Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 Plnrgiw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö. Hættuboð frá Raufarhöfn Fá byggðarlög voru jafn mikið til umræðu vegna atvinnuörðugleika á árinu 1981 og Raufarhöfn. Fjallaði ríkis- stjórnin um vandann á löngum fundum, skipaðar voru ráð- herranefndir, gerðar tillögur til banka og sjóða og gefnar hástemmdar yfirlý’singar af ráðherrum um það, hvað þeir hefðu mikið á sig lagt atvinnu- lífinu á Raufarhöfn til bjargar. Málgögn ríkisstjórnarinnar tóku undir með stjórnarherr- unum og töldu, að ástæðulaust væri að hafa hinar minnstu áhyggjur af framtíð atvinnu- lífsins á Raufarhöfn — ríkis- stjórnin hefði tekið málið föst- um tökum. í þessu ljósi er fróð- legt að lesa ummæli Helga Ólafssonar, fréttaritara Morg- unblaðsins á Raufarhöfn, hér í blaðinu á gamlársdag, þegar hann var spurður um minnis- stæðustu atburði ársins 1981. Helgi Óiafsson sagði, að at- vinnumál á Raufarhöfn og annars staðar stæðu efst í huga sínum og bætti við: „Ef grannt er skoðað, stafa atvinnuerfið- leikar hér og í sjávarþorpum af rangri og vitiausri stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ef fram heldur sem horfir sjáum við fram á algert efnahagslegt hrun þjóð- arinnar." Taldi Helgi Ólafsson sanngjarnt, að í áramótaræðu sinni flytti forsætisráðherra þann fagnaðarboðskap, að þjóðinni gæfist tækifæri tii að velja nýja ríkisstjórn fyrr en á árinu 1983, þegar kjörtímabil- inu lýkur. í áramóraboðskap sínum gaf forsætisráðherra síður en svo til kynna, að ástæða væri fyrir hann og ríkisstjórnina að hugsa sér til hreyfings. Þvert á móti mátti skilja orð ráðherr- ans á þann veg, að við íslend- ingar ættum að una glaðir við okkar hag. Minntu orð forsæt- isráðherra á bjartsýni Stein- gríms Hermannssonar, sjávar- útvegsráðherra, fyrr á gaml- ársdag, þegar hann gaf til kynna, svo að ekki sé meira sagt, að ekki væri langt að bíða ákvörðunar um nýtt fiskverð, enda hefði hann lagt hugmynd- ir sínar í fullu umboði frá rík- isstjórninni fyrir yfirnefnd verðlagsráðsins þá fyrr um daginn. Nýtt fiskverð sá ekki dagsins ljós á gamlársdag, þrátt fyrir tillögur Steingríms Hermannssonar. í upphafi nýs árs liggur fiskiskipaflotinn því bundinn við bryggjur og um land allt hefur starfsfólki í frystihúsum verið sagt upp kauptryggingu með viku fyrir- vara og víða er verkafólk þegar orðið atvinnulaust. Eru þessar víðtæku uppsagnir einsdæmi í fiskvinnslu á íslandi og er ljóst, að allt atvinnulíf mun lamast í fjölda byggðarlaga. Af því sem fram hefur komið hjá stjórnarherrunum má ráða, að hugmyndir þeirra um lausn hins mikla vanda í sjáv- arútvegi séu náskyldar kákinu, sem Raufarhafnarbúar kynnt- ust á árinu 1981. Ríkisstjórnin sýnist ekki geta fótað sig á neinum úrræðum, sem stuðla að því, að dugnaður og framtak landsmanna fái notið sín. Af ofstjórn ráðherranna leiðir óstjórn, stöðnun og svartsýni. Er langt um liðið, síðan for- ystumenn launþega og at- vinnurekenda hafa deilt jafn harkalega á stjórnvöld og nú um þessi áramót. Þá vekur furðu, að mönnum skuli til hugar koma, að unnt sé að treysta öryggi þeirra, sem við Iáramótaávarpi sínu vék frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, að fíkniefna- neyslu með þessum orðum: „Flótti frá raunveruleikanum með þeim aðferðum sem tíðk- ast og nokkuð keyra