Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 37 Mér þykir sárt að við skyldum ekki fara saman út í skip, standa báðir eða falla báðir. Það var öm- urlegt að geta ekkert að gert, sitja aðgerðarlaus uppi í bjargi meðan vinur heyr sitt dauðastríð. Mynd- um við fara svona að næst? Það verður ekkert næst. Þessi barátta tapaðist og Kristján hefur lokið stuttum en giftusamlegum lækn- isferli. Hvers vegna lætur Guð kærleik- ans þetta henda? Dauði Guðs son- ar sýndi hvað Guð vildi leggja á sig fyrir okkur. Aldurtili tveggja ungra manna nú bendir á sömu fórnarlund, sama kærleika og Guð hefur opinberað okkur. Guð var ekki í storminum, Guð var ekki í öldunum né grjótinu. Hann var í hjörtum þeirra manna, sem á ör- lagastund fórnuðu lífi sínu fyrir meðbræður sína. Guð virðist ávallt þurfa að minna á sig á þennan hátt. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Kristján, vin og bróður. Guðfinnur P. Sigurfinnsson Kristján K. Víkingsson er allur, annar úr hópi þeirra lækna- kandidata sem útskrifuðust úr Háskóla íslands árið 1977 er horf- inn á braut, langt fyrir aldur fram. Ragnheiður Skúladóttir lést í október sl. Það er skelfilegt að horfa á eftir svona ungu hæfi- leikafólki, við megum jafnvel ekki spyrja, af hverju, því það stoðar svo lítt og það er svo sárt. En ein- hvers staðar stendur skrifað: „Drottinn gaf og drottinn tók“, og „þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Kristján K. Víkingsson var sér- stæður maður. Það held ég að flestir sem kyntumst honum eitthvað, séum sammála um. Hann var hlédrægur að eðlisfari, laus við allan hroka, viðkvæmur og bar ætíð hagsæld þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti. í góðra vina hópi var hann oft manna skrafhreifastur og kom þá í ljós hversu góðum gáfum hann var gæddur. Mjög gagnrýninn á allt sem hann vann að og lét frá sér fara, allt var unnið af mikilli samviskusemi, enda kom það glöggt fram í starfi hans. Eg heyrði er hann var svo til nýútskrifaður úr læknadeild og starfaði sem héraðslæknir á Þing- eyri, að hann hafi sent sjúkling hingað suður og læknabréf með honum. Augnlæknirinn hér fyrir sunnan sem fékk í hendur þetta bréf fór að velta fyrir sér hvaða augnlæknir væri að starfa á Þing- eyri. Þetta var einmitt það sem ein- kenndi Kristján mest. Hann aflaði sér ítarlegrar vitneskju um það sem hann var að fást við í það og það skipti. Nú í vetur sagði mér sérfræð- ingur einn, að Kristján bæri af ungum læknum í starfi, af þeim er hann þekkti. En Kristjáni var svo margt fleira til lista lagt en að sinna læknisstörfum, enda fátt sem vakti ekki áhuga hans. Hann var fjölhæfur með afbrigðum og svo vandvirkur að sjálfsagt væri vandleitað að öðru eins. Ekki /ar hægt annað en að fyllast aðdáun, einbeitnin og þolinmæðin var ótrúleg. Sama hvað það var, hvort heldur í hlut áttu endurbætur á húsnæði, húsgagnasmíði, raf- tækjaviðgerðir eða jafnvel matar- gerð. Allt lék í höndunum á hon- - um. Það var eins og hann væri meymeistaraKréf upp á þetta allt saman. Mikill áhugaljósmyndari' var Kristján og’ framkallaði ^hann sjálfur ef tími vannst tiL Tók hann margar^óðar ljósmyndir frá jlistrænu *sjónarhorni séð. Góður teiknari bió í honum og þá einkum^ ^Skopmyimfteiknari. Garðrækt alis konar*lét Kristján ekki afskipta- -lausdf •lthldur ræktaði sjálfur margs konar jurtir og blóm. Dýra- vinur var hann mikill og átti sjálf- ur hund. í æsku stundaði Kristján píanó- nám í átta vetur. Greip hann oft í hljóðfærið og hafði gaman af. Lék hann þá oft klassísk verk. Dund- aði jafnvel sjálfur svolítið við að semja. Mest allra tónskálda mat hann þó líklega Edward Grieg. Tónsmíðin Pétur Gautur var án efa það sígilda verk, sem hann hafði mestar