Morgunblaðið - 04.04.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
77
Sagt frá tónleikum Negatif,
Vébandsins, Q4U,
Sveinbjörns Beinteinssonar
og Purrks Pillnikks
Purrkurinn fór
a
Tónleikar Purrks Pillnikks é
Hótel Borg sl. fimmtudag eru
eitthvaö þaó allra besta, sem um-
sjónarmaður Járnsíóunnar hefur
rekist á í poppinu hérlendis urtd-
anfarin ár og tvímælalaust sterk-
ustu tónleikar þessa kvartetts um
langt skeið. Ferskleikinn, frum-
leikinn, krafturinn og framsetn-
ingin var meó ólíkindum.
Áheyrendur máttu þó bíöa eftir
Purrkinum í sínu allra besta formi í
langan tíma, sem þó var ekki til
einskis eytt. Þrjár hljómsveitir, auk
allsherjargoöans, Sveinbjarnar
Beinteinssonar, tróöu upp á undan
Purrkinum.
Fyrst i rööinni var þriggja manna
flokkur, ættaöur úr Njarövíkunum
aö einhverju leyti, og nefnir sig
Negatíf. Þessir strákar eru ungir
aö árum, hafa um margt ágætis
hugmyndir, hnyttna texta á köflum,
en framsetningin er ekki nógu
sterk. Þá voru þeir félagar greini-
lega dálítiö strekktir á taugum
enda ekki á hverjum degi aö þeir
leika á Borginni. Meö tíö og tíma
ætti þetta aö geta oröiö frambæri-
legasti flokkur.
Að þeim loknum tróö Vébandiö
frá Keflavík upp. í fararbroddi þar
Yoko þakkar
stuðninginn
Yoko Ono, ekkja John heitins
Lennons, hefur sent slúóurdálka-
höfundum breskra dagbiaóa bréf,
þar sem hún þakkar þeim fyrír
velvild, samúó, skilning og um-
fram allt stuóning fré því Lennon
var myrtur hinn 8. desember
1980.
.Skrif ykkar hafa oft borist til
okkar eins og mildur vorblær,
stundum eins og hvassviöri. i öllu
falli hafa þau hjálpaö okkur og
stutt. Ég þakka ykkur og óska ykk-
ur gleöilegs vors.“ Kyndug kona
Yoko.
er einhver sá sérstæöasti söngv-
ari, sem íslensk popptónlist hefur
aö geyma. Ekki söngsins vegna,
heldur vegna útlitsins og framkom-
unnar. Sannkallaöur „Meatloaf" ís-
lands. Vébandiö kom á flestan hátt
mun betur út en forverar þeirra.
Hljóöfæraleikur allur mun öruggari
og gítarleikari hljómsveitarinnar
ágætur.
Q4U tróö nokkuö óvænt upp aö
leik Vébandsins loknum og geröi
þaö bara helvíti gott. Greinilegt er
aö krakkarnir eru farnir aö taka sig
miklu alvarlegar en áöur og út-
koman veröur fyrir bragöiö marg-
falt betri. Þó var stundum eins og
Kommi réði ekki alveg viö hraðann
á trommunum, en slíkt má auö-
veldlega laga. Ellý getur prýöilega
sungiö og mætti jafnvel beita sér
enn meira. Hvort Lindu hefur fariö
fram sem söngkonu frá því ég
baröi Q4U augum síöast er útilok-
aö aö dæma um þar sem svo illa
heyröist til hennar allan tímann.
Mörg laga hljómsveitarinnar
komu vel út en líkast til var ekkert
þeirra þó eins kröftugt og þeirra
útsetning á gömlu lögunum, „Ég á
heima á Islandi, íslandi" og
„Sprengisandur". Þessum tveimur
lögum var smellt saman í eitt á fjári
laglegan hátt. Q4U er orðin
hljómsveit, sem vert er aö veita
athygli og þaö er miklu meira en
hægt var aö segja um hana hér
áöur fyrr.
Sveinbjörn Beinteinsson fór
meö rímur fyrir lýöinn áöur en
Purrkurinn tróö upp. Ekki er þaö
ætlunin aö „krítisera" hann, enda
hefur umsjónarmaöur Járnsíöunn-
ar lítiö sem ekkert vit á rímum.
