Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982 3 adidas GOÐSAGAN UM ADIDAS Herbert von Karajan lét Adidas hanna sérstaka hljómsveitarstjóraskó fyrir sig. Indíánar í frumskógum Brasilíu ganga á Adidas. Muhammed Ali og Joe Frazier mættust í hringnum á Adidas. Þeirra pör eru nú í skósafni Adidas. Hvað er þetta Adidas? Saga Adidas er raunar saga íþrótt- anna í hnotskurn. í eina tíð var iðkun íþrótta aðeins tómstundagaman örfárra forréttindamanna — núna eru íþróttir al- menningseign, fjöldahreyfing. Hvar sem er í heiminum eru íþróttir af öllu tagi sú frístundagleði, sem mestrar athygli og þátttöku nýtur. Allra augu beinast að Olympíuleikunum og heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu. Adolf Dassler varð vitni að þessari þróun. Og sem meira var — hann tók þátt í henni og ýtti undir hana með nýjungum sínum og uppfinningum. Þegar Adi, eins og hann var kallaður, lést árið 1978, þá hafði nafn hans órjúfanlega tengst þeirri fjöldahreyfingu, sem iðkun íþrótta er núna. =f Vörumerkiö sem allir vilja líkja eftir Adolf Dassler ætlaöi í fyrstu að nefna skóverksmióju sína Addas. En önnur skóverksmiðja, Ada ada í Frankfurt kærði það heiti á þeim forsendum að þaö gæti valdið misskilningi. Ada Ada er nú fyrir löngu horfið af sjónarsviðinu, en það er broslegt til þess að hugsa, hversu margir myndu öfunda Adi Adi að nafn- inu nú, þegar fyrirtæki um allan heim reyna eftir beztu getu að líkja eftir nafn- inu Adidas, einmitt til aó valda misskilningi. =f Rendurnar þrjár, heimsfrægt vörumerki Þegar Adi setti á stofn eigin verk- smiðju, kom honum strax til hugar að láta skóna bera vörumerkió utan á sér — en slíkt hafði þá aldrei þekkst áður. Og hann lagði heilann í bleyti svo dögum skipti átti hann aö hafa rend- urnar eina, tvær eöa þrjár? Hann vildi aö skórnir þekktust á augabragöi. Hann ákvaö aö hafa þær þrjár. Þessar þrjár rendur reyndust adidas galdrastafur, einfaldur en áhrifamikill. Lítið í kringum ykkur og alls staðar eru rendurnar þrjár áberandi. =f Landsliöiö skorar í Adidas Sigurganga Adidas hófst með sigrum þýzka landsliðsins í heimsmeistara- keppninni í Bern 1954. Þjóðverjarnir fót- uðu sig betur á blautum vellinum með nýju skrúfutökkunum frá Adidas. Eftir þann sigur var ekki aftur snúió. Olympíu- leikarnir tala skýrustu máli, í Helsinki ’52 voru nær allir Þjóðverjarnir á Adidas, Melborn ’56 flestir verðlaunahafar, Róm '60 75% allra þátttakenda, Tokyo ’64 80%, Montreol 83% þátttakenda á Adidas. Þar og síöar í Moskvu voru meira að segja allir starfsmenn leikanna í Adidas. Nú eru til sérhannaðir skór fyrir nær hverja einustu grein íþrótta, siglingar, skíðastökk, körfubolta, kappaksturo.fi. o.fl. Adidas á nú 700 einkaleyfi, 1800 vörumerki víösvegar um heiminn. =f Frá toppi til táar Adi Dassler lét sér þó ekki nægja að hanna og smíöa skó. Árið 1952 komu fyrstu töskurnar á markaðinn og árið 1967 voru fyrstu íþróttagallarnir sýndir á vörusýningu í Þýzkalandi. Einn af sölu- mönnum segir svo frá: Við þöntuðum 3000 galla frá verksmiðjunni en þá var okkur sagt að 3000 gallar með þessum þrem röndum myndu ekki seljast og við fengum aðeins 500. Þeir seldust upp á augabragði og síðan hefur nánast aldrei verið hægt að anna eftirspurn. =f Engin venjuleg saga Framleiðsla Adidas nemur nú 300.000 pörum á dag. Adi Dassler óraði varla fyr- ir þvílíkum tölum þegar hann stóð á verksmiðjugólfinu í kjallaranum heima hjá sér fyrir 60 árum. Hann vissi ekki að hann var að leggja hornsteininn að al- þjóðlegu risafyrirtæki. Hann einsetti sér að vera skrefi á undan og það hefur tek- ist. Og nú er Herzogenaurach, þetta vinalega sveitaþorp orðið fyrirheitna land íþróttastjarna alls staðar í heim- inum. Stjörnurnar koma til að sjá fæðingarbæ Adidas, þær árita skó sína og ánafna þá myndasafni fyrirtækisins, skóna sem komu þeim í mark á undan hinum. En saga Adidas heldur áfram. Aöalsmerki Rendumar þrjár eru vörumerki Adidas, en aðalsmerki Adidas eru gæðin. Fyrirtækiö hefur ævinlega framleitt vöru sína í samræmi við þarfir þeirra sem lengst hafa náð í íþróttum. Allir íþróttavörukaupmenn leggja metnað sinn í að, hafa Adidas-vörur á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.