Morgunblaðið - 04.04.1982, Síða 9

Morgunblaðið - 04.04.1982, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 57 Hallvarður Einvarösson Mynd. Mbl. RAX. ferðir rannsóknarlögreglumanna, þó um hríð hafi nokkurt hlé orðið á vegna fjárskorts, en ég legg ríka áherzlu á nauðsyn þess, að á veg- um RLR séu haldin sérnámskeið og sérþjálfunarferðir, bæði hér heima og erlendis, vegna starfa þeirra, enda kveða lög svo á, þar sem segir í 2. málsgrein 1. greinar laga nr. 108/1976, að RLR eigi að hafa á að skipa starfsfólki, sem sé sérhæft í að rannsaka ýmsar teg- undir brota og í greinargerð rétt- arfarsnefndar er ætlazt til að RLR hafi á að skipa hæfustu mönnum sem völ er á, sérfróðum á ýmsum sviðum rannsókna. Eg er þakklátur mínum kolleg- um á Norðurlöndum fyrir þá miklu aðstoð og hjálpsemi, sem þeir hafa veitt í sambandi við námskeið og kennslu og einnig fyrir þjálfun rannsóknarlögreglu- manna, sem erlendis hafa farið. Mér er það mikil ánægja, að hingað er væntanlegur Björn Heggelund, yfirmaður Kriminal- politicentralen í Osló, til fyrir- lestrahalds og viðræðna við starfslið RLR. Fyrir hans milli- göngu hafa margir rann- sóknarlögreglumenn farið á nám- skeið og til þjálfunar í Osló. Með stofnun RLR urðu mikil- vægar breytingar á rannsókn brotamála. Rannsóknarfrum- kvæði færðist úr höndum dómara til rannsóknarlögreglu. Því hvílir á herðum rannsóknarlögreglunnar rannsókn í öllum meginþorra sakamála, sem upp koma, og hlut- verk rannsóknaraðila í opinberum sakamálum, eins og það er orðað í 32. gr laga nr. 74/1972, „... er að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að handhafa ákæruvalds sé fært að ákveða að henni lokinni hvort opinbert mál skuli höfðað og afla gagna til undirbúnings dómsmeðferðar." I þessum efnum ber rannsóknaraðilum stöðugt að miða alla rannsókn sína við það, að leiða hið sanna og rétta í ljós í hverju máli, sem þeir hafa til meðferðar, og rannsaka jöfnum höndum þau atriði sem benda til sektar sakaðs manns og sýknu. Á herðum RLR hvíla því að mörgu leyti viðfangsefni sem löglærðir rannsóknardómarar fóru áður með. Á þeim árum sem liðin eru frá stofnun RLR hefur embættið haft með höndum rannsókn fjölda al- varlegra sakamála og umfangs- mikilla og enda þó það sé í sjálfu sér ekki mitt að dæma hvernig til hafi tekizt, þá ætla ég og vona, að við hjá RLR megum sæmilega vel við una. Ríkissaksóknari ásamt aðstoðarmönnum sínum fer yfir allar rannsóknir RLR samkvæmt stöðu embættis síns og gögn sem frá lögreglu og rannsóknariög- reglu eru runnin og loks hljóta þessi rannsóknargögn meðferð hjá dómstólum, eftir því sem til mála er stofnað af hálfu ákæruvalds. Ég hef áður minnzt á mikilvægi þess að á vegum RLR séu haldin reglubundin námskeið, kynnis- ferðir og þjálfun í þeim fjölmörgu efnum, sem á reynir í starfi rann- sóknarlögreglumanna. Áfram verður auðvitað stefnt á þessari braut, bæði hér heima og erlendis. Það er mikilvægt að vel sé búið að menntun og þjálfun rannsóknar- lögreglumanna og að vel sé búið að RLR með tækjabúnað. Hvað varðar tækjabúnað, held ég við megum sæmilega við una, þó aðstæður krefjist þess, að vel sé fylgzt með og nauðsynlegra tækja sé aflað eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Að því er varða mjög sérgreind- ar rannsóknir, er það svo, að m.a. samkvæmt 5. og 6. töluliðum 35. gr. laga nr. 74/1974, ber RLR að hlutast til um sérfræðilegar rann- sóknir á mönnum, munum og vettvangi eftir því sem aðstæður leyfa, svo sem blóðrannsóknir, let- urrannsóknir og fleira. Er þörf hefur verið á slíkum sérfræðirannsóknum í þágu rann- sókna opinberra mála, hefur iðu- lega verið leitað til rannsóknar- stofnana á vegum Háskóla Islands til þeirra rannsókna, sem