Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982 * Ast er... ... að vera riddaraleyur vif> hana. TM Hag U.S Pat Ofl — all rights resafved e 1981 Los Angetes Times Syndicate I*ví gelið þið ekki látið pólitíkina eiga sig þar til við höfum lokið við að borða sunnudagsmatinn' Með morgunkaffinu l»ví þarf ég að fara í háttinn. — Ég er ekkert syfjaður! HÖGNI HREKKVÍSI OfMOU ASIC///A//A//W 06 S£&&U /]/ " Eru þetta heilbrigðir viðskiptahættir? Heiðraði Velvakandi! Um daginn ætlaði ég að gera mér nokkurn dagamun með hálf- um fleyg af guðaveigum og bað um hann í einni af áfengisútsölum borgarinnar. Mér þótti verðið hátt, þegar ég var krafinn um það, og reyndist það vera fyrir heilum fleyg. Ég sagðist hafa beðið um hálfan. Þessu er ekki hægt að breyta, var sagt, því heill fleygur hafði verið stimplaður inn í kass- ann. Dagamunurinn hjá mér varð nokkru meiri en nokkur, sem að nokkru er kannski mér að kenna, en mér er spurn: Eru þetta heil- brigðir viðskiptahættir? Ellilífeyrisþegi í Vogunum Athugasemd við bréf „konu sem er frelsuð af náð“: Trúin er dauð án verkanna Velvakandi góður! I fimmtudagsblaði Morgun- blaðsins 28. janúar sl., er grein í Velvakanda með fyrirsögninni: „Af náð eruð þér hólpnir". Og und- irskriftin: Kona sem er frelsuð af náð. Greinarhöfundur talar þar mikið um að taka á móti gjöfum Guðs, og svo virðist að þar sé lögð mesta áherzlan á, að taka á móti náðargjöfunum. En eru það nú ekki allir sem hafa þegið gjafir af skapara sínum? Það má að vísu segja, að menn noti misjafnlega gjafir þær, svo og líka að misjafnlega mikið hafi menn þegið af gjöfum þeim, og þa líka misjafnlega þakkað þær. En margt af þessu fólki sem tel- ur sig frelsað, það talar minna um siðalærdóminn, eða rétta breytni við sína meðbræður. Og a.m.k. sumu af þessu sáluhólpna fólki hættir mjög við að fordæma þá sem hafa eitthvað öðruvísi trú- arskoðanir en það sjálft. Því mið- ur virðist svo að þar vilji gleymast eitt og annað úr Fjallræðu frelsar- ans, eins og t.d.: „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir." Og einnig: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í þínu auga?“, „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér þeim gjöra", „Það sem þér gjörið einum af mín- um minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört". Og þannig mætti lengi halda áfram. Það eitt er víst, að Kristur lagði mjög mikið upp úr siðalær- dómnum. Það er vissulega alveg sjálfsagt, að lofa og þakka höfundi lífsins fyrir allar náðargjafirnar. En hvernig þakka menn bezt þær óverðskulduðu gjafir? Eitt er víst að þær trúarskoðanir, sem leitt geta menn út í það, að syndga upp á náðina — þær eru áreiðanlega viðsjárverðar. Mín skoðun er sú, að menn þakki bezt Guði sínum og skapara alls hans gjafir með því að reyna að láta sem mest gott af sér leiða. Kristur sagði líka sjálf- ur: „Trúin er dauð án verkanna." Vert er að minnast dæmisög- unnar um miskunnsama Samverj- ann og þess er Kristur svaraði lögvitringnum, er spurði hann hvað bæri að gera til að eignast eilíft líf. Hann svaraði að vísu ekki hinum lögfróða manni strax, en lagði þessa spurningu fyrir hann: „Hvað er ritað í lögmálinu eða hvernig lest þú?“ Lögvitringurinn lét ekki standa á svarinu, svohljóðandi: „Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta, og af öllum þínum huga og mætti, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Kristur var ánægður með svarið og sagöi: Þú svaraðir rétt, ger þú þetta, og þú munt lifa. Lögvitringurinn virtist í vafa um hvað náungahugtakið næði langt. En þá sagði Kristur honum dæmisöguna um miskunnsama Samverjann. Og að því loknu spurði hann lögvitringinn: „Hver af hinum þremur reyndist náungi særða mannsins?" Hinn lögfróði lét ekki standa á svarinu alkunna: „Sá sem gerði miskunnarverkið á honum." Þá svaraði frelsarinn engu öðru en þessu: „Far þú og ger slíkt hið sama.“ Og samkvæmt þessu er hinn mikli meistari sagði, þá er ástæða til að ætla það, að sá kærleikur er menn brýna öðrum af einlægum huga, sé bezti mælikvarðinn á kærleika manna til Guðs. Og trú- arhetjan Páll postuli sagði: „En nú varir trú, von og kærleikur, allt þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Sá er |,elur sig sanntrúað- an, en kemur ekki vel fram við aðra, er tæplega einlægur trúmað- ur.“ Eyjólfur Guðmundsson Auglýsing Kennara- samtakanna: Er verið að sýna ástandið svart- ara en það er? Kæri Velvakandi! Kennarasamtökin eru með aug- lýsingu í sjónvarpi þessa dagana, þar sem rekinn er áróður fyrir bættum aðbúnaði í skólum lands- ins. Þetta er snjallt hjá þeim. Eitt vekur athygli mína öðru fremur; þegar góðum aðbúnaði í skólunum er lýst, er myndin í lit, en þegar slæmum aðbúnaði er lýst, er myndin höfð í svart/hvítu. Má ég spyrja hvers vegna? Er það til að sýna ástandið svartara en það raunverulega er? Ég hygg t.d., að kynnirinn í téðri auglýsingu sé ólíkt geðslegri í lit en svart/hvítu, er það þó sama persónan. EH, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.