Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
95
TYRKLAND:
er hann undir miklum þrýstingi
frá Vestur-Evrópu um að herinn
afsali sér völdunum hið snarasta.
Þeir, sem þekkja og skilja hinn
tyrkneska karakter, vita, að slíkur
þrýstingur, hvaðan sem hann
kemur, hvort sem hann er frá vel-
þenkjandi og góðviljuðum vinum
eða andstæðingum, er aðeins lík-
legur til að kalla fram gagnstæð
viðbrögð.
Hótanir um að draga úr aðstoð
við Tyrkland eða reka það úr ýms-
um Evrópustofnunum, enda þótt
það særi þjóðerniskennd Tyrkja,
sem telja sig afdráttarlaust til
Evrópu, eru til þess eins fallnar,
að almenningsálitið fylkir sér að
baki herforingjastjórninni, þó
ekki væri nema vegna stolts og
tryggðar.
Tyrkir eru um margt óvenjulegt
fólk. Undir þrýstingi eru þeir
hugrakkir, rólegir og þrjózkir
Þeir hneigjast til að sjá hlutina —
rétt eins og herforingjarnir — í
svörtu eða hvítu. Annaðhvort ertu
vinur þeirra eða óvinur. Það er
ekki gefinn kostur á neinu þar á
milli.
Blaðamenn
búa við bágar
aðstæður
Meðan á Kóreustríðinu stóð
á sínum tíma, voru tyrkn-
eskir hermenn nánast
þeir einu sem ekki létu bugast í
grimmdarlegum yfirheyrslum
Kínverja. Það er líklega vitlegra
en ekki fyrir evrópska stjórnmála-
menn og fleiri að hafa þetta í
huga, þegar þeir hugsa sér aðgerð-
ir gegn Tyrkjum á einn eða annan
veg.
En burtséð frá gremju vegna
utanaðkomandi afskipta, er einnig
annar þáttur í afstöðu flestra
Tyrkja til hersins. Frá dögum
Kemal Atatúrks hefur herinn not-
ið sérstakrar stöðu meðal þjóðar-
Turgut Ozal
Kenan Evren
innar. Tyrkir eru ekki aðeins
ánægðir með her sinn, þeim stend-
ur ekki beygur af honum, þeim
þykir hreinlega vænt um hann.
Tyrkneski herinn er nátengdur
þjóðarsálinni og enginn yfirstétt-
arbragur á honum.
Þúsundir hryðjuverkamanna og
pólitískra fanga frá vinstri og
hægri myndu skiljanlega ekki
vera dús við þessa fullyrðingu.
Staðhæfingar Amnesty Int. um
pyntingar eru trúlega flestar rétt-
ar. En það skyldi náttúrlega haft í
huga, að pyntingum er víðar beitt
en í Tyrklandi og herstjórnin hef-
ur sýnt lit á því að láta kanna
ásakanir af þessu tagi, og það aft-
ur leitt til að ýmsir fangaverðir og
lögreglumenn hafa fengið dóma
fyrir harðræði við fanga. Það er
meira en hægt er að segja um
fyrri stjórnir í Tyrklandi, fangar
hafa einnig verið beittir pynting-
um meðan lýðræði var við lýði.
Það er jákvæður þáttur í fram-
vindu mála og á sinn þátt í að fólk
er ánægt með stjórnina, að stór-
mikill bati hefur orðið í efnahags-
lífi landsins. Verðbólgan er komin
úr rösklega hundrað prósentum
niður í 40 prósent. Útflutningur
hefur aukizt og framleiðslan inn-
anlands. Biðraðir við verzlanir eru
úr sögunni og enginn vöruskortur
lengur. Til að létta byrðar lág-
launafólks hefur skattstiga verið
breytt því til hagsbóta.
Mikið af þessum batamerkjum
má þakka Turgut Ozal, sem áður
hefur verið minnzt á í greinum um
Tyrkland. Hann er einn af fáum
aðilum, sem átti sæti í fyrrverandi
ríkisstjórn. Hann reyndi að koma
efnahagsráðstöfunum í fram-
kvæmd í stjórnartíð Demirels, en
hafði ekki erindi sem erfiði.
Það hefur aftur á móti gengið
betur núna, kannski vegna þess að
hann hefur fengið aukið vald, sem
hann hafði ekki í tíð lýðræðis-
stjórnar Demirels.
Demirel, sem var forsætisráð-
herra skamma hríð fyrir valda-
tökuna, hefur horfið úr sviðsljós-
inu. Flestir fyrrverandi stjórn-
málamenn hafa stillt í hóf gagn-
rýni á núverandi valdhafa, að
minnsta kosti opinberlega. Bulent
Ecevit, sömuleiðis fyrrverandi
forsætisráðherra, hefur verið at-
kvæðameiri og þegar orðið að
gjalda fyrir það með tveggja mán-
aða fangelsissetu. Einnig var
bönnuð útgáfa stjórnmálarits,
sem hann stóð að. Þetta eru engir
sældartímar fyrir blaðamenn. Þó
svo að heiti, að ekki sé ritskoðun,
er ljóst, að engir kæmust upp með
að skrifa neitt það sem ekki hugn-
ast herforingjunum. Hver sú frétt
sem ekki fellur í kramið hjá þeim,
kallar á mjög strengilega viðvör-
un, og er þá vel sioppið. En tyrkn-
eskir blaðamenn eru ýmsu vanir.
