Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982 29 Af trúboði kommúnista: Ætla kommúnistar hér að fá atkvæði útá Pólland? Til Velvakanda! Eg má til að rifja upp bernsku- minningar mínar af trúboði Heims- kommúnismans hér á landi; trúboð- arnir komu heim til manns með þetta líka fagnaðarerindi, sem alls staðar var boðað með byltingu, sem mér hefur alltaf fundist örþrifaráð. Það sem boðað er með ofbeldi, það ríkir með ofbeldi, og hefur þetta sannast í framkvæmd Marxistans. Trúboðarnir voru sigldir og töl- uðu tungum, sem þótti fínt í þá daga. Um próf var ekki talað, því þetta var löngu áður en Bandlag há- skólamanna varð til, og þá var ekk- ert BSRB til með þjóðinni. Ég var svo heppin að mér voru sagðar sög- ur frá Rússlandi, svo ég gat ekki meðtekið boðskapinn. Það fór hér eins og í Rússlandi, að það urðu þeir lærðu og svo þeir, sem héldu sig gáfaðri en allan almenning, sem gleyptu þetta blóðhrátt. Auðvitað var hungur í Rússlandi eftir byltinguna og margir fóru að gefa þangað ýmsar vörur. Hér var m.a. skotið saman fyrir traktor. Ein kona gaf giftingarhringinn sinn, og hún fékk ferð til Rússlands fyrir vikið. Þetta varð fræg reisa og skrifað um hana í öllum blöðum. Konan fræddi menn um margt, en hún nefndi ekki að henni hefðu ver- ið sýndir innpakkaðir konfektmol- ar. Svo var Kommúnistaflokkurinn stofnaður og hófst þá mikil útgáfu- starfsemi. Stalínsaðdáendur hafa verið fleiri hér á landi en nokkurs staðar annars staðar miðað við fólksfjölda. Hvað ætli það séu til mörg lofkvæði um Stalín með millj- ónaþjóðunum. Hér fékk hann tár- um fljótandi eftirmæli sem aldrei mega gleymast. Þegar Stalín féll, þá útbíuðust öskuhaugar Reykja- víkurborgar með myndum af hon- um. Þeir, sem gáfu á sínum tíma fyrir traktornum, vissu ekki þá það sem allir vita núna, að sulturinn fylgir kommúnismanum eins og skeggið hökunni. Samt sem áður er hér gef- ið út áróðursblað fyrir stjórnvöldin i Rússlandi, en er leppað af íslend- ingum. I dag eru þrjár tegundir stjórn- kerfa í heiminum. Lýðræðisstjórnir veita þegnunum verkfallsrétt og öll almenn mannréttindi. Lýðræðið á undir högg að sækja gagnvart fjöl- miðlunum okkar og má með sanni segja, að í fjölmiðlum okkar sé aðal stjórnarandstaða Bretlands. Verður hann ekki endursýndur hagfræð- ingaþátturinn brezki, þar sem spáð var óðavcrðbólgu og efnahagshruni í Englandi? Alltaf er talað um atvinnuleysi í hinum frjálsa heimi, en hvað skyldu vera margir núna í Gúlag- fangabúðum í Rússlandi? Þar er at- vinnuleysið falið, og þeir þurfa ekki að greiða atvinnuleysisstyrk. Hversu margir eru þarna ofsóttir fyrir trúarbrögð sín eða fyrir að reyna að bæta kjör alþýðunnar, og svo allir listamennirnir? Hvað eru margir af atvinnuleysingjum í Efnahagsbandalagslöndunum flóttamenn frá kommúnistaríkjum? í Bandaríkjunum eru 258 þúsund landflótta Kúbubúar. Herforingja- stjórnir eru margar í Suður- Ameríku og fara af þeim ófagrar sögur, en fáir flytjast þaðan og þar virðist ekki skortur á lífsnauðsynj- um. Nú er við völd herforingja- stjórn í Póllandi og þar er vitað til að fangar séu látnir hafast við í tjöldum í frosthörkunum. Það er hlýrra í Suður-Ameríku. Ég hlakka sérstaklega mikið til að kjósa að þessu sinni. Ætla kommúnistarnir hér að fá atkvæði út á Pólland? Ég vona, að eftir kosningar verðum við ekki með hæsta atkvæðamagn