Morgunblaðið - 03.01.1982, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
Spegill, spegill, herm þú hver...
eftir Keld
Jorgensen
Ekki verður annað sagt en að
Vita Andersen sé vel kynnt fyrir
íslenskum lesendum. Meirihluti
verka hennar hefur þegar verið
gefinn út á íslensku eða sýndur á
íslensku leiksviði. Ljóðabókin „I
klóm öryggisins" kom út hér á
landi árið 1980 (Lystræninginn)
og smásagnasafnið „Haltu kjafti
og vertu sæt“ 1981 (Lystræning-
inn) og um þessar mundir er verið
að sýna í Alþýðuleikhúsinu verk
hennar, „Elskaðu mig“.
Vita Andersen skrifar aðallega
um konur. Hún er þó ekki fulltrúi
fyrir þær kvennabókmenntir sem
eiga rætur að rekja til kvenrétt-
indahreyfingarinnar. Söguhetjur
hennar eru að jafnaði í þeirri að-
stöðu að vera einangraðar frá um-
hverfinu, eiga erfitt með að tjá sig
og iðulega láta þær bugast og.
fremja sjálfsmorð eða grípa tii
annarra örþrifaráða.
Hér er um að ræða hina kven-
legu sjálfshrifningu, sem þó er
ekki alltaf sjúkleg, heldur sett
fram sem veikleiki í persónuleika
kvennanna. Konurnar eru í ör-
væntingarfullri leit að eigin gildi
og þar eð þær finna það ekki,
finna sig ekki, reyna þær að sækja
sjálfsvissu í umhverfi sitt, með því
Danski rithöfundurinn Vita
Andersen kemur hingad til
lands næstkomandi fimmtu-
dag á vegum Norræna húss-
ins, Alþýðuleikhússins, Fé-
lags dönskukennara, bóka-
útgáfunnar Lystræningjans
og fleiri adila. Klukkan hálf-
fjögur á laugardag verður
dagskrá í Norræna húsinu
þar sem leikarar úr Alþýðu-
leikhúsinu munu lesa úr
verkum skáldkonunnar og
ennfremur mun hún sjálf
lesa úr verkum sínum. Eftir
sýningu á leikriti hennar,
„Elskaðu mig“, í Alþýðu-
að „spegla" sig í því. Þess vegna
eyða þær dögum og vikum í að
snyrta sig, spegla sig, vigta sig,
kaupa föt, og svo framvegis.
Þær spegla sig einnig í karl-
mönnunum, í augum þeirra, og
leitast við að vera eins og þær
halda að körlunum finnist konur
eiga að vera. Með því að vera það
sem karlarnir girnast reyna þær
að öðlast brothætt jafnvægi, en
VITA ANDERSEN
það tekst ekki heldur. Vita And-
ersen gefur engin óyggjandi svör
við þeirri spurningu, hvers vegna
konu tekst aldrei að losna úr þess-
ari vonlausu aðstöðu sinni. Eitt af
því, sem hún bendir þó á í því
sambandi, er að konurnar hafi
ekki í uppvexti sínum notið þeirr-
ar ástar og þess öryggis seni til
hefði þurft svo þær gætu öðlast
sjálfsöryggi. Þess vegna heppnast
leikhúsinu á sunnudags-
kvöltL verða umræður um
verkið með þátttöku höfund-
arins og aðstandenda sýn-
ingarinnar, en þessari fyrstu
heimsókn Vitu hingað til
lands lýkur á mánudag. Keld
Joörgensen, höfundur með-
fylgjandi greinar, er kennari
við Kennaraháskólann og
stundar jafnframt nám í ís-
iensku við Háskóla íslands.
I lok nóvember sl. hélt hann
námskeið á vegum Félags
dönskukennara í Norræna
húsinu um verk Vitu Ander-
sen.
Vitu Andersen
ekkert hjá þeim. Þær skortir ein-
faldlega eitthvað sem öllu máli
skiptir. Og þess vegna eiga þær
erfitt með að ná sambandi við um-
hverfið, þess vegna láta þær bug-
ast. Þær verða innhverfar, dreym-
ir dagdrauma, og spegla sig. I
smásögunni „Athuganir" orðar
Anna þetta svo: „Hvers vegna er
mér ekki nóg að upplifa allt í hug-
anum?“
Karlarnir tala, að-
hafast og gera kröfur
Söguhetjurnar ná ekki saman
og það er athyglisvert að það er
einatt málið sjálft og samræðurn-
ar sem þær ráða ekki við. Um
þetta fjallar ljóðið „Venjulegt
samtal" í „í klóm öryggisins".
Málið, orðin, þrengja sér á milli
tilfinninga kvennanna og um-
hverfisins og spilla tengslunum
þar á milli. Málið, sem að öðru
jöfnu ætti að tengja tilfinningar
þeirra við það sem þær aðhafast,
hið huglæga við hið hlutlæga, er
sett fram sem uppspretta mistaka
í verkum Vitu Andersen. Titill
smásagnasafnsins, „Haltu kjafti
og vertu sæt“ vísar einmitt til
þessa.
