Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 23 Rupert Murdoch, eigandi London Times: Reynir ad bola rit- stjóra blaðsins frá London, 12. marz. AP. BRESK blöð skýrðu frá því í morg- un að ástralski auðkýfingurinn, Rup- et Murdoch, eigandi stórblaðsins Times reyndi nú sem ákafast að losna við ritstjóra blaðsins Harold Evans. Murdoch, sem er eindreginn hægrimaður vill að blaðið túlki þá stefnu í skrifum sínum. í útvarpsviðtali við Anthony Holden, einn 10 aðstoðarritstjóra blaðsins, kom fram að Murdoch hefði reynt að þröngva skoðunum sinum upp á Evans. Sagði Holden Evans ætíð hafa verið þeirrar skoðunar, að ritstjóri jafn út- breidds blaðs í Englandi ætti að vera óháður í skoðunum. Sex að- stoðarritstjórar blaðsins standa í vegi fyrir því að Evans verði rek- inn að því er segir í breskum blöð- um. Deila þessi kemur upp aðeins nokkrum dögum eftir að Murdoch lýsti því yfir að fjárhagsgrund- velli blaðsins og systurblaðs þess, Sunday Times, hefði verið bjargað með niðurskurði á prenturum og skrifstofufólki. Carl Marks gerir kröfiir á Rússana Flugslysið f Noregi: Flaksins leitað á þrítugu dýpi <)sló, 12. mars. Al*. FIMMTAN manns fórust þegar Twin Otterflugvél, sem var í innanlands- flugi, hrapaði í sjóinn undan ströndum Finnmarkar í NorðurNoregi í gær, fimmtudag. Ekki hefur enn tekist að finna lík mannanna, sem voru allir Norðmenn, og ekkert er enn vitað um orsakir slyssins. Flugvélin var í eigu Widerös- flugfélagsins og voru með henni 13 farþegar og tveir flugliðar. Vélin hafði farið frá Berlevogi á Finn- mörku til annars bæjar, Mehamn, sem er aðeins 25 mínútna flug, en kom ekki fram á réttum tíma. Undir kvöld fundu sjómenn hjóla- búnað vélarinnar og farangur á floti og litlu síðar varð vart við olíubrák á sjónum. í dag hefur verið leitað að vélar- flakinu en vont veður hefur gert mönnum erfitt fyrir. í ráði er að fá kafara til að leita í sjónum en talið er, að flakið liggi á 50 metra dýpi. Sérfræðingar frá De Havill- and-flugvélaverksmiðjunum í Kanada eru nú komnir til Noregs til að vinna að rannsókn slyssins, en vélin var framleidd í Kanada. Finnar ánægðir með austurför Koivistos llelsinki, 12. mars. Frá llary (iranberg, fréttaritara Mbl. SAMBUÐ Finna og Sovétmanna mun áfram einkennast af þeim góða grannskap, sem verið hefur Snjallir bensín- þjófar f Bangkok Bangkok, 12. mars. AP. UPP HEFUR komist um stórtæka bensínþjófa í Bangkok. Aðferð þeirra var í meira lagi óvenjuleg. A tveggja ára tímabili náðu þeir að steia, sem nemur einni milljón lítra bensíns. Þjófarnir leigðu sér hús í ná- grenni höfuðstöðva Shell i Bang- kok. Tókst þeim að tappa af neð- anjarðarleiðslu fyrirtækisins í stórum stíl áður en upp um þá komst. Starfsmenn Shell hafði lengi grunað, að ekki væri allt með felldu. Um 3.000 lítrar hurfu ann- an hvern dag. Með því að dæla vatni í gegnum leiðsluna tókst þeim að koma upp um þjófana. Þar til gerður öryggisloki var í einu kjallaraherbergi hússins og hleypir hann aðeins vökva í aðra áttina. Húsið fór því bókstaflega á flot og þannig var endi bundinn á þetta annars snjalla úrræði þrjót- með þjóðunum um nærri þriggja áratuga skeið. Um það voru þeir sammála, Leonid