Morgunblaðið - 03.01.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.01.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANUAR 1982 15 Nú er tími til þess að hugsa fyrir eilíföinni þess frelsis að komast í nána snertingu við þá staði sem þeim eru sérstaklega kærir. Þar hefur umhverfi Þingvallavatns einkum verið til umræðu og að sem flestir fái að njóta strandar vatnsins. Eins og Skaftafell eru Þingvellir þjóðgarður okkar og helgur sögu- staður landsmanna. Útsýnið á að vera þar sem bjartast frá öllum sjónarhornum. Þar sýndu þegn- arnir sem söfnuðust svo þúsund- um skipti til mikillar hátíðar sumarið 1974 að þeir kunnu að umgangast af einstökum kærleika og alúð jörðina sem þeir gengu á. Ekki verður svo fjallað um land- vernd að mannvernd sé ekki jafn- framt nefnd til sögunnar. Því hverjir ættu að njóta lands og aukinna landgæða og vera þar til frásagnar nema lifandi menn með lifandi hugsun. Nýliðnu ári var ætlað að vekja athygli á málum samborgara okkar sem einhver hömlun háir. Sú athygli sem þannig beindist að því sem á hefur bjátað hefur jafn- framt vakið aðdáun á sálarþreki svo margra, þar á meðal þeirra sem næst hafa staðið til hjálpar hverju sinni. Við höfum lagst á eitt til að sanna að við erum öll jöfn þótt eitthvað skorti á að við séum eins og best yrði kosið að líkamlegum eða andlegum burðum. Mikið hef- ur áunnist, en ári fatlaðra er ekki lokið þótt komin séu áramót. Sérhvert ár um alla framtíð á að vera þeirra ár eins og árin okkar allra fléttast saman og verða að lífsskeiði okkar í heild sem kom- andi kynslóðir taka við reynslunni ríkari. Reynsla og viska hverrar kynslóðar mega aldrei fyrnast heldur verða hvati til nýrra dáða. Á íslandi hefur orðið stökk- breyting í lifnaðarháttum á minna en mannsaldri. Umbylting sem slík hefur ekki að ófyrirsynju valdið álagi á einstaklinginn í fámennu þjóðfélagi. Við erum, að ég hygg, smæst þjóða sem tekist hefur fyrir einstaka atorku á ör- fáum árum að vinna okkur fyrir lífeyri velmegunar. Hverri veg- semd fylgir vandi, — ekki síst þeirri að lifa við allsnægtir. Flótti frá raunveruleikanum með þeim aðferðum sem tíðkast og nokkuð keyra úr hófi í samfélagi okkar rýir menn sjálfsvirðingu. — En sjálfsvirðing er lykill frelsis og farsældar. Það er gaman að skemmta sér, en að ganga til þess að skemmta sjálfum sér við að gleyma stundu og stað aðeins til að drepa tímann er með því dapur- legasta sem samfélagið hefur fundið sér til dægrastyttingar. Það elur á sambandsleysi manna ekki sist sú nýja tíska að neyta lyfja sem gerir þá svo innhverfa að skemmtunin felst í því að vera einn með sjálfum sér að skoða innri tálmyndir. Neysla slíkra lyfja, innflutningur'og dreifing, brýtur einnig í bága við landslög. Megi ég á nýju ári biðja æsku okkar stórrar bónar þá er bónin sú: að hún staldri við og bregðist ekki sjálfri sér þegar og ef sú freisting gerir vart við sig að ganga í berhögg við lög og réttar- far landsins. Það getur orðið og er svo oft fyrsta skrefið að ævilangri ógæfu. Okkur sem viljum vernda land og menn þykir svo undur- vænt um ungt fólk að við megum ekki til þess hugsa að nokkuð illt hendi í lífi þess. Lög og reglur eru til að styrkja þjóð og samfélag. Gæfa okkar veltur í ríkum mæli á því að virða þær reglur. Landvernd og mannvernd eru tengd sjáifsvirðingu hverrar mannveru — að rækta kosti okkar og sníða af okkur ókostina. Því að- eins getum við gert kröfu til ann- arra að við gerum einnig kröfu til okkar sjálfra. Við skulum á þess- um tímamótum einsetja okkur að auka þær kröfur og setja okkur það mark að Island verði betra land en nokkru sinni fyrr. Héðan frá Bessastöðum fylgja landsmönnum óskir um gott og gæfuríkt ár. Þeir