Aöalflokkurinn, Purrkurinn sjálf-
ur, tróö síöan upp þegar klukkan
var kortér gengin í eitt. Þaö var
ekkert veriö aö tvinóna viö hlutina
heldur vaöiö af staö meö látum og
hamagangi. Aldrei hefur Einar Örn
veriö frískari á sviöi en einmitt
þennan fimmtudag. Krafturinn í
GO GO’S / THE BEAUTY AND THE BEAT
Kvennarokk úr
vesturheimi
Þaó er ekki aó furða, þótt
Bandaríkjamönnum þyki mikió til
stelpnanna í Go Go’a koma. Time
sagöi m.a. í grein um hnignun
rokksins fyrir mánuði, aó ffétt
nýtilegt væri í bandaríakri rokk-
tónlist lengur. Aóeina Bruce
Spríngsteen og Go Go’a væru
frumleg. Allt annað væru eftir-
apanir. Go Go’s eru nefnilega
ákaflega óamerískar é allan hétt
og það er líkast til þess vegna, að
fólki vestanhafs þykir jafn mikiö
til þeirra koma og raun ber vitni.
Þær eru hins vegar ekki frumleg-
ar fyrir fimm aura, fremur en 99%
rokkhljómsveita í dag.
Go Go’s er hljómsveit, sem
stofnuö var fyrir einum 4 árum í
Hollywood. Þær, sem stofnuöu
hljómsveitina, vissu ekki hvaö
sneri fram og hvaö aftur á hljóð-
færum, en létu þaö ekki aftra sér
frá því aö fara af staö. Eftir þvi sem
söngvarinn, Belinda Carlisle, segir,
voru þaö aöeins hvatningarorö
vina og vandamanna, sem héldu
hljómsveitinni gangandi fyrst.
Eftir aó Charlotte Caffey gítar-
leikari bættist í hópinn, tóku hjólin
aö snúast i rétta átt. Caffey haföi
reyndar aldrei leikiö á gítar, en
hafói lært á píanó. Þaö var bara
betra og hún og Jane Wiedlin
rythma-gítarleikari hófu aö semja
lög af alefli saman. í janúar 1979
bættist trymbillinn Gina Schock í
hópinn og núverandi skipan varö
endanleg er bassaleikarinn, Kathy
Valentino, gekk til liös viö skvís-
urnar.
Plata Go Go’s, The Beauty and
the Beat, hefur notið fágætra vins-
ælda í Bandaríkjunum. Rokk
þeirra fimmmenninganna er blátt
áfram, hrátt, einfalt og grípandi.
Lögin eru flest hver þokkalega
samansett og hljóöfæraleikurinn
ágætur, en ekkert meira.
Viö yfirreiö minnir tónlist Go
Go’s stundum verulega á Blondie
og ennfremur Pretenders. Svipaö-
ur grófleiki og hrynjandi og ef
maöur vissi ekki betur, væri erfitt
aó greina aö hér færi bandarisk
hljómsveit. Hins vegar vantar meiri
kraft.
Þessi plata stelpnanna er ekkert
meistarastykki, en sýnir þó öllu
ööru fremur, aö kvenmenn eru
ágætlega færir um aö leika rokk,
ekki bara syngja þaö. Þó vantar
mikið upp á aö hljóófæraleikurinn
sé eitthvaö sérstakur. Þarna er
þaö greinilega heildin sem ræöur
ríkjum.
Bestu lögin eru tvimælalaust
þau, sem slegiö hafa í gegn: Our
lips are sealed og We got the beat.
Önnur standa þeim nokkuö aö
baki, en ekki nema 2—3 lög geta
talist slök. Þaó er alls ekki svo lé-
legt á 11 laga plötu nú til dags.
Purrkurinn fór é kostum é fimmtudag. Einar örn blæa hér af mikilli innlifun. Klarinett og hljómborð hafa nú
bæat é hljóófæraliata Purrkaina.
drengnum var hreint út sagt með
ólíkindum. Hann stóö vart kyrr eitt
augnablik, heldur óó fram og til
baka á sviöinu, út í sal. Var bók-
staflega alls staöar.
Aö baki honum voru þeir Frikki,
Ásgeir og Bragi, þéttari en
andsk.. . Ásgeir er oröinn firna-
góöur trymbill og gefur mörgum af
betri trommuleikurum landsins lít-
iö eftir. Bragi er ennfremur örugg-
ari en nokkru sinni á bassann og
Friðrik slær vart feilnótu á gítarinn.
Til samans mynda þessir fjór-
menningar frumlegustu hljómsveit
landsins. Hún hefur e.t.v. ekki á aö
skipa fjórum bestu músíköntum
landsins, en saman mynda þeir
órjúfanlega heiid.
Þarna voru kyrjuö lög af báöum
fyrri plötum flokksins, svo og þeim
tveimur nýju, sem væntanlegar
eru, auk annarra laga. Gömlu lögin
virtust fá einna bestar undirtektir,
ef undan er skiliö sérstakt framlag
Purrksins til Stjörnumessunnar.
„Spontant" framlag eins og þau
gerast best. Hreint út sagt frábært.