úr hófi í samfélagi okkar rýir menn sjálfsvirðingu. — En sjálfs- virðing er lykill frelsis og far- sældar. Það er gaman að skemmta sér, en að ganga til þess að skemmta sjálfum sér við að gleyma stundu og stað aðeins til að drepa tímann er með því dapurlegasta sem sam- félagið hefur fundið sér til dægrastyttingar. Það elur á sambandsleysi manna ekki síst sú nýja tíska að neyta lyfja sem gerir þá svo innhverfa að skemmtunin felst í því að vera einn með sjálfum sér og skoða innri tálmyndir. Neysla slíkra lyfja, innflutningur og dreif- ing, brýtur einnig í bága við landslög." Þess hefur því miður orðið vart hér á landi undanfarna mánuði, að menn telja virðing- una fyrir lögum og rétti eiga að fiskvinnslu starfa, með því að setja lög um að fiskvinnslufyr- irtæki geti ekki sagt upp starfsfólki, þegar hráefni hætt- ir að berast. Hættuboðin frá Raufarhöfn staðfesta, að hið versta, sem fyrir atvinnurekstur í einu byggðarlagi getur komið, ér, að setja traust sitt á þessa ríkis- stjórn. Nú stendur þjóðin öll í sporum Raufarhafnarbúa. víkja fyrir einhvers konar „fé- lagslegum lausnum". Þeir, sem vinna gegn innflutningi og neyslu fíkniefna hafa mátt sæta árásum og ofsóknum, sem eru einsdæmi hér á landi. Nauðsynlegt er, að bregðast við þessu virðingarleysi af festu og skynsemi. Með þetta í huga ber að fagna þeirri afdráttarlausu afstöðu, sem fram kom í ræðu frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, þegar hún bað íslenska æsku þessarar bónar: „Megi ég á nýju góðu ári biðja æsku okkar stórrar bónar þá er bónin sú: að hún staldri við og bregðist ekki sjálfri sér þegar og ef sú freisting gerir vart við sig að ganga í berhögg við lög og réttarfar landsins. Það getur orðið og er svo oft fyrsta skrefið að ævilangri ógæfu. Okkur sem viljum vernda land og menn þykir svo undurvænt um ungt fólk að við megum ekki til þess hugsa að nokkuð illt hendi í lífi þess. Lög og reglur eru til að styrkja þjóð og samfélag. Gæfa okkar velt- ur í ríkum mæli á því að virða þær reglur." Bón forseta Islands | Reykjavíkurbréf Laugardagur 2. janúar >>♦♦>♦♦♦< Viöhorf við áramót „Þegar búskussar eru gerðir að bústjórum á þjóðarbúinu, er eins og þeir þekki ekki lögmálið um sambandið milli fóðurgjafar og af- urða. Þeir upphefja sjálfa sig í göf- ugmennsku með því að setja flókn- ustu reglur um skiptingu afurða. Það getur hvaða vel innrættur skussi sem er gert. En vandamálin vaxa þeim fljótt yfir höfuð og verða þeim ofviða, þegar afurðirnar minnka jafnt og þétt." Þannig komst Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands að orði hér í Morgunblaðinu á gaml- ársdag, og Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði: „... ekki hefur tekist að nýta sér hin hagstæðu ytri skilyrði til þess að ná tökum á framvindu efna- hagsmála okkar." Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verslun- arráðs íslands, sagði um afleiðingu þröngsýnna sjónarmiða stjórn- valda í orkusölumálum: „Á næstu fjórum árum mun því virkjuð vatnsorka renna til sjávar í gegn- um virkjunarkerfi okkar sem nem- ur jafnvirði 530 4ra herbergja íbúða í Reykjavík." Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, taldi, að stjórnendur landsins væru ekki búnir að slátra samkeppnisat- vinnuvegunum, en Davíð bætti við: „Ekki enn, en þeir eru hins vegar að murka úr þeim iíftóruna, hægt og bítandi, með langvarandi svelti og frá þeirri helstefnu verður að hverfa, áður en verra hlýst af, en orðið er.“ Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðar- manna, sagði: „Atvinnuleysið gæti hins vegar í mjög náinni framtíð bæst við þá óáran, sem nú þegar er við að etja hér á landi." Og Ás- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, gaf stjórn- arherrunum þetta ráð: „Hættið að örvinglast yfir því hvort ársfjórð- ungsleg verðbólga er stiginu hærri eða lægri og snúið ykkur að því að stjórna betur, ná fram meiri hag- kvæmni, auknum afköstum og bættri nýtingu." Mat stjórnarherranna Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið mynda burðarás- inn í stjórnarsamstarfinu. Hvað segja formenn þessara flokka um stöðuna um áramót? í viðtali við Tímann á gamlársdag segir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins: „Ég vil líka nefna, að ég er ákaflega ánægður með það að efna- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún setti sér 31. desember, hún hef- ur tekist mjög vel að því er varðar verðbólgumarkmið og kaupmátt launa." Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í áramótagrein í Tímanum: „Því verður ekki með nokkurri sanngirni neitað, að umtalsverður árangur hefur náðst á þessu ári .. . Þessi árangur hefur náðst með því, sem við framsóknarmenn nefnum niðurtalningu verðbólgu. I þessu felst að draga úr áhrifum hvers þáttar í efnahagslífinu, sem eykur verðbólguna. Þetta hefur yfirleitt tekist vel...“ Þótt þeir Svavar og Steingrímur séu ánægðir með ársverkið, eru þeir ekki alsælir með það, sem við blasir. Steingrímur segir: „Þó valda nokkur atriði áhyggjum." Hann segir, að staða útflutningsatvinnu- veganna sé orðin of erfið. Hins veg- ar örvi fátt verðbólguna meira en gengisfellingar. Mikið fjármagn hafi runnið frá atvinnuvegunum í banka, sjóði, í ríkissjóð, til sveitar- félaga og annarra skuldheimtuað- ila. Fari svo, að þjóðarframleiðsla dragist saman á árinu 1982, verði öll þjóðin að bera samdráttinn, en þó fyrst og fremst þeir, sem meiri tekjurnar hafa. Svavar Gestsson leggur áherslu á baráttuna gegn verðbólgunni, þegar hann lítur fram á veg og segir „verðbólgan verður aðeins unnin niður með samstilltu, víðtæku átaki sem nær til allra þátta samfélagsins." Og Svavar segir einnig í áramótagrein í Þjóðviljanum: „Við útfærsluna á tillögum Framsóknarflokksins (um niðurtalningu, innsk. Mbl.), hefur hins vegar komið í ljós, að ekki hef- ur gengið sem skyldi að tryggja það að niðurtalningin næði til allra þátta í efnahagskerfinu. Þannig er Ijóst að á undanförnum mánuðum hafa vinnslustöðvar landbúnaðar- ins, innflutningsverslunin og bank- arnir sloppið við að leggja fram skerf í baráttunni við verðbólguna á sama tíma og fyrir liggur að aðr- ir, þar á meðal launamenn, hafa lagt sitt frarn." Úrræði stjórnarherranna Steingrímur Hermannsson segir í áramótagrein sinni, að um miðjan janúar verði í síðasta lagi að ákveða ráðstafanir í efnahagsmál- um. Tillögur framsóknarmanna í þeim efnum verði tilbúnar fljótlega í janúarmánuði, eftir að þingflokk- ur og framkvæmdastjórn hafi tekið afstöðu til þeirra. Steingrímur seg- ist ekki rekja í smáatriðum í grein sinni, til hvaða efnahagsráðstafana beri að grípa. Þrjú atriði nefnir hann þó og segir framsóknarmenn leggja áherslu á þau: 1) Laun sjó- manna hækki en athugað verði, hvort hækkunin þurfi öll að koma fram í fiskverði. 