Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
Ók stórslasaðri
stúlkunni í slysadeild
ALVARLEGT umferdarslys varð á
Vesturlandsvegi til móLs við Korp-
úlfsstaði um klukkan 7 á nýársdags-
morgun. Ekið var á 19 ára stulku,
sem þar var á gangi, en ekki var
Economist:
Þeir sem hafa reynt
vísitölubindingu
- vilja losna út úr henni
í NÝÍITKOMNU tölublaði af hinu
virta brezka vikuriti, Economist, segir
að þrjú Evrópulönd, sem reynt hafi að
draga úr áhrifum verðbólgu með víð-
tækri vísitölubindingu vildu gjarnan
komast út úr því kerfi. N'efnir blaðið
þessi þrjú ríki og segir þau vera Belgíu,
Ítalíu og ísland.
Blaðið segir ennfremur, að engin
ríkisstjórn hafi áhuga á að láta verð-
bólguna æða áfram meðan reynt sé
að svæfa áhrif hennar með vísitölu-
bindingu.
Ijóst hvert ferð hennar var heitið.
Ökumaður bifreiðarinnar var á leið
til Reykjavíkur.
Ökumaðurinn tók stórslasaða
stúlkuna, þar sem hún lá í blóði
sínu, og kom henni fyrir í bifreið-
inni og ók henni í slysadeild.
Stúlkan reyndist alvarlega slösuð,
mjaðmagrindarbrotin, fótbrotin,
sködduð á höfði og meðvitundar-
laus og sýndi maðurinn með þessu
mikið ábyrgðarleysi. Ökumaður-
inn er grunaður um ölvun við
akstur. ^_____________
Nýkrónan rýrn-
aði um 31%
NÝKRÓNAN rýrnaði um 31% á
sínu fyrsta ári, en ekki 45%, eins
og sagði í baksíðufrétt Mbl. á
gamlársdag. Þetta þýðir, að hver
króna hefur fallið úr 100 aurum í
69 aura. Morgunblaðið biðst afsök-
unar á þessum mistökum.
Haraldur Pétursson fv.
safnhúsvörður látinn
HARALDUR l'étursson, fyrrverandi
húsvörður Safnahússins í Reykjavík,
lézt á sjúkradeild Hrafnistu á ný-
ársnótt, 86 ára að aldri.
Haraldur fæddist að Arnarstöð-
um í Hraungerðishreppi, Árnes-
sýslu, 15. ágúst 1895. Foreldrar
hans voru Pétur Guðmundsson,
kennari á Eyrarbakka, og Ólöf
Jónsdóttir frá Uppsölum í Flóa.
Haraldur var bóndi í Borgarholti í
Biskupstungum 1922—23 og síðan
í Stekkholti í sömu sveit 1923—25.
Þá fluttist hann til Reykjavíkur
og stundaði þar ýmis störf, unz
hann gerðist húsvörður Safna-
hússins 1936. Því starfi gegndi
hann í þrjá áratugi, til ársloka
1965.
Haraldur var kjörinn yfirskoð-
unarmaður ríkisreikninga 1965 og
endurkjörinn til þessa starfs til
ársins 1978. Auk þessa gegndi
hann ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum. Hann var gjaldkeri
Verkamannafél. Dagsbrúnar í
þrjú ár og ritari Fulltrúaráðs
verkalýðsfél. í Reykjavík um
skeið. Þá sat hann í stjórn Vinnu-
miðlunarskrifstofunnar i Reykja-
vík frá stofnun hennar 1935 til
1951, þar af sem formaður fjögur
siðustu árin. Hann sat í niðurjöfn-
unarnefnd Reykjavíkur frá 1947
til 1962 og síðan í framtalsnefnd
1963 til 1966. Þá var hann í lýð-
veldiskoMÚnganefnd ( Reykjnvík
1944 ag ( uadirbiíningMMfnd
Reykjavíkursýningarinnar 1949.
Um langt árabil vann Haraldur
að ýmsum fræðistörfum í tóm-
stundum sinum. Hann tók m.a.
saman ritið Kjósarmenn, ævi-
skrár, sem kom út 1961, og Ljós-
mæðratal 1762—1953. Hann var
kjörinn heiðursfélagi Ljósmæðra-
félags íslands 1979.
