Morgunblaðið - 03.01.1982, Síða 9

Morgunblaðið - 03.01.1982, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 9 Texti: Jakob F. Ásgeirsson Myndir: Ólafur K. Magnússon og keppti á kappmótum. Og þegar ég eltist gekk ég mikið um fjöll og fyrnindi og fór í Iangar jöklaferðir með vinum mínum. Við vorum oft lengi á ferðum, kannski mánuð í senn. Þetta voru ævintýri. Stund- um fór ég einn og hafði með mér byssu og skaut fugl til matar. í eitt skipti hafði ég með mér burð- armann. Ég hef alltaf ráðlagt ung- um mönnum sem ætla útá lista- brautina, að hrista duglega upp í skrokknum á sér. Iþróttaiðkun og göngur um óbyggðir eru gott ráð til þess. Þið þurfið þess seinna með, hef ég sagt við þá þessa drengi, sulturinn verður ykkur léttbærari. Það var verkfall í Reykjavík. Ekki neina vinnu að fá og allar horfur á að verkfallið drægist á langinn. Þá setti ég málaradótið mitt í poka og fór gangandi suður með sjó og kynnti mér mótíf. Ég var sautján vetra þá. Ég gekk til Njarðvíkur og fékk að sofa hjá skyldfólki og kynnti mér starf sjó- mannsins alla daga og lagðist þreyttur til svefns á kvöldum. Ég gekk til Keflavíkur og Grindavík- ur og fleiri staða og hafði sama háttinn á. Menn tóku mér vel á þessu ferðalagi, þó það hafi ekki þótt nein viska í þá daga að gerast málari. En ég átti mér félaga í Ég vissi að Munchen var góð og mikil listaborg og einhvern veginn beit ég þetta í mig, að þangað skyldi ég. Ég ætlaði mér líka að læra grafík og þá var Miinchen upplagður staður. Grafík var köll- uð svartlist í þá daga, hún var þá mestan part gerð í svörtu og hvítu. Þeir voru víst einhverjir að stofna grafíklistafélag á dögunum, eins og íslenskir listamenn hefðu aldrei snert á grafík fyrr en nú á seinni árum, en ég get sýnt þér hér í stofu minni nokkur grafík verk frá því fyrir 1930. Þegar ég kom til Hamborgar að haustlagi, var þar fyrir Björn Franzson við nám í eðlisfræðum. Hann var raunar einmitt um það leyti að flytja sig suður til Múnch- enar og urðum við samferða og gerðumst síðan góðir vinir. Hann hjálpaði mér mikið ungum og óreyndum í ókunnu landi. En á leiðinni suður lögðum við lykkju á leið okkar og skoðuðum minn- ingarsýningu Alberts Dúrers. Hún hafði sterk áhrif á mig sú sýning. Það opnaðist raunar strax nýr heimur fyrir manni í listinni, þeg- ar ég kom á þýska grundu. Þá byrjaði maður að taka út þroska sinn sem listamaður. Ég fór á öll söfn og skoðaði allar sýningar sem ég átti kost á. í fyrsta sinn hafði maður heimslistina fyrir.augun- um. í Múnchen bjó ég jafnan ein- samall. Herbergið kostaði þá 30—40 mörk á mánuði og fylgdi morgunkaffi, sem tíðast var nú ekki nema rúgkaffi og brauðlingur. kvæntur dóttur Björnstene Björnson. Olav var aðalteiknari við hið mikla grínblað Þjóðverja Simplesissus. Velmetnir menn báðir tveir. Þeir voru mér góðir og útveguðu mér aðstöðu í skólanum. Þar vann ég með þýskum lista- manni sem Ertd hét. Hann var orðinn þroskaður listamaður og lærði ég margt af honum. Ég var jafnan í skólanum frá því snemma á morgnum þar til seint á kvöld- um. Það var hörð lífsbaráttan í þá daga, en það þýddi ekki að berja sér. Ég hafði tekið þessa ákvörðun sjálfur og vildi ekki láta aðra líða fyrir hana. En oft var maður nú fátækur og lítill í Múnchen. Einn sumardaginn fyrsta á þessum ár- um, ligg ég uppá herbergi. Ég hafði ekki etið máltíð í nokkra daga og hafði það skítt. Mitt í því sem ég vorkenni sjálfum mér kall- ar húsmóðir mín að pósturinn sé kominn með ábyrgðarbréf til mín. Ég spratt á fætur og fram og niður og opnaði bréfið í dauðans ofboði. Allt í einu stóð ég með 100 mörk í höndunum og kveðju frá Einari