Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
15
samsýningum heima og er-
lendis.
Þaö er þó aðallega hin síðari
ár, að Ingiberg hefur vakið á
sér umtalsverða athygli og þá
aðallega fyrir dúkristur sínar
þar sem hann notar gluggahlíf-
ar sem aðaluppistöðu. Þær
myndir hafa gefið gerandanum
tækifæri til að beita skurð-
arhnífnum á sérstakan hátt,
sem virðist henta honum vel
enda nær hann þar persónu-
legustu tökunum á efniviðnum.
I öðrum myndum má greina
áhrif úr ýmsum áttum en sem
sækja uppruna sinn í meistara
slíkra vinnubragða, Danann
Palle Nielsen. í myndinni
„Speglun" (14) nær Ingiberg
dularfullri stemmningu inn í
myndheildina á mjög einfaldan
hátt og tel ég það hrifmestu
mynd sýningarinnar og um leið
margslungnustu dúkristuna. Á
köflum hættir Ingiberg til að
skera of mikið í dúkinn og á
þann hátt að hinir auðu fletir
vinna ekki nægilega sterkt
með öðrum þáttum mynd-
heildarinnar. Steinþrykkin þyk-
ir mér síðri dúkristunum og er
augljóst að gerandinn hefur
unnið minna í þeirri tækni.
Teikningarnar eru flestar lag-
legar og myndaröðin „Óvætt-
urinn“ ber hér af.
Dregið saman í hnotskurn er
þessi sýning Ingiberg Magn-
ússyni til sóma og þá einkum
fyrir hrein vinnubrögð, — en
tæknin býður þó upp á miklu
meiri möguleika en hér koma
fram. Vonandi tekst Ingiberg
að beisla tæknina enn frekar
og þá um leið að dýþka tján-
ingarsvið sitt.
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Druk
eftir Grete Povlsen
Margar bækur hafa verið skrif-
aðar um böl og neyð alkóhólistans
og fjölskyldu hans, ekki þarf að
fara um það mörgum orðum. Öll
skrif um þessi efni hafa smám
saman verið að fá annan svip, og
byggist það ekki sízt á þeirri hjálp
sem nútímasamfélög, alténd þau
sem telja sig nokkuð þróuð, reyna
að veita alkóhólistanum og ekki
síður konu og börnum. Þessa
handleiðslu þekkja margir og telja
hana hafa skipt sköpum.
Druk $;ftir Grete Povlsen er
hvað viðhorf til alkóhólismans
varðár dálítið gamaldags. Unga
stúlkan í sögunni giftist mann-
inum sem hún elskar, þótt hann
segi henni að hann hafi drukkið í
tuttugu ár og ætli sér ekki að
hætta því. Hún er fjarska hrifin
af honum — þar tekst höfundi
heldur ekki sannfærandi upp,
því að maðurinn er einhvern
veginn ekki neinu því gæddur
sem skírskotað getur í fljótu
bragði til venjulegs lesanda —
hann er bara svona lufsufylli-
bytta, ekkert vitlaus né heldur
greindur, ekki menntunarsnauð-
ur né heldur menntaður. Hann
ér dálítið duglegur að syngja,
hann virðist vinna að einhverju
leyti fyrir sér með söng. Þau
setja saman bú og eignast eitt
barn til viðbótar einu sem konan
á fyrir. Hann heldur áfram að
drekka, hún reynir að dylja um-
hverfið þess, auðvitað kannast
allar konur við feluleikinn og
blekkinguna, en mér þótti heldur
Rómantík
Tónlist
Egill Friðleifsson
Ilá.skólabíó II. mars 1982
Stjórnandi: Vladimir Fedoseyev
Kinleikari: Rudolf Kerer
Efnisskrá: Rachmaninov, Píanó-
konsert nr. 2 í c-moll, Tsjæköfskí,
Sinfónía nr. 4 í f-moll op. 36.
