Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 12

Morgunblaðið - 08.04.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Þeir hugrökku íljiigandi nienn Þáttur af Loftleiöum-Jakob F. Ásgeirsson tók saman hoFTLEim Þaö var í seinna stríöi sem nokkrir ungir menn af Islandi brutust til Vesturheims í flugnám. Þaö var önnur sveit hinna hugrökku fljúgandi manna á íslandi. Þeir settust í skóla KonráÖs Jóhannesson- ar í Winnipeg. Sá var af íslenskum ættum, einn af Fálkunum frægu, kanadísku íshokkísveitinni sem sigraði á Olympíuleikunum 1920 — og flugskóli hans var orðlagður. í þeim hópi sem lærði flug hjá Konna í miðri seinni heimsstyrjöldinni voru þrír ungir menn sem áttu eftir aö marka spor í Is- landssögunni. Þeir Kristinn Olsen, Siguröur Olafsson og Alfreð Elíasson; stofnendur LoftleiÖa. Stofnendur I Elíasson. hf.: Kristinn Olsen, SigurAur Ólafsson og Alfreö Alfreð Elíasson var lengst af einn framkvæmdastjóri Loftleiða og seinna einn af forstjórum Flug- leiða. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1920. Foreldrar hans voru Áslaug Kristinsdóttir og Elías Dagfinnsson, bryti. Sjö ára gamall var hann settur til náms í Landa- kotsskóla; gekk honum skólanám- ið bærilega og öll var hans æska áfallalaus. Fermdur hóf hann nám í Verslunarskóla íslands og strax á skólaárunum tók hann að vasast í ýmsum smábissness, sem hann kallar svo. Hann tók að gera út leigubíla á Bifreiðastöð Islands. Alfreð lauk námi sínu, hóf störf hjá Kassagerð Reykjavíkur og nú voru þeir orðnir þrír bílarnir sem hann gerði út í aukavinnu. En hvernig bar það til að 21 vetra piltur með góða vinnu hélt til Vesturheims í miðri heimsstyrjöld að læra að fljúga? Alfreð segir: „Það er erfitt að segja, en Bret- arnir voru komnir og maður sá flugið allt í kringum sig hér í Vatnsmýrinni. Ég tók þessa ákvörðun með sjálfum mér og fór svo að róa að því öllum árum að fylgja henni eftir. Fyrst var að leita sér að hæfilegum skóla og ég var svo lánsamur að komast að hjá Konna Jóhannessyni í Winni- peg. Þessu næst varð maður að út- vega sér far vestur, sem var eng- inn hægðarleikur á þeim árum. Loks seldi ég bílana, sagði upp vinnunni og kvaddi vini og vanda- menn. En ég kannast ekki við að það hafi verið eitthvað öðru frem- ur sem réði því að ég sté þetta örlagaspor í lífi mínu: Flugið var einfaldlega mjög spennandi fyrir unga menn. Kannski þóttist mað- ur sjá framtíð í flugi á Isiandi, ég veit það ekki. Mest held ég að ævintýraþráin hafi ráðið ferð- inni.“ Stinsoninn Þremenningarnir Alfreð, Krist- inn og Sigurður luku prófi í far- þegaflugi frá flugskóla Konna og tóku síðan upp störf fyrir kanad- íska flugherinn. Þar fengu þeir flugtima og nauðsynlega reynslu. Þeir flugu 2ja hreyfla Anson-vél fyrir herinn í Manitoba, fyrst sem aðstoðarflugmenn og síðar sem flugstjórar og þjálfuðu meðal ann- ars siglingafræðinga og sprengju- kastara. Én þessir piltar voru ís- lendingar og vildu heim. Þar ætl- uðu þeir að hasla sér völl, þótt þeir ættu kost á ýmsu vestra. Haustið 1943 fengu þeir sig lausa úr kanadiska flughernum á þeirri forsendu að föðurland þeirra þarfnaðist flugmanna. Þeir gengu saman í félag og keyptu 4ra sæta flugvél af Stinson-gerð. Þeir vissu að það var til lítils að koma heim á stríðsárum með flugskír- teini og reynslu, en enga flugvél. Stinson-vélin kostaði um 9 þúsund dali og klufu þeir greiðslurnar með