Morgunblaðið - 04.04.1982, Page 1

Morgunblaðið - 04.04.1982, Page 1
Sunnudagur 4. apríl Bls. 49-96 JlfofgpitiIiIgifrUk ÞANN 1. júlí 1977 tók Rannsóknarlögregla ríkisins til starfa. Hlutverk RLR er lögum samkvæmt að hafa með höndum lögreglurannsóknir brotamála í Reykjavík, Kópavogi, Sel- tjarnarneskaupstað, Garðakaupstað, Hafnarfirði og Kjósar- sýslu, að þvi leyti sem þær eru ekki í höndum viðkomandi lögreglustjóra. Þá skal RLR veita lögreglustjórum og saka- dómurum hvar sem er á landinu aðstoð við rannsókn brota- mála þegar þörf krefur. Með lögum um RLR var stigið stórt skref í þá átt, að skilja á milli lögreglustjórnar annars veg- ar og dómsvalds hins vegar, en miklar umræður voru hér á landi fyrir nokkrum árum um nauðsyn slíks aðskilnaðar. Með stofnun RLR var rannsóknarfrumkvæði tekið úr höndum dómara. Samkvæmt reglugerð um sam- vinnu og starfskiptingu milli lög- reglustjóra og rannsóknarlögreglu ríkisins, þá ber RLR að hafa með höndum rannsóknir meiri háttar brotamála og mál sem varða sér- refsilöggjöfina. Lögum samkvæmt ber RLR að rannsaka mál og skila í hendur ákæruvalds, sem ákveður hvort opinbert mál skuli höfðað. Hallvarður Einvarðsson var ráðinn rannsóknarlögreglustjóri þegar við stofnun embættisins og hefur öðrum fremur mótað starf RLR. Fjórir lögfræðingar starfa við embættið og hafa þeir með höndum stjórn rannsókna, þeir yf- irheyra sjálfir í meiri háttar mál- um, þeir fara yfir skýrslur rann- sóknarlögreglumanna og afla dómsúrskurðar þegar þörf krefur. Auk Hallvarðs eru lögfræðingar þau Þórir Oddsson, vararannsókn- arlögreglustjóri og deildarstjóri, Erla Jónsdóttir, deildarstjóri, og Arnar Guðmundsson, deildar- stjóri. Alls starfa 38 rannsókn- arlögreglumenn hjá RLR. Njörður Snæhólm er yfirlögregluþjónn, en aðstoðaryfirlögregluþjónar eru Gísli Guðmundsson, Ragnar Vign- ir og Kristmundur J. Sigúrðsson. RLR er skipt í deildir og hefur hver deild afmarkað rannsókn- arsvið. Árlega fellur mikill fjöldi mála undir RLR, eða um fjögur þúsund, en hér fylgir yfirlit yfir málafjölda, sem RLR hefur rann- sakað frá stofnun embættisins. Daglega hafa fjölmiðlar sam- band við starfsmenn RLR vegna mála, sem embættið hefur til rannsóknar hverju sinni. Mál sem RLR hefur til rannsóknar eru eðli sínu samkvæmt oft mjög í sviðs- ljósinu, en almenningur veit minna um Rannsóknarlögreglu rikisins og það starf sem þar er unnið. Mbl. ræddi við forvígismenn RLR um málefni embættisins. H.Halls. Nýjasta tæki tæknideildar RLR er þessi samanburðarsmásjá. Með henni er m.a. hægt að gera samanburð á byssukúlum og komast að því hvort skotið er Úr tiltekinni byssu eða ekki. I.jósmynd Mbl. Krktján Einarana. Fingrafor tekin. í tæknideildinni er að af landinu. an^, P'II i II finna 5328 fingrafarasett hvaðanæva Yfirlit yfir mál frá 1. júlí 1977 til 31. desember 1977. Þjófnaðir 1032 Árásir 97 Skemmdarverk 79 Svik — fals 268 Slys 28 Brunar 53 Mannslát 62 Tolllagabrot 11 Önnur mál 121 1751 Rík áherzla hefur verið lögð á námskeiðahald fyrir rannsóknarlögreglumenn um ýmis réttarfarsleg atriði. Þegar Ijósmyndara Mbl. bar að garði var Eiríkur Tómasson að flytja fyrirlestur. M»nd Mhi. Krndjáiw. Yfirlit yfir mál frá 1. janúar 1978 til 31. desember 1978. Þjófnaðir 2233 Árásir 154 Skemmdarverk 90 Svik — fals 484 Slys 94 Brunar 173 Mannslát 132 Tolllagabrot 46 Önnur mál 236 3642 Yfirlit yfir mál frá 1. janúar 1979 til 31. desember 1979. Þjófnaðir 2179 Árásir 144 Skemmdarverk 92 Svik — fals 825 Slys 127 Brunar 184 Mannslát 122 Tolllagabrot 55 Verðlagsbrot 6 Önnur mál 241 3975 Yfirlit yfir mál frá 1. janúar 1980 til 31. desember 1980. Þjófnaðir 2034 Árásir 146 Skemmdarverk 77 Svik — fals 785 Slys 122 Brunar 182 Mannslát 150 Tolllagabrot 44 Verðlagsbrot 13 Önnur mál 231 3784 Yfirlit yfir mál frá 1. janúar 1981 til 31. desember 1981. Þjófnaðir 1934 Árásir 96 Skemmdarverk 72 Fjársvik 485 Skjalafals 152 Slys 166 Brunar 138 Mannslát 113 Dauðaslys 9 Morð 3 Tolllagabrot 33 Verðlagsbrot 13 Gjaldþrot 3 Önnur mál 189 Skattamál 3 Nauðganir 16 Önnur kynferðisbrot 27 3452 Sjá ennfremur bls. 56—57 og 64—65 lögregla ríkisins Rannsóknar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.