Morgunblaðið - 03.02.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 03.02.1982, Síða 1
32 SÍÐUR 24. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1982 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. wÆá Bandaríkin: Ekki byssukúla heldur steinvala ashington. 2. ÍVbrúar. Al*. KINHVER óþekktur hlutur lenti snemma í morgun á brynvarinni bifreid George Bush, varaforseta Banda- ríkjanna, og var í fyrstu óttast, að skotið hefði verið á bílinn en seinna þóttust leyniþjónustumenn vissir um, að það hefði bara verið steinn. Enginn meiddist og ekki er vitað hvaðan steinninn kom. Heilmikið uppistand var fyrst eftir að hlutur- inn lenti á bíl varaforsetans og hölluðust flestir að því, að það hefði verið skotið á hann. Við nánari athugun kom þó í ljós, að það, sem talið hafði verið beygla í þakinu, var aðeins rák í vinylfóðrinu og engar málmagnir þar að finna. Á myndinni sést hvar lögreglan er í þann veginn að hefja leit í nálægum byggingum til að komast að því hvað það var, sem lenti í bifreið Bush vara- forseta. Síðustu fréttir herma, að brot úr stein- steypu hafi líklega hrotið í bílinn. Pólland: Mótmæli í Wroclaw gegn verðhækkunum Yar.sjá. 2. febrúar. Al*. VERKAMENN í verksmiðjum og gasstöðvum í Wroclaw, fjórðu stærstu borg Póllands, efndu til „þögulla“ mótmæla þar í síðustu viku vegna gífurlegra verðhækk- ana á flestum nauðsynjum. l>essar fréttir bárust til Varsjár í dag með mönnum, sem komu frá Wroclaw, en símasambandslaust er á milli borga í Póllandi. í fréttum frá Moskvu er það haft eftir yfir manni Varsjárlögreglunnar, að „gagnbyltingarsinnar“ séu nú farnir að starfa neðanjarðar og æ meira verði vart við andsósíalísk- ar áletranir og dreifibréf í borg- inni. Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að ef farið yrði að ráðum þeirra, sem ákafast gagnrýndu Reagan for seta, myndi „musteri vestrænnar einingar hrynja til grunna yfir höf- uð okkar“. I fréttunum frá Wroclaw seg- ir, að verkamenn í ýmsum verk- smiðjum hafi „látist vinna“, til að mótmæla verðhækkununum, sem eru á bilinu 2—400%, en ekki er nákvæmlega vitað hve mikil þátttaka var í þessum að- gerðum. Einnig er sagt, að dreifibréfum hafi verið kastað ofan af húsþökum í borginni og hafi lögregluvörður verið marg- efldur eftir það. Alexander M. Haig, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, varði í dag ákaft stefnu Reagans for- seta í utanríkismálum og sagði, að þeir, sem harðast gagnrýndu hana gengju erinda Sovétmanna og ynnu verkin fyrir þá. Hann sagði, að refsiaðgerðirnar gegn Sovétríkjunum og Póllandi væru miklu áhrifaríkari en margir vildu vera láta, en hins vegar hefði kornsölubann komið verr við Bandaríkin sjálf en nokkru sinni Sovétríkin. Tass-fréttastofan rússneska hafði í dag eftir yfirmanni Varsjárlögreglunnar, að mikið væri um dreifibréf og andsósíal- ískar áletranir í Varsjá og væru þar að verki „gagnbyltingar- menn“, sem nú væru farnir að starfa neðanjarðar. Dozier á blaðamannafundi: Varð að hlusta á rokktónlist tímunum saman \ iccnza, 2. fcbrúar. Al*. BANDARISKI hershöfðinginn James L. Dozier sagði í dag á fundi með blaðamönnum, að hann hefði aldrei örvarnt en hreyfingarleysið og „óskapleg leiðindi“ hefðu þó lagst þungt á hann þa*r sex vikur, sem hann var á valdi Rauðu herdeildanna, hlekkjaður í litlu tjaldi í „fangelsi alþýðunnar“. Sjálfur sagðist hann eiga nokkra sök á því, að honum var rænt, því hann hefði ekki tekið nægilegt tillit til aðvarana ítölsku lögreglunnar. „Það er ekki laust við, að ég skammist mín og vissulega er sök- in að nokkru mín,“ sagði Dozier á fyrsta eiginlega blaðamannafund- inum, sem hann hefur haldið síðan honum var bjargað úr klóm Rauðu herdeildanna. Hann sagði, að sér hefði aldrei komið til hugar, að hryðjuverkamennirnir hefðu áhuga á að ræna Bandaríkja- manni og þess vegna ekki farið Mannréttindanefnd SI>: Miklar deilur um fundarsköp tienf, 2. febrúar. Al*. MANNRÉTTINDANEKNI) Samein- uðu þjóðanna frestaði í kvöld umræðu um þá tillögu Kanadamanna, að valda- taka herstjórnarinnar í l’óllandi yrði tekin til umfjöllunar, og það þrátt fyrir að frestuninni væri mótmælt af full- trúum vestrænna þjóða, sem sögðu, að fundarsköp hefðu verið þverbrotin. í atkvæðagreiðslu um frestunar- tillögu Sýrlendinga studdu hana öll