hjálp góðra manna heima. Vélina keyptu þeir af Canadian Airways Ltd. og var Konni þeim til ráðuneytis um kaupin. Þeir æfðu sig á vélinni nokkra daga í Winnipeg, en flugu henni síðan til New York og var það sögulegt ferðalag. Þeir ákváðu að fljúga austur yf- ir Kanada til Niagarafossa og það- an suður yfir landamærin til Bandaríkjanna. Bensínskömmtun var þá mjög ströng í Bandaríkjun- um vegna styrjaldarinnar. Þeir skiptust á um flugið og lentu á leiðinni í Armstrong, Kapuskin, North Bay, Toronto, Niagara Falls og Buffalo. Það féll í hlut Kristins að fljúga síðasta spölinn frá Buff- alo til Roosevelt-flugvallarins við New York. Þar höfðu þeir fengið heimild til lendingar í björtu, en ekki í myrkri. Beggja vegna landamæranna töfðust þeir nokkuð og höfðu svo mótvind lokasprettinn. Það var komið myrkur er þeir félagar komu til New York. Alls staðar voru ljós í þessari stóru borg, en hvergi komu þeir auga á flug- brautarljós og bensínbirgðir vél- arinnar voru á þrotum. Þeir sveimuðu yfir borginni þar sem þeir töldu að Roosevelt-flugvöllur- inn væri. Skyndilega kom Krist- inn auga á Douglas DC-3-flugvél sem honum virtist vera í aðflugi. Hann var ekki að tvínóna við hlut- ina heldur dembdi Stinson-vélinni umsvifalaust á eftir Þristinum og viti menn: brautarljós kviknuðu framundan í myrkrinu og báðar flugvélarnar lentu með svo stuttu millibili að flugvallarstarfsmenn áttuðu sig ekki á hvað var um að vera, fyrr en tvær flugvélar renndu sér að flugskýlinu svo að segja samtímis. Dreif þá að her- menn úr öllum áttum. Þessi flug- völlur reyndist vera herflugvöllur og bannsvæði. Illilegir menn hvæstu út úr sér: Á hvaða djöfuls- ins ferðalagi eruð þið hér? En íslendingarnir brostu út undir eyru, fegnir að hafa aftur fast land undir fótum, eftir ónota- lega stund í loftinu. Þeir skýrðu málið fyrir hinum amerísku her- mönnum og þegar þeir vissu hvernig landið lá, gerðust þeir hinir ljúfustu í viðmóti og veittu íslendingunum viðurgerning góð- an og komu Stinson-vélinni í skjól. Flugvöllur þessi hét Mitchel- airport, en Roosevelt-flugvöllur- inn var við hlið hans, aðeins girð- ing skildi þá að. Daginn eftir ætl- uðu þeir að lyfta vélinni yfir girð- inguna, en þá reyndist svo lítið á tanknum að þeir þorðu ekki öðru en bæta á hann. Svo tæpt stóð það nóttina áður. Það var hvergi bensíndropa að fá nema á svörtum markaði. Her- inn seidi ekki íslenskum ævintýra- mönnum bensín i miðri heims- styrjöld. Þeir fréttu af leigubíl- stjóra nokkrum af gyðingaættum sem reyndist mönnum hjálplegur í slíkum vanda. Sá seldi þeim fimm litra bensínbrúsa og Stinsoninn komst yfir á Roosevelt-flugvöll- inn. Næst leituðu þeir þremenn- ingarnir eftir hjálp við að búa vél- ina undir flutning heim. Það kom aldrei til álita að fljúga Stinsonin- um heim, heldur ætluðu þeir að taka vélina í sundur og senda hana heim með skipi. Þeir fréttu af öðrum gyðingi sem reyndist mönnum vel í slíkum efnum. Josef Pilser hét sá, maður lágur vexti en góðlegur og gekk jafnan með stór- an sígar. Hann blés framan í þá reyknum, tók vindilinn út úr sér og sagði: „Islendingar eru öndvegismenn. Ég hef haft svo ánægjuleg kynni af þeim mönnum, að það gerir ekkert til þó þið bregðist mér.