Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
Moammar Khadafy, Lfbýuleiðtogi:
Segir stefnu Banda-
ríkjamanna þá
sömu og Hitlers
\ínarborg, 12. mars. Al\
MOAMMAR Khadafy, Lfbýuleidtogi, lýsti því yfir í Vínarborg, að stefna
Handaríkjamanna í útanríkismálum væri sambæriieg við stefnu Hitlers á
valdatíma hans. Lét Khadafy svo um mælt, að „þjóð hans myndi aldrei láta
knésetja sig af Bandaríkjamönnum“.
Yfirlýsing Khadafys kom í
kjölfar þeirrar ákvörðunar Banda-
ríkjamanna að setja innflutn-
ingsbann á olíu frá Líbýu. Hafa
Bandaríkjamenn ásakað Líbýu um
þátttöku í alþjóðlegri hryðju-
verkastarfsemi. Um það sagði
Khadafy, að skæruliðahreyfingar
væru bundnar við Evrópu, einkum
Spán, Ítalíu og V-Þýskaland. „Ég
fordæmi þessar hreyfingar, en ég
skil afstöðu þeirra," sagði hann.
„Mér þykir miður að stórveldi á
borð við Bandaríkin skuli grþa til
banna og hafta gagnvart erlend-
um ríkjum. Slíkt er vissulega
hættulegt fordæmi," lét Khadafy
hafa eftir sér í formlegu kvöld-
verðarboði í gær. „Stefna Banda-
ríkjamanna er hin eina sanna
hryðjuverkastarfsemi," sagði
hann ennfremur.
Bruno Kreisky, kanslari Aust-
urríkis, hefur sætt gagnrýni í
heimalandi sínu fyrir að eiga við-
ræður við Khadafy. Kreisky hefur
reynt að bera í bætifláka fyrir sig
og sagt, að hann og Khadafy væru
ósammála um fjöldamörg atriði.
Þá hefur hann einnig borið fyrir
sig að Austurríki sé nauðsyn að
eiga góða samskipti við Líbýu
vegna hugsanlegra olíukaupa.
Nýtt samband
olfusölurfkja
l'hoenix, Arizona, 12. marz. AP.
FULLTRÚAR Venezúela og Mex-
íkó ræða möguleika á stofnun
olíusölusamtaka ríkjanna og það
gæti útvegað Bandaríkjunum og
Kanada þunga hráolíu að sögn
ráðunautar Venezúelaforseta í
Sex ættliðir
og allir á lífi
KedwtHKÍ ('ity, Kaliforníu, 12. marz. Al\
FJÓRTÁN marka stúlka leit í dag,
(ostudag, dagsins Ijós á sjúkrahúsi í
Kaliforníu og þó að það sæti í sjálfu
sér ekki tíðindum, er hitt merki-
legra, að nú eru sex ættliðir, í beinan
kvenlegg, á lífi í fjöiskyldunni.
Móðirin heitir Kimberly Kath-
leen Peters og er 19 ára að aldri.
Eiginmaður hennar, George A.
Peters, 21 árs gamall, var við-
staddur fæðinguna og einnig
kvikmyndatökumenn, sem eru að
gera heimildarmynd um fjölskyld-
una. Þegar litla stúlkan var komin
í heiminn heil á húfi, var Frankie
Underwood, sem nú stendur á ní-
ræðu, orðin langa-, langa-, langa-
langamma.
„Þegar barnið fæddist varð gíf-
urlegur fögnuður í fæðingarstof-
unni,“ sagði Michael Colozzi, vinur
fjölskyldunnar, sem stendur fyrir
gerð myndarinnar.
olíumálum, Leonardo Montiel
Ortega.
Ortega sagði í dag að nóg væri
til af þungri hráolíu í Norður- og
Suður-Ameríku til að gera Vest-
urheim óháðan olíu frá Aröbum.
Hann sagði að meira væri til í
heiminum af þungri hráolíu en
léttri eða meðalþungri og þung
hráolía ætti framtíðina fyrir sér.
