Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
87
AFORNUM
VEGI
Samantekt
J.F.Á.
Ættaremkenni íslendinga
Árið 1938 gaf ísafoldarprent-
smiðja, þá „hirðprentsmiðja kon-
ungs“ út teikningar eftir Stefán
Strobl í bókarformi: „Samtíðar-
menn í spéspegli“ heitir bókin og
skrifaöi Guðbrandur Jónsson próf-
essor formála fyrir henni. Stefán
Þegar maður kemur
hingað frá Svíþjóð og svip-
ast um, þar sem umferðin er
mest, er heildarsvipur al-
mennings skandinaviskur.
Fjölfarin gata í Reykjavík
ber, að því er fólkið snertir,
sama svip og í Svíþjóð eða
norðanverðum Noregi.
En þegar ég bar saman
andlit fólksins, sem ég var
að teikna hér fyrst í stað,
fólkið, sem mér var vísað á,
að væri meðal þeirra, sem
mest kveður hér að, við hin
venjulegu andlit Svía t.d., þá
gat ég ekki annað en séð al-
veg greinilegan mun.
Ahrifamenn á Islandi bera
ekki svip Norðurlandabúa.
Þegar ég lít yfir þessi 60
andlit, sem ég teiknaði sér-
staklega fyrir sýninguna
mína, þá eru einkennin m.a.
þessi: Breiðleitir eða jafnvel
kringluleitir menn, flestir
með mjög fjörmikil, stór og
skær augu, dekkri yfirlitum
en norrænir menn eru flest-
ir, með mikla skeggrót, en
það er ekki einkenni Norður-
landabúa.
Ef maður tekur hinn „typ-
iska“ Svía til samanburðar,
þá er hann iangleitur, háls-
langur með lítinn hnakka,
nefið 'stutt og sviplítið, í
mótsetningu við þá íslend-
Strobl var Ungverji að uppruna og
kom hingaö til lands í stutta heim-
'sókn árið 1938 og teiknaði þjóð-
kunna íslendinga í spéspegli og hélt
stóra sýningu á þeim teikningum í
Reykjavík, sem mikla athygli vakti.
Meðan á dvöl Stefáns stóð hér-
lendis átti Valtýr Stefánsson, rit-
stjóri Mbl., við hann merkilegt sam-
tal sem heitir: „Mismunandi ættar-
einkenni íslendinga — hugleiðingar
og getgátur teiknarans Stefáns
Strobl.“ í þessu samtali er að finna
snjalla lýsingu á íslendingum, sú
lýsing stendur fyllilega fyrir sinu,
rétt eins og afburða góðar skop-
teikningar mannsins. Stefán Strobl
sagði meðal annars í samtalinu við
Valtý:
ýmsa útlendinga, er hingað
hafa komið, er furða sig á
því hinu sama, að þið íslend-
ingar skulið ekki fá útlend-
inga til að setjast hér að,
duglega, vinnusama menn,
sem gætu orðið fyrirmynd-
armenn hver á sínu verklega
sviði. Eg sé nefnilega ekki
betur, en að ykkur vanti hér
enn í dag bæði verklega
kunnáttu, verklega menn-
ingu og þann vinnusama
anda, sem gagntekur þær
þjóðir, er reynast mest
sjálfbjarga í heiminum nú á
dögum.
Hér sýnist mér fólkið yfir-
leitt ekki vera rótgróið við
neitt að heitið geti. Þið eruð
sýnilega ekki meira en svo
bændaþjóð, því að þegar
bændurnir sjá aðra lífsvegi,
yfirgefa þeir jörð og óðal. Og
þótt ekki sé annað en að sett
sé upp ein lítil sýning á
skopteikningum, þá kasta
menn frá sér verki og þjóta
þangað.
Þið megið ekki taka það
illa upp, þó að ég segi eitt-
hvað, sem kann að þykja
óþægilegt. Ég ætla engan að
særa. En ég vil reyna að
kynnast því fólki sem bezt,
er ég umgengst, og segi eða
sýni það, sem mér finnst
vera sérkenni þess.
inga, sem ég áður lýsti, er
flestir hafa mikið nef, Sví-
arnir hafa langa höku, eru
yfirleitt allir langleitir. Og
þegar þeir fitna með aldrin-
um, þá safnast fitan allt
öðruvísi á þá en þessa ónor-
rænu íslendinga, þeir fá
slapandi ístru, í stað þess að
Islendingar, sem ég lýsti og
teiknaði fyrir sýninguna
mína, safna fitu þannig, að
þeir verða allir þéttvaxnari,
sívalari á skrokkinn, en ekki
uppmjóir með síða vömb,
eins og Svíarnir.
En hvernig geta svona
skýr tilbrigði átt sér stað
innan svo lítils þjóðfélags,
munuð þér spyrja, þar sem
allir eru að kalla má ná-
skyldir?
