Morgunblaðið - 04.04.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
73
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
Giinter Haaf:
Leitin
að
eldinum
(upprunalegur titill: La Guerre du Feu)
Hin nýja kvikmynd Jean-Jacques Annauds um
frumbernsku mannkynsins á ísöld er annað og
meira en ævintýri frá örófi alda. Þetta er fyrsta
trúverðuga kvikmyndin, sem gerð hefur verið um
líf manna á fornsögulegum tímum. Myndin er
byggð á skáldsögu Belgíumannsins J.H. Rosnys
„La Guerre du Feu“. Hinn kunni atferlisfræðingur
Desmond Morris var sérstakur ráðunautur Ann-
auds leikstjóra við gerð myndarinnar. Þannig hef-
ur loks orðið til kvikmynd, sem að miklu leyti
verður að teljast í góðu samræmi við vísindalega
þekkingu nútímans á hinum fornsögulega manni.
Hinir þrír menn, huldir
rytjulegum loðskinnum,
eru heldur aumkunarverð
sjón. Þetta eru þrjár aðalsögu-
hetjurnar Naoh, Gav og Amúkar,
sem ráfa þarna vegvilltir um
endalaus öræfi og eru sjálfir
miklu fremur bráð en veiðimenn.
Skelfdir eins og íkornar flýja þeir
upp í tré undan tveimur ógnvekj-
andi sverðtenntum tígrisdýrum.
Og þeir geta ekkert aðhafzt nema
að hvæsa vonzkulega og hjálpar-
vana, með garnagauli og slefandi
af sulti, á eftir gaselluhjörð, sem
tekur á rás burt frá þeim.
En þá tekur skilningur áhorf-
endanna að vakna, allt að því sam-
úð með hinum stórþeinóttu,
grútskítugu mannskepnum á
kvikmyndatjaldinu. Meðaumkun
áhorfenda breytist í þá tilfinn-
ingu, að þeir kannist í rauninni
eitthvað við þetta allt saman.
Steinaldarmennirnir, þeir Naoh,
Gav og Amúkar — það erum við,
þetta er okkar angist, okkar vonir
— öllu varpað aftur í óendanléga
fjarlæga fortíð.
Von og hryllingur: þarna hafa
hinir þrír karlmenn af ættbálki
Úlama loks, eftir alls kyns þrautir
og píslir, fundið ummerki eftir
aðra menn, meira að segja kulnað
eldstæði. Horfurnar á að fá brátt
að sitja aftur við hinn vermandi,
lífsnauðsynlega eld, fær mennina
þrjá til að fara í öskubað. Þarna
kemur í ljós bein með örfáum
kjöttætlum á, sem þeir naga af
græðgi — og fleygja svo frá sér
aftur fullir af viðbjóði. í öskunni
finnst nefnilega höfuðkúpa af
manni.
Meðan á þessu stendur hanga
tvær mannverur með höfuðin
niður á tré einu niðri í dalnum;
þetta er forði mannætanna
Kzamma af fersku kjöti. Karlkyns
fórnardýrið, sem er þegar nær
dauða en lífi, hefur rétt í þessu
misst vinstri handlegginn. Nýtt
atriði: einn af mannætunum situr
að snæðingi. Kvenkyns fórnardýr-
ið spriklar meðan á þessu stendur
hjálparvana á trjágreininni og
öskrar móðursýkislega.
Þessar villimannlegu myndir
verða að teljast meðal veigamestu
atriðanna í þessari forsögulegu
hryllingsmynd „Leitin að eldin-
um“, sem Háskólabíó tekur til
sýningar núna um páskana. Samt
sem áður er þessi steinaldarkvik-
mynd, þar sem ekki er mælt eitt
einasta skiljanlegt orð, annað og
meira heldur en safn forsögulegra
hryllingsmynda. Hún er framar
öllu gædd spennu og hraða í at-
burðarás og ristir um leið furðu-
lega djúpt. En þetta verður víst
líka að teljast fyrsta kvikmyndin í
fullri lengd með efnisþræði úr
grámósku forneskju, sem þó
stenzt vissar vísindalegar kröfur
um nákvæmni varðandi raunveru-
leikann á steinöld.
Franski leikstjórinn og Oscars-
verðlaunahafinn Jean-Jacques
Annaud hefur þetta að segja um
verk sitt: „Frummaðurinn var alls
engin öskrandi ófreskja, sem ríkti
yfir jörðinni í krafti hrotta-
mennskunnar." Og enski mann-
fræðingurinn Desmond Morris
(höf. „Nakta apans"), sem Annaud
réði vísindalegan ráðgjafa við
gerð kvikmyndarinnar, kvaðst
vilja losa hina forsögulegu forfeð-
ur okkar undan þeim hleypidóm-
um, að þeir hafi „einvörðungu ver-
ið ruddalegar ófreskjur, sem að-
eins gátu öskrað oúk, oúk, oúk!“.
