Morgunblaðið - 03.02.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1982
Skeiðará flutti 21
milljón tonn af
aur í hlaupinu 76
TALSVKRf) auknin)> vard í Skeiðará í
gaT og sagði Kagnar Stcfánsson á
Skaftafelli að vatn í ánni væri svipað
og á sumri. Hins vegar væri erfitt að
meta nákvæmlega hve mikið það væri,
þar sem áin færi mikið í gcgnum ís-
hrannir. í gær var nokkuð farið að
falla í Morsá. K.ins og áður hefur kom-
ið fram er búist við hámarki þessa
Grímsvatnahlaups um eða eftir helgi.
Mælingar vísindamanna á aur-
burði í hlaupinu 1976 sýndu, að
Skeiðará flutti fram 21 milljón
tonna af aur, eða 8,5 gr/lítra að
meðaltali, meðan á hlaupinu stóð,
en mestur var aurinn í vatninu þeg-
ar hlaupið var í hámarki eða 11
gr/lítra. í hlaupinu 1972 var aur-
magnið undan jöklinum talið 46
millj. tonna.
Póllands-
þátturinn á
leið hingað
„INNAN skamms eigum við von á
filmu af Róllandsþættinum, sem svnd
ur var víðs vegar um heim og í fram-
haldi af því verður tekin ákvörðun um,
hvort þátturinn verður sýndur í heild,
eða valdir kaflar," sagði Pétur (luð-
finnsson, framkvæmdastjóri sjón
varpsins í samtali við Mbl. í gær.
Þátturinn „Let Poland be Poland"
var sýndur víðs vegar um heim á
sunnudag til að mótmæla setningu
herlaga í Póllandi og afskiptum Sov-
étmanna af innanríkismálum lands-
ins.
„Þú og ég“ í Japan:
Litla platan seld í
50 þúsund eintökum
SÖNGDIJETTINN Þú og Ég hefur
sem kunnugt er vakið umtalsverða
athygli ytra á síðustu mánuðum og
hefur verið gefin út bæði lítil og stór
plata með flutningi dúettsins, þeirra
Ilelgu Möller og Jóhanns Helgason-
ar, í Japan. Nú um áramótin hafði
litla platan selst í u.þ.b. 50.000 ein-
tökum og sú stóra I 15.000 eintök-
„Hvað er að
gerast um
helgina“
ÞAU, SEM vilja koma að fréttum
í þáttinn „Hvað er að gerast um
helgina," eru beðin um að koma
þeim inn á ritstjórn Morgunblaðs-
ins eigi síðar en á miðvikudags-
kvöld. Sé fréttum ekki skilað fyrir
þann tíma, er ekki hægt að
tryggja birtingu þeirra í þættin-
um. Þátturinn birtist á föstudög-
um.
um. Þykir þeim, sem að standa í
Japan, þetta vera góður árangur, þar
eð kynningarherferð í kringum út-
gáfuna er skammt á veg komin enn.
Þessar upplýsingar fékk Mbl.
hjá Jónatani Garðarssyni hjá
Steinum hf. en hann er nýkominn
heim af fjölþjóðlegum fundi
hljómplötuútgefenda, MIDEM, í
Frakklandi. Sagði Jónatan að eng-
ir samningar væru gerðir á Mi-
dem-fundum, heldur skiptust
menn þar á upplýsingum og plöt-
um. Kvað hann marga aðila hafa
sýnt „Þú og ég“ mikinn áhuga í
Ijósi fyrrnefndra frétta frá Japan.
Jónatan sagði að Steinar Berg
forstjóri væri enn ytra, en þeir
hefðu lagt mesta áherslu á það á
fundinum að kynna auk „Þú og
ég“, plötu með „Mezzoforte" og Jó-
hanni Helgasyni. Sagði hann und-
irtektir hafa verið góðar og í
framhaldi af því má geta þess, að
eftir 3—4 vikur kemur plata
Mezzoforte, „í Hakanum" út í
Bandaríkjunum, hjá Inner-City
hljómplötufyrirtækinu. Ber platan
þar nafnið „Mezzoforte".