I. Brezhnev, for seti Sovétríkjanna, og Mauno Ko- ivisto, forseti Finnlands, sem nú er heimkominn úr Garðaríki. Koivisto átti viðræður við ýmsa helstu frammámenn í Sovétríkj- unum með Brezhnev í broddi fylk- ingar og var einkum rætt um ástand heimsmála og sambandið milli Finna og Rússa, sem einhug- ur var um að efla í þeim anda, sem þar hefur ríkt. Auk þessara við- ræðna áttu svo ýmsir embættis- menn fund með sér um olíuvið- skipti þjóðanna og samdist um, að Rússar lækkuðu verðið á olíunni til samræmis við það, sem nú ger- ist á heimsmarkaði. Ekki er þó al- veg ljóst hver lækkunin verður. Um 85% olíunnar, sem Finnar nota, kemur frá Sovétríkjunum og er búist við að það hlutfall muni hækka. Viðskipti þjóðanna eru Finnum mjög hagstæð og til að geta haldið uppi sama útflutningi til Sovétríkjanna er hætt við að þeir verði að auka innflutninginn þaðan. I Finnlandi er almennt litið svo á, að Koivisto hafi gert góða för austur til Moskvu og honum til mikils álitsauka. H/ETT ER við, að Rússana reki í rogastans og að þeir trúi jafnvel ekki sínum eigin augum þegar þeir sjá kröfugerðina, sem hann Carl Marks hefur búið á hendur þeim. Marks lítur nefnilega á Október byltinguna í Rússlandi sem hverja aðra lögleysu og vill nú fá endur greiddar 619 milljónir dollara og vexti í 65 ár — helst í gulli, þakka þér fyrir. Karl Marx og Carl Marks eru ekki eitt og hið sama, því að sá síðarnefndi er kapitalisti í húð og hár. Hann rekur skuldabréfa- og fjárfestingafyrirtæki í New York og hefur nú hafið mál fyrir alríkisdómstólnum þar og gerir þær kröfur, að endurgreitt verði andvirði þeirra ríkisskuldabréfa, sem keisarastjórnin rússneska seldi í Bandaríkjunum árið 1916. A sinni tíð þóttu þessi skulda- bréf hin mestu kjarakaup, því að þau báru 5Ví> % vexti, sem greiddir voru í gulli. Vladimir Ilyich Ulanov var þá líka bara einhver óþekktur æsingamaður í Vladimir Ilyich Ulanov — Er kom- ið að skuldadögunum? Sviss og engum ætlandi að láta sér detta í hug, að andvirði eins farseðils með Zúrich-Péturs- borgar-lestinni dygði til að eyði- leggja skuldabréfamarkaðinn í Rússlandi. Svo var heldur ekki með þá 3000 sakleysingja, sem Marks er fulltrúi fyrir, en síðast þegar 1000 dollara keisaralegt skulda- bréf var innleyst, fengust fyrir það tvö sent. Þessu hafa skulda- bréfaeigendurnir aldrei getað kyngt, en það er ekki fyrr en nú, með nýjum lögum, sem leyfa bandarískum borgurum að höfða mál á hendur erlendum ríkjum, að þeir geta farið að gera eitt- hvað í málinu. Ef þeir vinna málið, mum hvert 1000 dollara bréf með vöxtum standa í 34.250 dölum — allt í allt 21.819.750.000 dölum. Það útleggst tæpir 22 milljarðar dala eða 284 tonn af gulli. Eftir- leikurinn ætti svo að verða auð- veldur. Bara að birta dóminn og krefjast fullnægingar hans gagnvart niðjum og lögmætum örfum V.I. Ulanov (sem sumir kalla Lenin). Skjóta nið- ur þyrlu San Salvador, 12. marz. AP. SKÆRULIÐAR vinstri manna sögð- ust í dag hafa skotið niður þyrlu stjórnarhersins er flutti liðsauka til átakasvæða í Morazan-héraði í norð- austurhluta El Salvador. Þyrluflugmönnum tókst að lenda heilu og höldnu. Óljóst er hvort um hafi verið að ræða