2) Rekstrargrund- völlur útflutningsatvinnuvega verði viðunandi, dregið verði úr þörf fyrir gengisfellingu með því að „draga úr óheyrilegum fjár- magnskostnaði. í því skyni verða bankar, fjárfestingasjóður, sveit- arfélög og ríkissjóður að fórna nokkru." 3) Kaupmáttur lægri launa verði tryggður, eins og gert var 1981, um leið og dregið er úr víxlverkun verðlags og launa. Svavar Gestsson segir í Þjóðvilj- anum, að Alþýðubandalagið leggi áherslu á þrennt frammi fyrir þeim efnahagsvanda sem nú er við að glíma. 1) Framleiðsla og fram- leiðni verði aukin „með skipulegum hætti". 2) Stuðlað verði að víðtæk- um sparnaði í hagkerfinu, meðal annars í innflutningsversluninni. 3) Þeir sem meira hafa, leggi meira af mörkum en aðrir í baráttunni gegn verðbólgunni. Þessi þrjú áhersluatriði er fróðlegt að bera saman við þau þrjú meginatriði, sem Svavar lagði áherslu á í um- ræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra á alþingi 22. október sl. Fyrsta atriðið var þá hið sama og nú, annað atriðið snerist einnig um sparnað á hagkerfinu „bæði í milli- liðum og í opinberum búskap ríkis og sveitarfélaga". Þriðja atriðið var hins vegar þannig orðað í haust: „í þriðja lagi er nauðsynlegt að menn geri sér það vel ljóst að því aðeins verða kjör láglaunafólks og miðlungstekjumanna bætt að þeir, sem best eru settir, gefi eftir af sinni aðstöðu. Það er útilokað að allir fái allt, og þeir eru margir sem hafa miklar tekjur og mikla fjármuni hér á landi. Það þarf að gera ráðstafanir til þess m.a. í gegnum skattakerfið að flytja fé frá þessum aðilum til þeirra sem minna hafa handa á milli.“ Næst samstaða? I viðtali við Tímann á gamlárs- dag komst Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, svo að orði: „í raun eru vanda- málin ekkert minni nú en um sama leyti í fyrra, þótt minna sé um þau rætt. En eru þó e.t.v. illleysanlegri fyrir vikið." Þegar leið að lyktum ársins 1980 skapaðist óskabyr fyrir ríkisstjórnina, svo mikil spenna hafði magnast vegna aðgerðarleys- is hennar í efnahagsmálum frá því MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 17 Eftir Eiínu Pálmadóttur „Leiðin til lífs“ var vissulega réttnefni á mynd í sjónvarpinu fyrir jójin. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna var að rekja starfsferil sinn. Sást glöggt hvernig hver flótta- mannabylgjan af annarri hefur risið með tilheyrandi hörmung- um manneskjanna — nærri samfellt einhvers staðar í ver- öldinni frá því stóra Ungverja- landsflóðið kom vestur yfir 1956. Þegar sú mynd er sýnd sjáum við nú móta fyrir nýrri flótta- bylgju við sjóndeildarhring, í kjölfarið á hertu kverkataki yfirvalda á fólkinu í Póllandi. Hjálparstofnanir líta örvænt- ingarfullar á landakortið. Rétt undan strönd Póllands koma þær auga á litla danska eyju, Borgundarhólm. Verður það næsta flóttamannaeyjan? Sömu daga fengum við lýsandi dæmi um það sem hendir ein- staklingana í löndum, sem hafa komið sér upp kerfi þar sem ríkisvaldið hefur hvers manns ráð í hendi sér. Ræður hverri hreyfingu manneskjunnar og at- vinnu hennar, og þar með lífs- möguleikum. Við fylgdumst með Tatyönu Yakalevich, sem ekki fékk að fara frá Sovétríkjunum til manns síns, en var svo heppin að tengdafaðir hennar, Sak- harov, er