Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
Umsjón: Séra Karl Sigurbjörnsson
Séra Audur Eir Vilhjálmsdóttir
A U DROTTINSDEGI
Biblíulestur
í dymbilviku 1982:
Pálmasunnudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
4. apríl Lúk. 19,20-40
5. apríl Jóh. 12,1-16
6. apríl Fil. 2,1-5
apríl Sálm. 116,12-19
Skírdagur
Föstud. langi
Laugardagur
8. apríl Lúk. 22,14-20
9. apríl Jóh. 19,16-37
10. apríl Jóh. 19,38-42
Lútherskir fríkirkju-
söfnuðir á íslandi
Fyrsti söfnuður utan þjóðkirkjunnar á Islandi var FríkirkjusöfnuAurinn á
ReyAarfirði, stofnaður 1881 vegna óánægju með veitingu Hólmaprestakalls.
Kirkja var reist á Eskifirði 1884 og sr. Lárus llalldórsson ráðinn safnað-
arprestur. Söfnuður þessi var formlega lagður niður 1942.
„Utanþjóðkirkjusöfnuður í Vallaness- og Þingmúlasóknum" var
stofnaður 1893, og reist kirkja á Ketilsstöðum, sem enn stendur. Upp úr
aldamótum voru víðtækar prestakallasamsteypur, sem ollu mikilli
óánægju víða, og voru stofnaðir fríkirkjusöfnuðir, svo sem í Gaulverja-
bæ, Fróðárhreppi, Fáskrúðsfirði og Bolungarvík. Allir urðu þessir söfn-
uðir skammlífir.
„Hinn evangeliski lútherski Frikirkjusöfnuður i Kcykjavík" var stofnað-
ur 1899, reisti Fríkirkjuna 1904 og telur nú 5.777 meðlimi (1. des. 1980).
Prestur er sr. Kristján Róbertsson.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var stofnaður 1913 og taldi 1676
meðlimi árið 1980. Prestur hans er sr. Bernharður Guðmundsson.
Oháði Fríkirkjusöfnuðurinn klofnaði út úr Fríkirkjunni í Reykjavík
vegna prestskosninga 1949. Hann telur nú 1247 meðlimi (1980) og er
prestur hans sr. Emil Björnsson.
Allir þessir söfnuðir byggja á grundvelli þjóðkirkjunnar hvað trú og
siði snertir.
Hvað er
fríkirkju-
hreyfingin?
Séra Kristján Róberts-
son er prestur Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík. Hann hefur
starfað sem fríkirkjuprest-
ur í Ameríku og við hugs-
um gott til að fræðast hjá
honum um þá fríkirkju-
hugsjón, sem hlýtur að
hafa knúið fram stofnun
fríkirkju á íslandi. En er
þessi fríkirkjuhugsjón enn
vakandi? Er einhver
raunverulegur munur á frí-
kirkju og þjóðkirkju á ís-
landi? Séra Kristján svar-
ar:
★ Fríkirkjan í Reykjavík
var stofnuð árið 1899. 1.
des. 1981 voru 5.666
manns í söfnuðinum.
★ Fríkirkjan í Hafnarfirði
var stofnuö árið 1913.
1.727 manns voru í söfn-
uðinum 1. des. 1981.
★ Óháði söfnuðurinn var
stofnaður árið 1950. í
honum voru 1.204 1.
des. 1981.
Séra Kristján Róbertsson
til Reykjavíkur og gaf út
blaðið Fríkirkjuna. Kenn-
ingarmunur milli þjóð-
kirkjunnar og fríkirkjunn-
ar var lítill sem enginn.
Séra Lárus vildi hafa
kirkjuna frjálsa. Hann
klæddist ekki hempu held-
ur venjulegum jakkafötum.
Hann var prestur Fríkirkj-
unnar í Reykjavík í þrjú ár.
Fólk var kannski ekki
reiðubúið til að meðtaka
þetta breytta form og það
kann að hafa verið þess
vegna, sem séra Lárus var
ekki lengur prestur Frí-
kirkjunnar. Eftir hann
kom séra Ólafur Ólafsson
til preststarfa þar og þá
aðlagaðist Fríkirkjan alveg
háttum þjóðkirkjunnar.
Er einhver munur á trúar-
legri stefnuskrá Fríkirkjunn-
ar og þjóðkirkjunnar?
Trúarleg stefnuskrá Frí-
kirkjunnar er ekki eins
fastmótuð og stefnuskrá
þjóðkirkjunnar. Heilög
ritning er lögð til grund-
vallar, trúarjátningar eru
hafðar til leiðbeiningar. Að
þessu leyti ber Fríkirkjan
keim af ýmsum erlendum
kirkjum, sem leggja
áherslu á innilegt trúarlíf.
Eru lög Fríkirkjusafnaðar-
ins frjálslegri en þjóðkirkj-
unnar?
