Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 22

Morgunblaðið - 03.01.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982 + Ástkær sonur okkar, ANTON SIGURDSSON, Unufelli 31, lést á Borgarspítalanum 31. des. '81. Kristín Þorvaldsdóttir, Sigurður Olatsson Eiginmaöur minn og faðir. HANS BENJAMÍNSSON, Drafnarstíg 7, lézt í Borgarspitalanum aö morgni 1. janúar. Nína Lárusdóttir, Benjamín Hansson. Eiginmaður minn og faöir okkar, HARALDURPÉTURSSON, fyrrverandí safnhúsvörður, Sólheimum 34, lézt á sjúkradeild Hrafnistu á nýársnótt. Margrét Þormóðsdóttir, Pétur Haraldsson, Guðbjörg Haraldsdóttir Bay, Þormóður Haraldsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, FANNEY GUOMUNDSDÓTTIR, Rónargötu 1a, lést í Öldrunardeild Landspitalans 31. desember. Guðmundur S. Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir, Páll V. Jónsson, Sigurrós Jónsdóttir, Björn Jónsson, Þorgrímur Jónsson, óla K. Freysteinsdóttir, Gunnar Jónsson, Sigrún Sigurjónsdóttir, og barnabörn. Móðir okkar, KATRÍN ÞÓRARINSDÓTTIR, Hjarðarhaga 48, veröur jarösungin frá Neskirkju, þriöjudaginn 5. janúar 1982 kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Svala E. Pétursdóttir, Bragi Pétursson. Móðursystir mín, EIRÍKA EIRÍKSDÓTTIR, fædd 9. nóvember 1898 dáin 18. desember 1981, Barmahlíö 1, Reykjavík. Bálför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Eiríkur Ketilsson, Skaftahlíð 15. + Eiginkona mín, HREFNA ERLENDSDÓTTIR HOLLAN, sem lést 24. desember, verður jarösungin frá Bústaöakirkju þriöjudaginn 5. janúar kl. 10.30. James F. Hollan. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, Kirkjuteig 3, Keflavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju. mánudaginn 4. januar 1982 kl. 2.00 e.h. Ingunn Einarsdóttir, Stefán Árnason, Bryndís Guðmundsdóttir, Herborg Árnadóttir, Guömundur Sigþórsson, Guðmundur Árnason, Einar Árnason, og barnabörn. Óskar Guðjónsson Sandgerði - Minning Fæddur 28. október 1920 Dáinn 22. desember 1981 Genginn er góður drengur, gott hjarta er hætt að slá, því er tæp- ast hægt að trúa, en þó er það staðreynd, að æskuvinur minn og félagi, Oskar Guðjónsson, er allur, en Jesús Kristur kenndi okkur að dauðinn er ekki endalok, og endur- fundir munu takast að jarðlífi loknu og lífrænt framlíf eiga sér stað. Oskar andaðist í svefni aðfara- nótt 22. desember, og fékk hann sína ósk uppfyllta hvað það varð- aði að þegar hann færi héðan yrðu það snögg umskipti, dauðanum kveið hann ekki, hann gat tekið undir með Agli: „Skal ég þó glaður góðum vilja og óhyggur heljar bíða.“ Því „alþjóð fyrir augum verður gamals þegns gengileysi". Þegar ég tek mér penna í hönd til að skrifa um minn góða vin Óskar Guðjónsson, finn ég til van- máttar, vegna þess að ég get ekki gert því þau skil sem ég hefði óskað. Óskar var fæddur 28.10. 1920 austur á Bakkafirði, sonur hjón- anna Ingibjargar Arnadóttur og Guðjóns Sæmundssonar. Óskar er ungur að árum þegar fjölskylda hans flyzt til Reykjavíkur, ðg nokkrum árum síðar gerist hann mjólkurpóstur á litlu býli innst á Laugavegi, en mjólkurpóstar voru þeir drengir kallaðir, sem fluttu mjólk um bæinn á hestvagni til neytenda, sem var algeng sjón í Reykjavík í þá daga. Það var mik- ið sport að fá að fara með þeim, og í þessum ferðum kynntist ég fyrst Óskari Guðjónssyni. Fyrir 45 árum, þá var hann 15 ára og ég 10 ára, á þessu skeiði eru 5 ár nokkur aldursmunur, en aldr- ei lét hann mig finna til þess, sem þó var nokkuð títt með mönnum, sem höfðu aldurinn yfir, að þeir gerðust ráðríkir og drottnunar- samir, en þess iét hann mig aldrei gjalda, heldur tók mig sem jafn- ingja, enda fann ég ætíð öryggi og traust í návist hans. Þannig var hans skapgerð öll, hann þekkti ekkert kynslóðabil, fyrir honum voru allir jafnir án tillits til ald- urs. + Útför systur minnar, GUDRUNAR KJARTANSDÓTTUR, er lést 20. desember, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 3. Soffía Kjartansdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, THEODÓR GUOMUNDSSON, vélvirkjameistari, Flókagötu 9, veröur jarösunginn þriöjudaginn 5. janúar kl. 15.00, frá Frikirkjunni i Reykjavík. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarsjóö Oddfellow-reglunnar, stúku nr. 5, Þor- steinn. Laufey Þorgeirsdóttir, Louise Kristín Theodórsdóttir, Ragnar Már Hansson, Hlíf Theodórsdóttir, Þorgeir Theodórsson, Birna Björnsdóttir, Guömundur Ægir Theodórsson.lngveldur Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA HJALTALÍN DENNIS leikkona, verður jarösungin frá Dómkirkjunni á morgun, 4. janúar, kl. 10 árdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Valgerður Óladóttir, Baldur Bragason, Dagbjörg H. Pinkney, John R. Pinkney, Inga N. Dennís, Helen M. Dennis Robert Lee Dennis III., barnabörn og barnabarnabarn. + Minningarathöfn um móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, GUÐRUNUBJÖRNSDÓTTUR, Furugrund 20, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 4. janúar kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur sama dag kl. 2 frá Saurbaejarkirkju á Hvalfjarö- arströnd. Blóm afþökkuö, en bent á SÍBS eöa aörar liknarstofnanir. Hrafnhildur Tómasdóttir, Hans Johansen, Haraldur Tómasson, Elín Erlendsdóttir, Björn Sigurðsson, Ása Ásmundsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Birgir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar samband rofnaði um nokkurt skeið meðan hann stund- aði sjómennsku og mótornám, sem skilaði honum nauðsynlegum rétt- indum til þeirra starfa sem að hans sjómennsku laut, en þá gerð- ist það að móðir hans tapaði sjón- inni og föður hans dapraðist einn- ig nokkuð sýn. Þá flutti hann sig í land til að geta betur annast for- eldra sína, hóf hann þá nám í múrverki hjá Halldóri Halldórs- syni múrarameistara. Á þessum tíma var ég við nám í húsasmíði og urðum við samtímis í Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan eru 35 ár og endurnýjaðist okkar vinátta, sem haldist hefur órofin fram til síðasta dags. Margt hefur á daga okkar drifið, sem ekki er hægt að setja í minn- ingargrein sem þessa, en það geymist í minningunni og verður ekki þaðan máð. Svo vildi til að báðir lukum við sveinsprófi með stuttu millibili, í húsi Blóðbankans í Reykjavík sem þá var í byggingu, en það voru alltaf hálfgerð vandræði með hús- næði fyrir þá athöfn á þeim tím- um. Þetta er sjálfsagt einföld saga, en stór í mínum augum, því þarna var ég búinn að eignast minn besta vin og félaga, sem aldrei brást. Óskar giftist Lilju Jósefsdóttur frá Síreksstöðum í Vopnafirði árið 1953 og áttu þau tvær dætur, Ingi- björgu og Vilborgu Guðnýju, son átti Lilja fyrir hjónaband, Reyni Marteinsson. Virti hann Óskar mjög mikils og tókst með þeim góð vinátta sem hélst til hinstu stund- ar. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu þau í Kópavogi en fluttust síðan í Sandgerði. Hann byggði lítið hús, sem þau bjuggu í í nokkur ár en reisti síðan stórt og veglegt hús og áttu þar fallegt heimili. Lilja er góð kona og vönduð, en hún á við heilsuleysi að stríða, sem reyndi mjög á líf þeirra og hamingju. Það reyndi á sálarþrek Óskars og stóð hann af sér öldurót lífs og erfiðleika, sem yfir dundu og brotnaði aldrei, á hverju sem gekk. Óskar kom mikið við sögu byggðar sinnar í Sandgerði. Var hann í sveitarstjórn, byggingar- nefnd og ýmsurti öðrum trúnað- arstörfum. Hann lét sér annt um hag blindra. Sjálfstæðisstefna var stór þáttur í lífi hans og var hann formaður Sjálfstæðisfélags Mið- neshrepps í mörg ár. í öllum fé- lagsstörfum vann hann óeigin- gjarnt starf. Það er of langt mál að telja allt það, sem hann hefur þar að komið. Þeir sem til þekktu, vita að hann kom framan að fólki en ekki að baki, hann vann drengi- lega. Hann var meistari við margar stórar sem litlar byggingar í Sandgerði og nágrenni, fórst það vel úr hendi, því hann var mjög góður fagmaður og kunni sitt starf vel. Ekki er hægt að neita því, að á kveðjustund er manninum tamt að líta aftur í tímann, eins og gert er hér að framan. Það er stutt í að verða hálf öld síðan okkar kynni hófust. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur verið fljótt að líða. Þá er margs að minnast og margt að þakka. Ég finn, að ég hef verið ríkur að eiga Óskar fyrir vin, vin, sem aldr- ei brást, sem ég gat alltaf leitað til með mín vandamál og hann hjálp- aði mér að leysa þau. Hann sagði oft: „Það er léttara að leysa málin tveir heldur en einn.“ Þá reyndist hann sonum mínum eins og bezti faðir, hjálpaði þeim þegar þeir þurftu á aðstoð að halda. Óskar Guðjónsson uppfyllti það sæti að vera vinur vina sinna. Ég get aldrei þakkað Óskari vini mínum fyrir það allt, allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. I Hávamálum segir: „Orð- stírr deyr aldrigi/ hveims sér góð- an getr.“ Orðstír Óskars mun lifa í hugum þeirra, sem hann þekktu. Við kveðjum hann öll með sökn- uði og samhryggjumst fjölskyldu hans, sem mest hefur misst. Góði Guð, varðveittu þá sem sorgin slær. Reynir K. Ásmundsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.