Þegar lýðræðið blómstraði með
hryðjuverkum og efnahagsöng-
þveiti, voru blaðamönnum einnig
settar skorður í skrifum sínum og
iðulega fangelsaðir, ef þeir fóru
óvirðulegum orðum um valdhafa.
Áhrif á
ferðamannastraum
eða ekki?
Tyrkland er ekki ferða-
mannaland í neinum stórum
stíl, þótt það sæki heim
margir gestir. Það hefur enga við-
líka möguleika og t.d. Grikkir að
bjóða ferðamönnum upp á í leyf-
um sínum. Þó eru þar góðar
strendur, Miðjarðarhafsmegin,
stórkostlegar fornminjar, lands-
lagsfegurð í Anatólíu er víða
hrikaleg og óviðjafnanleg. Istan-
bul er væntanlega sá staður sem
flestir koma til, oft eru það ferða-
menn í skemmtiferðum í öðrum
löndum náiægum, sem fara í dags-
ferðir eða svo til Istanbul.
í grein Peter Hopkirks í Times
segir, að ferðamenn hafi ekki orð-
ið fyrir neinum truflunum vegna
ástandsins sem var í landinu fyrir
herforingjabyltinguna. Hann seg-
ist hafa ferðazt um landið þvert og
endilangt og dvalið í helztu borg-
um sumarið 1980 og aldrei séð
neina ókyrrð. Sjálf kom ég í fyrsta
skipti til Tyrklands haustið 1979,
þá var hryðjuverkaaldan í al-
gleymi, þótt ár liði unz herinn
kæmi til skjalanna. í Istanbul
fannst mér hvarvetna mega sjá
merki þess að fólk væri óttaslegið,
og afar lítil umferð var á kvöldin.
Einu sinni spásséraði líkfylgd
framhjá hótelinu mínu, þar héldu
fjórir menn á kistu á öxlum sér
með jarðneskar leifar prófessors,
sem hafði verið skotinn daginn áð-
ur þarna í grenndinni. Hann var
að vísu talinn vinstrisinnaður, en
það var þó ekki víst. Vissara þótti
að skjóta hann. Eitt kvöldið var ég
að koma flugleiðis frá Izmir og í
grennd við flugvöllinn úði allt og
grúði af lögreglumönnum með
vélbyssur og útbúnað sem ég kann
ekki að nefna. Allir bílar frá
flugvellinum voru stöðvaðir.
Ástæðan var sú, að kortéri áður
höfðu hryðjuverkamenn komið ak-
andi að flugvallarveginum, lágu
þar í leyni og skutu eins og þeir
lífsins lifandi gátu á bíla sem fóru
framhjá, og var þá ekki endilega
verið að kanna hvort í þeim sætu
hægri- eða vinstrimenn. Fjórir
höfðu verið drepnir þarna á ör-
stuttum tíma. Við þetta ástand
bjó fólk og það vissi enginn hver
yrði skotinn næst. í ljósi slíkra
staðreynda og fleiri sem blasa við
þegar menn kynna sér málefni
Tyrklands, ættu menn svo að vega
og meta herforingjastjórnina og
gerðir hennar.
Texti:
Jóhanna Kristjónsdóttir
DAGSKRÁ
Húsið opnad kl. 19.00
MATSEÐILL
Fordrykkur: BENIDORM Sólargeisli
Logandi lambageiri VALENCIA
Desert: COUPE Tutti frutti
BENIDORM
FERÐAKYNNING
Ný kvikmynd frá Hvítu ströndinni Costa
Blanca. Kynnir med myndinni er Jómnn
Tómasdóttir leidsögumadur.
.... „ FERDABINGÓ
Julius Brjqnsson stjórnar spennandi bingót
og vinningar em ad sjálísögðu BENIDORM
íerdavinningar.
PÓRSCABARETT
Hinn sívinsœli cabarett þeirra
Þórcaíémanna. Alltal eitthvad nýtt úr
þjóðmálunum..!
DANS
Hljómsveitin GALDRAKARLAR skemmta
gestum til kl. 01.00.
Kynnir kvöldsins er Pétur Hjálmarsson.
MIÐASALA
Miðasala og borðpantanir í Pórscalé
í síma 23333 írá kl. 16.00—19.00
Húsið opnað kl. 19 OO
VERD AÐGÖNGUMIDA150 KR.
Sunnudaginn 4. apríl
Bferða
MIDSTODIN
AÐALSTRÆTI 9'S. 28133