tilefni hefur þótt til hverju sinni. Af hálfu RLR er lögð rík áherzla á gildi traustra vísindalegra rann- sókna. Rannsóknarlögregla ríkisins leggur ríka áherzlu á mikilvægi þess, að RLR eigi ávallt góðan að- gang að þeim stofnunum HÍ, sem hafa á að skipa sérfræðingum með aðstöðu til vísindalegra rannsókna til öflunar gagna í þágu rannsókn- ar opinberra mála, eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Ég nefni í þessu sambandi rannsóknarstofu HI í lyfjafræði og stofnun emb- ættis prófessors í réttarlæknis- fræði, sem ég er sannfærður um, að sé til þess fallin að efla mjög þekkingu og rannsókn á því sviði læknisfræðinnar, sem svo mjög tengist ýmsum mikilvægum hags- munum réttarvörzlunnar. Að undanförnu hefur verið unn- ið að því að traustur grundvöllur komist að samstarfi og starfsleg- um tengslum í þessum efnum, annars vegar milli RLR og hins vegar rannsóknarstofnana HI, eft- ir því sem kann að vera leitað af hálfu RLR í þágu rannsóknar opinberra mála.“ Erum við betur í stakk búnir að fást við rannsóknir stórafbrota en fyrir stofnun RLR 1. júlí 1977? „Viðleitni okkar hefur að sjálf- sögðu stefnt að því að leysa vel af höndum rannsóknir mála, sem falla í okkar verkahring. Hvernig til hefur tekizt skal ég ekki dæma um. Ég er þó sannfærður um, að að ýmsu leyti sé aðstaða RLR góð til þessara viðfangsefna, þó ekki væri nema vegna réttarfarsástæð- na. RLR er óbundin af lögsagn- arumdæmum, sem áður fyrr hafði í för með sér tafir og óvissu. Að því er varðar umfangsmikil fjármálamisferli, hygg ég, að það hafi verið valin hagkvæm leið þeg- ar fastur maður var ráðinn til ráðuneytis á sviði bókhaldsrann- sókna og endurskoðun, og þá á ég við Guðmund Skaptason, hrl. og löggiltan endurskoðanda. Mann- fæð háir þó mjög allri aðstöðu RLR í þessu efni og er mjög brýnt að fjölga rannsóknarlögreglu- mönnum hjá RLR og hefur marg- sinnis verið leitað eftir því en án árangurs. Með breyttri löggjöf komu nýir málaflokkar, svo sem gjaldþrota- mál, skattamál, verðlagsmál, og ýmis ný mál á sviði sérrefsilög- gjafar, svo eitthvað sé nefnt. RLR hefur haft samvinnu og tengsl við hliðstæðar erlendar stofnanir og að mínum dómi þarf að efla þau tengsl og taka til nokkurrar endurskoðunar, þar á meðal hugs- anleg telextengsl RLR við Inter- pol. Ennfremur er brýnt að efla tengsl við norræna rannsóknar- lögreglu á tímum mikilla alþjóð- legra samskipta, það gefur auga leið.“ Hvernig er fjárhagslega búið að RLR? „Ekki hefur verið fallizt á ítrek- uð tilmæli mín á liðnum árum um fjölgun í starfsliði RLR vegna mikilla anna og ýmissa nýrra við- fangsefna, sem RLR er falið með nýrri og breyttri löggjöf. Þvert á móti hefur verulega verið skorið á áætlanir um fjárþarfir RLR við fjárlagagerð undanfarin ár. Af- leiðingarnar hafa verið þær, að þegar komið hefur fram á mitt ár hefur greiðsla reikninga vegna reksturs RLR verið stöðvuð. Af þeim sökum hefur komið til veru- legra vanskila við fjölmarga viðskiptamenn. Augijóst er, að stofnun sem ætl- að er að rannsaka afbrot borgar- anna, þar á meðal ýmiss konar fjármálamisferli, getur ekki vik- um og mánuðum saman staðið sem hver annar vanskilaaðili frammi fyrir viðskiptamönnum. Verði slíkt látið viðgangast verður það óhjákvæmilega til þess, að eyðileggja álit RLR út á við, en það myndi torvelda störf RLR meira en flest annað. Skipu- lag það sem notað er við fjárlaga- gerð og fjármálastjórn að þessu leyti samræmist illa þeirri verk- skyldu sem á RLR eru lagðar með löggjöf. RLR ber að lögum að vera til taks jafnt á nóttu sem degi árið um kring og taka tafarlaust til rannsóknar hvert meiri háttar brotamál, sem til fellur. Verkefni hvers árs eru alveg ófyrirséð og engin leið