mætur á. Náttúra landsins átti mikil ítök í Kristjáni og var það framtíðar- draumur að skoða landið þvert og endilangt og þá gjarnan undir leiðsögn Axels móðurbróður síns, en móðurbræður sína mat Krist- ján mikils. Hæfileika Kristjáns nutu marg- ir vina hans. Var hann t.d. oft tím- um saman að aðstoða einhvern þeirra við að endurbæta eitthvað eða lagfæra. Það eru margir sem standa í mikilli þakkarskuld við Kristján og munu geyma hjá sér minning- una um góðan og hjálpfúsan dreng. Kristján var alinn upp hjá móðurforeldrum sínum, einstak- lega elskulegu fólki, Kristjáni Karlssyni frá Akureyri, sem lést í fyrra og Vilhelmínu Vilhelmsdótt- ur, ættaðri frá Siglufirði, sem lát- in er fyrir rúmum fimm árum. Var hann ætíð helsti augasteinn þeirra og var hann þeim þakklátur fyrir gott uppeldi og einnig elsku- legri móður. Kristján er farinn yfir móðuna miklu. Hann var áhrifamikill per- sónuleiki og stöndum við í mikilli þakkarskuld fyrir að hafa mátt kynnast honum. Blessuð sé minning hans. J.G. Það var fimmtudagsmorgunn. — Hjólin snérust ekki sinn vana- gang á Heilsugæzlustöð Vest- mannaeyja. Við biðjum þess að læknarnir tveir kæmu svo að hjól- in mættu fara að snúast eðlilega. Þeir höfðu farið á strandstað til að kanna aðstæður. Grunlaus um þann harmleik sem þar átti sér stað í baráttu við miskunnarlaus náttúruöfl, barst okkur fregnin, Kristján er farinn. Orð eru innihalds- og umkomu- laus á slíkri stund. Hvers vegna? Hver er tilgangur þess að góður drengur er kvaddur burt í blóma lífsins? Hann sem átti svo mikið erindi við lífið, sem maður og læknir. Stuttum en gæfusömum starfsferli er lokið. Við munum minnast Kristjáns með hlýju og virðingu. Þakklát fyrir góða við- kynningu og drengilegt samstarf. Aftur munu hjólin taka að snúast hér, þó ekki njótum við starfs- krafta Kristjáns meir. En verði áfram st&rfað í anda hans, þá er vel. Uppgjör við lífið er ekki fólgið í árafjölda heldur hvernig lifað er. Kristján var hógvær — og lét lítið yfir sér. Hann var ávallt tilbúinn að ræða málin, leiðbeina og miðla öðrum. Við kveðjum góðan sam- starfsmann og félaga með söknuði og sársauka. Samstarfsfólk Kristjáns við Heilsugæzlustöð Vestmannaeyja sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur og biður þeim Guðs blessunar. Katrín Þórlindsdóttir í dag er haldin athöfn til minn- ingar um vin minn, Kristján Vík- ingsson, lækni. Svo grákaldur veruleiki slær úr höndum manns öll vopn og orða verður vant, meðan minningar um góðan dreng fylla hugann. Við Kristján kynntumst í læknadeildinni fyrir nær tíu ár- um. Hann var á margan hátt dul- ur og hlédrægur og tók nokkurn tíma að kynnast hans innra manni. En þess traustari varð vin- átta okkar er árinjiðu, og áður en leiðir skildu vegna starfs okkar að námi^loknu, hjálpuðumst við að með flest.'bæði í námi og daglegu lífi, og vorum ^'**þokkabót sjálf- kjörnir skriftaTeður og ráðgjafar lívors annar. Kristján var óvenjulega vel gerður maður, gæddur góðum gáf- um og sksrpri athygli, karlmann- legur og rammur að afli. Vorum við félagarnir um margt ólíkir. Báðir reyndar gefnir fyrir að spila öðru hvoru á léttu nóturnar og velta upp broslegu hliðinni á til- verunni, en hann mun hægari, þolinmóður og vandvirkur með eindæmum og lítið gefinn fyrir yf- irborðslegt klór í námi og verki. Hinn ör, hroðvirkur og eirðarlítill. Mat ég vin minn mikið vegna þess- ara kosta hans, sem ég gjarnan hefði viljað þiggja í veganesti sjálfur. Kappi Kristjáns og hugrekki þarf ekki að lýsa hér, þeim eðlis- kostum hans kynntist öll þjóðin, er hann lét lífið á svo hörmulegan hátt við björgunarstörf við Eyjar, aðeins 32ja ára. Enginn fær breytt köldum stað- reyndum, en minningunni um