Vestfirðir:
Nýtt vínveitingahús við Smiðjuveg:
Matsölu- og skemmti-
staður fyrir 250 manns
NÝTT vínveitingahús, matsölu- og
skemmtistaður, mun opna í Kópa-
vogi innan tíðar. Það er Hreiðar
Svavarsson, einn eigenda Smiðju-
kaffis, sem á nýja staðinn, og er nú
verið að teikna og hanna þar inn-
réttingar. Hinn nýji matsölu- og
skemmtistaður mun verða til húsa
við Smiðjuveg, við hlið Smiðjukaff-
is. Eldhús verður að hluta hið sama
fyrir báða staðina, en að öðru leyti
eru þeir alveg sjálfstæðir, og rekst-
ur þeirra verður aðskilinn. Ekki
verður um sameiginlegan inngang
að ræða, og ekki unnt að opna milli
salanna.
Hreiðar Svavarsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að ekki væri enn ljóst
hvenær staðurinn yrði opnaður,
það færi eftir því hve vel gengi
vinna við hönnun og innrétt-
ingar. Sagði hann Sigurð Jó-
hannesson, leiktjaldamálara,
vinna við teikningu staðarins, en
hann hefði reyslu í hönnun veit-
ingahúsa erlendis. Hreiðar kvað
salinn taka um 250 manns. Þar
yrði matur borinn fram og vin
með, ef gestir óskuðu, og einnig
yrði þar stiginn dans, en hvort
það yrði eftir diskóteki eða
hjómsveit sagði hann enn
oákveðið. Hreiðar sagðist ekki
hræddur að leggja út í þetta
fyrirtæki nú, reynslan af Smiðju-
kaffi væri góð, og hann teldi enn
markað fyrir skemmtistað á
höfuborgarsvæðinu um helgar.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur
fyrir sitt leyti samþykkt vínveit-
ingar á hinum nýja stað, en nafn
hans hefur enn ekki verið ákveð-
ið.
Smiðjukaffi hefur verið rekið
um nokkurra ára skeið við
Smiðjuveg, og eru viðskiptavin-
irnir einkum fólk sem vinnur í
nærliggjandi hverfum. Sæti eru
þar fyrir 90 manns, og er opið
milli klukkan 8.30 og 17, en síðan
aftur opin nætursala milli klukk-
an 24 og 04, og milli 24 og 05 um
helgar, þar sem bæði er unnt að
borða á staðnum, eða fá máltíðir
sendar heim.
Tolla- og launaskattslækkun:
Tekjumissi mætt með
nýju tollafgreiðslugjaldi
Kristrún litla, sem er 10 ára gömul, datt í hálkunni og vörubifreiðin fór
yfir hana . „Ég varð ofsalega hissa, — allt í einu var ég undir vörubílnum
og hávaðinn var ærandi og dekkin voru rétt hjá mér. Ég rak mig upp undir
hílinn og hnipraði mig þá saman svo ég rækist ekki aftur í hann og hélt
fast í fiðluna mína. Hún rakst í dekk bílsins, en það eina sem brotnaði var
stóllinn á henni," sagði Kristrún Inga í samtalinu við Mbl. í gær.
Á mynd Sv.P. á Akureyri heldur Kristrún Inga á fiðlunni sinni á heimili
sínu. Koreldrar hennar eru Hannes Arason og Kristín Waltersdóttir.
Hér birtast myndir af þeim Boga Pétri Thorarensen, Túngötu 48,
Eyrarbakka og Sigrúnu Ágústsdóttur, frá Birtingaholti 4 í Hruna
mannahreppi, en þau biðu bana í snjóflóði á Ingólfsfjalli síðastliðinn
sunnudag. Þau höfðu búið saman í 2 ár og stunduðu nám í Reykjavík.
Hlaut fyrstu verðlaun
fyrir kvöldgreiðslu
„ÉG var að koma úr Albert Hall,
við vinningshafarnir þurftum að
sýna okkur þar,“ sagði Sólveig
Leifsdóttir er Mbl. hafði samband
við hana á hóteli sínu í London í
gær. Sólveig hlaut sérstök verðlaun
fyrir kvöldgreiðslu í keppni sem
nefnist „World Fashion Hair Styl-
ing Award“, og haldin var nú í
fyrsta skipti.
Þátttakendur voru 64, frá 25
löndum, Sólveig var sú eina sem
fór frá íslandi. 10 verðlaun voru
veitt í keppninni, fyrstu þrjú
sætin fyrir samanlögð stig fyrir
allar greiðslurnar sem keppt var
um, en Sólveig sagði að byrjað
hefði verið að greiða samkvæm-
isgreiðslu, síðan var klipping og
að lokum daggreiðsla greidd úr
klippingunni.
