Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 19

Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 19 I>jóðleikhúsið: „Kisuleikur“ á Litla sviðinu l'IMMTUDAGINN 7. janúar frum- sýnir Ujódlcikhúsið leikritið Kisuleik, eftir ungverska höfundinn István Ör kény, á Litla svidinu. íslenska þyó- ingu leiksins hafa gert þeir Karl Guð- mundsson og Hjalti Kristgeirsson, leikstjóri er Benedikt Árnason, leik- mynd og búninga gerir Sigurjón Jó- hannsson og lýsinguna annast Páll Kagnarsson. István Örkény (1912—1980) er einn fremsti höfundur Ungverja á þessari öld, afar vinsæll prósahöf- undur í heimalandinu og er eini leikritahöfundur þess lands sem hlotið hefur heimsfrægð fyrir leik- rit sín eftir blómaskeið Ferenc Molnár fyrr á öldinni. Kisuleikur, sem er annað tveggja vinsælustu leiksviðsverka hans, var frumsýnt í Budapest árið 1971 og hefur síðan verið sýnt í hátt á þriðja tug þjóð- landa og uppfærslurnar losa nú orðið hundraðið. Raunar er Örkény ekki alveg ókunnur íslenskum leikhúsgestum, því fyrir rúmum áratug sýndi Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó leikrit hans um Tót-fjöl- skylduna undir heitinu Það er kom- inn gestur. Á yfirborðinu fjallar Kisuleikur um ástarþríhyrninginn gamal- kunna, en undir þessu yfirborði er margslungin mynd af firringu, elli og einmanaleik. í miðdepli leiksins er frú Orb án, leikin af Herdísi Þorvaldsdóttur, sem býr ein og hef- ur týnt tengslunum við sína nán- ustu, dóttur sína, tengdason og systur sína, leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur, sem hún að vísu skrifast á við og talar við í síma. Frú Orbán lifir fyrir vikulegar máltíðir með Viktori, gamla draumaprinsinum sínum, sem er fyrrverandi óperusöngvari, og hún lifir fyrir kaffihúsasetur með „bestu" vinkonu sinni og fyrir mjálmið í Mýslu, konu sem beðið hefur skipbrot í lífinu og býr á sömu hæð fjölbýlishússins. Það er Þorsteinn Hannesson óperusöngv- ari sem leikur Viktor, Bryndís Pét- ursdóttir leikur vinkonuna og Margrét Guðmundsdóttir leikur Mýslu. Þá skal einniggetið um Þóru Borg sem fer með hlutverk móður Viktors, en Þóra var fastráðin við Þjóðleikhúsið á fyrstu árum þess og eru nú um það bil tuttugu og fimm ár síðan hún lék hér síðast. Dóttur frú Orbán leikur Þórunn Magnea Magnúsdóttir og tengdasoninn leik- ur Jón S. Gunnarsson. Frá æfingu á „Kisuleik". Herdís Þorvaldsdóttir og Þóra Borg í hlut- verkum sínum. <L)ómii. i>jóðk-ikhú»i<Þ Frá 1. janúar 1982 verða tryggingaíjárhœðir allra eignatrygginga, slysa- og sjúkratryggmga hjá Samyinnutryggingum verðtryggðar skv. vísitölu og Á liœkka því á 3ja mánaða íresti. Samvinnutryggingar hafa með þessu tekið upp verðtryggingu á tryggingaíjárhœðum í ílestum — Aukin Láttu verðbólguna ekki rýra tryggingavemdina - tryggðu hjá traustu tryggingaíélagi. SAMVINNU TRYG6INGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT Biautryöjendur í bœttumtrygglngum -. ». . ■■■-> ...... ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Junior Lotte 5. jan. Bakkafoss 20 jan. Junior Lotte 1. febr Bakkafoss 10. febr. NEW YORK Junior Lotte 31. des Ðakkafoss 22. jan. Ðakkafoss 12 febr HALIFAX Selfoss 18. jan. Goöafoss 5. febr. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 4. jan. Alafoss 11. jan. Vessel 18. jan. Alafoss 25. jan. ANTWERPEN Eyrarfoss v 5. jan. Alafoss 12. jan. Vessel 19. jan. Alafoss 26. jan FELIXSTOWE Eyrarfoss 6. jan. Alafoss 13. jan. Vessel 20. des Alafoss 27. jan. HAMBORG Eyrarfoss 7. jan. Alafoss 14. jan. Vessel 21. jan. Alafoss 28. jan. WESTON POINT Urriöafoss 20. jan. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 4. jan. Dettifoss 18. jan. Dettifoss 1. febr KRISTIANSAND Dettifoss 5. jan. Dettifoss 19. jan. Dettifoss 2. febr MOSS Dettifoss 5. jan. Mánafoss 12. jan. Dettifoss 19. jan. Manafoss 26. des GAUTABORG Dettifoss 6. jan. Manafoss 13. jan. Dettifoss 20. jan. Uöafoss 27. jan. KAUPMANNAHOFN Dettifoss 7. jan Mánafoss 14. jan. Dettifoss 21. jan. Mánafoss 28. jan. HELSINGBORG Dettifoss 8. jan. Mánafoss 15. jan Dettifoss 22. jan. Mánafoss 29. jan. HELSINKI Irafoss 11 jan Mulafoss 20. jan Irafoss 3. feb RIGA Mulafoss 22 jan Irafoss 5. feb Mulafoss 17. feb GDYNIA Múlafoss 23. jan. Irafoss 6. feb Mulafoss 18. febr THORSHAVN Mánafoss ‘7 jan VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frð REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIROI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.