til að áætla kostnað fyrirfram. RLR á því að þessu leyti ekki samleið með þeim ríkis- stofnunum, sem vinna á fyrirfram afmörkuðum sviðum. Prósentu- niðurskurður á útgjöldum og aðr- ar þvílíkar reglustikuaðferðir eru því algjörlega út í hött. Rannsókn á alvarlegum og umfangsmiklum refsilagabrotum eða slysum verð- ur ekki frestað vikum eða mánuð- um saman. Rannsókn og aðgerðir í slíkum málum verður að gera umsvifa- laust og án tafar og er óhugsandi að tengja þær einhverjum greiðsluheimildum, svo sem aukafjárveitingum, sem langan tíma tekur að fá. Nú hefur mér borizt bréf frá fjármálaráðuneytinu þar sem kynntur er enn frekari niður- skurður á þeim fjárveitingum, sem RLR voru ætlaðar. Er nú svo komið að fjárskortur háir mjög starfsemi RLR og er til þess fall- inn að draga verulega úr mögu- leikum RLR til að vinna að þeim viðfangsefnum, sem stofnuninni er ætlað að lögum, nema þá seint og um síðir og þá um leið illa, auk þess að slíkt hefur í för með sér hættu á málspjöllum.“ Þú hefur lýst þeirri skoðun þinni, að rétt sé að rannsóknardeild í ávana- og fikniefnum færist undir stjórn RLR. Hverjar eru helztu for- sendurnar? „Forsendur þess að ég tel að rannsóknir í ávana- og fíkniefnum eigi að vera hér eru þær helztar, að þessi brot tengjast með ýmsum hætti alvarlegum hegningarbrot- um, sem við höfum til rannsóknar. RLR fer með öll meiri háttar hegningarlagabrot og alvarleg ávana- og fíkniefnabrot eru alvar- leg hegningarlagabrot og því ber, eins og réttarfarsnefnd kom að á _ sínum tíma, að hafa þessa mála- flokka á sömu herðum. I lögum um ávana- og fíkniefna- dómstólinn segir að starfa skuli sérstök rannsóknardeild samhliða dómstól. í reynd er það fíkniefna- deildin við lögregluembættið í Reykjavík og því bundin við Reykjavík, þó ekki efist ég um að deildin hafi gott samband við fíkniefnadeildir annarra lögreglu- embætta. Ég hef lagt fram tillögur um fyrirkomulag samvinnu og starfs- legra tengsla milli RLR og fíkni- efnalögreglunnar í Reykjavík en þær hafa engan framgang haft þrátt fyrir ítrekuð tilmæli mín. Við þekkjum minna til þeirra manna, sem stunda brot á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni vegna þessa aðskilnaðar og mikilvægar upplýsingar kunna því að glatast í rannsóknum á öðrum málum. Þá tel ég þann lagagrundvöll sem núverandi fyrirkomulag byggir á óljósan. Menn hafa borið því við, að hér sé ekki aðstaða né húsakynni til að hýsa fíkniefna- lögregluna, en við semjum ekki réttarfarsreglur eftir húsakynn- um hverju sinni, heldur eru það málefnin sem hljóta að ráða og ég Jield, að vel sé unnt að sameina þessa rannsóknaraðila undir eina stjórn, þó fíkniefnadeildin verði áfram um sinn í húsakynnum lögreglunnar í Reykjavík." Telur þú rétt, að almenna lögregl- an taki í einhverjum mæli við rann- sóknum minni háttar brotamála? „Ég hef tjáð mig reiðubúinn til endurskoðunar á starfsskiptingu, sem byggjast myndi á endurskoð- un reglugerðar um samvinnu og starfsskiptingu milli lögreglu- stjóra og Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ég hef í þessu sambandi aflað mér umsagna ýmissa aðila í þessu sambandi, en þessi mál hafa ekki haft framgang. Ég er reiðubúinn til endurskoð- unar og sannleikurinn er sá, að ég ætla að þróunin verði eins og víða erlendis, að það verði einungis meiri háttar afbrot sem rannsök- uð verða hjá RLR, en minni háttar brot hjá rannsóknardeildum lög- regluembætta í hinum ýmsu um- dæmúm." Þórir Oddsson legum verkefnum, sem aldrei er lát á. Hitt er svo, að nýr liðsstyrk- ur leysir ekki allan vanda þegar í stað, því starf rannsóknarlög- reglumanna er ákaflega sérhæft og ekki á færi allra að hlaupa í þeirra skarð. Rannsóknarlög- reglumenn hér