Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982 Sveinbjörn Jónsson byggingarmeistari mannamótum ok í fjölmiðlum, en siíkir menn tala oft mikið, en segja fátt og gleymast fljótt er máli iýkur, nei, Sveinbjörn varð kunnur af verkum sínum, hug- sjónamaðurinn sem bæði hafði vit og kjark til að vinna að framgangi hugmynda sinna, ávallt með sama markmið í huga, að vinna landi og þjóð eins vel og hann gæti og reyna af fremsta megni að skila því ennþá betra í hendur komandi kynslóða. Sem slíkur hefur Sveinbjörn skrifað nafn sitt á spjöld íslenskrar iðnaðar- og at* hafnasögu. Að lokum vil ég senda Birni og öðrum nánustu ætlingjum og vin- um hins látna mínar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Jóhannsson Sveinbjörn Jónsson, bygg- ingameistari, er látinn, 85 ára að aldri. Við andlát hans er fallinn frá mikill félagshyggjumaður, hugmyndaauðugur athafnamaður, sem markað hefur fjölda fram- faraspora í íslensku þjóðlífi. Hann var síleitandi verkefna, er leyst gætu af hólmi ríkjandi óhentug vinnubrögð á fjölda mörgum svið- um. Hann var frumherji nýrra stefna í iðnaði og orkunýtingu. Hann lagði gjörva hönd að verki til framkvæmda hugmyndum sín- um. Sveinbjörn var maður sem lét sér ekkert óviðkomandi varðandi þau mál, sem hann taldi til heilla og hamingju þjóðar sinnar. í fari hans voru auðgreind þau sérein- kenni, sem þeir menn er aðhyllast hugsjónastefnur eiga öðrum frem- ur. I öllu því umróti, sem er ráðandi cinkenni fyrir veröld okkar í dag, þar sem flestir eru haldnir vantrú og efasemdum, þarf hugrekki til að trúa og enn meira hugrekki til að játa trú sína, hvort sem það er um að ræða ákveðin trúarbrögð eða félagshreyfingar, sem á hug- sjónum byggjast. En slikt hug- rekki átti Sveinbjörn í ríkum mæli. Hann var mikill trúmaður og ötull talsmaður alls þess, er hann áleit að þroskað gæti sið- gæðisvitund þjóðarinnar. í samræmi við þetta lifsviðhorf sitt gerðist Sveinbjörn virkur fé- lagsmaður bindindishreyfingar- innar í landinu. Hann studdi við bakið á ýmsum þeim, sem brjótast vildu undan ofurvaldi vínnautnar- innar, og oft leiddi sá stuðningur til sigurs. En þó hann teldi mikils virði að slíkur sigur næðist, vissi ég um þá skoðun hans, að mest um vert væri að ná sem bestum árangri í baráttunni gegn áfengisbölinu með fyrirbyggjandi aðgerðum. Hann taldi að heillaríkara væri „að byrgja brunninn áður en barn- ið dytti ofan í hann“. Sveinbjörn gekk snemma til liðs við okkur í Bindindisfélagi ökumanna, sem starfað hefur í tæpa þrjá áratugi, og heiðursfélagi samtakanna var hann kjörinn 1978 í þakkar- og virðingarskyni fyrir störf sín í þágu þeirra. Hann ^erðist líka einn af stofnendum Abyrgðar hf. — Tryggingafélagi bindind- ismanna, þegar það var stofnað 1960. En stofnfundur þess var haldinn í skrifstofu Sveinbjarnar í Ofnasmiðjunni. Með stofnun framangreindra félagasamtaka var leitast við að sýna og sanna raungildi bindindishugsjónarinn- ar. Sveinbjörn var þegar við stofn- un Ábyrgðar hf. kosinn í stjórn félagsins og átti þar sæti til ársins 1976, er hann óskaði að láta af þeim störfum. Af þeim kynnum, sem mynduð- ust milli okkar Sveinbjarnar við áratuga samstarf í Bindindisfélagi ökumanna og Ábyrgð hf., tel ég mig geta sagt með sanni, að hann hafi með starfi sínu í báðum þess- um félagasamtökum unnið bind- indishugsjóninni með þeim ágæt- um, sem sá einn orkar, er trúir á sköpunarmátt hugsjónarinnar. Sveinbjörn var maður háleitra hugsjóna, er hann vildi gera sem flesta meðeigendur að. Ég mun ekki með þessum kveðjuorðum mínum leitast við að rekja litríkan æviferil Sveinbjarn- ar nema að litlu leyti. Það munu aðrir