Sömu olíuafurðir er hægt að
vinna úr þungri hráolíu og léttri
eða meðalléttri, en meiri olíu-
hreinsun er nauðsynleg. OPEC
selur síðarnefndu tegundirnar og
eru að verða uppiskroppa með
þær að sögn Ortega.
Stofnun olíusölusambands
Venezúela og Mexíkó yrði ekki til
þess að Venezúela segði sig úr
OPEC, sem landið átti þátt í að
stofna ásamt fjórum öðrum lönd-
um 1960, sagði Ortega. Venezúela
mundi halda áfram aðild sinni að
OPEC, þar sem samtökin
tryggðu jafnvægi í verðlagningu
léttrar og meðalþungrar hráolíu.
ERLENT
Ungur knattspyrnuáhugamaður þeytir lúður sinn að baki tveggja pólskra hermanna, sem standa vörð við dyr að
búningsklefum leikmanna, á knattspyrnuvelli í Varsjá í vikunni. Hermennirnir eru gráir fyrir járnum, vopnaðir
sjálfvirkum hríðskotarifflum. Þrátt fyrir herlögin, hefur fþróttamótum verið fram haldið í Póllandi. Ahorfendum
er þó ekki leyft að bera borða eða spjöld, og gífurlegur fjöldi hermanna og lögreglu tekur sér jafnan stöðu
meðal áhorfenda. símamynd — ap.
Sovétmenn neita
notkun eiturefna
Moskvu, 12. mars. AP.
SOVÉTMENN hafa harðlega neitað þeim ásökunum Bandaríkjamanna
að þeir beiti eiturefnum í hernaði í Afghanistan eða SA-Asíu. Walter J.
Stoessel, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í vik-
unni að sannanir hefðu fengist fyrir því að meira en 3000 manns hefðu
látið lífið vegna eiturefna.
Dómur Wilkes
staðfestur
Osló, 12.marz. AP.
HÆSTIRÉTTUR Noregs staðfesti í
dag úrskurð borgardóms Oslóar yfir
Nýsjálendingnum Owen Wilkes og
Norðmanninum Nils Petter Gled-
itch, sem fundnir voru sekir um
njósnir í fyrra og dæmdir í fangelsi
og fjársektir fyrir að viða að sér upp-
lýsingum um norsk öryggismál með
ólöglegum hætti.
Wilkes og Gleditch hlutu sex
mánaða skilorðsbundinn dóm
hvor. Þeir höfðu viðað að sér upp-
lýsingum um leynileg hernaðar-
mannvirki á árunum 1977 og 1978,
og gáfu þær út í bók 1979 með
heitinu „Kanínur Sáms frænda“. í
dómsorði hæstaréttar sagði að út-
gáfa þessara upplýsinga væri
skaðleg fyrir varnir Noregs.
Wilkes, sem starfað hefur hjá
friðarrannsóknarstofnunum bæði
í Osló og Stokkhólmi, hlaut fang-
elsisdóma í janúar í Svíþjóð fyrir
njósnir þar í landi.
Heilbrigðismálaráðherra Sovét-
ríkjanna, Nikolai Antonov, hefur
lýst því yfir, að þar í landi séu ekki
og hafi aldrei verið framleidd efni
þau er Sovétmenn eru ásakaðir
um að nota í eiturefnahernaði sín-
um. Blaðafulltrúi sovéska utanrík-
isráðuneytisins hefur sagt ásak-
anir Bandaríkjamanna vera lygar
einar.
Washington, 12. marz. AP.
FYRIRTÆKI, verkalýðsfélög og
aðrir aðilar sem eru ekki undir
hælnum á marxistum í Nicaragua fá
7,4 milljóna dollara aðstoð frá
Bandaríkjunum svo lítið ber á að
sögn bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins sem segir að tilgangurinn sé að
auka „fjölræði" í landinu.
Aðstoðinni hefur verið haldið
áfram með vitund yfirvalda í Nic-
aragua þótt aðstoð Bandaríkja-
stjórnar við Sandinistastjórnina
hafi verið hætt í apríl í fyrra
vegna meintrar aðstoðar Nicar-
aguamanna við uppreisnarmenn í
E1 Salvador.