Vegna hinnar staðgóðu þekk-
ingar sinnar á atferli manna og
dýra, gat Morris gert þá Naoh og
bræður hans þannig úr garði, að
atferli þeirra lenti hvorki niður á
sama þrep og gretturnar hjá Tarz-
an, né var heldur steypt í þetta
venjulega tilfinningasljóa stein-
aldarform.
Hann fann upp sérstakt líkam-
legt táknmál, sem — að því er að-
standendur kvikmyndarinnar full-
yrða — „er sambland af fram-
þróuðu hreyfinga-kerfi siðmennt-
aðs manns og af hreyfingasam-
henginu hjá öpum“.
Landi hans, Anthony Burgess,
málvísindamaður og höfundur
bókarinnar „Clockwork Orange",
sem Staniey Kiíbrick svo kvik-
myndaði, spann upp hið rúmlega
hundrað orða Úlam-tungumál við
hæfi hins þögula máls handa- og
höfuðhreyfinga: allt frá orðinu
atra („eldur"), otim („líða vel“),
frika („kalt") til orðsins smör
(„reiði").
Það ber alls ekki mikið á hinum
Auövitað má mammúta akki vanta í kvikmynd, sem gerist á ísöld. í
áhrifamiklu atriöi, sem leikstjórinn telur hafa veriö hiö erfiöasta í allri
kvikmyndinni, lokkar Naoh hjörö 18 mammúta til árásar á ættbálk
Kzamm-mannætanna.
atferlisfræðilega — málvísinda-
lega loddaraleik þessara tveggja
hugmyndaríku sérfræðinga, því
hann fellur ótrúlega vel að hinni
lifandi, trúverðugu mynd af
mönnum aftan úr grárri steinald-
arforneskju, vegna hinna raunlíku
gerva og góðrar frammistöðu leik-
aranna.
Tungumál og látbragð fellur svo
eðlilega inn í efnisþráðinn, að
hvorki er þörf á að setja taí við
myndina erlendis (sýnchroníséra),
né heldur skýringatexta — og er
þó ekki beinlínis um þögula mynd
að ræða. Þvert á móti: úlamskan
drynur í eyrum í dolby-stereo-
kerfi. Eins raunveruleg verka hin
stuttu atriði með dýrum frá ísöld
eins og t.d. sverðtenntu tígrisdýr-
in og mammútarnir, „leikin" af
tömdum ljónum og fílum.
Jean-Jacques Annaud og liðs-
mönnum hans hefur tekizt að
auðga hina heldur lítilfjörlegu og
fábreyttu sögu Rosnys með margs
konar nýrri vísindalegri vitneskju
og með skynsamlega hömdu
ímyndunarafli.
Efnisþráðurinn fylgir klassískri
og árangursríkri forskrift ævin-
týraskáldsögunnar. Kvikmyndin
hefst með árás hinna villtu neand-
erdals-manna, kallaðir Wagabou,
á Úlam-ættbálkinn. í hinum
grimmdarlega bardaga eru næst-
um allir Úlamarnir felldir, og það
sem er enn verra: neanderdals-
mönnunum tekst að eyðileggja
þeirra dýrmætustu eign — eldinn.
Þessir frumstæðu fulltrúar teg-
undarinnar homo sapiens kunna
enn ekki tökin á því að tendra
sjálfir hina vermandi glóð. Þess
vegna verður að halda eldinum,
sem einhvern tíma hefur verið
fenginn frá bruna úti í náttúrunni,
stöðugt við með mestu aðgæzlu og
oft svo kynslóðum skiptir.
Sjálf tilvera Úlam-ættbálksins
er því komin undir örlögum hinna
þriggja sterkustu karlmanna Úl-
am-ættbálksins, sem gert hafa
Naoh að leiðtoga sínum. Ferðalag
eldleitarmannanna er fullt af
ævintýrum, landið er hrjóstrugt
og fáskrúðugt. Þegar fundum
þeirra og mannætanna ber saman,
bjarga þeir Naoh og félagar hans
lífi stúlkunnar Iku — en ekki þó af
göfuglyndi, heldur af tilviljunar-
kenndum útúrdúr í hinum blóð-
uga, sigursæla bardaga þeirra við
eigendur eldsins, Kzamm-mann-
æturnar.
Stúlkan Ika, grönn, fríð og nak-
in, er sjálf táknið um menningar-
legar framfarir, því ættbálkur
hennar, Ivakar, býr nú þegar í kof-
um, ræður yfir tiltölulega há-
þróuðum vopnum — og framar
öllu: kann að kveikja eld.
Auðvitað tekur nú að þróast
verulega krassandi ástarsamband
milli hinnar fögru Iku og Naohs,
hins bláeygða, stórvaxna karl-
manns í kvikmyndinni. Eins og
vita mátti fylgir þessi velættaða
heimasæta svo hinum frumstæða
en sterka elskuhuga heim í rudda-
legt umhverfi hellisbúanna. Og
hvernig mætti það svo sem öðru
vísi vera en að Ika vígi hina ves-
ældarlegu noprandi Úlama í
leyndardóminn, hvernig tendra
skulield.
