Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Þeir hugrökku
fljúgandi menn
spori og mælti öldungis forviða:
„Þetta er alveg rétt hjá yður.
Vélin er væntanleg í dag og hún
hefur fengið leyfi til að lenda á
Kastrup."
Á þeirri stundu fannst mér, að
öll íslenska þjóðin stæði í allveru-
legri þakkarskuld við Loftleiðir og
að hinir djarfhuga forustumenn
þessa unga flugfélags væru um
þessar mundir að marka athygl-
isvert spor í sjálfstæðisbaráttu
þjóðar vorrar ...
Skókassinn
matsalinn og þar til ég sneri aft-
ur.“
í fellibyl með ítölum
Loftleiðamenn fóru margar
slíkar ferðir á þessum árum til
fjarlægra heimshluta. Um tíma
flugu þeir töluvert með innflytj-
endur frá Italíu og Frakklandi til
Venesúela. Þeir flugu frá París
eða Róm til Islands og héðan um
New York, eða Miami til Puerto
Rico eða til Caracas. í eitt skipti
tóku þeir bananafarm í Puerto
(þann tfma téku flugvMar turþuganu (Qðrunni.
Stöðugir erfiðleikar urðu á vegi
hins unga, litla og fjárvana flugfé-
lags í samkeppni við ríka og vold-
uga keppinauta. Loftleiðamenn
leituðu margra ráða, fóru leigu-
ferðir og opnuðu nýjar flugleiðir.
Það var þó á þessum árum sem
félaginu óx svo fiskur um hrygg að
fjárfest var í skókassa til að
geyma hagnaðinn. Alfreð Elíasson
segir frá:
„Fólki finnst gaman að sögunni,
sem skeði eitt sinn þegar ég flaug
í strikklotu frá París um Reykja-
vík, Gander og til Suður-Ameríku.
Þetta er löng leið og ég var orðinn
æði framlágur þegar við stoppuð-
um í Gander. Við gerðum þar
stuttan stans, en fengum okkur
duglega að borða. Ég settist að
mat mínum og geymdi „skókass-
ann“ undir borðinu. Það var pen-
ingakassinn okkar og gekk hann
jafnan undir nafninu „skókass-
inn“. Þannig var, að á þessum upp-
hafsárum millilandaflugsins, urð-
um við að safna sjálfir farþegum í
Jökull grafinn upp.
Vift komuna til Lúxemborgar 22an maí 1955: Alfreð Elíasson, forstjóri, Kristján Alfroð EKasson og kona hans, Kristjana Milla Thorstein-
Guölaugsson, stjórnarformaöur, Siguröur Magnúason, blaóafulltrúi, Kristinn Olsen, •on-
flugstjóri, Siguröur Helgason, varaformaöur stjórnar, Agnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri, og Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráöherra.
þessa miklu rútu frá Evrópu til
Suður-Ameríku. Við gengum þá
um, hvort sem var Róm eða París,
á milli ferðaskrifstofa og söfnuð-
um farþegum, seldum farseðlana
sjálfir, áhöfnin, og fengum greitt í
beinhörðum peningum, sem ég
geymdi venjulega í „skókassa“.