Rétt eins og kvenréttindahreyf-
ingin hefur gert, getur maður
spurt, hvort til sé sérstakt
kvennamál, kvenlegur tján-
ingarmáti, kvenleg fagurfræði.
Hvort sem svo er eða ekki í raun,
þá neyðast konurnar í verkum
Vitu Andersen til að nota mál
karlmannanna, ef þær vilja tjá sig
á annað borð. Það eru annars karl-
arnir sem tala, aðhafast og gera
kröfur til kvennanna. Og fyrir
utan raddir karlmannanna eru
líka til staðar aðrar raddir, raddir
auglýsinganna, vikublaðanna og
afþreyingarbókmenntanna, sem
Um verk dönsku skáldkonunnar
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍDSDÓTTIR
Um áramót þykir gjarnan við-
eigandi að staldra við og hug-
leiða liðið ár og íhuga komandi
tíma. Þetta á jafnt við um mat-
armál eins og önnur mál.
Það er einkum tvennt sem er
mér ofarlega í huga. I fyrsta lagi
má óska sér betra hráefnis. I
öðru lagi að verzlunareigendur-
og stjórar sjái sóma sinn í því að
uppfræða starfsfólk sitt um þær
vörur sem það er að selja.
Það má kannski alltaf óska
þess, að það sem til er verði
betra, ekki satt, en varðandi hrá-
efni í mat eru þó alveg ákveðin
atriði sem hægt er að benda á.
Lífið er saltfiskur sagði okkar
ágætasti rithöfundur eitt sinn.
Þetta á Víst varla við lengur,
a.m.k. ekki í eiginlegri
endur), oft vatnsmikið svo það
rýrnar óhóflega í matreiðslunni,
en síðan þurrt vegna þess að
eðlilega fitu skortir. Það óskar
sér enginn svona landbúnaðaraf-
urða ...
Eftir slátrun þarf kjötið að
hanga, svo það verði meyrt og
gott. Það er misjafnt hversu
lengi kjöt þarf að hanga. Al-
mennt gildir að því minni dýr,
þeim mun skemur þurfa þau að
hanga. Gamla aðferðin var að
láta kjötið hanga uppi; og til
þess þarf bæði gott pláss og
stundum drjúgan tíma. Og núna
þegar tíminn er peningar, í
og skömm. Hakk ætti helzt aldr-
ei að kaupa frosið. Það er við-
kvæm vara sem þránar og
skemmist fljótt. Auk þess getur
þá verið að þið kaupið tvífryst
kjöt, þ.e. að kjötstykki eru þídd,
hökkuð og hakkið siðan fryst.
Afar slæm meðferð ...
Þegar við stöndum fyrir fram-
an kjötdiskinn og veljum okkur
bita, er um ýmsar kjöttegundir
að velja og ýmsa bita af skepn-
unni. Þó undrast ég oft hvað úr-
valið af bitunum er lítið. Það
þarf ekki annað en að sjá erlend-
ar uppskriftir, til að uppgötva
hversu margs við förum á mis.
Aramótahugleiding
ur eldhúsinu
merkingu. En fiskurinn skiptir
okkur miklu máli. Fiskur er til-
tölulega ódýrt hráefni og hann
er hollur, ef hann er ekki kaf-
færður í feiti og olíusósu. Hann
er því sjálfskipaður til að vera
aðaluppistaðan í fæði okkar. Við
gerum okkur líka grein fyrir því,
að það eru fleiri tegundir en
þorskur og ýsa sem sveima í
kringum landið. Það er óskandi,
að það komi að því, að-fleiri teg-
undir bætist í borð fiskkaup-
manna.
Kjöt og kjöt er ekki endilega
sama varan. Þar kemur margt
til. Skepnurnar þurfa að vera vel
og skynsamlega aldar. Við kær-
um okkur ekki um, að farið sé
með íslenzkar skepnur eins og
bræður og systur þeirra í útlönd-
um, þar sem þær eru víða aldar
á vaxtarhormónum og fúkka-
lyfjum, svo þær skili sem fyrst
ágóða. Og ekki mega skepnurnar
vera of feitar. Kjötið verður
Ijóst, bragðdauft (lyfin gefa
nefnilega ekki bragð, þó þau sitji
eftir í kjötinu og setjist í neyt-
þessu tilviki kostnaður, hafa
verið fundnar upp aðferðir til að
meyra kjöt á annan hátt. Raf-
magnsstuð er m.a. aotað. Um
gæðamun þori ég ekki að full-
yrða, en sjaldnast eru svona
flýtisaðferðir til að auka gæðin,
nema síður sé. En góðir kjöt-
kaupmenn eiga að vita, hvernig
vörur þeirra eru verkaðar, og því
skuluð þið reyna að spyrjast
fyrir í búðunum.