Fríkirkjusöfnuðurinn
getur sjálfur breytt lögum
sínum, það er í höndum
safnaðarins. Fríkirkju-
prestur hefur raunverulegt
biskupsvald, ef söfnuður-
inn samþykkir það, þótt
hann yrði aldrei kallaður
biskup. Hann er forstöðu-
maður safnaðarins, hann
gæti vígt starfsfólk kirkj-
unnar, t.d. safnaðarsystur
og djákna. Hann gæti líka
vígt eftirmann sinn í
starfi.
Hvað um messuform og
safnaðarstarf?
Messuformið er það
sama og í þjóðkirkjunni.
Við tókum upp nýju hand-
bókina strax, enda hafði ég
haft svipað form í mörg ár.
Mér varð það ljóst í starfi
mínu sem fríkirkjuprestur
erlendis, að aldrei er hægt
að reka fríkirkju með góð-
um árangri eins og þjóð-
kirkju. Starfið verður að
byggjast á þátttöku leik-
manna. Ég tel, að safnað-
arstarfsfólk þyrfti fyrst og
fremst að vera einlægt og
áhugasamt trúfólk, sem
framgengi í trú sinni í
störfum sínum, ég tel það
miklu mikilvægara en sér-
staka menntun á öðrum
sviðum.
Nú er Fríkirkjusöfnuður-
inn í Reykjavík orðinn mjög
dreifður. Skapar það ekki
erfiðleika í safnaðarstarf-
inu?
Söfnuðurinn nær yfir
allt Stór-Reykjavíkursvæð-
ið og safnaðarfólk býr jafn-
vel úti á landi. Það er vit-
anlega erfitt að hafa per-
sónulegt samband við allt
þetta fólk. Við þurfum
fleira starfsfólk, fleiri
sjálfboðaliða til að byggja
upp starf, þar sem prestur-
inn yrði skipuleggjandinn,
en þyrfti ekki að reyna að
vera allt í öllu.
Sá eini raunverulegi frí-
kirkjumaður, sem við höf-
um átt, var stofnandi Frí-
kirkjunnar í Reykjavík,
séra Lárus Halldórsson.
Hann varð fyrst fríkirkju-
prestur á Austfjörðum.
Hann hafði áður verið í
andstöðu við þjóðkirkjuna.
Fríkirkjusöfnuðurinn á
Austfjörðum hafði klofnað
út úr þjóðkirkjunni vegna
óánægju með prestkosn-
ingar. Séra Lárus tók við
þessum söfnuði og mótaði
hann og hefur sjálfsagt
verið undir áhrifum frá
séra Jóni Bjarnasyni frí-
kirkjupresti í Vesturheimi.
Seinna fluttist séra Lárus
Kon ungurinn guðspjall: Lúk. 19, 29—40
Pálmasunnudagur dregur
nafn sitt af pálmagreinunum,
sem mannfjöldinn veifaði og
breiddi á götuna þar sem Jesús
fór um er hann hélt innreið
sína í borgina helgu. Þannig
hylltu borgarbúar „konunginn
sem kemur í nafni Drottins".
En hrifning lýðsins stóð ekki
lengi. Pálmagreinar urðu
krepptir hnefar, hyllingaróp og
lofsöngvar urðu fordæmingar
og haturs öskur. Múgurinn
krafðist dauðadóms yfir þeim,
sem skömmu áður hafði hylltur
verið sem konungur. Þeir höfðu
sungið um konunginn „sem
kemur í nafni Drottins", þ.e.
með vald og í myndugleika
Drottins allsherjar. En hvers
vegna lét hann svo handtaka
sig, án allrar mótspyrnu? Hann
lét fulltrúa valdsins ákæra sig,
hæða og húðstrýkja. Hvar var
þá konungdóm hans að sjá,
hvar sást þá vald og myndug-
leiki Drottins? Hvað var þetta
annað en blekking allt saman,
já hreinasta móðgun við heil-
brigða skynsemi? „Burt með
hann!“ „Krossfestu hann!“
Síðan var hann leiddur út til
aftöku, þessi „konungur",
krýndur kórónu af þyrnum. Og
sem hann sat á sínum háa trón,
— sem var blóðugur kross,
milli tveggja ræningja —, þá
blasti yfirskrift dómarans við
allra augum, þar sem ákæru-
atriðin voru skráð: „Jesús frá
Nasaret, konungur Gyðinga."
Auðvitað var þetta sett í háð-
ungarskyni, og margir hlógu
dátt að þessum konungi og
valdi hans er hann engdist af
kvöl og dauðans angist á kross-
inum. Og síðan hefur margur
hætt og smáð og hneykslast að
boðskap krossins — boðskapn-
um um Guðsson, konung kon-
unganna, sem varð maður og
gekk götu mannsins allt í
dauða.
Hann var ekki krossfestur
vegna þess að hann biði ósigur,
yfirbugaður af ofurefli hins
illa, heldur af því að hann bar
sannleikanum vitni. Sannleik-
anum um Guð og manninn.
Sannleikanum um Guð, sem
elskar manninn en hatar synd-
ina, sannleikanum um Guð sem
fyrirgefur, endurleysir, frið-
þægir og frelsar frá dauðanum
og valdi hins illa, til þess að þú
verðir hans eigin eign í lífi og
dauða og ekkert megni að skilja
þig frá honum.