Á skömmum tíma hafa bæöi Egó
og Purrkurinn leitt borgarbúum
fyrir sjónir hvernig halda á tón-
leika.
/\m yousi/wy
-p/syte spt-/. /iuv£.p
Ein ágæt, sem þarfnast engra skýringa.
Pokahorn
verður að
Járnsíðu
Eins og lesendur Poka-
hornsins hafa vafalítió tekið
eftir, hefur þaö fengið nýjan
umsjónarmann. Um leiö hefur
efnisinnihald þess breyst
nokkuó frá því sem áóur var.
Reynt veröur að hafa efnió á
síöunum sem fjölbreyttast
hverju sinni, þó svo eölilega
veröi aðaláherslan lögð á þá
tónlist, sem nýtur hvaö mestr-
ar hylli hverju sinni.
Þá hefur verið ákveðió aó
breyta um nafn á síðunni og
mun hún framvegis heita
Járnsíöan.
Ætlunin er aö Járnsíðan
veröi framvegis 6 sinnum í
mánuöi. Um hverja helgi og aö
auki annan hvorn miövikudag.
Þannig veröa 12 poppsíöur í
mánuði hverjum. Leitast veröur
viö aö birta umfjöllun um þá
tónleika, sem berast til eyrna,
og eru hljómsveitir hvattar til
aö hafa samband viö undirrit-
aöan. Eölilega er ógjörningur
aö fylgjast meö öllu því sem
gerist í popptónlist landans, og
eru því allar upphringingar og
annaó í þeim dúr vel þegnar.
— SSv.
CHEETAH/ ROCK AND ROLL WOMEN:
Enn slá rokkarar frá
kengúrulandinu í gegn
Astralir gera þaö hreint ekki
endasleppt í rokkinu þessa mén-
uóina. Hver hljómsveitín é fætur
annarri sprettur þar upp og slær í
gegnu. Cheetah é vafalítiö eftir
að gera það gott — einkum é
Bandaríkjamarkaói, ef aó líkum
lætur. Tónlistin er „hardrokk" aö
meginhluta, lögin grípandi og
flutningurinn meó miklum égæt-
um.
Þaö eru þær systur, Lyndsay og
Chrissie Hammond, sem standa
fyrir Cheetah-nafninu. Aö baki sér
hafa þær fimm manna sveit karla,
sem sér um hljóöfæraleik fyrir
þær. Söngur þeirra systra er meö
miklum ágætum og óneitanlega
hafa þær, fyrir margra bluta sakir,
verulega sérstööu innan rokksins.
Ur plötustaflanum
Ekki einungis syngja þær prýöi-
lega, heldur eru þær aö auki bráö-
laglegar og líkast til eini kvennadú-
ettinn í þessari tónlist.
Þaö er oröiö nokkuö langt síöan
þær systur lögóu af staö aö
heiman með nesti og nýja skó í leit
aö frægö og frama. Þær hafa nú
þrælaö í heilan áratug og loks náö
aö brjóta ísinn. Þaö var ekki fyrr
en þær komust í kynni viö þá
Vanda og Young, sem í samein-
ingu reka Alberts Productions í
Ástraliu, aó sólin tók aö skína á
þær. Vanda þessi og Young hafa i
gegnum árin komiö mörgum rokk-
aranum á legg. Frægasta má telja
AC/DC, Angel City og Rose
Tattoo, svo einhverjir séu nefndir.
Fyrsta breiðskífan er því komin
á markaö og ber nafniö Rock and
roll women. Ekki er hægt að segja
annaó en þær systur fari vel af
staö, því platan er þrumugóð á
köflum. Bestu lögin slaga hátt í
þaö friskasta, sem heyrst hefur á
þessum vettvangi. Bang, bang og
Rock ’n’ roll woman bera nokkuö
af, en hin koma öll í hnapp á eftir.
Engan veikan punkt er aö finna,
nema kannski helst í laginu Suffer-
ing love.
Undirspilió er ekki nein snilld, en
umfram allt þétt og taktfast. Áber-
andi var aö heyra muninn, þegar
plötur Go Go’s og Cheetah voru
leiknar hver á eftir annarri, hversu
allt „sánd" var miklu öflugra hjá
Cheetah. Hvort þaö liggur ein-
göngu i hljóöfæraleikurunum, er
vafalaust mjög hæpiö aö fullyröa.
Upptakan hlýtur aö skipta geysi-
legu máli, hér eins og alltaf.
Þaö er umsjónarmanni Poka-
hornsins Ijúf ánægja aö mæla meö
þessari plötu. Hún er ekkert báru-
járnsrokk, en „hardrokk” eins og
þaö gerist hvaö ágætast.