Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 1

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 1
112SIÐUR Stórhríð og frost í New York New Vork, 7. apríl. AP. STÓRFJÚK og staðfóst frost hafa verið í norðaustur- og miðvestur- ríkjuni Bandaríkjanna síðustu dagana og þykja það mikil undur og stórmerki á þessum tima árs. Umferð hefur víða tafist eða stöðvast alveg vegna snjókom- unnar, sem var 25—30 sm í New York-borg, og bætti ekki úr skák að í mikla skafla dró vegna veður- hæðarinnar. Stórhríðin, sem gekk allt frá Ohio austur og norður um til Nýja Englands, olli gífurlegum vandræðum í Boston og New York og mátti heita, að sam- göngur legðust alveg niður um stundarsakir. Skólahaldi var af- lýst og vinna lagðist niður í verksmiðjum og á skrifstofum. einnig voru flugvellir lokaðir nokkra hríð. Veðurstofan bandaríska segir, að í New York hafi aðeins tvisvar áður snjóað í apríl á þessari öld, 1975 og 1915, en þá rétt aðeins grámað á jörð. í Pennsylvaníu er veðrinu kennt um dauða tveggja manna, sem fórust með lítilli flugvél, og í Virginíu, þar sem fárveður geisaði, rifnuðu tré upp með rótum, gluggarúður brotnuðu og 32.000 heimili og fyrirtæki urðu rafmagnslaus. I norðaust- urhéruðunum voru helstu þjóð- brautir ófærar vegna skaflanna, sem sumir voru allt að fimm metra djúpir, og varð fólk að skilja bíla sína eftir um allar jarðir. í Kaliforníu er það ekki frost- ið heldur flóð, sem valda búsifj- um, og hafa hundruð manna misst þar heimili sín, einkum húsvagna, sem vatnselgurinn hefur hrifið með sér. Ljósmynd Mbl.: Kagnar Axelsson Haig reynir að miðla málum í London og Buenos Aires Washington, l<ondon, 7. apríl. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti fékk Alexander Haig utanríkisráð- herra það hlutverk í dag, aö taka á sig ferð til Lundúna og Buenos Aires til þess að reyna að miðla málum i Falklandseyjadeilu Argentínumanna og Breta. Francis Pym utanríkisráð- herra Breta sagði i þinginu i gærdag, að Bretar myndu láta einskis ófreist- að til að finna friðsamlega lausn á deilunni, „en ef þær tilraunir okkar misheppnast, þá vita argentínsk stjómvöld hvers er að vænta,“ sagði Pym. Búist var við að Haig héldi til Lundúna í kvöld og ræddi þar við Pym, áður en hann héldi til við- ræðna við yfirvöld í Buenos Aires. Bandarískir embættismenn reyndu að gera lítið úr þessum þreifingum Haigs, sögðu hér aðeins um könn- unarviðræður að ræða, en aðrar heimildir herma, að friðarumleit- anir séu komnar á skrið á bak við tjöldin. Argentínskir og brezkir ráða- menn auðsýndu sáttfýsi í dag, og sendiherra Argentínu hjá SÞ gaf í skyn, að Argentínumenn gætu hugsanlega fallist á að hverfa með Viðbrögð vegna innrásarinnar í Falklandseyjar: Bandamenn Breta með aðgerðir en Sovétmenn segjast hlutlausir París, Bonn, Otlawa og víóar, 7. apríl. AP. FRANSKA stjórnin ákvað i dag að banna sölu vopna og varahluta í þau til Argentínu en Vestur-Þjóðverjar og Hollendingar hafa þegar gripið til sams konar refsiaðgerða vegna innrásarinnar í Falklandseyjar. Sovéska stjórnin lýsti því yfir i dag, að hún væri hlutlaus í deilu Argentínumanna og Breta og væri hlynnt friðsamlegri lausn. Afstöðu Sovétmanna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og ekki síst í Argentinu því að herstjórarnir þar hafa talið sig eiga hauka í horni þar sem eru ráðamennirnir í Kreml. Pierre Beregovoy, forseti franska herráðsins, sagði eftir ríkisstjórn- arfund í dag, að vopnasölubannið tæki einkum til flugvéla og loft- varnarflauga, sem Argentínumenn hefðu verið búnir að festa kaup á í Frakklandi. Hollendingar og Vestur-Þjóðverjar hafa einnig bannað vopnasölu til Argentínu og í dag birti vestur-þýska stjórnin mjög harðorða yfirlýsingu þar sem innrás Argentínumanna er for- dæmd og sagt, að þýska þjóðin stæði „einhuga með Bretum í þessu máli“. Sovéska utanríkisráðuneytið gaf um það yfirlýsingu í dag, vegna fyrirspurnar frá AP-fréttastof- unni, að rússneska stjórnin væri hlutlaus í deilunni og vildi, að hún yrði leyst með samningum. Síðar í dag gerðist það, sem á sér fá for- dæmi, að hringt var frá utanríkis- ráðuneytinu í AP í Moskvu og kom- ið á framfæri skömmóttri yfirlýs- ingu um Breta og stirðni þeirra í samningaviðræðunum við Argent- ínumenn. Innrás Argentínumanna var þó á engan hátt varin né gefið í skyn stuðningur við þá. Sveit sérþjálfaðra sjóliðsmanna við æfingar um Hermes, þar sem það er i leið til Falklandseyja. borð í flugmóði»'t-‘-.p her sinn á brott frá Falklandseyj- um, ef það væri liður í stærra sam- komulagi um yfirráð á eyjunum. Bretar gera það að skilyrði að arg- entínski herinn hverfi frá Falk- landseyjum áður en reynt verði að finna lausn á deilu þeirra og Arg- entínumanna um yfirráð á Falk- landseyjum. Eftir ríkisstjórnarfund í Lund- únum í morgun, var blaðamönnum tjáð að stjórn Thatcher hefði ýmsa fyrirvara á hugmyndum um „Hong Kong-lausn“ á Falklandseyjadeil- unni, þar sem Argentínumenn fengju yfirráð yfir eyjunum, en endurleigðu þær Bretum. Brezk blöð sögðu Pym utanríkisráðherra kappkosta að semja um lausn deil- unnar eftir diplómatískum leiðum, og koma Argentínuher burtu þaðan án þess að grípa þurfi til vopna. Utanríkisráðherra Argentínu sagð- ist bjartsýnn á að friðsamleg lausn deilunnar næðist, og háttsettir diplómatar í Buenos Aires kváðu sáttalíkur miklar. Tundurspillir og þrjár freigátur voru gerðar klárar í dag fyrir sigl- ingu til Falklandseyja til viðbótar flotanum, sem sigldi á mánudag. Jafnframt var skriðdrekasveit og ýmis þungavopn sett um borð í flutningaskip, sem sett hefur verið undir stjórn flotans. Þá sagði Tim- es, að allt að fjórir kjarnorkuknún- ir kafbátar, „Superb", „Scepter", „Spartan" og „Splendid“, væru á leiðinni til Falklandseyja. í kauphöllinni í Lundúnum eru góðar líkur taldar á friðsamlegri lausn Falklandseyjadeilunnar, og sú hræðsla sem greip um sig í gær virðist hjá liðin. Hækkuðu verðbréf í verði í dag, og einnig hækkaði pundið gagnvart dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.