Nóbelsverðlaunahafi. Maður sem heimurinn hefur áhuga á. Og að tengda- foreldrarnir voru reiðubúnir til að svelta til bana henni til hjálp- ar. Þess vegna vissum við líka um hana og því var henni sleppt. En það er önnur fjölskylda, sem heimurinn veit ekkert um, en er obbolítið tengd íslandi, af því dótturina Pham le Hang hef- ur rekið á okkar fjörur. Verður ekkert í neinum fréttum, þótt ýmislegt hafi hent hana þessar sömu vetrarvikur. Sem ég sat og horfði á kvikmyndina í sjónvarp- inu frá flóttamannabúðum Ví- etnama á Pulau Bidon undan ströndum Malasíu, þar sem ég hafði sjálf verið, tók ég að velta fyrir mér hvað hefði orðið um allt þetta fólk sem ég sá þar 1979. Sögu fjölskyldunnar henn- ar Hönnu vinkonu minnar hefi ég fylgzt með. Segi hana hér þótt ekki þyki hún fréttamatur á heimsmælikvarða. Pabbi hennar Hönnu, eins og við köllum hana á íslandi, var yfirlæknir blóðbankans í Saigon. Eftir að norðanmenn tóku Saig- on, var hann settur í „endurhæf- ingarbúðir" eða fangelsi í 2 ár, enda allir læknar með sérmennt- un með framhaldsnám erlendis og því auðvitað tortryggilegir. Fjölskyldan seldi smám saman allt innan úr húsinu, til að geta skaffað honum mat í fangelsinu og tórt sjálf. Þegar hann kom út, var samt orðinn þvílíkur lækna- skortur að hann fékk að vinna á spítala fyrir svo lítil laun að vart nægði fyrir mat handa hans stóru fjölskyldu. Þegar ég var á Pulau Bidon-eyju 1979, voru þar 50 víetnamskir flóttalæknar, þar á meðal færasti hjartasérfræð- ingur Suðaustur-Asíu, sem ekki hafði fengið að vinna eftir að kommúnistar tóku völdin. í fyrrasumar hitti ég í London ví- etnamskan lækni, sem hafði ver- ið yfirlæknir holdsveikrasjúkra- hússins utan við Saigon. Rauði krossinn vildi hjálpa um mat og lyf eftir fall Saigon. Hann kvitt- aði fyrir hjálpina inni í borginni og lagði af stað með bílalestina með hjálpargögnunum. Her- flokkur beið utan við borgina og hirti allan matinn. Þegar lækn- irinn mótmælti, var honum sagt að hermennirnir væru þjóðinni dýrmætari en holdsveikir og þá skorti matvæli. Eftir að hafa verið neyddur til að kvitta fyrir slíkar sendingar nokkrum sinn- um með opinberan embætt- ismann við hlið, gat hann ekki staðið í þessu lengur. Enda ekk- ert gagn að því að fá lyfin ein handa sjúklingunum, en engan mat. Hann flúði. Þetta var útúrdúr. Snúum okkur aftur að stóru fjölskyld- unni hennar Hönnu, sem sjálf lagði stund á efnafræðinám í há- skólanum, þótt allir stúdentar væru settir í heilt ár í að nema marxísk fræði ein. Prófskírtein- ið sitt gat hún ekki tekið með sér, þegar hún flúði, því skólinn afhendir það ekki. Þannig getur hann skikkað fólk í störf og ráð- ið atvinnu þess. Það er liður í eftirlitinu. Nú situr hún uppi á Islandi og byrjuð aftur á efna- fræðinni sinni í Háskóla íslands eftir allt öðru kerfi og á fram- andi máli — íslenzku. Én hún er hólpin. Hvað um þau hin? Börnin sjö voru von fjölskyldu hennar, eins og allra annarra fjölskyldna í Suðaustur-Asíu, þar sem enn eru sterk stórfjöl- skyldubönd og einstaklingarnir hafa sterka tilfinningu fyrir því að hjálpa sínum. Móðuramman var því-eðlilega á heimilinu, svo og ein móðursystir sem hafði orðið fyrir heilaskemmdum, en annarri móðursystur hafði verið hjálpað til náms í London, þar sem hún var enn starfandi efna- fræðingur. Þegar yngsti sonur- inn