Jónssyni. Hann sagði að þau hjónin sendu jafnan einhverj- um fátækum listamanni peninga á sumardaginn fyrsta, því einu sinni hefði hann sjálfur fengið gjöf og óvænta á þeim degi, þegar hann var við nám. Maður kættist nú al- deilis við þetta og ég bauð sveltifé- laga mínum, Birni Franzsyni, út að borða. Ég kom ævinlega heim á sumr- um, meðan ég dvaldi við nám er- Heimkoma 1981. þessari baráttu. Jón Engilberts var einn æskuvina minna. Eitt sinn leigðum við okkur herbergi og geymdum þar litakassana okkar og eftir vinnu á kvöldum fórum við þangað og máluðum framá nótt. Þá var nú sumarbirt- an aldeilis notuð og oft var maður svefnlítill við erfiðisvinnu í þá daga. En maður varð að leggja eitthvað á sig til að komast áfram. Við Jón Engilberts teiknuðum saman frá því við vorum ungir drengir. Þá fannst mönnum það hreinasti óþarfi að hraustir strák- ar væru að fást við slíkt. En við létum okkur ekki. I>ýskalandsár Fyrstu sýninguna mína hélt ég í Goodtemplarahúsinu haustið 1927. Þá hafði ég afráðið að halda til Múnchen til náms í málaralist. Ég sýndi einar 20—30 myndir, mest teikningar og seldi þrjár, en fékk gott umtal í blöðum. Ég hélt því bjartsýnn út. Þá voru nú engir styrkirnir, en mér hafði loks tek- ist að öngla saman fyrir farareyri, svo seldi ég nú þrjár myndir á sýningunni og einnig naut ég stuðnings góðra manna. Ég átti því fyrir farinu með Goðafossi til Hamborgar og var með 300 mörk í vasanum þegar þangað kom. Það ætlaði ég að láta duga mér yfir veturinn. Ég hafði lært þýsku á kvöldskól- um í þrjá vetur, því ég var alltaf ákveðinn í að fara til Þýskalands. Björn Franzson fann upp þetta orð yfir brauðstykki, sem við köll- um uppá dönsku rundstykki. Brauðlingur finnst mér ólíkt betra orð en rúnnstykki. Einn brauð- lingur og súpudiskur dugði okkur Birni báðum í góða máltíð. Björn var besti sveltifélagi minn í Þýskalandi. Við fórum aldrei á bak við hvorn annan. Þegar annar átti aura, áttu báðir aura. Fyrsta veturinn minn í Múnch- en sótti ég tíma í einkaskóla. Ann- an á daginn og hinn á kvöldin. Heiman, eldri maður af gyðinga- ættum og ákaflega velviljaður, kenndi mér á daginn, en á kvöld- um sótti ég tíma hjá Hirts nokkr- um, sem var all þekktur portrett- málari í þann tíð. Haustið næsta tók ég svo próf inná listaháskól- ann í Múnchen. Það sóttu 120 um að fá að þreyta prófið, 70 fengu að taka það og 34 stóðust það. Þá var maður nú spenntur. En þegar mér var tilkynnnt að ég hefði komist inná skólann, fórum við Björn út og fengum okkur góðan bjór. Dýr- legur dagur þegar það var. Prófið hafði staðið í 5 daga. Við teiknuð- um andlitsteikningar frá 9—12 fyrir hádegi og módelteikningar frá 2—5. Ég teiknaði 28 myndir á þessum fimm dögum og svo lagði maður fram fjölda eldri verka. Plg var fyrsti íslendingurinn sem tók inntökuprófið í listahá- skólann í Múnchen. Þar kenndi mér prófessor að nafni Adolf Schinnen og einnig Olavc Gul- brandson, norskur maður og lendis. Þá vann ég mér inn pen- inga til næsta veturs og hélt sýn- ingu á haustum. Maður seldi jafn- an allt sem maður átti úti í Þýska- ■landi þegar voraði og kom blá- snauður heim. Maður vann eins og sleggja mestan part sumarsins, en tók sér svo tveggja og þriggja vikna frí, að undirbúa sýninguna. Þá leigði maður sér stundum herbergi á Þingvöllum og málaði þar í sumarkyrrðinni. Þar kynnt- ist ég Kjarval og gerðumst við góðir vinir. Mér þótti gott að tala við Kjarval, meðan við vorum tveir einir. Þá talaði hann vitur- lega, enda stórgáfaður maður, en það breyttist þegar þriðji maður- inn kom í hópinn. Margur fimm- kallinn fór á milli okkar Kjarvals. Hann átti oftlega ekki fyrir