Morgunblaðið - 04.04.1982, Síða 32

Morgunblaðið - 04.04.1982, Síða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Sparisjóðsútibúið í Garðinum: Þriðja útibúið á landinu sem spari sjóðir fá að opna (iarói, I. april. SL. MÁNUDAG opnaði sparisjóó- urinn í Keflavík útibú í litlu ein- býlishúsi sem stendur miðsvæðis í þorpinu. Er þetta annað útibúið sem sparisjóðurinn opnar en útibú- ið í Njarðvík er Hmm ára um þess- ar mundir. Var það fyrsta útibúið sem sparisjóðir landsins fengu að opna, en útibúið í Garðinum er hið þriðja yfir landið. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ánægju heimamanna með útibúið. Þetta er slíkt hags- munamál fyrir byggðarlagið að með ólíkindum er hve illa hefir gengið að fá jákvætt svar við beiðninni. Það var ekki fyrr en hreppsnefndin hafði ítrekað sent áskoranir til Seðlabankans, und- irskriftalisti hafði verið sendur með 300 áskorunum, verkalýðs- félagið hafði sent bréf fyrir utan það að Sparisjóðurinn hafði margítrekað umsóknir sínar um útibú en umsókn var fyrst send í mars 1976. Sparisjóðurinn er til húsa að Sunnubraut 4, en húsið gengur undir nafninu Skálholt. Hafa verið gerðar á því gagngerar breytingar og er áætlaður heild- arkostnaður við útibúið nú um 1,1 milljón. Framkvæmdum við húsið er að mestu lokið en eftir er að laga umhverfið en áætlað er að það verði gert í sumar. Ekki er annað að sjá en að vel hafi verið vandað til við innrétt- ingu hússins sem er mjög aðlað- andi og snyrtileg. En skipuleggj- andi þess verks var Gunnar Magnússon arkitekt. Verkið var nánast unnið eingöngu af heima- mönnum. Helztu verktakar voru Tréborg sf., Bragi Guðmundsson og Húsabygging hf., Sigurður Ingvarsson lagði raflagnir, Jón- as Guðmundsson pípulagnir, Hafsteinn Sigurvinsson vann múrverk, Tryggvi Einarsson og Sigurður Jónsson unnu jarð- vinnu, Hjörleifur Matthíasson málningarvinnu. Þá eru í húsinu myndskreytingar eftir Eirík Smith listmálara og Heimi Stígsson ljósmyndara. Sparisjóðurinn í Keflavík verður 75 ára á þessu ári, en hann var stofnaður 7. nóvember 1907 og voru aöalhvatamenn að stofnun sjóðsins Þorgrímur Þórðarson læknir í Keflavík og Kristinn Daníelsson prestur að Utskálum. Allt fram til ársins 1955 var starfsemin rekin á heimilum sparisjóðsstjóranna en þá var byggt yfir sparisjóðinn að Suðurgötu 6 og jókst starf- semin til muna upp frá því. Sparisjóðsstjórar hafa verið tveir frá 1974, en þeir eru Páll Jónsson og Tómas Tómasson. Aðstoðarsparisjóðsstjóri er Geirmundur Kristinsson og Magnús Haraldsson skrifstofu- stjóri. Stjórn sparisjóðsins skipa Marteinn Árnason, Finnbogi Björnsson og Jón H. Jónsson. í hófi sem haldið var í tilefni opnunarinnar flutti formaður stjórnar sparisjóðsins, Marteinn Árnason, ræðu, þar sem hann rakti sögu Garðmanna í þágu sjóðsins frá upphafi en eins og fram hefir komið þá voru Garðmenn m.a. hvatamenn að stofnun hans. Þá opnaði sveita- sjóður fyrsta reikninginn í nýja útibúinu. Þá var í tilefni opnun- arinnar Knattspyrnufélaginu Víði afhentar 30 þúsund krónur til starfsemi yngri flokkanna í knattspyrnu og Björgunarsveit- inni gefnar 20 þúsund kr. til tækjakaupa. Þá bauð formaður gestum að þiggja veitingar í samkomuhúsinu þar sem Finn- bogi Björnsson stjórnarmaður í sparisjóðnum sagði frá aðdrag- anda að opnum útibúsins. Fyrr um daginn hafði aðal- fundur sparisjóðsins verið hald- inn í Samkomuhúsinu. Þar kom m.a. fram að heildarútlán voru í fyrra 101,3 millj. en heildarinn- lán 132,5 millj. og hafði aukning innlána orðið um 73,6%. Nýja útibúið verður opið virka daga frá kl. 9.15-12.30 og 13.30—15.30. Móttaka spari- sjóðsstjóra verður eftir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum. Þrjár starfsstúlkur verða í úti- búinu: Guðný Björnsdóttir, Margrét Lilja Valdimarsdóttir og Guðrún Aradóttir. Arnór. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Himini Riccione Cattolica Cesenatico Adriatic Riviera ot Emilla - Romagna (Itarly ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adríatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellaría - Igea Marína Cervia - Mllano Marittima Ravenna e le Sue Maríne líf og fjör allan sólarhringinn Rimini - einn vinsælasti sumarleyfisstaöur Evrópu - hefur á skömmum tíma unnið hug og hjörtu íslendinga á öllum aldri. Vinsældir þessa óviöjafnanlega baðstaðar byggjast öðru fremurá bví margfræga lífi og fjöri sem þar er stöðugt að finna, gnægð af spennandi ævintýrum fyrir böm og fullorðna ásamt fullkominni hvíldar- og sólbaðsaðstöðu sem alla heillar. Margbreytilegt mannlíf í aðlaðandi umhverfi er það fyrsta sem vekur athygli þeirra á Rimini. Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er krökkt af kátu fólki. Endalaus ævintýri íyrir böm og fulloróna Vegna sérstöðu sinnar meðal sólbaðsstaða Adríahafsins laðar Rimini árlega að sér fjölda listamanna hvaðanæva að. Leiksýningar, hljómleikar og hvers kyns skemmtilegar uppákomur eru því daglegir viðburðir - jafn- vel þegar þeirra er síst von Sérlega ódýrirog góðirveitingastaðir ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna ánægjulega dvöl bína á Rimini. Þaulreyndir fararstjórar eru ætíð til taks og benda fúslega á alla bá fjölmörgu mögu- leika sem gefast til að njóta lífsins í ógleymanlegu umhverfi. • Tivolí • Skemmtigarðar • Sædýrasöfn • Leikvellir • Hjólaskautavellir • Tennisvellir • Mini-golf • Hestaleigur • Co-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar Heillandi skoöunarferöir Róm - 2ja daga ferðir Feneyjar - „Hin sökkvandi borg Flórenz - listaverkaborgin fræga San Marinó - ,,frimerkja-dvergrikið o.fl.o.fl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.