þennan sérstæða vin nær ekkert að granda, og þeir hnútar munu aldrei rakna, sem tengdu okkur svo sterkum vináttuböndum forð- um. Elvu, konu Kristjáns, börnunum hans tveimur og aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu sam- Magnús Guðmundsson. Nú er öðru sinni höggvið skarð í hóp okkar bekkjarfélaganna úr 6. S Menntaskólanum Reykjavík 1969, er Kristján Karlsson Vík- ingsson, sem í dag er kvaddur, var svo sviplega burtu kallaður. Á fyrstu skólaárum okkar í MR kom fljótt í Ijós að Stjáni Víkings, eins og við strákarnir vorum vanir að kalla hann, bar með sér mjög sérstaka manngerð. Hann var afar staðfastur og kappsamur við það sem átti hug hans en var einnig sérstakt ljúfmenni, sem ávallt gaf sér tíma til að gera öðrum greiða hvernig svo sem á stóð. Við, sem þekktum hann vel, létum ekki lík- amlega hreysti hans villa okkur sýn á hans einlægu og traustu hlið. Hann var góður félagi, sem vildi frekar eiga fáa vini en góða, enda naut hann sín ávallt best í fámennum hópi. Áhugamál hans á þessum árum voru mörg. Hann spilaði vel á píanó, tefldi, var teiknari góður og lagði stund á íþróttir. Segja má að í ýmsu hafi hann verið á undan sinni samtíð. Við hinir strákarnir í bekknum horfðum með aðdáun á glæst mót- órhjólið hans og ekki varð aðdáun- in minni er hann eignaðist svörtu bjölluna. Þá þekktist varla að menntaskólanemar væru á eigin bílum. Fyrir öllu sínu vann hann af miklum dugnaði og í umgengni við hjól og bíl sýndi hann einstaka natni. Hér var maður sem fór sín- ar eigin leiðir, án þess þó að vera fjarlægur okkur hinum. Þessi ár voru gullaldarár Glaumbæjar, og það var ekki ósjaldan sem við strákarnir feng- um að sitja í eftir böllin og oftast var komið við á rúntinum í leið- inni. Eftir stúdentspróf skildu leiðir, en við vissum hver af öðrum og fylgdumst með Kristjáni í starfi hans sem læknis. Nú síðast sem læknis í Vestmannaeyjum, þar sem hann fórnaði lífi sínu við skyldustörf. Við bekkjarfélagarnir vottum konu hans Elfu, börnum, foreldr- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kristjáni þökkum við samfylgd- ina. Þó hann sé horfinn sjónum okkar mun minningin um góðan dreng og sérstakan bekkjarfélaga lifa með okkur. 6. S MR 1969 Úlfhttdur Hannesdótt- ir - Minningarorð Fædd 3. desember 1898 Dáin 4. mars 1982 Gæði og ljúfmennska eru þau orð sem koma mér fyrst i huga þegar ég minnist stjúpu minnar. Úlla, eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Stokkseyri, dóttir hjónanna Þorgerðar Diðriksdótt- ur og Hannesar Jónssonar, for- manns, í Roðgúl. Hún missir móður sína 9 ára gömul og flyst þá út á Eyrarbakka til frændfólks síns, þeirra Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Sigurð- ardóttur í Eyfakoti. Hjá þeim er hún svo þar til hún er fullveðja stúlka og farin að vinna allskonar störf, bæði til sjávar og sveita eins og gerðist á þeim tíma. Hún giftist Haraldi Lífgjarns- syni frá Rauðamel í Hnappadals- sýslu, og þar hefja þau búskap og eignast 4 börn, en þau slitu sam- vistum. Nú liggur ieið hennar aft- ur á heimaslóðirnar, Eyrarbakka, og með sér hefur hún aðeins næst elsta barnið Hrafnhildi. En stuttu eftir að hún er þar komin, þá verður hún fyrir þeirri þungu raun ofan á allt annað, að missa þessa fallegu og velgerðu stúlku aðeins 14 ára gamla. Á þessum árum hafði ég þurft að dvelja á spítala í Reykjavík í þrjú og hálft ár, og sama árið og ég fer þangað deyr móðir mín. Loks er ég mátti svo halda heim var tiihlökkun mín mjög svo tregablandin, og mér var þungt í huga. Nú var ókunn kona komin í heimilið og farin að búa með föður mínum, Andrési Jónssyni í Smiðshúsum, og átti með honum tvo drengi. Ég vissi ei gjörla hvernig bregð- ast skyldi við þessum