„Þessar lygar eru hjákátlegar
þegar það er haft í huga að einu
eiturefnavopnin, sem notuð eru í
Afghanistan eru handsprengjur,
smíðaðar í Bandaríkjunum," sagði
Chernyakov, blaðafulltrúi.
„Sprengjur þessar eru notaðar af
andstæðingum stjórnarinnar,"
bætti hann við.
Ráðuneytið segir að einkaaðilar
í Nicaragua hafi fengið 8,5 millj-
ónir dollara í aðstoð í fyrra auk 1,9
milljónar dala í þróunaraðstoð.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að
veita einkaaðilum 5 milljónir doll-
ara í efnahagsaðstoð og 2,4 millj-
ónir dollara í þróunaraðstoð.
Ráðuneytið sagði að síðan Sand-
inistar komu til valda hafi stefnan
verið sú að styðja lýðræðisöfl í
Nicaragua, t.d. kaupsýslufyrir-
tæki, sölusamtök framleiðenda,
sjálfboðaliðasamtök einkaaðila,
sjálfshjálparfélög byggðarlaga og
óháð verkalýðsfélög.
Bandarískt fé til Nicaragua
Kínverjar beita sér nú mjög fyrir bættri umferdarmenningu og hér sést
hvar lögregluþjónn skráir hjá sér nafn ungs manns, sem var staóinn að
því að vera á Ijóslausu reiðhjóli. Ungi maðurinn á von á sekt fyrir
tiltækið, sem nemur einu yuan, en það eru um sex krónur íslenskar.
Trúlega munar hann meira um það en jafnaldra hans hér á landi.
APSímamynd
Israel:
Skurðaðgerðir til að
breyta útliti mongólíta
í ÍSRAELSKA blaðinu Jerusalem
Post segir frá því að á næstunni
verði gerðar skurðaðgerðir á tíu
mongólítabörnum á Hadassah
sjúkrahúsinu í Jerúsalem. Mongól-
ítarnir hafa gengizt undir mjög
rækilegar rannsóknir fyrir aðgerð-
ina, en hún miðar að því að breyta
útliti þeirra. Ástæðan, segir Reuv-
en Feurstein, talsmaður Hadass-
ahsjúkrahússins, sé að framkoma
fólks við mongólíta sé allt öðruvísi
en við aðra þroskahefta. Fólk tali
ósjálfrátt öðruvísi, og aukin heldur
komi fram hjá mörgum beinn við-
bjóður á mongólítum, þó svo að
þeir geti haft greind ekki minni en
ýmsir þroskaheftir, sem bera það
ekki jafn sterkt með sér í andliti
sínu.
Aðgerðin mun ekki breyta í
neinu greind viðkomandi, en þar
sem búast má við að fólk hegði
sér á annan veg gagnvart þeim,
ef tekst að draga úr mongólíta-
útliti, gefur það hugsanlega
rnöguleika á að mongólitarnir
öðlist meiri þroska en þeir geta
nú, þar sem umhverfið er svo
mikill hemill á framfarir þeirra.
Dr. Feurstein sagði að slíkar
aðgerðir hefðu hvergi verið gerð-
ar nema í Þýzkalandi 1977. For-
eldrar mongólítatelpu hefðu
fengið því framgengt að gerð var
á henni skurðaðgerð, sem fjar-
lægði allan mongólítasvip af
andliti hennar. Töldu foreldr-
arnir hreint ótrúlegt hversu
mikil breyting varð hjá þeim
sem umgengust hana á eftir, þó
svo þeim væri kunnugt um að
hún væri þroskaheft og bæri
þess sýnileg merki. Hvöttu þess-
ir viðkomandi foreldrar til að
reynt yrði að hjálpa fleiri mong-
ólítum á þennan hátt og er vitað
að samtals hafa 250 mongólítar
gengist undir þessa aðgerð í
Þýzkalandi, með góðum árangri.
Ekki er kunnugt um að skurðað-
gerðir af þessu tagi hafi verið
gerðar víðar.