kommúnistaríkin, auk Alsírs, Ind- iands og Mexikó, en vestrænu ríkin öll og aðrar þriðja heims þjóðir sátu hjá eða voru fjarverandi. í forsæti fundarins var Ivan Garvalov frá Rúlgaríu. Eliott Abrams, fulltrúi Bandaríkj- anna, sakaði Garvalov um að þver- brjóta fundarsköp með því að troða frestunartillögunni fram fyrir, en fyrr hafði Garvalaov lýst því yfir, að hann myndi fresta fundi ef ræða ætti ástandið í einstökum ríkjum og vildi í þess stað bara ræða dagskrá fundarins. Abrams sagði, að ljóst væri, að Garvalov teldi sig fulltrúa Sovétmanna og væri staðráðinn í að koma í veg fyrir umræður um Pól- land. eftir fyrirmælum ítölsku lögregl- unnar. Dozier sagði blaðamönnunum frá yfirheyrslum hryðjuverka- mannanna yfir sér og hvernig þeir hefðu neytt hann til að hlusta á tónlist tímunum saman. „Allt.frá byrjun var ég neyddur til að hlusta á háværa tóniist, hart rokk, og þið, sem ekki hafið hlustað á slíkt í átta eða níu stundir sam- fleytt dag eftir dag, getið ekki gert ykkur í hugarlund hvílík raun það er.“ Dozier sagði, að hann hefði verið hlekkjaður inni í litlu tjaldi alla 42 dagana og hefði það verið stöðugt lýst upp með 40 kerta peru. Hann fékk ekki að raka sig og varð að notast við færanlegt salerni. Hann sagðist lítið hafa talað við fangaverði sína þvi að þeir hefðu skilið ensku illa og sjálfur átti hann bágt með ítölsk- una. „Þetta fólk kom mér fremur fyrir sjónir sem glæpamenn en herskáir hugsjónamenn," sagði Dozier. Flugvél rænt í Bandaríkjunum Miami. 2. fcbrúar. Al*. BOEING 737-farþegaþotu frá Air Klorida-flugfélaginu var í dag rænt og flugmennirnir neyddir til að fljúga til Havana á Kúbu. Þetta er fyrsta flugránið, sem heppnast í Bandaríkjunum í sex mánuði. Talsmaður loftferðaeftirlitsins bandaríska sagði í kvöld, að mað- ur, sem sagðist vel búinn eldfim- um vökva, hefði rænt vélinni og væri hún nú lent á Jose Marti- flugvellinum skammt frá Havana. Með vélinni voru 72 farþegar og fimm flugliðar. „Fóstureyðingar eru mannsmorð“ Osló, 2. febrúar. Al*. DEILURNAR um frjálsar fóstur eyðingar eru komnar á nýtt stig í Noregi en héraðsdómstóllinn í Malangen í Tromsö í Norður- Noregi hefur nú kveðið upp þann úrskurð, að fóstureyðing jafngildi mannsmorði. Niðurstaðan var um leið sú, að ríkið tapaði málinu, sem það hafði höfðað á hendur presti nokkrum, sem neitað hafði að inna af hendi ýmis prestverk vegna þess hve mikla andúð hann hafði á frjálsum fóstureyðingum. Dómurinn var kveðinn upp einróma og samkvæmt honum getur Börre A. Knudsen, prest- ur í Balsfjarðarsókn, gegnt embætti sínu áfram þótt hann neiti að vinna sum prestverkin, Niðurstada héraðsdómstóls í Noregi eykur deilurnar um frjálsar fóstureyðingar en upp á því tók hann fyrir þremur og hálfu ári, árið 1978, þegar fóstureyðingalöggjöfin norska var rýmkuð mjög veru- lega. Að því er segir í norsku dagblöðunum tók það dómar- ann, Martin Beer, þrjár og hálfa klukkustund að lesa upp dómsniðurstöðurnar. „Rétturinn hefur þær skoð- anir á fóstureyðingu af manna- völdum, að með henni sé verið að drepa litla mannveru," sagði í niðurstöðum réttarins, sem réðst einnig harðlega á lauslæti og litla siðferðiskennd hjá ungu fólki. „Kannski er ekkert í veg- inum fyrir því að konan eigi barnið nema það eitt, að það kostar peninga að eiga barn og þegar um er að ræða bíl eða barn ber bíllinn oft hærri hlut.“ Niðurstaða réttarins í Mal- angen hefur vakið áköf mót- mæli margra manna í Noregi, einkum ýmissa lögfræðinga og þeirra, sem hafa barist fyrir frjálsum fóstureyðingum og í dag lét ríkissaksóknarinn svo ummælt, að hann myndi áfrýja dómnum til hæstaréttar. „Beer dómari hlýtur að hafa misskilið málið. í stað þess að kveða upp dóm í frávísunarmáli hefur hann sagt skoðun sína á norsku fóstureyðingalöggjöfinni," sagði Dagbladet og Carl August Fleischer, lagaprófessor, segir, að dómurinn sé alveg „maka- laus“. „Það er afar sjaldgæft, að réttur, hvað þá undirréttur, velti því fyrir sér hvort laga- greinar séu réttlátar eða rang- látar, enda er það alls ekki í hans verkahring," sagði hann. Börre A. Knudsen, sóknar- prestur í Balsfirði, kvaðst vera í sjöunda himni yfir dóminum en sa'fcðist þó verða að viður- kenna, að hann hefði ekki átt von á honum á þessa leið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.