fyrir komm- únismann í heiminum eins og nú. Húsmóðir KOMDU MEÐ KODAK FILMUNA ÞÍNA í FRAMKÖLLUN OG NÝTTU ÞÉR STÆKKUNAR- TILBOÐIÐ GÓÐA! HANS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK Hafnfirðingar athugið Verslunin Edda, Gunnarssundi 5, hefur opnaö aftur. Nýkomiö: Vatteruö efni í skíöafatnaö, buxnaefni, t.d. apaskinn, pilsefni, sængurveraléreft, gardínuefni og ýmislegt fleira. Bætið úr aðstöðu- leysi lífeyrisþega í Hafnarfirði til tómstundaiðkana 7167-6625 hringdi og las fyrir eftirfarandi bréf: Nú þegar ár aldraða er gengið í garð er ekki úr vegi að vekja athygli á aðstöðuleysi lífeyrisþega í Hafn- arfirði til tómstundaiðkana og dægrastyttingar. Svo virðist sem bæjarfélagið sjái ekki ástæðu til að greiða fyrir því að eldra fólk hafi neina möguleika á að koma saman sér til dægradvalar svo sem sjálf- sagt þykir í öðrum bæjarfélögum. Svo vesælt er þetta frá hendi bæj- arfélagsins að ýmis góðgerða- og líknarfélög sem séð hafa þörfina, hafa af miklu örlæti hlaupið undir bagga svo ekki yrði algert tómlæti í þessum efnum. Þótt þetta beri að virða og þakka, afsakar það ekki skeytingarleysi bæjarfélagsins, það sem hér þarf að gera er fyrst og fremst þetta. Bærinn þarf að sjá gamla fólkinu fyrir smávegis húsnæði til afnota tvisvar til þrisvar í viku, fjóra til fimm tíma í senn, þar sem þeir sem hressir eru og rólfærir geta komið saman sér til dægradvalar. Hér þarf enginn stór salarkynni eða mikinn tilkostnað. Þrjátíu til fjörtíu fermetrar myndu væntan- lega nægja ásamt nokkrum borðum og þægilegum stólum. Nokkur sett af spilum, fáeinum manntöflum og sennilega aðstöðu til kaffi eða gos- drykkjaveitinga, sem telja má ör- uggt að fólk vildi greiða fyrir hóf- legt verð. Þetta er allt of sumt. Varla yrði þetta nú bæjarfélaginu ofviða, a.m.k. þætti yngri kynslóð- inni varla mikið fram á farið. Vafalaust mun það góða fólk sem - Sr Frá höfninni í Hafnarfírði hingað til hefur séð gamla fólkinu fyrir stærri samkomum eða ferða- lögum nokkrum sinnum á ári gera það framvegis og þökk sé því. Rætt var um það í bæjarblaði hér í Hafn- arfirði fyrir skömmu að allvel væri séð fyrir gömlu fólki hér miðað við önnur byggðarlög. Þetta kann að eiga við þegar um er að ræða sjúkt fólk og farlama (DAS og Sólvang) en DAS er nú sjálfseignarstofnun en ekki bæjarins og þjónar öllu landinu. En hér eru mörghundruð ellilífeyrisþegar hressir og göngu- færir sem vantar aðstöðu til sam- veru og dægradvalar. Úr þessu þarf að bæta á ári gamla fólksins. Sóðaskapurí Laugardalslaugunum ? 3287-9027 hringdi og kvartaði undan því að sundlaugargestir í Laugardalslaugunum legðu margir í vana sinn að hrækja í rennu sem er við laugarbarminn. Sagði hún að sér fyndist þetta mikill sóðaskapur, stundum væri það hátt í laugunum að flyti inn og út úr rennunni, og ætti óþverrinn þá greiða leið út í sundlaugina. Bað hún Velvakanda að koma þessu á framfæri í von um að stjórnendur sundlaugarinnar sæju sér fært að gera eitthvað í málinu. G3? SlGGA V/öGpk £ 1lLVtfc4kl viðgedðir TöKum að okkur viðgerðir á traktorsgröfum, traktorum og minni vélum. Einnig nýsmíöi, hönnun og suðuviðgerðir á pott, steypustáli, áli og ryðfríum málmum. Notað er viögerðasuðuefni frá Castolin Eutectic. seiidir vélsmiöja — vélaverkstæöi Skemmuvegi 10 L Kópavogi Sími76590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.