Ég get ekki skýrt það á
annan hátt en þennan, og
læt þá skýringu nægja fyrir
mig, hvað sem aðrir kunna
að segja.
Upprunalega hefur ís-
lenzka þjóðin orðið til af
þrem kynstofnum, hinum
norska eða norræna, hinum
írska og hinum finnska.
Þetta eru óskyldir stofnar.
Enn í dag skiptast hér á,
hvaða ættareinkenni þess-
ara þriggja verða ríkjandi í
því fólki, sem hér fæðist.
Bræður og systur af hinni
sömu blönduðu ætt geta
fengið mismunandi ættar-
einkenni að erfðum, það er
viðurkennt lögmál. Og það
kemur að mínu áliti greini-
lega í ljós hér.
Þeir menn, sem fá hinn
ónorræna svip, eru yfirleitt
mennirnir sem eru fram-
takssamastir, fjölhæfastir,
fjörmestir og e.t.v. gáfaðast-
ir.
Hér koma líka til greina
mjög eindregin afbrigði í
lundarfari. Hinn „typiski"
Svíi er einhliða, hann er sér-
fræðingur í sinni grein, veit
allt um það, sem hann vinn-
ur að, en kærir sig tiltölu-
lega lítið um annað. Hann er
„aðskorinn" í svip og vexti,
og sjóndeildarhringur hans
er eins.
Ég var nærri búinn að
gleyma finnsku ættkvíslinni
og hennar einkennum. Því
hér eru menn, sem greini-
lega sverja sig í ættina
þangað, menn með breitt,
lágt en upprétt nef, há
kinnbein, og greinilegan
brúnagarð í enni, lítt loðnar
augabrýr, og vaxa augna-
hárin beint fram, augun eru
hin hvítbláu finnsku augu.
Til skýringar get ég nefnt
tvo menn, er ég teiknaði,
sem mjög minna á Finna, þá
Ingimar Jónsson skólastjóra
og Þórberg Þórðarson.
Nú má ekki taka það svo,
sem ég haldi því fram, að
hér séu hreinir írar í sjón og
hreinir Skandinavar, hvor
við annars hlið, og hreinir
Finnar. Ég á aðeins við það,
hvert menn sverja sig í ætt,
hver eru aðaleinkennin. Og
þessi aðaleinkenni, ættar-
mót, ef svo má kalla, geta
verið allt önnur hjá náskyld-
um mönnum, jafnvel bræðr-
um. Það sjá menn hér mjög
greinilega.
Þegar ég geri mér grein
fyrir aðaleinkennum í lund
og gáfnafari þeirra Islend-
inga, sem ég hef kynnzt og
eru meðal áberandi manna
þjóðarinnar, þá finnst mér
þeir einna líkastir borgar-
búum minnar eigin þjóðar,
Ungverja. Þeir eru fjöllynd-
ir, leggja rækt við andlega
menningu, áhrifagjarnir,
hneigðir fyrir kappræður,
ræðumenn dágóðir, „dilett-
antar", og sérlega bók-
hneigðir, en slíkt er Skand-
inövum mjög fjarlægt.
I Svíþjóð eru menn ekki
metnir eftir gáfum, heldur
eftir því í hvaða stöðu þeir
eru og hverrar stéttar. Það
er aðstaða mann í þjóðfélag-
inu, sem gefur manni álit
fyrst og fremst, það er spurt
fyrst um það, hvort maður-
inn sé duglegur að bjarga
sér, að komast áfram í lífinu
sem kallað er. Hér á landi
eru menn ekki metnir svo
mjög eftir því, hverju þeir
koma í verk, heldur hvaða
gáfum þeir eru gæddir.
Ég skal fúslega játa, að
slíkur hugsunarháttur, þó
hann sé í sjálfu sér góður, þá
er hann ekki alis kostur
ákjósanlegur fyrir þjóð eins
ogykkur Islendinga, sem lif-
ið í landi, er getur fætt og
klætt margfalt fleiri menn,
en nú er.
Hér er hið hróplegasta
misræmi milli bókmenning-
ar og hinnar verklegu menn-
ingar. Og enda þótt ég ætli
ekki að hlanda mér í pólitík,
þá get eg ekki komizt hjá að
nefna það, sem öllum út-
lendingum, er hingað koma,
dettur í hug, að ef þið ís-
lendingar herðið ykkur ekki
betur á hinu verklega sviði, í
því að nema land ykkar, þá
er ákaflega hætt við því, að
einhverja aðra langi til þess,
er fram í sækir, að gera það
fyrir ykkur, sem þið virðist
miður færir um.
Ég fyrir mitt leyti skil
ekki í því, og ég hef talað við
?;W'
Jakob Möller Jónaa Jónsson fró Hriflu Ólafur Thors Stefán Jóh. Stefánsson