Nsanderthala-maöur oins og
hann birtiat í upphafi myndarinn-
ar.
Þrátt fyrir allan leikrænan
áhrifamátt og skírskotun kvik-
myndarinnar til ósköp venjulegra
kvikmyndahúsgesta, hefur hinum
gáfaða franska leikstjóra samt
tekizt að sigla framhjá því skeri
að gera myndina að einhverjum
kynlífs- og glæpareyfara í stein-
aldarumhverfi.
Sú feiknalega virðing, sem Ann-
aud ber fyrir þeim mönnum, er
teljast frum-forfeður okkar, svo
og kynni hans af framandi menn-
ingarsamfélagi í Kamerún, hefur
allt stuðlað því að gera kvikmynd-
ina að allt að því hreinni stað-
reynda-frásögn, sem taka verður
alvarlega.
Ef Annaud og samstarfsmenn
hans hefðu ekki verið haldnir
ósvikinni hrifningu á þessum
steinaldar-efnivið, hefðu þeir
naumast verið færir um að full-
gera þessa litríku stórmynd, sem
kostað hefur um 12 milljónir doll-
ara í framleiðslu. Fjórum sinnum
á fjórum árum varð að gera hlé á
kvikmyndatökunni.
„Leitin að eldinum" varð fyrir
Annaud — eftir ýmislega erfið-
leika með hin risavöxnu kvik-
myndaiðjuver Columbia og
Twentieth Century-Fox, eftir
verkfall leikaranna, og eftir mjög
svo fjárfrek mistök, sem urðu á
hinum fyrirhugaða kvikmynda-
tökustað á Islandi — að „Leitinni w
að peningum“.
Framleiðanda kvikmyndarinn-
ar, Michael Gruskoff, tókst á síð-
ustu stundu að kría út tiu og hálfa
milljón dollara og ljúka mynda-
tökunni á aðeins 13 vikum á
myndatökustöðum í Kanada,
Skotlandi og í Kenya.
„Leikstjóranum og mér fannst
við vera orðnir eins og meðlimir
steinaldarættbálksins,“ sagði
Gruskoff, og átti við hina stöðugu
baráttu þeirra upp á líf og dauða
fyrir gerð kvikmyndarinnar.
Kvikmyndatakan reyndi einnig
mjög á þolrif leikaranna. Þeir
urðu að svamla hálfnaktir yfir ís-
köld vatnsföll, og áttu því ekki í
hinum minnstu erfiðleikum með
að leika á sannfærandi hátt Úlam-
ana, skjálfandi af kulda.
Aðalleikararnir þrír, þeir Ever-
ett McGill (Naoh), Ron Perlman
(Amúkar) og Nameer E1 Kadi
(Gav) urðu — sem og allir Úlam-
ar, Kzammar og Wagabouar — að
bera hugvitsamlega unnin gervi
og sérstaka tanngarða,
Stúlkan Ika er nánast ekki í
neinu í allri kvikmyndinni, nema
hvað hörund hennar smurt leirlit.
Ika er leikin af Rae Down Chong,
tvítugri kanadískri stúlku, og er
hún að uppruna kínversk, frönsk,
írsk, indjánsk og svört blanda.
Ekki sluppu dýrin heldur betur,
því að það tók ljónin tvo mánuði
að venjast gervi-sverðtönnum, áð-
ur en þau, í hlutverkum sverð-
tenntra tígrisdýra, gátu farið að
reka þá Naoh og félaga hans upp í
tréð. Fílarnir urðu meira að segja
að vera í hinum loðnu mammút-
gærum í hálft ár, áður en þeir
máttu koma fram fyrir kvik-
myndavélina í hinu mjög áhrifa-
mikla mammútaatriði.
En það sem mest er um vert:
kvikmyndin hefur tekizt með
ágætum og markar tímamót í gerð
kvikmynda af þessu tagi.
ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA EKKIFARIÐ FRAMHJÁ NEINUM SEM ÆTLAR AÐ FERÐAST í SUMAR AÐ ÚRVAL BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA
AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBÚÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINNI
eyja lífsgleðinnar
8. apríl
14 dagar
22. apríl
27 dagar
18. maí
1 og 3 vikur
25. maí
2 vikur
8. júní
1 og 3 vikur
ÞAÐ ER STAÐURINN!
Komdu med fil
10 sæti laus Laus sætí Laus sæti 15 sæti laus Orfá sæti Laus sæti Laus sæti Fullbókað Laus sæti Fullbókað
Biölisti
Biölisti
tullbokaó f-a sæti laus Laus sæti Laus sæti Laus sæti
iib. mai io. jum
2 og 3 vikur 2 og 3 vikur
Fá sæti laus Laus sæti
lU sæti laus 5 sæti laus Biölisti Laus sæti
Laus sa