Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 Saudárkrókur: Listi sjálfstæðis- manna ákveðinn Sauðárkrokur, 10. marz. Á fjölmennum fundi sjálfstæðisfélaganna á Sauðárkróki sem haldinn var í gærkvöldi var framboðslisti flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor ákveðinn. Fyrir fundinum lá samhljóða tillaga frá uppstillingarnefnd og var hún samþykkt óbreytt. Tveir af núverandi bæjarstjórnarfulltrúum flokksins höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs að þessu sinni, þeir Árni Guðmundsson og Friðrik J. Friðriksson, en þeir hafa setið í bæjarstjórn síðustu tvö kjörtímabil. Voru þeim þökkuð mikil og farsæl störf. Framboðslistinn sem samþykkt- ur var á fundinum er þannig skipaður: 1. Þorbjörn Árnason dómarafulltrúi, 2. Aðalheiður Arnórsdóttir snyrtifræðingur, 3. Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri. 4. Knútur Aadnegard bygg- ingameistari, 5. Elísabet Kemp hjúkrunarfræðingur, 6. Pálmi Jónsson verktaki, 7. Páll Ragn- arsson tannlæknir, 8. Árni Egils- son verkamaður, 9. Birna Guð- jónsdóttir húsmóðir, 10. Kristján Ragnarsson skipstjóri, 11. Lilja Þórarinsdóttir húsmóðir, 12. Reynir Kárason skrifstofumaður, 13. Rögnvaldur Árnason bifreiða- stjóri, 14. Bjarni Haraldsson kaupmaður, 15. Minna Bang hús- móðir, 16. Björn Guðnason húsa- smíðameistari, 17. Árni Guð- mundsson framkvæmdastjóri og 18. Friðrik J. Friðriksson héraðs- læknir. Friðriki Sophussyni varafor- manni Sjálfstæðisflokksins var sérstaklega boðið til þessa fundar og flutti hann ræðu, er fjallaði einkum um sveitarstjórnarmál og Sjálfstæðisflokkinn í ljósi vænt- anlegra kosninga. Var góður róm- ur gerður að ræðu varaformanns- ins. Listi sjálfstæðismanna er fyrsti framboðslistinn sem ákveð- inn hefur verið fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í vor hér a Sauð- árkróki. Kári. Almennur hverfafundur f Vogahverfi: Lýst yfír andstöðu við samþykkt fræðsluráðs EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á almennum hverfafundi í Vogahverfi 9. mars 1982: „Almennur fundur íbúa Voga- hverfis, haldinn á vegum For- eldra- og kennarafélags Voga- skóla 9. mars 1982, lýsir yfir andstöðu sinni við samþykkt fræðsluráðs Reykjavíkur frá 8. mars 1982. Fundarmenn krefjast þess, að bekkjardeildum verði ekki fækkað, að kennurum verði ekki fækkað og að kennslustofur verði ekki afhentar öðrum stofnunum til frambúðar. Fund- armenn álíta, að skólinn þurfi að hafa góða möguleika á að taka við nemendum þegar grunnskólanemendum fjölgar í hverfinu eða nýjum hverfum í nágrenninu." Þessi tillaga var samþykkt með þorra atkvæða gegn 5. Samþykktin er áskorun til fræðsluráðs um að draga ákvörðun sína til baka og taka nýja, sem fylgir samþykkt, fund- arins. (Fréttatilkynning.) Á kynningarfundi með fræðslunefnd BSRB. Til vinstri: Jóhann L. Sigurðsson, Þórir Marinósson, Haraldur Steinþórsson, Kristín Hr. Tryggvadóttir, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir. Nýjungar í fræðslustarfi BSRB: Leshringir og út- gáfa á efini tengt því FRÆÐSLIJNEFND BSRB hefur nú ákveðið að taka upp nýtt fræðsluform eða svokallaða les- hringi. Tilgangurinn með slíku formi er að ná til sem flestra, sem óska eftir að fræðast um ákveðin efni og mynda sér skoðanir. Af þessu tilefni lét fræðslunefndin út- búa sérstakt lestrarefni, sem notað verður í leshringunum og hefur nú fyrsta útgáfan séð dagsins Ijós. Fjallar hún um vinnustaðinn frá hinum ýmsu sjónarhornum og ber heitið „Vinnustaðurinn í brenni- depli“. Er útgáfunni ætlað að örva hópa á vinnustöðum til að hugsa sín mál, taka ákvarðanir og koma með ábendingar í þessum efnum. í bókinni eru settar fram margar hugmyndir og spurningar til um- ræðu um þessi mál og leitað svara við þeim. Það er Loftur Magnússon, yf- irkennari, sem tekið hefur efnið saman og er það prýtt teikning- um eftir Önnu Haraldsdóttur en Kristín H. Tryggvadóttir náms- stjóri BSRB ritstýrði verkinu. Fræðslunefndin fékk aukið fjármagn frá ríkinu til þessarar starfsemi. Ætlunin er að fram- hald verði á útgáfustarfsemi fræðslunefndarinnar og hefur verið rætt um nokkur verkefni til viðbótar og má meðal annars nefna verkefni eins og efna- hagsmál, fjölskyldan, jafnrétt- ismál og