Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
7
HUGVEKJA
eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast
Fast á hæla pálmasunnudags
fylgir föstudagurinn langi. Það
er eins og ómurinn af fagnaðar-
ópum syngjandi mannfjölda um
þann blessaða fulltrúa, sem ber
nafn Drottins, sé varla fyllilega
horfinn, þegar í stað fagnaðar-
bylgjunnar kveður við hatur-
söskrið um krossfestingu, kross-
festingu. Finnst mörgum ótrú-
legt að samræma þetta tvennt.
Sjá þá í þeirri þverstöðu sama
fylgja orðræðum. Margar eru
kenningarnar, þær koma og
fara, skipta mönnum í andstæða
hópa um sinn, svo að hörð orð
falla og vinslit geta orðið, en
þegar tímar líða og meiri ró hef-
ur færzt yfir, þá er það viður-
kennt, að þær eru aðeins kenn-
ingar, umbúðirnar, en sannleik-
urinn er ekki heftur af þeim eða
einskorðaður við þær. Bók-
menntir kristninnar eru fullar
lykli til skilnings á því, að kær-
leikur Guðs er svo djúpur, að
enginn fær kafað til botns, og
ráðsályktanir hans svo víð-
feðma, að þar sézt aldrei loka-
þáttur. Að kærleiki hans birtist
líka í fórn.
Myrkur krossins og birta upp-
risunnar verður að fylgja hvort
öðru, eins og til þess að undir-
strika andstæður, svo að hvoru
tveggja fái sem skýrast að koma
Birta upprisunnar
í myrkum krossi
fólkið, sem breytir jafnauðveld-
lega um afstöðu eins og við
skiptum um flík. En ekki þarf
það að hafa verið svo slæmt.
Þótt öll Jerúsalem hafi komið í
móti Jesú og sami mannfjöldi
safnazt um hásæti Pilatusar, þá
er þar ekki endilega átt við
hvern einasta mann í borginni
helgu. Stór hópur fylgdi Jesú og
tók í móti honum við borgar-
mörkin. Stór hópur fór líka að
fyrirmælum prestanna um að
þjarma svo að Pílatusi, að hann
vissi ekkert í hvorn fótinn hann
ætti að stíga. Ekki víst þar hafi
verið þeir sömu á ferð. En full-
víst, að leiðtogar voru aðrir.
Hylltur af hollvinum, sem báru
dýrlegar vonir í brjósti. Dæmdur
af hatursmönnum, sem létu
öfundina blinda sig. Og þar mitt
í milli hinn venjulegi maður,
sem fylgir straumnum og nemur
helzt þau hljóð, sem hæst fara.
Krossdauði Krists er mörgum
erfið lexía á trúarbrautinni. Það
er svo auðvelt að hrífast af hon-
um, þegar hungraður fær sig
saddan, lamaður fær þrótt, sorg-
bitinn er huggaður, og jafnvel
látinn fær að lifa. Það er líka
auðvelt að skilja hann, þegar
reiðin svellur honum í brjósti og
hörð orð falla honum af vörum.
Sá sem veit um háleita köllun
sína, hlýtur á stundum að finna
til óþolinmæði. Og væri Jesús sá
verðugi leiðtogi, sem við kepp-
umst við þessa dagana að benda
fermingarbörnunum á, ef hann
hefði aðeins átt það skapferli,
sem minnti á milda sólina? Hitt
hlýtur líka að vera fast í huga,
þegar við sjáum hann síðustu
daga jarðneskrar tiiveru, að þá
svarar hann ekki af þótta, hann
lætur dynja á sér háðsglósur án
þess að þær breyti viðmóti hans,
hann lætur ekki ruglaðan lysti-
semda lýð skipa sér fyrir um
sýningu á kraftaverkum. Síðustu
stundirnar berst hann ekki og
hefur ekki uppi neinar varnir.
Hann er lambiö, sem leitt er, og
það finnst enginn mótþrói, að-
eins hryggð vegna fólksins.
Enginn getur skýrt fyrir öðr-
um þátt krossins í kristinni trú,
svo að sannfæring hljóti að
af „skýringum" á því, hvers
vegna krossinn hlaut að bíða
Jesú. Það er margt viturlega
sagt og af djúpum trúarlegum
innblæstri. Þangað er hægt að
leita um hjálp og þiggja þá að-
stoð, sem getur komið að gagni.
Og þó verður það að viðurkenn-
ast, að þarna er allt þeim sömu
takmörkum háð og kenningar
aðrar, hvort þær eru með nýjum
blæ eða fornum. Þar er aðeins að
finna hugsanir manna um það,
sem enginn fær skýrt, túlkanir
manna á því, sem enginn getur
þann veg flutt öðrum, að það
hljóti að nægja til trúar. Kross-
inn hlýtur að virðast okkur í dag
jafn mikil þverstæða og hneyksl-
unarhella og fyrst, þegar hann
var hafinn á loft í frásögnum af
ævi og dauða Jesú Krists.
Krossinn er þverstæða og
kemur á skjön við allt, sem við
getum hugsað okkur, af því að
við mundum öll hafa farið allt
öðru vísi að, hefðum við mátt
þar um fja.Ha. og einhverju ráða.