gera, en mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessa vinar míns nú við þau vegaskil, sem orðið hafa og bera fram þakkir fyrir samstarfið í Bindindisfélagi öku- manna og Ábyrgð hf., en minning- in um það samstarf geymir svo margar ánægjulegar samveru- stundir. Að leiðarlokum vii ég bera fram einlægar þakkir til hins látna fyrir ómetanlegt starf innan bind- indissamtakanna og jafnframt benda á að bindindis-, siðgæðis- og trúarhugsjónin hefur misst dugmikinn boðbera við andlát Sveinbjarnar Jónssonar. Vand- fyllt skarð hefur myndast. Þörf er dugandi, dáðríkra manna til að hefja á ný það merki bindindis- hreyfingarinnar, sem Sveinbjörn hélt á lofti til vegs og virðingar meðal þjóðarinnar. Bindindisfélag ökumanna og Ábyrgð hf., tryggingafélag bind- Móðir okkar, JÓHANNA EINARSDÓTTIR, Spítalastíg 2B, lést í Landakotsspitala 30. janúar sl. Synir hinnar látnu. t JÓNAS GUDMUNDSSON fyrrverandi yfirtollvörður, Ránargötu 22, Reykjavík, andaöist þriöjudaginn 2. febrúar. Edith Guömundsson, Anna Jónasdóttir, Heimir Áskelsson. t KJARTANÓLAFSSON, Spítalavegi 9, Akureyri. sem lést 28. janúar, verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 5. febrúar kl. 13.30. Þórdís Jakobsdóttir, Jakobína Þ. Kjartansdóttir, Valdimar Brynjólfsson, Ólafur Tr. Kjartansson Þorbjörg Ingvadóttír, og barnabörn. indismanna, þakka Sveinbirni Jónssyni heillarík störf í þágu bindindismálanna. Minningin um hann mun hvetja til starfa í þágu góðra málefna. Ættingjum Sveinbjarnar Jónsson- ar sendum við einlægar samúð- arkveðjur. Helgi Hannesson, formaður Ábyrgðar hf. Höfðingi er fallinn í valinn, af- reks- og atgerfismaður horfinn á braut. Fréttin um skyndileg veik- indi og fráfall Sveinbjarnar Jóns- sonar kom mörgum í opna skjöldu. Þrátt fyrir háan aldur og heilsu- bresti um áraraðir, fannst manni að járnvilji hans og áhugi á lífinu og hinni líðandi stund, sigraði allt, líka sjúkleika, elli og dauða. And- legur styrkur hans var slíkur, að telja má með ólíkindum. „En eigi má sköpum renna." Allir færumst við nær endalokunum, nær áfangastaðnum, sem öllum er bú- inn. „Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldrei, þann sér góðan getur." Sveinbjörn Jónsson hefur, á löngum starfsferli sínum, haslað sér völl meðal fremstu athafna- manna þessa lands. Hans orðstír er góður. Starfsemi hans var fjöl- breytt og umfangsmikil, jafn- framt því var hann síleitandi nýrra leiða og hagkvæmari að- ferða um notkun hráefna og fram- leiðsluaðferða. Störf hans á sviði iðnþróunar í landinu og iðnaðar- framleiðslu eru að vissu leyti þátt- ur í atvinnusögunni. Nafn Svein- bjarnar kemur þar víða við. Eigi verður hér gerð tilraun til að rekja margháttuð störf hans á sviði iðn- aðar, og á sviði félagsmála, iðn- aðarmanna og iðnrekenda. Tvö at- riði, sem undirritaður hafði sér- stök kynni af, skal þó nefna. Þessi atriði eru dæmigerð fyrir hug- myndaauðgi og hugsjónir þessa mæta manns. Eftir eldgosið í Vestmannaeyjum og hið mikla hraunrennsli, sem af því leiddi, vék Sveinbjörn snemma orðum að þeim möguleikum sem fælust í að nýta hita í hrauninu til upphitun- ar húsa í Vestmannaeyjum. Ég átti þess kost að fylgjast með þróun þessara hugmynda og ræða þær við Sveinbjörn. Hann gerði fljótlega ráðstafanir til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd með tilraunum, sem hann annaðist ásamt samstarfsmanni í Vest- mannaeyjum. Árangurinn er nú öllum kunnur. Frekari rannsóknir hjá raunvísindastofnun háskólans og síðar hönnun búnaðar til að nýta hitann í stórum stíl, varð að veruleika. Upp úr miðjum sjötta áratugn- um vaknaði talsverður áhugi fyrir að framleiða