Sinfóníuhljómsveitin sló heldur
betur á viðkvæmu strengina á tón-
leikunum sl. fimmtudagskvöld. Á
efnisskránni voru tvö háróman-
tísk verk, nefnilega píanókonsert
nr. 2 í c-moll eftir Rachmaninov
og fjórða sinfónía Tsjækovskís, sú
í f-moll op. 36, og ekki er að sökum
að spyrja þegar svoleiðis „every-
body’s favourite" er á boðstólum
þá streymir fólkið að og fyllir hús-
ið, enda þarf þá enginn að óttast
ágengni samtímaverka, sem eiga
það til að -koma mönnum (óþægi-
lega) á óvart.
Það voru tveir ágætir Rússar,
sem báru hita og þunga kvöldsins
og léku verk landa sinna, en það
voru þeir Vladimir Fedoseyev
hljómsveitarstjóri og píanistinn
Rudolf Kerer. Tónskáldið Rach-
maninov fær heldur nöturlega af-
greiðslu hjá ýmsum, sem um tón-
listarsögu fjalla og þróun tónlist-
ar á þessari öld. Hann þykir ekki
nýjungagjarn eða framsækinn.
Rachmaninov er ekki fremur bylt-
ingarmaður en Bach. Verk hans
standa föstum fótum í hefð 19du
aldarinnar, en sem slík standa þau
vissulega fyrir sínu og vel það. Pí-
anókonsertinn nr. 2 í c-moll er eitt
glæsilegasta dæmi um slíkar
tónsmíðar sem tónbókmenntirnar
geyma og hafa öðlast vinsældir og
mögur niðurstaðan hjá Grete
Povlsen: auðvitað er sjálfsagt
hægt að skilja við alkóhólista en
hvernig það ber að í þessari bók
er ekki trúlegt. Og í rauninni
hlýtur lesandi að álasa konunni
— fyrst hún er nú að leggja á sig
að sitja uppi með þennan mann
svo árum skiptir — af hverju
reynir hún þá ekki að koma hon-
um til hjálpar? Kannski er hann
löngu búinn að ganga fram af
henni tilfinningalega og mis-
bjóða henni. Það er mjög senni-
legt, en það kemst ekki til skila
og skilnaðurinn kemur eins og
skrattinn úr sauðarleggnum. I
upphafi reynir höfundur að vera
með „nýstárleg“ stílbrögð, þar
sem þau hjónin eru hjá lögfræð-
ingnum að sækja um skilnað.
Mér fannst það ekki lukkast en
þrátt fyrir vankanta og bragð-
leysi þessarar bókar er vitanlega
margt í henni vel og rétt sagt
sem margir kannast án efa við.
Grete Povlsen er fædd í Kaup-
mannahöfn. Sendi frá sér ljóða-
bókina Vild Hvede rúmlega tví-
tug. Hún hefur skrifað smásögur
og Ijóð, en fyrstu skáldsöguna
sendi hún frá sér 1964 og hefur
síðan skrifað sjö skáldsögur. Það
er Gyldendal sem gefur bókina
út.
velgengni í heimi tónlistarunn-
enda um víða veröld, hvort sem
það er nú mælikvarði á gæði eða
ekki. En þeir, sem á annað borð
unna rómantískri músík, hljóta að
dást og hrífast af glæsileik þessa
verks. Rudolf Kerer er píanisti í
fyrsta flokki. Hann virðist maður
vel á miðjum aldri og leikur hans
ber öll einkenni hins þroskaða
listamanns. Hann lék af karl-
mannlegum þrótti og snerpu, e.t.v.
Vladimir Fedoseyev
ögn kaldara en búast mátti við, en
frábær tækni hans og öryggi var
aðdáunarverð og samvinna hans
og hljómsveitar var ágæt. Honum
var enda vel fagnað og var óspar á
aukalögin.