fékk heilaæxli meðan faðir- inn var í fangelsi og enginn sér- fræðingur til að skera hann upp, sótti fjölskyldan um að fá að senda hann til uppskurðar í London, á vegum frænkunnar, og að Hanna fengi að fara með bróður sinn. Sex mánuðum eftir að hann dó, var hún kölluð á skrifstofu yfirvalda til að athuga um leyfið fyrir þau. Úr því hann var látinn, gekk hennar leyfi að sjálfsögðu ekki í gegn. Bara gagnslausir fá að fara. Þá var reynt að koma elzta bróðurnum úr landi, svo að hann gæti kom- izt til mennta. Hann flúði á flóttamannabáti um það leyti sem Malasíumenn voru að gefast upp á flóttafólki og sneru bátun- um aftur frá sínum ströndum. Báturinn sökk. Þar drukknaði hann. Næst var Hanna, sem komst alla leið í land í Malasíu á flóttamannabáti. Hugðist reyna að komast áfram til frænkunnar í London. En þá bar að tvo Rauða- krossmenn frá fjarlægu landi, íslandi. Þeir tóku flóttafólk, sem aðeins talaði víetnömsku og kínversku, þar á meðal tvær fjöl- skyldur með börn, sem þurftu að komast undir læknishendur. Og þeir báðu Hönnu, sem talar frönsku og ensku, að koma með hópnum sem túlkur fyrsta árið. Þannig bar hana að okkar ströndum. Að heiman bárust fréttir um að heilsu heimilisföðurins hrak- aði stöðugt, enda hafði hann tek- ið nærri sér sonarmissinn. Eini sonurinn, sem eftir er, er vangef- inn. Frænkan reyndi að biðja um útflyjendaleyfi fyrir fjölskyld- una alla, enda höfðu Víetnamar þá lýst yfir á alþjóðavettvangi að þeir mundu veita einhverju fólki brottfararleyfi. Hanna sagði: Kannski þeir leyfi þeim að fara, úr þvi nær enginn er eftir sem akkur er í, ekkert nema börn, gamalmenni og sjúklingar! Þeir gera það stundum! Og nú, einum tveimur árum síðar, þegar faðir hennar var orðinn dauðvona, er fjölskyldan allt í einu kölluð á skrifstofu og sagt að sækja hið snarasta um brottfararleyfið. Hún geti öll farið eftir 7 daga. Enginn timi til að reyna að selja húsið — það eina sem eftir er — enda „ætt- ingjar“ að norðan komnir og setztir þar upp. Tveimur dögum fyrir brottförina dó faðirinn. Móðirin varð eftir til að jarð- setja hann. Hin héldu áfram og dúkkuðu upp óvænt í London fyrir jólin. Móðuramman gamla á áttræðisaldri, hin andlega sjúka móðursystir, vangefni bróðirinn og systurnar þrjár, sú yngsta 12 ára. Eftir jarðarförina kom móðirin. Nú eru þau öll komin um hávetur úr hitabelt- inu til London. Þau hafa fengið hlýjan fatnað. Þannig er sagan hennar Hönnu og fjölskyldu hennar, sem stjórnvöld slepptu eftir að enginn var eftir til að gera gagn. Líklega ekki „ár fatlaðra“ þar. Ein af óþekktu fjölskyldunum, sem ekki eru í fréttunum. Á hurðinni á herbergi 57 á Stútentagarðinum hér stendur á einum af þessum miðum, sem stúdentarnir hengdu upp 1. des- ember til gamans á allar hurðir í „dýragarðinum", eins og þeir nefna húsakynni sín: Búr 57 Tegund: Field-mouse (akurmús). Kom með flugvél frá Víetnam fyrir nokkrum árum. Hún er gjöf víetnömsku þjóðarinnar til dýragarðsins! hún var mynduð í febrúar 1980, að mönnum létti, þegar fjallið tók jóð- sótt. Allt árið 1981 hafa stjórnar- herrarnir baðað sig í ljómanum af afkvæminu, sem birtist 31. desem- ber 1980. Þeim hefur verið svo mik- ið í mun að telja mönnum trú um, að allt sé í lagi, að raunveruleg staða mála hefur ekki verið kynnt sem skyldi af hálfu stjórnvalda. Af áramótagreinum þeirra Steingríms