þyrlu af bandarískri gerð. Skæruliðarn- ir sögðust hafa fellt „marga" stjórnarhermenn i Morazan upp á síðkastið, en aðeins misst tvo menn sjálfir. Skæruliðarnir kváðust hafa sprengt mikilvæga brú á þjóðveg- inum til Morazan í gær, og því gert stjórnarhernum örðugara um vik með aðföng. Við þetta eru fjöl- mörg þorp á svæðinu einangruð. Háttsettir menn að baki bylt- ingartilraun SudurAfríku, 12. mars. AP. FORINGI málaliðahóps hefur skýrt frá því að sjö eða átta embættis- menn suður-afrísku stjórnarinnar hafi verið bendlaðir við byltingartil- raun á Seychelles-eyjum. Sagði hann frá þessu í samn- ingaviðræðum á milli öryggislög- reglu landsins og málaliðanna er þeir sneru aftur frá eyjunum eftir misheppnaða byltingartilraun. Auk hans hafa 42 málaliðar ver- ið ákærðir fyrir flugrán er þeir reyndu að bjarga eigin skinni þeg- ar Ijóst var að tilraunin hafði mis- heppnast. Tóku málaliðarnir 65 gísla og ætluðu að freista þess að flýja land. José Napoleon Duarte, forseti El Salvador, (í miðið) er hér ásamt her mönnum og háttsettum embættismönnum, þar sem þjóðsöngurinn er leikinn. Að baki þeim er stytta hermanns af indíánaættstofni með M 16-riffil í hendi. Uppreisn kveðin niður í Surinam Paramaribo, Surinam, 12. mars. AP. HERFORINGJASTJÓRN vinstrimanna í Surinam kvaðst í dag hafa brotið á bak aftur byltingartilraun hægrisinnaðra liðsforingja og hafa nú alla höfuð- borgina á sínu valdi. Annar foringi uppreisnarmanna særðist og var handtek- inn eftir klukkustundarlöng átök og hefur hann nú þegar komið fram í sjónvarpi, þar sem hann hvatti menn sína til uppgjafar. Þótt svo virðist sem uppreisnin hendi, en Desi Bouterse, forseti hafi farið út um þúfur, eru her- búðirnar enn öllum lokaðar og heyra mátti að skipst var á skot- um fram eftir degi. Það var um klukkan fjögur í nótt að staðar- tíma, að hermenn hollir stjórninni réðust til atlögu gegn uppreisnar- mönnum og gekk þá mikið á í borginni. Wilfred Hawker, liðsfor- ingi, annar byltingarleiðtoginn, féll fljótt í hendur stjórnarher- mönnunum og var hann strax lát- inn koma fram í sjónvarpi, alblóð- ugur, og skora á félaga sinn, Surin Rambocus, liðsforingja, að slíðra vopnin til að koma í veg fyrir frek- ari blóðsúthellingar. í fyrstu leit út fyrir, að upp- reisnarmenn hefðu öll ráð í sinni herforingjastjórnarinnar, og helstu menn hans höfðu komist undan og búið um sig í 300 ára gömlu hollensku virki á bökkum Surinam-ár. Þaðan stjórnaði hann svo liðsaflanum. Bouterse komst til valda í febrú- ar 1980, þegar herinn rændi völd- unum og afnam þingræðislegar kosningar í landinu. Herforingj- arnir kalla sig vinstrimenn og þykja heldur hallir undir Kastró, Kúbuleiðtoga, sem er talinn hafa séð þeim fyrir vopnum. Haft er til marks um það, að herinn, sem að- eins hefur á að skipa 1000 mönnum, er búinn furðufullkomn- um vopnum. Surinam er fyrrum hollensk nýlenda á norðausturhorni Suð- ur-Ameríku, sem varð sjálfstætt ríki árið 1975. Þar er mikil báxít- vinnsla, sú fjórða mesta í heimi, og er hún styrkasta stoðin undir efnahag þjóðarinnar auk ríflegra styrkja frá Hollendingum. í Sur- inam búa 400.000 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.