sem hér hafa bú- ið síðan sú Bessastaðastofa sem nú stendur var reist hafa einatt óskað þjóðarbúinu frama, frelsis og hagsældar. Megi framtíð okkar á hverjum bæ verða þannig að við getum hlakkað til hennar. - Nýársrœða herra Péturs Sigurgeirs- sonar biskups í Dómkirkjunni „Þegar átta dagar voru liðnir, skyldi umskera hann, og var hann látinn heita Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var get- inn í móðurlífi." Texti: Lúkas 2,21. Nýtt ár er runnið upp, árið 1982, — og veri það velkomið, landi og lýð til gæfu og heilla, verði það líknarfullt fyrir menn og þjóðir heims. Vandamálin eru viða stór og erfið úrlausnar um þessar mundir, en megi þau leysast á far- sælan hátt á komandi tíð og leiða mannkyn á friðarveg. Áramót eru hrifnæm og helgi- þrungin augnablik, og við fundum það enn einu sinni á miðnætti í nótt hvernig það var að vera staddur í straumröstinni miklu, þegar árin mætast, fundum þytinn leika um okkur, þegar gamla árið kvaddi og fór Guði á vald. Nýja árið kom aðsvífandi á geislavængjum himins úr ómælis- geimi. Við fögnuðum því með hamingjuóskum og fyrirbæn. Senn var árið farið að spinna sinn óþekkta og óræða örlaga þráð í vitund okkar og samtímans. Guð einn veit hvernig árið verður sam- ofið lífi okkar og verkahring, eða hvort það skilar sér allt þegar dagar okkar verða taldir. Tíma- skeið lífs okkar er takmarkað, lífið „svo stutt og stopult“, eins og Ein- ar Benediktsson yrkir um til Svölu litlu dóttur sinnar: llverri nýársnóttu á nú og seinni tíða mundu að árin eru fá og ósköp fljót að líða. Merkisdögum fylgir ákveðinn boðskapur þar sem hver dagur hefur sitt að segja, er til friðar heyrir. Enginn dagur minnir svo á lífið og tiiveru þess sem nýársdag- ur. Hann leiðir okkur til skilnings- auka á því, að hver dagur er reyndar gjöf frá höfundi lífsins, og við hver áramót er eins og við séum að ganga í gegnum náðar- dyr. Það má líkja þessum degi við sjónarhól þar sem við nú stöndum. Og þá fáum við tækifæri til að skyggnast um, líta til baka yfir farinn veg og horfa fram á leið. Nýárstextinn, sem er einn hinna stystu í öllu kirkjuárinu, er inni- haldsríkur og leiðir okkur til þess- ara átta. Hann byrjar á því að rekja sporin, telja dagana. Talan er reyndar ekki orðin há, engin þúsund ár, eins og nú. Það voru liðnir átta dagar frá fæðingu Jesú. Á þeim degi var alsiða í Gyðinga- landi að umskera öll sveinbörn. Það átti að tákna staðfestu á sáttmála Abrahams, ættföður ísraelsmanna við Guð. Umskurn skyldi vera merki þess að maður- inn var Gyðingur og í órofa sam- bandi við Guð þjóðar sinnar. Þar sem nýársdagur er hinn áttundi frá jólum, var hann oft nefndur átti-dagur. Skáldið Eggert Ólafs- son gefur honum það nafn í nýárs- ósk sinni: Opnist þér á þt'ssum nýársdt^i engu síóur eins og fyrr ætíd Drottins náðardyr. Blessun hans og hlíðu nóðra manna nýja hljót og nýjan hag nýárs þennan áttadag. Annað, sem fylgdi þessum átt- unda degi að Gyðingasið, var nafngjöfin. Jesús fékk nafnið sitt 8 daga gamall, en skírður var hann 30 ára í ánni Jórdan af Jó- hannesi skírara, eins og vitað er. Nafnið Jesús er algengt manns- nafn i hebresku máli, og það hefur sína merkingu eins og flest mannanöfn hafa. Það þýðir Drott- inn er frelsari. Drottinn frelsar. María fékk um það vitrun hvað Jesús ætti að heita. Og það kom á daginn, að ekkert nafn hæfði Jesú betur. Við sjáum það með því að hugsa um það líf, sem hann lifði á hérvistardögum sínum, og síðan það ríki, sem hann stofnaði og breiðst hefur út um allan heiminn, og þar sem hann lifir í anda og sannleika. Ekkert nafn undir himninum segir betur eða ná- kvæmar til um það, hver Jesús er í öllu hjálpræðisverki sínu, sem er frelsun