Á síðari hluta efnisskrárinnar
var Sinfónía nr. 4 í f-moll eftir
Tsjækovskí. Ekki man ég hve oft
þetta sykursæta verk hefur hljóm-
að í þessum sal, en hitt liggur ljóst
fyrir að æði misjafnlega hefur
tekist til við flutning, því stundum
hefur meðferðin verið slík að jaðr-
ar við væmni. En slíkt var fjarri
Vladimir Fedoseyev. Hann er
snjall hljómsveitarstjóri, sem
kann vel til verka og náði góðum
tökum á hljómsveitinni, sem lét
vel að stjórn hans. Hann lagði
áherslu á að draga fram öll aðal-
atriði verksins og forðaðist óþarfa
tilfinningasemi. Og þrátt fyrir
minniháttar slys hjá blásurum,
einkum í fyrsta þætti, var hlutur
hljómsveitarinnar býsna góður.
Um þessar mundir sitja landsfeð-
Rudolf Kerer
urnir við Austurvöll rétt einu
sinni á rökstólum og ræða málefni
hljómsveitarinnar. Mikið hefðu
þeir nú gott af því að sleppa mála-
þrasinu um stund, ganga á vit
meistaranna og njóta verka þeirra
í flutningi hljómsveitarinnar
okkar, ekki síst þegar henni tekst
jafn bærilega upp og sl. fimmtu-
dagskvöld.
Mælir með lítt
breyttri skipan
á sérleyfunum
SKIPULAGSNEFND fólksflutninga
hefur skilað áliti sínu til samgöngu-
ráðherra, en á 5 ára fresti eru endur
skoðuð sérleyfi til fólksflutninga í
landinu. Formlega verður gengið frá
úthlutun eftir helgina, en meðal þess
sem nefndin leggur til er að óbreytt
verði skipan sérleyfa á Austurlandi.
Austurleið mun því aka á leið-
inni frá Höfn til Seyðisfjarðar og
Sérleyfisbifreiðir Akureyrar frá
Mývatni til Seyðisfjarðar, en um
þessar leiðir höfðu einnig sótt
sérleyfishafar sem nú aka á leið-
um á Austurlandi, þ.e. innan hér-
aðs. Austurleið og Sérleyfisbif-
reiðir Akureyrar hafa annast sér-
leyfið á þessum leiðum undanfarin
ár. Ólafur St. Valdimarsson hjá
samgönguráðuneytinu tjáði Mbl.
að venjan væri að úthluta sérleyf-
unum óbreytt, hafi sérleyfishafar
veitt sómasamlega þjónustu. Þá
var sú breyting gerð á sérleyfinu
Reykjavík-Laugarvatn-Gullfoss-
Geysir að Ólafi Ketilssyni hf. var
nú úthlutað leyfinu, en síðustu
fimm árin hafa séð um það Sér-
leyfisbílar Selfoss. Síðustu misser-
in hefur þó fyrirtæki Ólafs Ketils-
sonar annast akstur á þessari leið
samkvæmt sérstökum samningi
við Sérleyfisbíla Selfoss og sam-
gönguráðuneytið, en Ólafur Ket-
ilsson ók um árabil þessa leið, sem
kunnugt er.
G OODWYEAR
GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ
Fullnýtið vélaraflid
notið GOODYEARdekk
VERÐ Á TRAKTORSDEKKJUM Gengi 4 3. 82
Framdekk
600 - 16/6 — kr. 875.00
650 - 16/6 — kr. 984.00
750 - 16/6 — kr. 1.122.00
750 - 18/8 — kr. 1.652.00
600-19/6 —kr. 921.00
Afturdekk
10 - 28/6 — kr. 2.995.00
11 - 28/6 — kr. 3.290.00
12 - 28/6 — kr. 3.785.00
13 - 28/6 — kr. 4.230.00
14 - 28/8 — kr. 5.534.00
14 - 30/6 — kr. 5.345.00
11 - 38/6 — kr. 2.594.00
TAKMARKAÐ MAGN
FYRIRUGGJANDI
C2bo