steypustyrktarstál úr innlendu brotajárni. Mál þetta var athugað og frumáætlun gerð, sem talin var óhagstæð. Málið var lagt til hliðar og því eigi sinnt frekar næstu árin. Sveinbjörn Jónsson hafði þegar í upphafi áhuga á þessu þjóðþrifamáli og hóf sjálfstæðar athuganir og upp- lýsingasöfnun. Áhugi hans og vilji leiddi til þess að seint á árinu 1970 var stofnað undirbúningsfélag um framleiðslu á steypustyrktarstáli, Stálfélagið hf. Sveinbjörn Jónsson var kjörinn formaður félagsins og var það til hinztu stundar. Undir- ritaður sem og aðrir meðlimir stjórnar Stálfélagsins, eiga dýr- mætar minningar um samstarf við hann. Söknuður og þakkir eru þessum hópi nú efst í huga. Þau tvö mál, sem hér eru nefnd, varpa nokkru ljósi á viðhorf Sveinbjarn- ar. Af eldmóði leggur hann út í erfiðar og kostnaðarsamar til- raunir í Vestmannaeyjum, með það takmark eitt að leiðarljósi að nýta verðmæti, byggja upp og auka hagsæld þeirra, sem við taka, hagsæld þjóðarinnar. í ann- an stað sættir hann sig ekki við að verðmætt hráefni, brotajárn, sem til fellur í landinu, sé ekki nýtt, heldur grafið í jörð eða sökkt á sjávardjúp. Hann hefur hér merkið á loft og berst ótrauður fyrir framgangi málsins. Og nú var sigurinn í augsýn. Stofnun framkvæmdafélags um stál- vinnslu er á næsta leyti. Það vant- ar bara herzlumuninn; aukin al- menn þátttaka þjóðarinnar kemur málinu í höfn. í lífi hvers einstaklings skiptast á skin og skúrir. Tilveran er björt og hlý eða á stundum þrúguð og döpur. Ég var á miðjum aldri er ég átti því láni að fagna að kynnast Sveinbirni Jónssyni. Viðkynning við hann hefir ætíð varpað birtu og gleði á lif mitt. Einlægni, áhugi, eldmóður, ósérplægni, hreinskilni, allt þetta og mikið meira var sem greypt í*viðhorf hans og viðmót. Ég þakka sam- starf og viðkynningu við göfugan mann. Sveinbjörn Jónsson var mikill trúmaður sem trúði á hið bjarta í lífi og í dauða. Hann hefir nú haf- ið för sína mót ljósinu að handan. Blessuð sé minning hans. Jóhann Jakobsson Kynni mín af Sveinbirni Jóns- syni voru hvorki löng né náin. Ég minnist þess satt að segja ekki nú hvenær þau hófust, en víst er að það var í sambandi við mismun- andi möguleika til nýtingar bæði orkulinda og efna, sem fyrirfinn- ast í landinu. Ég hreifst af þeim eldlega áhuga og þeirri hug- myndaauðgi, sem þessi aldraði maður réði yfir, en ekki síður af því hversu raunsær hann jafn- framt var, en hugmyndaauðgi, áhugi og heilbrigt raunsæi fara sjaldan saman. Hvað þetta snertir var Sveinbjörn næsta óvenjulegur maður. Við ræddum býsna margt, einkum þó það, sem að fram- kvæmdum og framförum lýtur. Einu sinni færði Sveinbjörn mér að gjöf sérkennilegan grip, sem hann hafði sjálfur gert og sem æ síðan prýðir skrifborðið mitt og mun svo gera meðan ég fæ valdið penna. Þessi minjagripur er mér kær, en kærari er mér minn- ingin um Sveinbjörn í Ofnasmiðj- unni, eins og hann var jafnan kall- aður manna á meðal, og er þakk- látur fyrir að mér auðnaðist að kynnast honum. Hann var fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem með bjartsýni sinni og eldmóði byggði upp það samfélag, sem við nú njót- um. Slíkra manna er þörf í voru þjóðfélagi. Jón Jónsson jarðfr. Fallinn er einn af traustustu forvígismönnum íslensks iðnaðar. Ekki kemur á óvart, þó aldnir falli, en ekki tekst öllum um langa Stjúpa okkar, ÁGÚSTA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, verður jarösungin frá Fossvogskirju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30 Fyrir hönd systkina. Krístinn Guöjónsson. Útför elskulegrar móöur okkar, ELÍNAR BERGS, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar 1982 kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. _ .. .