mannanna. Jesús var óumdeildur Gyðingur, enda hafa Gyðingar ætíð viður- kennt hann sem slíkan, og aldrei hvorki fyrr né síðar borið brigður á það, að hann væri til. Hitt tókst Gyðingum ekki, að sjá hann sem Messías, hinn fyrirheitna, sem rækilega var um spáð í ritum Gamla testamentisins, að koma myndi. Þrátt fyrir miklar tilraun- ir og píslarvættisdauða, tókst lærisveinunum ekki heimafyrir að gera þjóðina kristna nema nokk- urn hóp Gyðinga. Þeir, sem koma til Gyðingalands og verða varir við þá hörku og ósveigjanleik í trúmálum, sem einkennir þjóðina, geta sett sig í spor lærisveinanna, er voru að boða nýjan sáttmála við Guð og friðarhöfðingja, sem upp- fyllti spádóma. Þeir vildu ekki láta segja sér neitt um það. Aftur á móti fór Páll postuli geyst um heiðin lönd Litlu-Asíu, Grikklands og Ítalíu, og þar fékk fagnaðarerindið um Guð og Jesú frelsara mikinn hljómgrunn og ótrúlega útbreiðslu, þrátt fyrir heiftúðlega andstöðu fyrstu þrjár aldirnar. Og nú er nafnið Jesús með allri þeirri Guðs blessun og opinberun, sem í því felst, komið með okkur yfir áramótin. Við fáum það í ný- ársgjöf. Hér er hann, Jesús, mætt- ur mitt á meðal okkar í orði sínu og anda. Okkur er gefið líf hans til sjáluhjálpar. Hann kemur inn í okkar mannlegu kjör, þolir afleið- ing syndar og sektar. Við erum því vönust að kenna öðrum um hvern- ig illa fer. Hann tók misgjörðir á sig, var fús til þess svo að ást Guðs næði til okkar gegnum allt sem er og gerist og hefur borið við undir sólinni. Þar sýnir Guð hver hann er. Við getum ekki þekkt elsku Guðs nema gegnum fórnina. Hjálpin og frelsunin í orðinu Jesús hefur í engu breyst. Nýárs- dagur er náðardyr að því leyti, að Jesús er hingað kominn til þess að opna þær. Frelsun hans felst í iðr- un og syndafyrirgefningu, og sú boðun fylgir ávallt nafni hans. Biblían segir: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hug- arfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna." (Róm. 12,2.) Kristin trú boðar breytta líf- stefnu: Hættum að snúast eftir girndum heimsins, því að þær orsaka ýfingar, öfund, órétt og styrjöld. Látum ráða siðlegt mat á hlutunum. Efnishyggja er andleg- ur dauði. Ofmat, umtal og ásókn í meiri og meiri peninga líkist þjón- ustu við skemmdarfull og skyn- laus skurðgoð. Lífið nær ekki takmarki sínu, því góða fagra og fullkomna með dekri við dauða hluti. Þekktur finnskur rithöfund- ur segir: „Með því að tala um peninga, er óttanum sáð í hug barnsins og skipt á lifanda Guði og gullkálfi." Maðurinn er það, sem hann hugsar, það sem hann reiðir sig á. „Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." (Matth. 6,21.) Hin breytta lífstefna er heimin; um lífsnauðsyn um þessi áramót. í fyrsta lagi til þess að forða honum frá gereyðingu í kjarnorkustyrj- öld, gefa frið og lýsa velþóknun yfir mönnunum. Margar byltingar hafa verið gerðar undir því yfir- skyni að svo mætti verða en þær reyndust ekki til þess færar. Breytingin þarf að koma innan frá úr hugskoti mannsins, og til þess þarf hann að fæðast af andanum, anda Guðs, sem gefur hið góða, fagra og fullkomna, þá fyrst breytist umhverfið, þjóðfélagið. Spakmæli frá Persum sýnir fram á hvaða lífstefnu hér er rætt um og er þannig: „Því sem ég ætl- aði sjálfum mér, glataði ég. Því, sem ég eyddi að einnig aðrir mættu njóta þess, varð heillandi minning. Því, sem ég fórnaði án þess að gera kröfu til endurgjalds, það verður mitt að eilífu." Þegar þessi umbrot eiga sér stað i manninum í sál hans og samvizu, þá er þar um fæðingarhríðir að ræða, sem skapar heim öllum til blessunar. Því lýsti Davíð frá Fagraskógi, er hann kvað: Sú bylting oin sem bætir allra haj; er betri vilji fegra hjartalag- Af sjónarhóli nýársdags horfum við fram á leið til þess ókomna. Við syngjum með séra Matthíasi: Hvað boðar nýárs blessuð sól hún boðar náttúrunnar jól. Skáldið minnir á, að nýtt vor og sumar er framundan. Það minnir Olafsfjórður, 30. desembt'r. HÉR HEFHR verið vonskuveður að undanfórnu ef frá eru taldir aðfanga- dagur og jóladagur. Má segja að hér hafi verið hið mesta vetrarríki síðan í september. Veturinn lagðist snemma að og hafði það erfiðleika í lor með sér við byggingar og aðra útivinnu, sem ekki var lokið eftir stutt og rvsjótt sumar. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar hefur þetta verið gott ár í Ólafsfirði. Það hefur verið góð og mikil at- vinna og sjósókn verið stunduð af kappi, þrátt fyrir þetta erfiða tíðar- mig á áramótahugvekju, sem ég heyrði í útvarpinu fyrir mörgum^ árum. Ræðumaður sagði: Nú er tími til að hugsa fyrir vorinu. Mér fannst sá undirbúningur myndi koma of fljótt, því að langt væri til vors. En við nánari íhugun skildi ég sannleiksgildið á bak við. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það skilja þeir, sem þurfa mikinn undirbúning til þess að mæta viss- um árstímum. Og sjá, Guð er nú þegar farinn að undirbúa vorið. Hann gerir það með sinni hækk- andi sól, reyndar ögn frá degi til dags, en við munum brátt finna þetta. Þá kemur mér í hug annar við- búnaður, sem ekki er síður ástæða til að benda á. Nú er tími til að hugsa fyrir eilífðinni. Máske finnst einhverjum að ekki sé enn ástæða til að hefja undirbúning í þá átt. En þar er Guð með sinni ráðstöfun á annarri skoðun, því að hann er þegar farinn að undirbúa eilífðina í brjósti okkar. Og til þess sendi hann son sinn Jesú Krist. Tökum til okkar, það sem séra Jón lærði í Möðrufelli sagði: Tak ráð í tíma. Trúðu Guði. „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist." (Jóh. 17,3.) Jesús var eitt sinn spurður að því, hvað maðurinn ætti gott að gera til þess að erfa eilíft líf. Hann benti á boðorðin, þetta sem við kunnum utanbókar og varðar líf okkar og samvizku dags daglega. Inn á það mál kom útvarpsstjóri, Andrés Björnsson, er hann gerði boðorðin að höfuðumræðuefni áramótaræðu sinnar og rakti þau lið fyrir lið. Með lífi okkar erum við að sá í akur sálarinnar okkar og annarra. Uppskeran snertir okkur hvert og eitt um tíma og eilífð. Ætli það færi ekki margt betur í einkalífi okkar og þjóðfé- lagi, ef við reiknuðum með því að hver dagur hefur eilífðargildi. Því að „Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa, þess verður þú spurður um sólarlag". Trú mín og þekking á Kristi, hver er hún? „Víst er ég veikur að trúa,“ sagði séra Hallgrímur Pét- ursson. Það er ekki okkar að dæma. Það verður hvort sem er ekki spurt um veika eða sterka trú, kristni er það að eiga góðan Guð og öruggan Frelsara, og veik trú er líka trú. Og með þeirri trú, sem við eigum, tökum við undir af einlægu hjarta: í Jesú nafni áfram enn. Kom þú nýja, unya ár engilhjart á geislans vegi. Blessa þj<VÓ á láði og legi. lækna sjúka, þvrrðu tár. Ber þú smyrsl á svöðusár sól þín kyssi daprar brár, láttu víkja firn og fár fyrir nýjum lausnardegi ef þú landi gæfu ár gangi þjóð á Drottins vegi. I*étur Sigurðsson. far. í haust kom stór og falleg síld hér inn á fjörðinn, en við fengum bara ekki að veiða hana nema í stuttan tíma. Það var aðeins gert með afkastalitlum veiðarfærum. Áttum við erfitt með að skilja þá stjórnun þegar leyfð var veiði með stórvirkum veiðarfærum annars staðar. Kirkjusókn var hér mikil um jólin. Sóknarpresturinn okkar, Hannes Örn Blandon, messaði hér í báðum kirkjunum og voru kirkjurnar jafn- an fullsetnar. — Jakob Ólafsfjörður: Góð og mikil atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.