Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 1

Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 1
32 SÍÐUR 1. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandaríkin: Utanríkisþjónustan endurskipulögð? I'alm Springs, Kaliforníu, 2. janúar. AP. HAFT ER EFTIR heimildum innan Hvíta hússins, að Reagan Bandaríkjaforseti muni tilkynna um „allvíðtækar breytingar“ á utanríkisþjónustunni, bæði hvað varðar skipan hennar og fram- kvæmd. T.d. er búist við, að embætti öryggismálaráðgjafans verði gert valdameira en nú er og að Richard V. Allen muni ekki gegna því áfram. Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að ráðgjaf- ar Reagans hefðu mestan auga- stað á William P. Clark í embætti öryggismálaráðgjafa en hann gegnir nú starfi aðstoðarutanrík- isráðherra. Allen, sem áður gegndi embættinu, var vikið frá um stundarsakir a.m.k. vegna rann- sóknar á meintri mútuþægni þeg- ar í ljós kom, að hann hafði tekið við 1000 dollurum frá japönskum kaupsýslumanni sem greiðslu fyrir viðtal við Nancy Reagan for- setafrú. Alexander Haig utanríkisráð- herra var í dag á fundi með Reag- an í Palm Springs og var umræðu- efnið m.a. heimsókn Helmut Schmidts kanslara Vestur-Þýska- lands til Washington í næstu viku, uppstokkunin á utanríkisþjónust- unni og ástandið í Póllandi. Útgöngubanni í S-Kóreu aflétt Seoul, 2. janúar. AP. (’HUN Doo-hwan forseti Suður Kóreu færði löndum sínum stóra ný- ársgjöf er hann felldi úr gildi út- göngubann að næturlagi er verið hafði í gildi í landinu frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Þing landsins lagði nýverið til að útgöngubannið yrði fellt úr gildi við fyrsta tækifæri. Utgöngu- bann frá miðnætti til klukkan fjögur að morgni verður þó áfram í héruðum næst landamærunum við Norður-Kóreu. Skálmöld í Ghana í kjölfar byltingar Abidjan, 2. janúar .AP. SKÁLMÖLD ríkir í Ghana í kjölfar stjómarbyltingar hersins á gamlárs- dag, samkvæmt fregnum sem borist hafa frá Accra og eru hermenn sagð- ir fara ránshendi um verzlanir og heimili. Fjöldi félaga í flokki Hilla Limann fyrrum forseta hefur verið hnepptur í varðhald og ekki vitað hvar hann sjálfur er niðurkominn. Að sögn fróðra þóttu líkur benda til þess í dag að herinn stæði ekki allur á bak við Kawlings, sem er 34 ára liðsforingi, og hefðu skothvellir kveðið við í Accra undanfarna daga. Ástandið í landinu er annars óljóst þar sem landamæri þess og allar samgönguleiðir eru lokaðar. Búist var þó við að leiðtogi bylt- ingarinnar, Jerry J. Rawlings, ávarpaði þjóðina í útvarpi í dag í fyrsta skipti frá því hann steypti stjórn Limanns af stóli. Rawlings stýrði einnig stjórn- arbyltingu hersins er herstjórn Akuffo hershöfðingja var steypt í júní 1979, en eftir kosningar fékk hann Limann völdin. Að sögn Rawlings var ákveðið að láta til skarar skríða gegn stjórninni nú til að útrýma spillingu í Ghana. Byltingin á gamlársdag er fimmta stjórnarbylting hersins í Ghana frá því landið varð fyrst afrískra blökkumannaríkja til að hljóta sjálfstæði fyrir 25 árum. Friðsælt var um áramólin á höfuðborgarsvæðinu svo sem annars staðar á landinu. I stillunni á gamlárskvöld leiftraði himinninn er þúsundum flugelda var skotið upp og blys tendruð. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján E. Einars- son, náði þessari stemmningsmynd á síðustu mínútum ársins. Shehu myrtur á flokksfundi? Ikdgrad, 2. janúar. AP. JÚGÓSLAVNESKT vikurit hefur eftir óstaðfestum heimildum, að Mehmet Shehu forsætisráðherra Albaníu hafi að öllum líkindum verið ráðinn af dögum á fundi helztu ráðamanna Albaníu í Tirana 17. desember er hann gerði tilraun til að myrða Enver Hoxha forseta. Útvarpið í Tirana skýrði frá dauða Shehu 18. desember og sagði hann hafa stytt sér aldur „í þunglyndiskasti". Shehu var 69 ára er hann lézt. Hann varð for- sætisráðherra 1954 og talið að þeir Hoxha hafi jafnan verið nánir samstarfsmenn. „Pólland án fangelsa, Pólland án ofsókna“ - sagði í nýárskveðju formanns Samstöðu í Varsjá, sem fer huldu höfði 2. janúar, AP. „HLÝÐIÐ Á rödd samviskunnar. Minnist þess, að þið eruð menn og Pólverjar en ekki bara viljalaus verkfæri í höndum kúgaranna," segir í dreifibréfi frá Zbigniew Bujak, forntanni Samstöðu í Varsjá, sem komst hjá handtöku í kjölfar herlaganna og fer nú huldu höfði. í fréttum frá Varsjá segir, að Jaruzelski hershöfðingi hafi sett á laggirnar nefndir til að leggja á ráðin um framtíðarfyrirkomulag þjóðfélagsmála í Póllandi og í gær, föstudag, tilkynnti hin opinbera fréttastofa landsins um ýmis sérréttindi til handa þeim, sem vinna erfið verk og áhættusöm. Einnig var tilkynnt um aukna kjötskömmt- un. Bujak, sem nú er í felum, segir í dreifibréfinu, að það sé „nýárs- kveðja til allra Pólverja og vina þeirra erlendis“. Hann ávarpar fjölskyldur þeirra, sem hafa verið handteknir, sérstaklega og segir: „Þjáningar okkar munu leiða til Póllands án fangelsa og nauðung- arbúða, til Póllands án lögreglu- ofsókna og stöðugs ótta.“ Einnig segir hann, að Samstaða starfi enn þrátt fyrir að flestir forystu- menn hennar hafi verið handtekn- ir. Eftir háttsettum mönnum inn- an kaþólsku kirkjunnar er haft, að í Póllandi séu nú 50 nauðungar- búðir og að hinir handteknu fái ekkert samband að hafa við fjöl- skyldur sínar eða aðra. Sömu heimildir segja, að helmingur starfsliðsins við málgagn komm- únistaflokksins hafi verið rekinn úr starfi og að opinberum starfs- mönnum sé gert að undirrita holl- ustuyfirlýsingu við stjórnvöldin eða missa starfið ella. Tilkynnt hefur verið í Varsjá, að tvær milljónir verkamanna, sem erfiðustu verkin vinna, muni framvegis njóta ýmissa sérrétt- inda umfram aðra, t.d. verður eft- irlaunaaldur þeirra lækkaður og launin hækkuð. Litið er á þessar ráðstafanir sem tilraun til að auka framleiðni í landinu, sem nú er sögð vera í algjöru lágmarki. Jaruzelski hershöfðingi hefur skipað þrjár nefndir til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomu- lag mála i Póllandi og er haft eftir heimildum, að ein þeirra hafi þeg- ar lagt til, að Sameinaði pólski verkamannaflokkurinn, þ.e. kommúnistaflokkurinn, verði lagður niður og í hans stað stofn- aður nýr með þátttöku kirkjunnar og verkalýðsfélaga. I nýársboðskap Margaret Thatchers, forsætisráðherra Bretlands, sagði hún, að Vestur- lönd myndu standa saman í Pól- landsmálinu. Hún sagði, að Rúss- ar reyndu að reka fleyg á milli Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra í Vestur-Evrópu en það mætti aldrei gerast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.