Sumt kjöt er selt fryst, annað
ekki. Það þarf víst varla lengur
að minna á, að frysting er
geymsluaðferð, en bætir kjötið
ekki á neinn hátt, heldur þvert á
móti. Því er æskilegast að fá
ófryst og vel hangið kjöt. Nauta-
kjöt er oftast hægt að fá ófryst.
Kjúklinga- og annað hænsfogla-
kjöt má ekki, já það er bannað
með lögum að selja það ófrosið.
Þetta er gert til að koma í veg
fyrir bakteríusmit. Bakteríu-
fróðir menn eru hins vegar alls
ekki sammála um þetta atriði.
Að ýmissa áliti er frysting
vindhögg í bakteríubaráttunni
og gerir ekkert nema að rýra
gæði kjötsins. Lambakjötið er
oftast fryst eins og kunnugt er.
Látið stærri stykki alltaf þiðna
og jafna sig í nokkra daga áður
en það er matreitt, því það fær
ekki að hanga áður en það er
fryst. Frysting strax eftir slátr-
un er svo sannarlega bæði synd
Það er heilmikil kúnst að hluta
heila skrokka, þannig að sem
minnst fari til spillis og sem
mest fáist af heilum stykkjum.
Það er nokkuð misjafnt hvernig
farið er að í hinum ýmsu lönd-
um. Þannig skera Frakkar 20
nafngreind stykki úr sínum
nautaskrokkum, Bandaríkja-
menn 16, og Englendingar 14. Úr
lambaskrokkum skera Frakkar
12 stykki, Bandaríkjamenn 10 og
Englendingar 12, svo dæmi séu
nefnd. Það er því fleira til en
læri, hryggur, kótelettur og
hakk ... Vissulega hefur úrvalið
af stykkjunum aukist, en betur
má ef duga skal. Einnig mættu
kaupmenn vera liðlegri að út-
vega sérstök stykki, sem við-
skiptavinurinn hefur hug á. Það
þykir víða erlendis alveg sjálf-
sagt, að hægt sé að panta ákveð-
in kjötstykki í búð, og þetta er
auðvitað eðlileg þjónusta.
Orðið þjónusta leiöir hugann
að seinna atriðinu sem ég nefndi
í upphafi, þ.e. uppfræðslu af-
greiðslufólksins. Ég hirði ekki
um að rekja grátbroslegar sögur
um fáfræði og vanþekkingu af-
greiðslufólks á vörum sínum.
Fáfræðin kemur yfirleitt ann-
aðhvort fram í því að það viður-
kennir afsakandi þekkingar-
skort sinn, sem er heiðarleg og
skynsamleg framkoma, eða það
sem verra er, segir viðskiptavin-
um sínum einhverja endemis
vitleysu, til að láta það þó
eitthvað heita. Þó að afgreiðslu-
fólk eigi vissulega að geta krafið
yfirmenn sína um upplýsingar,
þá er skyldan þó fyrst og fremst
og einkum og sérílagi yfirmann-
anna. Þeirra er ábyrgðin. Upp-
lýsið starfsfólk ykkar um þær
vörur sem standa í hillunum,
hverjar eru þær, geymsla, með-
ferð og matreiðsla þeirra, eftir
því sem á við. Það er til lítils að
bjóða upp á framandi og spenn-
andi vörur, oft ekki sérlega
ódýrar, ef enginn getur frætt
forvitna um til hvers þær eru og
hvernig bezt sé að nota þær.
Einkum er þetta oft gremju-
legt um innflutt grænmeti og
ávexti. Það er grátlegt að horfa á
matinn grotna niður í búðar-
borðinu af því enginn í búðinni
er klár á hvað á að gera við
þetta. Viðskiptavinir eiga heimt-
ingu á umbótum. Álagning er
m.a. miðuð við rýrnun. Nei,
verzlunarstjórar- og eigendur,
látið þetta ekki ganga svona
lengur. Fræðið starfsfólk ykkar,
útbúið handa því lesefni, sem
það getur alltaf haft við hend-
ina, það er engin skömm að
muna ekki allt utanbókar. Þjón-
usta við viðskiptavini er ekki að-
eins að hafa opið á hentugum
tímum, og senda vörur heim,
heldur einnig að þeir fái auð-
veldlega vitneskju um það sem
þeir eru að kaupa ...
Nóg er hugsað og mál að linni.
Þeir sem sjá um meðferð, dreif-
ingu og sölu matvæla ættu að
hugsa sinn gang. Það er hægt að
gera fleira en að halda svokall-
aðar vörukynningar á misþörf-
um vörum. Hugleiðið varanlegar
aðgerðir. Það er kannski óvíst að
þessum málum verði kippt
skjótlega í lag, fremur en efna-
hagsmálunum. Altént getum við
þó horft fram til bjartari daga í
orðsins fyllstu merkingu, því
dagurinn lengist nú um hænufet
hvern dag fram á vor, ekki satt
lljartanlcga gleðilegt og farsælt
ár og sjóðist ykkur sem bezt og o v
mest!
I