Hermannssonar og Svavars Gestssonar má ráða, að ekki verður auðvelt að ná endum saman innan ríkisstjórnarinnar um stefnu í efnahagsmálum. Hugmyndir flokksforingjanna benda því miður ekki til þess, að ríkisstjórnin muni taka þannig á vandanum, að fulltrúum atvinnu- veganna og launþega líki. Gervi- lausnum verður haldið áfram, en í hverju felst ágreiningur þeirra Steingríms og Svavars? I.jósm. ÓI.K.M. Hugmyndir Steingríms Her- mannssonar sýna, að samhliða hækkun á fiskverði eiga að koma stjórnvaldsaðgerðir, sem auka enn á ofstjórnina og óstjórnina, og samhliða gengislækkun eiga að koma millifærslur frá fjárfest- ingasjóðum, bönkum, sveitarfélög- um og ríkissjóði. Hugmyndir Svav- ars Gestssonar sýna, að féð í milli- færslurnar á að taka frá innflutn- ingsversluninni, vinnslustöðvum landbúnaðarins og bönkunum. Af þessum hugmyndum má sjá um hvað hrossakaupin snúast við ríkis- stjórnarborðið: Alþýðubandalagið fer með fjármál ríkissjóðs og sveit- arfélaga á stjórnarheimilinu. Framsóknarflokkurinn stendur vörð um SÍS, er byggir afkomu sína að verulegu leyti á innflutnings- verslun og starfsemi vinnslustöðva landbúnaðarins. Viðskiptaráðherra Tómas Árnason sýnist upp á kant við bæði Steingrím og Svavar, því að hann hefur neitað því, að um nokkurn „gróða" sé að ræða hjá bankakerfinu. Þá standa eftir fjár- festingasjóðirnir, sem eru tómir að sögn stjórnarherranna, að minnsta kosti þegar þeir rökstyðja kröfur sínar á hendur lífeyrissjóðunum. Báðir sýnast þeir Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson þeirrar skoðunar, að með einhverj- um hætti eigi að ganga á kjör laun- þega, þó er Steingrímur afdráttar- lausari en Svavar. Þegar formaður Framsóknarflokksins vísar til að- ferðarinnar, sem beitt var 1981 til að draga úr víxlverkun verðlags og launa, á hann við 7% vísitöluskerð- inguna á launum 1. mars sl. For- maður Alþýðubandalagsins sýnist enn trúa á gildi kenningarinnar um „breiðu bökin“. Stada ríkis- stjórnarinnar Dagblaðið og Vísir sló því upp á forsíðu 30. desember, að innan stjórnarliðsins væru uppi hug- myndir um þingrof og kosningar nú á næstu vikum. Fréttin bar það með sér, að þessar hugmyndir ættu upptök sín í Alþýðubandalaginu. í viðtali við Dagblaðið og Vísi sagði Svavar Gestsson, að þessar hug- myndir væru ekki útbreiddar, en í sjónvarpinu þetta sama kvöld, sagði Svavar eitthvað á þá leið, að frétt Dagblaðsins og Vísis væri „áramótarugl“. Hér í blaðinu sagði forsætisráðherra, Gunnar Thor- oddsen, 31. desember: „Ég hef ekki heyrt þessa hugmynd, að rjúfa þing í janúar og kjósa í marz, fyrr en ég las þetta í síðdegisblaðinu ...“ I áramótagrein sinni segir Svav- ar Gestsson, að innan ríkisstjórn- arinnar sé „góður vilji til þess með- al allra stjórnaraðilanna að taka á vandamálunum í heild“. Síðan bæt- ir Svavar við: „Hitt er ljóst að meirihluti stjórnarinnar á alþingi er ekki eins sterkur og vera þyrfti, enda þótt vel hafi tekist þrátt fyrir knappan og raunar oft óvissan meirihluta." Við þessa setningu má bæta, að það tíðkast hjá stjórn- málamönnum, sem standa frammi fyrir óleystum vanda og trúa á eig- in úrræði, en óttast, að þingstyrk skorti, að skjóta málinu til kjós- enda í von um endurnýjað umboð á traustari grunni. I áramótagrein sinni leggur Steingrímur Hermannsson áherslu á það, þegar hann ræðir um