“ Svo brosti Mr. Pilser og bætti við: „En ég hef enga trú á að þið séuð ekki orðheldnir rnenn." Mr. Pilser reyndist ekki síðri maður á borði en í orði og brátt var Stinson-vélin tilbúin í skip. Þremenningarnir fóru yfir hafið með Dettifossi og stigu á land í Reykjavík á Þorláksmessu 1943, en Stinsoninn kom eftir áramótin. Loftleiðir hf. Þeir voru þrjár vikur á leiðinni heim og höfðu nokkrar áhyggjur af því hvernig myndi takast til fyrir þeim með flugvél í farangr- inum. Dag einn út á miðju Atl- antshafi heyrðu þeir í útvarpi að ein af vélum Flugfélags íslands hefði skemmst illa austur á Hornafirði. Eins dauði er annars brauð og þeim félögum fannst sem vandi þeirra væri leystur. Þeir hugðust bjóða Flugfélagsmönnum Stinson- inn til sölu á sama verði og þeir keyptu hann í Winnipeg, og bjugg- ust við að fá störf við Flugfélagið í staðinn. Það hafði ekki hvarflað alvarlega að þeim að ráðast í það stórvirki að stofna flugfélag um Stinson-vélina. En samningar tók- ust ekki við Flugfélagsmenn og þá var ekki um nema eitt að ræða. Þeir hófu hlutafjársöfnun og hvarvetna var þeim vel tekið. Hinn lOda mars 1944 var stofn- að í Reykjavík flugfélagið Loft- leiðir hf. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Kristján Jóhann Krist- jánsson, formaður, Óli J. Ólason, Alfreð Elíasson, Edward Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson. Fé- lagið tók fljótlega á leigu gamla flugskýlið í Vatnagörðum. Þar var Stinsoninn settur saman og nú var hann hafður á flothylkjum. Axel Kristjánsson í Rafha var þá flug- eftirlitsmaður ríkisins. Hann sagði við þá Loftleiðamenn er þeir tóku til við samsetninguna: „Ég hef ekkert vit á flugvélum, strák- ar, en ég veit að þið vandið ykkur, því það eruð þið sem eigið að fljúga vélinni." Reynsluflug Stinson-vélarinnar var frá Vatnagörðum í aprílbyrj- un. Kristinn Olsen segir: „Reynsluflugsins var beðið með mikilli eftirvæntingu, því enginn okkar félaganna hafði flogið sjó- flugvél. Það var afráðið að fórna mér. Ég var útbúinn öllum nauð- synlegum öryggistækjum, svo sem fallhlíf og sundvesti og loks kom að því að Stinsoninn brunaði út Viðeyjarsundið. Skömmu síðar var hann allt í einu kominn hátt á loft. Það var nú gott og blessað, en þrautin mesta var þó eftir; að lenda á sjónum. Ég lækkaði flugið og dembdi mér niður. Það fór ágætlega og mér fannst það ekki ólíkt og að lenda skíðaflugvél. Ég var alvanur því frá Kanadaárun- um.“ Farþegaflug Hinn 6ta apríl þetta sama ár fór flugvél Loftleiða í sitt fyrsta far- þegaflug. Það var til ísafjarðar. Veður var ákjósanlegt og einn far- þegi var með þeim Alfreð og Kristni vestur. Frá ísafirði til Reykjavíkur voru svo tveir farþeg- ar. Flugtíminn var um þrjár klukkustundir báðar leiðir. Dag- inn eftir lagði Sigurður Ólafsson upp í fyrsta áætlunarflug Loft- leiða. Einnig það var til ísafjarð- ar. Engir farþegar voru með vél- inni vestur, en þar var ætlunin að sækja skíðafólk í bæinn. Veður var slæmt á leiðinni og þegar Sig- urður var útaf Önundarfirði sá hann sér ekki annað fært en snúa suður aftur. Þá var orðið ófært til lendingar við Vatnagarða og einn- ig í Skerjafirði, en Sigurði tókst um síðir að lenda í nánd við Gufu- nes við hinar erfiðustu aðstæður. I hópi fyrstu stuðningsmanna félagsins voru fjölmargir einstakl- ingar út á landi, sem lögðu fram fé til stofnunar þess, í þeirri von að flugvélin myndi rjúfa aldagamla einangrun afskekktra byggða á ís- landi. Loftleiðir einbeittu kröftum sínum í fyrstu að áætlunarflugi til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.