Eftirlifandi konu sinni, Mar-
gréti Þormóðsdóttur, kvæntist
Haraldur 1924. Þau eiga þrjú börn
á lífi.
Ruddaleg árás
á 63 ára konu
ÞKÍK piltar réðust á aðfaranótt ný-
ársdags á 63 ára gamla konu í
Hléskógum í Breiðholti. Piltarnir
voru handteknir á föstudagskvöldið
og var verið að yfirheyra þá í gær.
Konan var að fara frá dóttur
sinni um kl. 02.30 þegar þrír piltar
gengu í veg fyrir bifreið hennar.
Einn þeirra var blóðugur í andliti.
Konan stöðvaði bifreiðina og báðu
piltarnir hana um að aka sér í
slysadeild. Konunni leist ekki
meira en svo á þá, að hún færðist
undan þeirri bón þeirra, en benti
þeim á að hringja á bíl heiman frá
dóttur sinni.
Að sögn konunnar, vissi hur
ekki fyrr en hurð bifreiðarinnai
var svipt upp og tekið var harka-
lega um trefil hennar, svo henni lá
við köfnun. Þá var hurðinni hinum
megin svipt upp og konunni kippt
út úr bilnum og í götuna. Gler-
augu hennar brotnuðu og sprakk
fyrir á vö-r. Þegar konan hrópaði á
hjálp hlupu piltarnir í burtu.
Konan kærði árásina til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins, en gat
ekki gefio nákvæma lýsingu á pilt-
unum. Hins vegar voro þeir hand-
teknir á föstudagskvöldið eftir
lýsingu þriggja stúlkna, sem sáu
þá um svipað leyti í nágrenninu og
var einn blóðugur í andliti.
Málfríður Einarsdóttir tekur við verðlaunuMMi ér
Kristjánssonar.
RfltMt varpsins úr hendi Jónasar
Ljósm. OI.K.Majj.
82ja ára rithöfundur
hreppti útvarpsyerðlaunin
MÁLFRÍÐUR Einarsdóttir er frumlegasti rithöfundurinn á íslandi um
þessar mundir, sagði einn dómnefndarmanna í stjórn Rithöfundasjóðs
Ríkisútvarpsins, Hjörtur Pálsson, við blaðamann Mbl., þegar formaður
sjóðsins, Jónas Kristjánsson, hafði afhent Málfríði þessi verðlaun óskipt
við hátíðlega athöfn á gamlársdag í ÞjóðminjasáThinu.
Málfríður Einarsdóttir telst Spurð hvort hún ætlaði að halda
þó vart til ungu rithöfundanna
þótt hún hafi gefið út sína fyrstu
bók 1977, þá 78 ára gömul. Síðan
hafa komið út eftir hana fjórar
bækur, Samastaður í tilverunni,
Úr sálarkyrnunni, Auðnuleys-
ingi og tötrughypja og nú fyrir
jólin Bréf til Steinunnar, þegar
hún er 82ja ára gömul. — Ég var
að vonast til þess að hún Stein-
unn (Sigurðardóttir, skáldkona)
yrði komin heim frá Svíþjóð
fyrir þessa athöfn, sagði Mál-
fríður við fréttamann Mbl.
áfram að skrifa Steinunni í bók,
kvaðst hún ekki vita það. En hún
væri þegar búin að boða tvær
bækur til viðbótar, framhald af
Auðnuleysingi og tötrughypja,
sem hún á þegar í ófullkomnu
handriti, og Ljóðmæli. Ljóðin
flest gömul og hafa birst smám
saman í tímaritum.
í skipulagsskrá sjóðsins er
minnst á að tilgangurinn sé að
veita íslenskum rithöfundum
styrki til ritstarfa eða undirbún-
ings undir þau, einkum með
utanförum, þótt það ákvæði beri
fremur að skilja sem tilmæli en
fyrirmæli, eins og formaður
sjóðsstjórnar sagði. Málfríður
sagðist nú ekki treysta sér leng-
ur í ferðalög, sjónin væri orðin
svo léleg, en hún mundi halda
áfram að skrifa. Verðlaunaféð,
sem eru nú 40 þúsund krónur,
breyttu ekki miklu um það, því
hún lifi á ellilaununum sínum.