„ Guóbjorg, Helgi Halla og Jón H. Bergs. ævi að fá notið þess að ala og efla hugsjónir sínar og sjá þeim hrundið í framkvæmd eins og Sveinbirni Jónssyni hefur tekist. Athafna- og framkvæmdaþörfin kom snemma fram hjá Sveinbirni, því eftir að hann lærði trésmíði hjá föður sínum, þá fór hann til Noregs og hóf nám i byggingar- fræðum í Osló og framhaldsnám stundaði hann í Drammen. Heim- kominn gerðist hann athafnasam- ur byggingameistari á Norður- landi, gerðist virkur í félagi iðnað- armanna á Akureyri og var fljót- lega valinn til forystu. Það var hann sem ritaði Helga Hermanni Eiríkssyni, skólastjóra og þá for- manni Iðnráðs Reykjavíkur, bréf, þar sem bent var á nauðsyn þess, að stofna félagsskap til samræm- ingar á starfi iðnráða og til að vinna að hagsmunamálum iðnað- armanna. Þetta var 1932 og eftir að málin voru rædd hér í Reykja- vík um jónsmessuleytið var Landssamband iðnaðarmanna stofnað. Sagt er að sá valdi miklu sem upphafinu valdi, og aldrei skildu leiðir eftir þetta. Sveinbjörn flutti suður heiðar og hann varð fyrsti starfsmaður LI, hann var kosinn í stjórn 1937 og sat í henni í 10 ár, hann gerðist ritstjóri Tímarits iðnaðarmanna og var það í 12 ár og þótti mikill málafylgjumaður og snjail penni. Sveinbirni og hans athafnaþrá var ekki fullnægt með því sem hann braust í hverju sinni, hugurinn leitaði víða, marg- víslega hluti þurfti að prófa og reyna. Hann tók þátt í uppbygg- ingu fjölda fyrirtækja, og jafnan vakinn og sofinn í leit sinni að fleiri möguleikum til að efla iðn- aðinn. Stutt lýsing á Sveinbirni, sem honum þótti vel meint, er þannig: l'ví að hrautir hraustu hölvun sumra hlaustu. Örvum aftur skaustu. — Attir snjalla rauslu. — Nýjar hrautir hrjóttu. HU-s.sun allra hljóttu. Orðsins örvum skjóttu. Allra ga-óa njóttu. Að leiðarlokum skulu Svein- birni færðar alúðarþakkir fyrir allt það sem hann var Landssam- bandi iðnaðarmanna og þá ekki siður það sem hann skilur eftir í minningu þeirra sem kynntust honum og fengu að læra af eld- huga hans og bjartsýni. Aðstand- endum Sveinbjarnar færir stjórn Landssambands iðnaðarmanna samúðarkveðj ur. Sigurður Kristinsson Knn|>á skynja óg skýjaroða, sko! Kg haustið fa> að skoða, lífsins litaglitur fín. Drottinn! Alltaf ertu að laga, t nn að skapa hjarta daga. — — Iljálpa mér svo heim til þín. — Þetta eru ekki nein erfiljóð, heldur síöasta versið af þremur, sem náinn vinur hans, norskur, sendi honum haustið 1980. Hann þýddi það sjálfur á íslensku og bað mig að fara yfir það áður en hann sendi vini sinum það aftur, svo að hann gæti séð það og lesið á ís- lensku. Nafn Ijóðsins var: Þökk og aftur þökk. Sveinbirni þótti ákaflega vænt um þetta ljóð, og ber það vott um trú hans á forsjón og sífellda sköpun Drottins. Mér er óhætt að fullyrða af nánum kynnum við hann, hve trúaður hann var. Sveinbjörn var enginn meðalmað- ur og mér fannst oft, að hann væri ofurmenni. Áhugi hans fyrir framförum fór oft hamförum hið innra með hon- um. Hann var merkur uppfinn- ingamaður. Ég held, að hann hafi oft haft það á tilfinningunni, án þess þó að miklast af því, að hann væri að hjálpa Drottni til að skapa eitthvað nýtt, gagnlegt og stórfenglegt. Kynni okkar Sveinbjarnar hóf- ust á Akureyri 1923, innan Umf. Akureyrar, og var ég starfsmaður hans á Akureyri og færði bókhald hans 1925—1926 og var við af- hendingu á R-steini og ofnum og öllu, sem því tilheyrði, og sá um að hirða litla túnið hans á Knarrar- bergi, sem er norðan Kaupangs, en þar áttu þá heima hann og kona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.