mat í þá daga. Listin var svo takmörkuð út á meðal fólksins. Kaþólskur velgjörðarmaður Elsta myndin sem Eggert Guð- mundsson á eftir sjálfan sig, er lítil Kristsmynd máluð á tekk- spjald sem Eggert keypti á sínum tíma af Þórarni B. Þorlákssyni. — Séra Friðrik Friðriksson, vinur minn og ungdómsfræðari lagði mér margt í þessa mynd. Svo munaði minnstu að ég yrði kaþ- ólskur útá hana. Mólenberg, hinn kaþólski biskup á íslandi í þá tíð, sá þessa mynd og var mjög hrifinn af henni og var vel til mín alla tíð SJÁ NÆSTU SÍÐU FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIOBÆR - HÁALEITISBRAUT 58 60 SÍMAR 353008.35301 Við Hvasaleiti Glæsilegt raðhús á 2 hæðum meö innbyggðum bilskúr. Fal- lega ræktuð lóð. Við Selbraut — Seltjarnarnesi Glæsilegt raöhús á 2 hæöum, með innbyggðum tvöföldum bilskúr. Við Birkigrund — Kóp. Raðhús á 3 hæðum að mestu fullfrágengiö. Bílskúrsréttur. Við Langholtsveg 3ja herb. sér hæð ásamt nýjum bílskúr. Mikiö endurnýjuð. Við Þykkvabæ 140 fm einbýlishús á einni hæö ásamt 40 fm bílskúr. Ræktuö Fasteignaviöskipti Agnar Ólafsson, Arnar Sigurösson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. EIGNASALAIM REYKJAVÍK I ngólfsstræti 8 2—3JA HERB. RAÐHÚS á góöum stað í Mosfellssveit. Þetta er nýtt hús og að mestu frágengið. Allt sér. Frág. sér lóð. til afh. fljótlega. ÁLFASKEIÐ M/B.PLÖTU 2ja herb. ca. 55 fm íbúð í fjöl- býlish. Snyrtileg eign, suöur svalir. Bílskúrsplata. V/MIÐBORGINA 2ja herb. lítil nýstandsett ris- íbúð. Til afh. nú þegar. V/MIÐBORGINA 4ra herb. íbúð á 2. hæð í stein- húsi. Ibúðin er nýstandsett. Til afh. fljótlega. NEDRA BREIÐHOLT 4RA HERB. í SKIPTUM F. 3JA HERB. Góð 4ra herb. íbúð í Neðra Breiðholti. íb. er m. sér þvotta- herb. innaf eldhúsi og s.svölum. Fæst eing. i skiptum f. góða 3ja herb. íbúð m. sér þvottaherb., gjarnan í Neðra Breiöholti eða Hólahverfi. Laus fljótlega. HVERAGERÐI Einbýlishús á einni hæð á góð- um stað í Hveragerði. Skiptist í 3 sv.herb. og saml. stofur m.m. Stór bilskúr. Stór ræktuð lóð. Sala eða skipti á eign i Reykja- vík. EIGIMASALAIM REYKJAVlK Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson, Eggert Elíasson. r Allir þurfa híbýli ★ í smíðum raðhús — einbýlishús — sökkl- ar m. plötu á Seltjarnarnesi, í Selási og Garðabæ. Glæsilegar teikningar. ★ Sólheimar — skipti Glæsileg 4ra herb. íbúö í skipt- um fyrir 3ja herb. íbúð á Stóra- gerðis-svæðinu. ★ Verslunar- og iðnaðarpláss í vesturborginni hentar vel fyrir heildsölu eða iönað fermetrar alls 370. ★Iðnaðarhúsnæði óskast Höfum kaupendur að iðnaðar- húsnæði frá 150 ferm. upp í 2000 ferm. ★ Raöhús Snælandshverfi 140 fm á tveimur hæðum. Suð- ur svalir. Verð 900 þús. ★ Einbýli Garðabæ ca. 140 fm. Stofa með arni og 4 svefnherb., eldhús, bað og gestasnyrting. Tvöfaldur bíl- skúr. Fallegt hús. ★íbúðir óskast Vegna mikillar eftirspurnar höf- um við fjársterka kaupendur að öllum stærðum íbúða. ★ Óskum eftir 4ra til 5 herb. íbúð í Gaukshól- um eða Dúfnahólum. Öruggur kaupandi. Losun eftir sam- komulagi. Solustjóri: Hjörleifur Hringsson, heimasími 45625. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38 Simi 26277 Gísli Ólafsson. Lögm. Jón Ólafsson. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALEITISBRAUT 58,-60 SÍMAR-353008.35301 Einbylishus Nökkvavogur Einbýlishús, hæö, ris og kjallari (finnskt timburhús). A hæöinni er 3 samliggjandi stofur, 2 svefnherb., eld- hús og baö. í risi eru 4 svefnherb., eldhús og baö. í kjallara er þvottahús, geymslur o.fl. Laust fljötlega. Fasteignaviðskipti Agnar Ólafsson Arnar Sigurðsson Hafþór Ingi Jónsson hdl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.