hafa skólast í starfi sínu um árabil, jafnframt hafa þeir sótt námskeið og þjálfun hér heima og erlendis. Það tæki því nýja menn einhvern tíma að átta sig á vinnubrögðum hér innanhúss." — Hve margir rannsóknarlög- reglumenn eru í deild 1 og deild 2? „I 1. deild eru 8 rannsóknarlög- reglumenn og 12 í 2. deild. Álagið á þeim er gífurlegt. Á borði hvers manns eru allt of mörg mál í vinnslu hverju sinni, sem stafar af fjölda mála. Mál berast ört, en reynt er að hefja rannsókn brota tafarlaust því það er ein af megin- forsendum þess að árangur náist. En mál berast stöðugt og þeim verður að úthluta til rannsóknar- lögreglumanna. Því verður álag á menn mikið. Þeir hafa of mörg járn í eldinum og eiga í erfiðleik- um með að halda utan um þetta. Svo bætist við, að stöðugt er verið að hringja og spyrjast fyrir um mál og hvernig rannsókn líði. Þó tel ég ekki endilega einsýnt, að fjölga þurfi rannsóknarlög- reglumönnum, heldur tel ég að RLR sé að kaffærast í smærri verkefnum. Ég tel að rannsókn- ardeildir lögregluembættanna ættu að fást meira við minni hátt- ar mál en nú er gert.“ — Segjum að morðmál komi upp. Hvernig stendur RLR að rannsókn? „Ef við gerum ráð fyrir að al- menna lögreglan sé fyrst kvödd á staðinn, svo sem oft kemur fyrir, þá ber lögreglunni að gera Rann- sóknarlögreglunni þegar í stað viðvart og vernda vettvang. Lið er kallað út, þó er misjafnt hve margir fara á vettvang. Gjarnan 3 rannsóknarlögreglumenn og 3 tæknideildarmenn. Síðan fer eftir efnum og ástæðum hve margir eru kallaðir út. Rannsókn beinist í tvo farvegi, annars vegar taktísk rannsókn, það er skýrslutökur, yf- irheyrslur, fyrirspurnir, eftir- grennslan o.s.frv. og hins vegar teknísk rannsókn, það er rannsókn vettvangs, ljósmyndun, vettvang- ur er teiknaður upp, fingrafara er leitað og ýmis konar sýnilegra sönnunargagna. Borgarlæknir eða héraðslæknir eftir atvikum er kallaður á staðinn, eða prófessor í réttarlæknisfræðum til að rann- saka líkið. I ljósi fyrstu athugana eru ályktanir dregnar og framhald rannsóknar byggist á þeim. Vett- vangur er innsiglaður að lokinni rannsókn, því ávallt geta á síðari stigum vaknað upp spurningar. Reynt er að vinna eins markvisst og nákvæmt og kostur er. Vett- vangsrannsókn er oft lykilatriði í rannsókn og því er aldrei of brýnt að vettvangi sé ekki spillt, því það getur leitt til þess að rangar ályktanir yrðu dregnar af því sem þar er að finna. Jafnframt því sem unnið er að vettvangsrannsókn, þá fer fram eftirgrennslan. Reynt er að hafa upp á ýmsum aðilum, gengið er í næstu hús og fólk spurt um mannaferðir. Þá er rannsókn málsins komin inn á hefðbundnar leiðir, en allt kapp er lagt á að upplýsa alvarleg brotamál sem fyrst." — Telur þú lögreglu betur í stakk búna til að fást við alvarleg afbrota- mál en fyrir stofnun RLR? „Við erum tvímælalaust betur í stakk búnir að fást við alvarleg afbrotamál en fyrir stofnun RLR. Reynslan hefur verið okkar besti kennari og við höfum rekið okkur á. Rannsóknarmáti hefur þróast og nú er unnið mun skipulegar auk þess að tæknibúnaður er allur mun fullkomnari en fyrir nokkr- um árum. Þá vinna fleiri en einn lögreglumaður að öllum meiri háttar málum, en áður var algengt að menn væru einir í málum. Það hefur gefið góða raun, því 2 menn, sem fást í sameiningu við mál, vinna hlutfallslega mun hraðar en ef þeir væru hvor í sínu horni. Rík áhersla hefur verið lögð á nám- skeiðahald. Að rannsóknarlög- reglumenn eigi þess kosi að sækja námskeið, bæði hér heima og er- lendis. Reynslan af ferðum rann- sóknarlögreglumanna utan er mjö8 góð og gerir menn betur í stakk búna til að fást við verkefni sín,“ sagði Þórir Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.