24959, 20345,
74444, 38126.
Kennsla hefst frá og með mánudeginum 5.
október.
Kennslustaðir:
Reykjavík:
Brautarholt 4
Tónabær
Drafnarfell 4
Þróttheimar
Ársel
Bústaöir
Seltjarnarnes:
Félagsheimiliö
Kópavogur:
Hamraborg 1
Þinghólsskóli
Garöabær:
Flataskóli
Hafnarfjöröur
Góðtemplarahúsiö
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
ItilCftlllV 11 Vtl'l I
t 9 A •
flttft
««■