Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
69
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁOKKUR
ASTIN & FLOKKURINN
Það heilaga
á öreigavísu
reyna að fjármagna ævintýrið
með ránum.
Það sem af er árinu hefur
stærsta fjöldabrúðkaupið verið
haldið í Tianjin þar sem 700 hjón
voru gefin saman, og í samanburði
við það er brúðkaupið, sem fyrr er
sagt frá, ekki eftirtektarvert. í
Tianjin var Höll þjóðanna öll
skreytt marglitum luktum og
borðum og þurftu hver hjón ekki
að borga nema sem svarar tæpum
60 kr. ísl. fyrir te, sígarettur og
sælgæti á hvert borð.
í málgagni æskulýðssamtaka
kommúnistaflokksins er ungt fólk
hvatt til að „klæðast ekki skrýtn-
um fatnaði" og er þar átt við þann
klæðnað, sem þykir við hæfi á
Vesturlöndum við þetta tækifæri.
í Höll þjóðanna voru nokkrar
brúðanna klæddar giltofnum
jökkum en brúðgumarnir voru all-
ir í hefðbundnum Maófötum. Þrír
þeirra voru meira að segja ekkert
að hafa fyrir því að taka ofan
Með bros á vör og léttan roða í
vöngum gengu brúðirnar, 36 að
tölu, upp stigann með mennina
sína sér við hönd samtímis því
sem ættingjarnir létu rigna yfir
ungu hjónin marglitu pappírs-
skrúði . Dálítið kyndug hjóna-
vígsla að vísu enda hafði unga
fólkið hlýtt kalli kínverska
kommúnistaflokksins, sem hvetur
til fjöldagiftinga í sparnaðar-
skyni.
Liu Xin, með bros á vör, sem
sæmdi nýbakaðri tengdamóður,
beið þolinmóð eftir að sonur henn-
ar og tengdadóttir yfirgæfu
hjónaskarann. „Ég er svo ham-
ingjusöm," sagði hún, „að þau
skuli láta gifta sig svona mörg
saman. Það sparar bæði tíma og
peninga og öll fjölskyldan þarf
ekki að standa á haus yfir brúð-
kaupinu."
Fréttastofan Nýja Kína upplýs-
ir, að á síðasta ári hafi 200.000
hjón verið gefin saman í Peking,
34% fleiri en 1980, og í byrjun
þessa árs höfðu 40.000 hjónaleysi
ákveðið að ganga í það heilaga á
nýárshátíðinni í Kína. Það er það
talið gæfumerki að byrja búskap-
inn þá. Stjórnvöld sjá hins vegar
ofsjónum yfir peningunum, sem
fara í allt tilstandið.
Lagalega hliðin á hjónavígsl-
unni er mjög einföld í Kína, allt
sem þarf að gera er að
undirrita hjúskapar-
sáttmálann, en þrátt
fyrir það hefur allur til-
kostnaður stóraukist á
síðustu árum. Foreldrar
keppast við að leigja
sem dýrasta bíla, halda
sem glæsilegastar veisl-
ur á bestu veitingahús-
unum og ætlast um leið
til að gjafirnar til
brúðhjónanna séu ekki
skornar við nögl.
Á ráðstefnu, sem
kommúnistaflokkurinn
hélt um hjónabandið og
fjölskylduna 18. janúar
sl., var bent á, að „hjóna-
bandsskráningin" væri
„lagaleg blessun á sam-
bandi karls og konu.“ Til
að ýta undir sanna sið-
menningu og ráðdeild-
arsemi verður að líta á
hjónabandið sem gleði-
gjafa í sjálfu sér og Fíokkurinn blessiykkur, börnin góð — ogáfram
berjast um leið gegn með smjörið.
óhóflegum brúðkaups-
veislum og íburði," sagði í yfirlýs-
ingu frá ráðstefnunni.
Aróður stjórnvalda fyrir fjölda-
vígslum er farinn að bera nokkurn
árangur. Á helstu leigubíla-
stöðinni í Peking hefur bílpöntun-
um vegna brúðkaupsveisla fækkað
um helming og fyrstu 11 daga
janúarmánaðar var aflýst 80 veisl-
um af sama tilefni á veitingahús-
um borgarinnar. Borgarstjórnin í
Peking hefur dreift bæklingi þar
sem fólk er hvatt til að láta gefa
sig saman í stórum flokkum, á
kostnað vinnuveitandans, og borg-
arblöðin hafa jafnvel flutt hryll-
ingsfréttir af fólki, sem hefur
steypt sér í skuldir vegna brúð-
kaups síns. Til dæmis af mannin-
um, sem myrti konu sína í rifrildi
um það hvernig þau ættu að
greiða skuldirnar, og af öðrum,
sem hafnaði í fangelsi fyrir að
loðskinnshúfurnar, sem þeir höfðu
á hausnum við komuna.
Við athöfnina gengu embætt-
ismenn fram hjá röðinni og af-
hentu hverri brúði og hverjum
brúðguma minningargrip, út-
skorna tréstyttu, og rautt skjal til
staðfestingar. Síðan fengu ungu
hjónin þriggja daga frí frá vinnu.
Einn brúðgumanna, Wu Fengsh-
en, áætlaði að hann og kona hans
hefðu sparað sér 500 yuan, þriggja
mánaða laun þeirra beggja, með
því að hafa þennan hátt á, og ætl-
uðu þau að nota eitthvað af þeim
peningum í húsgögn.
Ji Min, rafvirki að mennt, sagð-
ist hins vegar ætla að setja það fé,
sem sparaðist, inn á banka til að
„efla uppbyggingu föðurlandsins".
Af einhverjum ástæðum brást
kona hans við þessari yfirlýsingu
með því að fara að skellihlæja.
- CHRISTOPHERS. WREN
Páskaegg
AFSLATTUH
Nr. MðNA:1 e>ft verð
2kr.25.50 32.00
7 52-00 65.00
. ■ - .. .-. * —.—
6 68 00 85-oo
8 92-00 115.00
10 1 36-00 170.00
Nr. Núl: Leyft verö
2 kr. 16 .00 20.00
3 32-00 40.00
4 56-00 70.00
5 72-0° 90.00
6 132-00 165.00
Nýtt svínakjöt:
Verð pr kg
l.cvfl \c.rÁ
Nýr Svínabógur 74.00 «6,60.
Svinakótilettur 168.00 íss.oo
Nýtt Svínalæri 78.50 87.30
Hamborgara unghænur
hiyggur
191,50
Kjúklingar aF^laFtur
\a^9a
ás^a'
AFSLATTUR
_ w , Lamba
Hamborgara
hryggur >-0.50
Leytt verð 88.10
ATH.:
Verslanirnar eru opnar í
hádeginu alla daga til páska.
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2