Hvernig varð Sólveigu svo við
þessari verðlaunaveitingu? „Eg
var lengi að taka við mér, þegar
borð númer 37 var kallað upp.
Mér fannst.ég kannast við það
númer, enda búin að vinna með
það allan daginn. En þetta var
óskaplega skemmtilegt og fólk
virtist mjög ánægt með þessa
greiðslu, það kom til mín í
hrönnum og vildi vita meira um
hana.“
Sólveig hlaut í verðlaun styttu
á marmarafæti, styttan er nokk-
urs konar gullhendi sem heldur á
greiðu. Módel Sólveigar var
Hildigunnur Hilmarsdóttir, en
hún var klædd samkvæmiskjói
sem móðir Sólveigar, María Auð-
ur Guðnadóttir, hafði saumað, og
var kjóllinn valinn glæsilegsti
búningurinn. „Þetta var einstakl-
ingskeppni, nokkurs konar
heimsmeistarakeppni, þó hin eig-
inlega heimsmeistarakeppni hafi
ekki farið fram í ár.“
„Ég held að Guð hafi passað mig,“ sagði Kristrún Inga Hannesdóttir í
samtali við Mbl. í gær, en á mánudag lenti hún undir 10 hjóla vörubíl en
slapp ómeidd að mestu. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Kaupvangs-
strætis og llafnarstrætis, fyrir framan Hótel KEÁ á Akureyri.
Enginn árangur
af sáttafundum
Guðlaugur Þorvaldsson, sátta-
semjari, var með sáttafundi á ísa-
firði í gær og í fyrradag vegna kjara-
deilu Alþýðusambands Vestfjarða og
atvjnnurekenda á Vestfjörðum.
Ekki náðist neitt samkomulag á
þessum fundum og hefur sátta-
semjari boðað deiluaðila á sinn
fund næstkomandi mánudag á
Isafirði.
Pétur Sigurðsson, forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagði í
samtaii við Morgunblaðið, að út-
litið væri ekki bjart sem stæði, en
deiluaðilar hefðu lofað sáttasemj-
ara að skoða málin vel fram að
næsta samningafundi.
Frumvarp til laga um 50% tolla-
lækkun á kæliskápum, frystiskáp-
um, ryksugum og fleiri heimilistækj-
um var samþykkt sem lög með sam-
hljóða atkvæðum á Alþingi í gær.
Samþykkt var breytingartillaga,
sem Albert Guðmundsson kom á
framfæri, þess efnis, að tollalækk
unin næði jafnframt til varahluta í
þessi tæki. Þessar tollalækkanir
lækka framfærsluvísitölu um 0,22%,
að talið er. Hinsvegar felldi stjórn-
arliðið breytingartillögur, sem fólu
annarsvegar í sér, að tollalækkunin
næði til fleiri heimilistækja, s.s.
kaffikanna, grænmetiskvarna o.fl.,
auk hnífapara, þ.e. hliðstæðra heim-
ilistækja, en hinsvegar einnig til
hljóðfæra og hljómplatna.
Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra, sagði tekjumissi vegna
þessarar tolleftirgjafar og vænt-
anlegrar lækkunar launaskatts
hjá atvinnuvegum nema samtals
um 55 m.kr. Þessi tekjumissir yrði
síðan unninn upp með álagningu
nýs tollafgreiðslugjalds á inn-
fluttar vörur, sem áæltað væri að
gæfi allt að 60 m.kr. í tekjur á
árinu.
Eyjólfur Kónráð Jónsson (S)
hafði eftir hagsstofustjóra, að
hann hefði einfaldlega ekki upp-
lýsingar um, hvað hafi verið
ákveðið af hæstvirtri ríkisstjórn.
Þessvegna gæti hann ekki með
vissu sagt, hver vísitalan raun-
verulega yrði, enda verið að kanna
verð í verzlunum þessa dagana.
Ráðuneytisstjórinn, í Úórmála-
ráðuneytinu, hefði og vikið sér
undan að svara spurningum varð-
andi þetta mál, á þessu stigi, þ.e.
varðandi lækkun vegna n.ður-
greiðslna, en báðir þessir embætt-
ismenn mættu á fundum þing-
nefnda um frumvarpið. Viðkom-
andi þingnefnd efri deildar fékk
20 mínútur í gær til að fjalla um
málið og skila nefndaráliti.