skólakerfið. Skilyrði til að hægt sé að stofna leshring og fá sent náms- efni er að þátttakendur séu að minnsta kosti fimm og yfir sex- tán ára aldri. Tímarnir séu frá tuttugu og einum til tuttugu og fjögurra. Tímunum sé dreift þannig að þeir séu annaðhvort tveir eða þrír í senn og ekki oftar en tvisvar í viku. Skýrslu sé skil- að í lokin með nöfnum og mæt- ingum þátttakenda og helst niðurstöðum leshringsins. Þess má geta í lokin að aðrir en félagar BSRB geta fengið efn- ið keypt. „Langar ekkert að lenda í svona aftur,“ sagði Jói á Andvara Tveir Eyjabátar undir brotsjóum: „Hélt að við vær- um að fara yfir,“ segir Lýður á Ófeigi III TVEIR netabátar í Vestmannaeyjum, Ófeigur III. og Andvari, voru báðir hætt komnir í foráttubrimi sem hefur verið að undanförnu á miðunum við Vestmannaeyjar eins og víðar um landið. Ófeigur III. fékk á sig all snarpan brotsjó sl. laugardag djúpt á Kantinum suður af Vestmannaeyjum og voru flestir skipverja á þilfari er báturinn lagðist á hliðina en þeir náðu að forða sér undan brimskaflin- um og Andvari VE fékk á sig tvo þunga brotsjói sem lunnungafylltu skipið á Sandagrunninu sl. mánudag og komst sjór bæði í lúkar og brú skipsins, en engir menn voru þá á þilfari. „Sjólagið var hrikalegt þarna úti í Kantinum, enda mjög slæmt veð- ur og svo var sjólagið óeðlilegt að ég þekkti ekki hreyfingar bátsins,“ sagði Lýður Ægisson skipstjóri á Ófeigi III. í samtali við Mbl. „Það var erfitt að leggja aftur vegna veðursins og ég aetlaði að lensa trossuna út, en þá fengum við mik- inn hnút yfir skipið bakborðsmeg- in og það skipti engum togum að báturinn lagðist á hliðina. Eg hafði náð að aðvara strákana svo þeir gátu forðað sér undan skaflinum og náð taki hér og þar og það var löng biðin meðan skipið lá á hlið- inni því ég gat ekki keyrt vélina þar sem allt flaut af netum um- hverfis skipið. Svo lengi lá bátur- inn á hliðinni í þessari ólgu að ég hafði tíma til að kalla í annan bát, Glófaxa, okkur til hjálpar, því ég hélt satt að segja að við værum að fara yfir, að báturinn væri að fara niður, datt ekki annað í hug, en svo rétti hann sig af sjálfur í öldurót- inu og strákarnir þustu til að losa netin frá skipinu svo hægt væri að keyra. Þeir stóðu virkilega vel að því og einnig hafði trossa sem var bakborðsmegin, farið út að hluta. Kokkurinn sem var einn niðri stóð bakborðsmegin þegar brotið reið yfir og það náðist ekki að aðvara hann, en hann náði taki á kýrauga- keng í loftinu og hékk á honum svo lengi sem hann þoldi, en við það rifnaði á milli fingra hans og hann marðist illa á öxl og var því fluttur í sjúkrahús þegar við kom- um í land. Þetta hefur verið leið- inda veður að undanförnu, en allt- af er róið til þess að reyna að bjarga aflanum frá skemmdum. Það er hins vegar erfitt við þessar kringumstæður að sækja svona djúpt á svona litlum bátum, en ef til vill kemur að því að kerfið fær trú á því að við þurfum að fá leyfi fyrir stærri bátum," sagði Guðjón Ægisson. „Jú, við vorum á Sandagrunninu inn af Eyjum þegar tveir hnútar Ofeigur III. Andvari riðu yfir skipið í rykk og við vorum ekki einu sinni búnir að jafna okkur af fyrra brotinu þegar það síðara fylgdi í kjölfarið," sagði Jó- hann Halidórsson skipstjóri og út- vegsbóndi á Andvara í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Fyrri hnúturinn lunningafyllti bátinn gjörsamlega og það flæddi bæði niður í lúkar og upp í brú og seinna brotið fylgdi svo fast á eftir að það var ekki einu sinni farið að renna út af þilfarinu, en þá settum við á ferð til þess að keyra skipið upp úr þessu og það tókst. Það hafði verið hálffullt af netum aftan á, flotum og öðru drasli og þetta tók allt út og af þilfarinu misstum við meðal ann- ars netapallinn, svo við urðum að fara í land um morguninn til þess Lýður Ægisson Jóhann Halldórsson að láta lagfæra og gera klárt, en við náðum að fara aftur út um miðjan dag. Einhver sjór komst í dýptarmælinn í brúnni, en það var hægt að bjarga því. Jú, víst var þetta svæsið, en það fór ágætlega þótt mann langi ekkert til að lenda í svona aftur og sem betur fer voru engir menn á þilfari, því þá hefði ekki verið að sökum að spyrja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.