— En það veitir mér mikla
ánægju, sagði hún. Oftast hefur
verðlaununum verið skipt á einn
og allt upp í 4 rithöfunda, en að
eindreginni ósk Rithöfundasam-
bands Islands var nú ákveðið að
styrkurinn skuli falla óskiptur í
hlut eins rithöfundar.
Eðvarð Sigurðsson hættir
formennsku í Dagsbrún
„ÉG HEF mjög eindregið lýst því
yfir að ég vilji láta af formennsku í
Dagsbrún, en ég hef verið formaður
þar síðan 1961,“ sagði Eðvarð Sig-
urðsson, formaður Dagsbrúnar, í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
hann kvað ekki Ijóst hver tæki við
formennsku af honum, þar sem ekki
væri búið að stilla upp til stjórnar en
líklegustu formannsefni taldi Eð-
varð vera þá Guðmund J. Guð-
mundsson, varaformann Dagsbrún-
ar, og Halldór Björnsson, ritara
Dagsbrúnar. Stjórnarkjör verður í
Dagsbrún í janúar.
Eðvarð tók við formennsku af
Hannesi Stephensen, sem gegndi
því starfi frá 1953—1961, en þar
áður var Sigurður Guðnason
formaður frá 1942.
Morgunblaðið innti þá Guð-
mund J. Guðmundsson og Halldór
Björnsson eftir því hvort þeir
gæfu kost á sér til formannskjörs
Dagsbrúnar. Guðmundur sagðist
vera að hugleiða málið, það væri
uppstillingarnefndar og síðan
Helgey lestar
loðnumjöl
SiglufirAi, 2. januar.
HÉR FÓRU áramótin vel fram, en lítið
veður var til útiathafna. Fyrsta vöru-
flutningaskip ársins, llelgey, hóf að
lesta loðnumjöl hér í dag.
Farþegar, sem fóru um hádegið á
gamlárskvöld frá Reykjavík í bíl,
komu um sexleytið með snjóruðn-
ingstæki á undan sér frá Siglufirði.
— m.j.
trúnaðarmannaráðs að ákveða
uppstillingu, en hann kvaðst hafa
verið varaformaður þann tíma
sem Eðvarð hefði gegnt for-
mennsku sl. 20 ár. Halldór kvaðst
ekki gefa kost á sér til formennsku
þar sem hann teldi eðlilegra að
varaformaður tæki við for-
mennsku, en hins vegar kvaðst
hann ekki telja útilokað, að hann
myndi færa sig til innan stjórnar-
innar úr starfi ritara.
Látiiu eftir slys
Fasteignagjöld á Seltjarnarnesi:
23—30% lægri en í
Reykjavík og Kópavogi
em 23—3»%
FASTEIGNAGJÖLD
lægri á SeKjarnarnesi ea í i
byggðum, segir Magne I
forseti bæjarstjórnar .SeltjarnarDerw,
í grein í nýútkomnu töluMaði af
SeKirningi, biaði sjáifstæðÍHmaana.
Seltirnmgar greiða 779 nkr. eða 77
þúsund gkr. lægri upphæð I fast-
eignagjöM af 15« fm íbúð eða bési
en Reykvíkingar eða Kópavogshúnr.
Magnús Erlendsson segir m.a.:
„Hjón eða einstaklingur, sem á ca.
150 fermetra íbúð eða hús á Sel-
tjarnarnesi, greiddi á yfirstand-
andi ári í fasteignagjöld 2334
krónur. Hefðu þessir sömu aðilar
átt búsetu eða fasteign í Kópavogi
eða Reykjavík, hefði þeim börið að
greiða fyrir sömu stærð af íbúð
eða húsi 3104 krónur. Munurinn er
hvorki meira né minna en 770
nýkrónur, eða 77.000 gamalla
króna," segir Magnús Erlendsson.
PH/niMNN, mm Mm
f ^dumborð f
í I SwmWMMi þaou 14.
aMtwtUðÍBi, léut ( liorg-
að kvöMi 31. donem
ber.
Hann hét Anton Sigurðsson, til
heimilis að Unufelli 31 í Reykja-
vik. Hann var fæddur 10.
1964.
marz