Að ég ekki tali um það, ef þarna
hefði verið teflt um örlög okkar
eigin barns. Þá hefðum við sízt
látið kross koma við sögu. I aug-
um mannsins er hann andstæða
kærleikans, þverstæða, mótsögn,
af því að kærleikurinn verndar,
hlúir að og bjargar, jafnvel þótt
hann krefjist fórnar. Og er ekki
þarna einmitt komið að kjarna
málsins? Tvennt getur fengið
okkur til að sjá krossinn og
sætta okkur við hann, þrátt fyrir
sársauka. Annað er það, að við
getum aldrei sett okkur í spor
Guðs og hugsað hans hugsanir
og ráðið hans ráðum. Gagnvart
Guði eigum við aðeins auðmýkt í
skilningsvana trausti. Hitt
atriðið, sem hjálpar bezt, þegar
krossinn er þungur og heftir, er
að líta í framhaldi hans hina
opnu gröf.
Ef krossinn á Golgata hefði
staðið sem lokatákn jarðvistar
Jesú, væri örvinglan okkar án
mildandi friðarmöguleika. En
fast fylgir páskamorgunn föstu-
deginum langa, svo að þar eru
aðeins fáar stundir í milli. Og
hin tóma gröf upprisunnar gerir
krossinn að nokkurs konar lykli,
þótt þverstæða hans hverfi ekki,
í ljós. Og aðeins þegar upprisan
fylgir í næstu andrá krossfest-
ingarinnar er hægt að höfða til
trúar. Ekki þannig að frekar sé
hægt að skýra upprisuna en
krossfestinguna á þann veg, að
þar hljóti allt að vera augljóst,
heldur vegna hins, að það er
unnt að höfða til viðurkenningar
á því, að um framhald var að
ræða, að Guð sá öllum lengra
eins og hann gerir ávallt. Og
þegar einn segir öðrum frá því,
að kærleikur Guðs felist í því, að
hann gefur okkur með sér eilíft
líf og ætlast ekki til annars af
okkur í staðinn en vermandi trú-
ar, þá er hægt að höfða til gleði,
þakkarkenndar, sem færir af sér
frið, enda þótt kennisetningar og
lærðar hugmyndir hrökkvi ætið
skammt.
Enginn skýrir krossinn svo
fyrir öðrum, að þar hljóti að
kvikna af trú. En þakklætið fyrir
kærleika, sem krossinn vissulega
sýnir og tóma gröfin staðfestir,
snertir þá strengi, sem síðan
geta ómað af trúarvissu. Við get-
um aldrei sannað fyrir öðrum
nauðsyn þess, að Jesús hlaut að
vera negldur á kross, það veit
Guð einn, en þegar trúin í ríku-
legu þakklæti mótar hug til holl-
ustu við Guð, þá verður krossinn,
upplýstur af birtunni frá uppris-
unni, ekki sama þverstæðan og
áður, ekki sama hneykslunar-
hellan, ekki sama spurningar-
merkið, heldur enn ein hvatning
til okkar um það, að fela Guði
allt, þótt við getum ekki skilið
það, sem gerist. Og munu margir
spyrja sig, hvort hin tóma gröf
færði okkur sama máttuga
boðskapinn, ef ekki hvíldi yfir
henni skugginn af krossinum?
Svo elskaði Guð, að hann gaf,
sagði Jóhannes forðum. Sú gjöf
er ævinlega jafnfersk og dýr-
mæt. í syninum gaf Guð sjálfan
sig og gefur enn. Eina andsvarið,
sem við getum veitt er trú, þótt
oft hljótum við líka að biðja um
hjálp í vantrú okkar. Og svo er
Guðs gjöf stór, að hún tak-
markast ekki af veröld og ævi,
sem talin er í árum, heldur nær
og til himna, sem við tengjum
eilífð. Gagnvart slíku er aðeins
eitt til: Þakklætið.
AA-samtökin:
Bílastillingu Birgis, Skeifunni 11, sem sá um alla
þjónustu, stillingu og umsjón með bifreiö okkar er við
ókum á í Tommarallinu og færöi okkur 1. sætiö.
Bílastilling Birgis átti ekki minnstan þátt í því.
Biggi og Hafsteinn.
tMOHROER
Höggdeyfar
Mikilvægir fyrir bílinn þinn og
öryggi fjölskyldu þinnar.
Ný sending komin
ifflmnaust kf
Siðumúla Simi 82722
VARAHLUTIR
AUKAHLUTIR
VERKFÆRI
Afmælisfundur á föstudaginn langa
AA-SAMTÖKIN á íslandi gangast
fyrir afmælisfundi á morgun, lostu-
daginn langa. íslenzku AA-samtökin
voru stofnuð á föstudaginn langa
1954 og er afmælis AA þvi minnst a
föstudcginum langa ár hvert. Kund-
urinn verður í Háskólabíói og hefst
hann kl. 21.
í dag eru á annað hundrað AA-
deildir hérlendis. Hver um sig
heldur a.m.k. einn fund í viku
hverri, en eins og kunnugt er eru
samtökin byggð upp með það að
markmiði að auðvclda alkóhólist-
um að vera „óvirkir", eins og þeir
nefna það.
Fundurinn á morgun er öllum
opinn en á honum koma fram
ýmsir félagar, einnig gestir frá
Al-Anon, sem eru samtök að-
standenda alkóhólista og Al-
Ateen-samtökunum, en það eru
samtök ungmenna, sem eiga að-
standendur sem eru alkóhólistar.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al (íLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480