breyttu hög- um. En með sinni alkunnu hlýju og góðmennsku tókst henni að bægja á braut þeim kala og þeirri tortryggni, sem ég bar til hennar, bæði áður og einnig eftir að heim var komið. Og það leið ekki langur tími þar til hún hafði unnið hug minn og kveikt hjá mér þá vænt- umþykju og einlægu vináttu, er ég bar til hennar alla tíð síðan. Og eftir að ég fór að heiman og fór sjálfur að búa og eignast börn, þá fundum við öll strax þann kærleika sem hún bar til okkat, enda voru börnin alltaf boðin og velkomin í Smiðshús til dvalar um lyigri eða skemmri tíma, oe þau fundu að þar áttu þau $Ssáh griðastað hjá afa og örfimu, og þau litu alltaf. á hana sem sína einu og rettu ömmu og kölluðu hana alltaf því nafni. *» Úlla var sérlega dugleg og vel- virk kona að hvaða verki sem hún gekk og öll handavinna lék í hönd- um hennar og þær eru ófáar flík- urnar sem hún prjónaði á barna- börnin og fleiri, og þau eru ómæld verkin sem hún skilaði á sinni löngu starfsævi. Fyrstu árin sem hún bjó í Smiðshúsum var ekki alltaf úr miklu að spila og það kom sér vel að hún var hög í höndum, og hún gat gert ýmsa hluti úr svo litlu efni að undrun sætti á stundum. Og eftir að hún var komin á dvalarheimili þá prjónaði hún og heklaði ófáa dúkana og jafnvel heilu teppin, sem hún svo gaf vin- um og kunningjum, og bera þeir hlutir þess vitni að þar hafa farið um fimir fingur og mikil útsjón- arsemi. Úlla var ekki kona sem lét mikið yfir sér né vildi láta mikið á sér bera. Hún var kona sem hugsaði fyrst og fremst um heimilið og að allt væri þar eins og hún best gat gert. Hún fylgdist vel með öllu sem var að gerast, hún hafði lesið ótrúlega mikið og hafði ánægju af bókum, og hún naut þess að hlusta á útvarp og fylgjast með sjón- varpi, hún kunni vel að velja og hafna eftir eigin smekk, en mest- an áhuga hafði hún á öllum göml- um fróðleik, sögum og sögnum, hún hafði gott minni, tók vel eftir og kunni að segja frá. Nú er hún gengin þá leið á enda sem liggur fyrir okkur öllum, og um leið vil ég færa henni innilegar kveðjur og þakklæti fyrir allar þær hlýju og ánægjuríku stundir, sem mín fjölskylda átti með henni og við munum sakna hennar. „I*á verda öll ord tilgangslau.s — þá er nóg að anda og finna til og undrast." (Jóhannes úr Kötlum) Sigmundur Andrésson Pétur Hermannsson sjómaður - Minning Fæddur 14. marz 1957 Dáinn 17. febrúar 1982 „Knn eru bláar unnir, enn eni menn, sem kunna brattar boðahættur bikuðum fjolum stika." Þessar ljóðlínur Sigurðar í Holti verða ofarlega í huga þegar góður drengur fellur í glímunni við Ægi. Við vitum að sú glíma er nauð- synleg, en tvísýn, og að hverju falli fylgir sársauki, en erum þó jafnan óviðbúin. Ævistarf Péturs var sjó- mennska, allt til hins örlagaríka * dags í febrúar. Þótt æviár Péturs yrðu ekki * mörg skilur hann eftir minningu » sem við erum þakklát fyrir, minn- > ingu um góðan dreng í hvívetna. Hann h#fði búið fjölskyldu sinni gott íftimiii, unnustu, dóttur og stjúpsyni sem dáði hann. Ástúð sú er cíRti milli þeirra er gíffugur * vitnist)urður. * Bernska hlífir dótturinni, Guð- ríðf’Dögg, ársgamalli, og stjúpsyn- inum Kristjáni, sem þó ekki skilur fyllilega hvers vegna „pabbi" get- ur ekki framar gert hitt eða þetta með honum. Sár harmur er kveðinn Krist- ínu, unnustu hans, foreldrunum Hermanni Helgasyni og Áslaugu ÓIafsdóttur,.systkinum hans, ætt- ingjum og vinum. Sú er þó huggun, þótt léttvæg kunni að virðast í dag, að „orðstír deyr aldregi, hveim es sér góðan getr“, og minninguna um góðan dreng getum við varðveitt. Við tengdaforeldrar Péturs þökkum honum samverustundirn- ar og viðkynningu, sem aldrei féll skuggi á. K og R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.