stjórn- arsamstarfið, „að við alla samn- inga sé skilyrðislaust staðið". Hann segir, að aðilar að ríkisstjórninni hafi samið um hjöðnun verðbólgu og að því verði að sjálfsögðu að vinna með öllum ráðum. Að vísu lætur Steingrímur þess ógetið, að samningur stjórnarherranna mið- ast við, að á næsta ári komist verð- bólgan niður í það, sem hún er í nágrannalöndunum. Forsætisráð- herra hefur viðurkennt, að því markmiði verði ekki náð. Stein- grímur Hermannsson huggar flokksbræður sína með því, að framsóknarmenn megi vel við sinn hlut una í stjórninni. Og hann segir einnig: „í raun og veru má draga þessar hugleiðingar um grundvall- aratriði góðs og árangursríks sam- starfs saman í eina setningu. Sam- starfið mun ráðast af heilindum og drengskap samstarfsaðila.“ (!) Slökkvum villuljósid I því, sem sagt hefur verið hér að framan, koma fram gjörólík sjón- armið þeirra aðila annars vegar, sem standa í eldlínu atvinnulífsins, og stjórnarherranna hins vegar. Að mati hinna fyrrnefndu fylgja stjórnarherrarnir alrangri stefnu, þeir eru búskussar, sem láta virkj- að vatnsafl renna ónýtt til sjávar og fylgja helstefnu gagnvart sam- keppnisatvinnuvegunum, sem leiða mun til atvinnuleysis, á meðan stundaður er gagnslaus vísitölu- leikur. Að mati stjórnarherranna leysist allur vandi, ef þeir geta náð saman um það, að þrengja að nýj- um aðilum í þjóðfélaginu, bönkun- um, sparisjóðunum, fjárfestinga- lánasjóðunum, ríkissjóði, sveitarfé- lögunum, innflutningsversluninni og vinnslustöðvum landbúnaðarins. Bjargráðin felast í því að stunda millifærslur við fiskverðsákvörðun og skráningu gengis krónunnar. Með aukinni skattheimtu á að skerða hag þeirra, sem „betur mega sín“. Launaskerðing svífur yfir vötnunum. Annar hvor aðilinn hlýtur að fylgja villuljósi. Því miður hníga öll rök að því, að það séu stjórnar- herrarnir. Þeir eru orðnir svo dá- leiddir af eigin glansmynd, að þeir geta ekki slitið sig frá henni. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, segir í áramóta- grein sinni í Alþýðublaðinu: „Ríkis- stjórnin hefur verið svo upptekin við að mála glansmynd af ástand- inu, að hún hefur ekki viljað sjá raunveruleikann á bak við glans- myndina. Engar framfarir hafa átt sér stað og hjakkar allt í sama bráðabirgðafarinu, en það er vöxt- ur í erlendri skuldasöfnun." I áramótagrein sinni hér í Morg- unblaðinu segir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: „Við Islendingar horfum nú fram á, að á árinu 1981 hefur orðið lítill sem enginn vöxtur þjóðartekna. Engum nýjum stoðum hefur verið skotið undir atvinnulífið, þvert á móti hefur verið vegið að hinu frjálsa atvinnulífi á margvíslegan hátt. Ekkert hefur verið gert til þess að stækka þjóðarkökuna, auka það sem til skiptanna er og tryggja þannig öryggi og síbætt lífskjör al- mennings. Við sjálfstæðismenn teljum að það ábyrgðarleysi og framkvæmdaleysi, sem núverandi og síðustu vinstristjórnir hafa sýnt á þessu sviði, geti, ef ekki verði spyrnt við fótum, leitt ósegjanlega mikið böl yfir íslensku þjóðina.“ Til þess að aftur birti í þjóðlífinu og menn geti af bjartsýni og áræði tekist á við hin fjölmörgu óleystu viðfangsefni öllum íslendingum til hagsbóta, er nauðsynlegt að slökkva villuljós ríkisstjórnarinnar og sækja fram undir nýrri forystu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.