Morgunblaðið - 03.01.1982, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1982
„Hafðir p>6 qott í Sumarfrlinu,
ViLmundui- f "
ásí er...
... að fjaðra
af sœlu
TM Reo U.S. Pat Off.—all rights reserved
© 1981 Los Angeles Times Syndicate
Ég var of seinn. Hann var vaknað-
ur!
Með
morgurtkaffinu
HÖGNI HREKKVlSI
Ætti ad lögbinda
notkun reykskynjara
Jóhann B.S. Jónsson skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Eg lenti í því um daginn að
hlutir sem ég átti í geymslu hjá
vinkonu minni eyðilögðust í
bruna sem varð í húsinu þar sem
hún á heima. Ég fékk allt mitt
að fullu bætt hjá tryggingafélagi
mínu, en hún tapaði öllu sínu,
þar sem henni hafði láðst að
tryggja. Meira að segja eyðilögð-
ust hjá henni hljómflutnings-
tæki, sem hún var ekki einu
sinni hálfnuð að borga afborgan-
ir af.
Finnst mér að verslanir sem
selja svo dýrar vörur með af-
borgunum ættu að brýna það
fyrir viðskiptavinum sínum að
tryggja munina en láta ekki
nægja að setja ákvæði þar að
lútandi inn í samninga. Það er
nú einu sinni svo, að fólk lætur
það oft undir höfuð leggjast að
lesa þessar smáletruðu langlok-
ur sem eru á svona pappírum.
En það er sérstaklega eitt at-
riði sem mig langaði til að nefna
í þessu sambandi. í húsi því sem
vinkona mín bjó í var enginn
reykskynjari og kom því eldur-
inn öllum að óvörum eins og gef-
ur að skilja. Ég hef hins vegar
lært mína lexíu í þessum efnum.
Ég fékk bitra reynslu í stór-
bruna sem varð fyrir nokkrum
árum í húsi þar sem ég bjó. Tvær
Jóhann B.S. Jónsson
manneskjur létust af völdum
eldsins. Aftur kviknaði í húsi
þar sem ég bjó, en þá vaknaði ég
upp við viðvörunarvæl í reyk-
skynjara, sem varð til þess að
mér tókst að bjarga manni út úr
húsinu á síðustu stundu, en
kviknað hafði í sænginni hans.
Reynslan hefur sem sé kennt
mér það, að reykskynjarar eru
bráðnauðsynleg tæki og er eng-
inn vafi í mínum huga um að það
ætti að lögbinda notkun þeirra í
hverjum einasta mannabústað.
Finnst mér það t.d. ólíkt miklu
brýnna en t.d. lögleiðing örygg-
isbelta í bílum, þó að ég setji mig
alls ekki upp á móti þeirri ráð-
Forsíða dreifiritsins
stöfun."
í dreifibréfi slökkviliðsmanna
í Reykjavík, sem þeir sendu sam-
borgurum sínum fyrir jólin 1980
segir Rúnar Bjarnason slökkvi-
liðsstjóri:
„Slökkviliðsmenn í Reykjavík
hafa ákveðið að beita sér fyrir
eflingu heimilisbrunavarna ann-
að árið í röð. Miðað við innflutn-
ingá heimilisreykskynjurum má
ætla að um helmingur allra
heimila á landinu hafi komið sér
á fót heimilisbrunavörnum og
hefur það gefið góða raun.
Markmið okkar er að öll heim-
ili í landinu komi sér upp heimil-
isbrunavörnum og um leið og ég
óska yður gleðilegrar hátíðar
vænti ég góðra undirtekta frá
yður.“
En er nú ekki kominn tími til
að stíga næsta skref og lögbinda
notkun tækjanna?"
Til umhugsunar
Þ.S. skrifar á Akureyri í des.:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til þess að senda þér
litla klausu, svona til umhugsunar.
Ég las um daginn gagnrýni á nöfn
á skemmtistöðum og verslunum á
íslandi í dag, t.d. Broadway, Holly-
wood o.fl. Ég er ekki ósammála
þessari gagnrýni, en mér datt í hug
að önnur gömul og rótgróin nöfn
væru ef til vill athugunarverð t.d.
London, Hamborg, Bristol, Liver-
pool, Nora Magasin (eða hvernig
það var nú skrifað) o.s.frv.
Fyrst ég er byrjuð langar mig til
að bæta því við, að mér finnst ljótt
að sjá á forsíðu dagblaðs: „Háttsett-
asti maðurinn" og eitthvað hlýtur
nú að vera bogið við setninguna:
„Flugstjórinn rauk upp til að hindra
að boli stangaði ekki í stjórntækin."
Virðingarfyllst og með jóla-
kveðju."
GJAFAMYNDATOKUR
ÞARF AÐ PANTA
í SÍMA 85811
Verið velkomin, hittumst heil á nýja árinu
Þökkum viöskiptin á ánnu,
sem er að liða og óskum ykkur öllum
farsæls komandi árs
I tilefm ars aldraðra 1982
bjóðum viö ykkur sem verðið
70 ára á árinu eða eldri í
myndatöku til okkar, ykkur
að kostnaöarlausu — án
nokkurra skuldbindinga.