Nú, en ég saddi sem sé hungur
mitt í flughöfninni í Gander og
hélt svo út í flugvél. Þegar við vor-
um komnir í flugtaksstöðu, þá
mundi ég allt í einu eftir því að
skókassinn hafði orðið eftir í
matsalnum undir borðinu. Þar
voru milli 12—15 þúsund dollarar
í reiðufé, sem var mikill peningur
í þá daga, svo ég sneri umsvifa-
laust við. Fékk leyfi hjá flug-
stjórninni til að keyra vélina aftur
inn, svo vatt ég mér út og hljóp
eins og fætur toguðu inní matsal-
inn. Þar sátu allar gengilbeinurn-
ar í kringum borð og gláptu á
kassann. Ég var mjög feginn og
gaf þeim ríÓegt þjórfé fyrir skil-
vísina, því það var liðinn talsverð-
ur tími frá því við yfirgáfum
Rico og flugu með hann hingað, en
þá höfðu íslendingar ekki séð ban-
ana í lengri tíma. Þessir flutn-
ingar Loftleiða gengu prýðilega,
en það var á þeim árum sem Loft-
leiðamenn urðu að hóta farþegum
sínum lögreglunni til að fá þá aft-
ur uppí flugvél sína, sem þeir voru
nýstignir úr. Það atvikaðist svo:
Þeir Alfreð og Kristinn voru á
leiðinni frá New York til Puerto
Rico í Karabíska hafinu. Þeir voru
á Heklunni og farþegarnir voru 40
ítalir sem voru á ferðalagi suður
til Caracas í Venesúela, þar sem
þeir höfðu í hyggju að nema land.
Gert var ráð fyrir að flugferðin
suður til Puerto Rico tæki 10
klukkustundir. Veðurfræðingar í
New York höfðu spáð að eftir um
klukkustundarflug kæmi Heklan
inní óveðursbelti, sem væri þvert á
leið hennar, en fullyrt að vélin
slyppi úr því eftir um hálf-
tíma flug og myndi eftir það
fljúga alla leiðina til Puerto Rico í
einmuna blíðu. Til að byrja með
gekk allt samkvæmt áætlun.
Fyrsti klukkutíminn leið án þess
að nokkuð bæri til tíðinda. Svo
kom óveðrið, eins og ráð hafði ver-
ið fyrir gert, en það reyndist strax
aftaka verra en menn höfðu ætlað.
Veðrahaminn jók stöðugt og á sín-
um flugferli hafa þeir Álfreð Elí-
asson og Kristinn Olsen aldrei
lent í öðrum eins ólátum. Það var
því ekki nema von að færi um
suma farþegana. En flugstjórarn-
ir lofuðu góðviðri eftir um hálf-
tíma flug. Hálftíminn leið, en
ekkert rofaði til. Flugstjórunum
fór ekki að verða um sel. Vélin
kastaðist til eins og skip í stórsjó
og enda þótt þeir sætu tveir við
stýrið og beittu öllu afli til þess að
halda flugvélinni réttri, þá urðu
þeir oft að láta í minni pokann
fyrir veðurofsanum. Um stund
héldu þeir að dagar þeirra væru
taldir. Hrævareldar léku um vél-
ina og högl buldu eins og skothríð
á skrokk og vængjum Heklunnar.
Alfreð segir: „Með réttu lagi átt-
um við að fljúga með 300 mílna
hraða, en reyndin var sú að við
komumst ekkert áfram. Við vorum
ekki framar á ferðalagi. Við vor-
um stjórniausir leiksoppar veður-
ofsans. Við börðumst fyrir lífi
okkar, svo sem menn gera þegar
komið er á fremstu nöf.“
í farþegasalnum voru ítalirnir
farnir að örvænta. Þeir báðust
fyrir hver í kapp við annan, full-
vissir þess að fyrirheitna land
þeirra væri nú allt annað en Cara-
cas. En það fór nú svo að þeir Al-
freð og Kristinn skiluðu Heklunni
heilli út úr þessum fellibyl. Þeir
stoppuðu svo í Miami til að jafna
sig eftir þessi átök. ítalirnir
horfðu grimmdarlega til þeirra er
þeir stigu út úr vélinni og þegar
átti að halda áfram ferðinni, neit-
uðu þeir að fara lengra með þess-
ari flugvél. Alfreð og Kristinn
fullyrtu að framundan væri eitt
sólskinshaf, en ítalirnir voru óbif-
anlegir. Það var engu tauti við þá
komandi, þar til þeir félagar hót-
uðu að kalla á lögregluna, sem vit-
anlega léti það verða sitt fyrsta
verk að læsa alla ítalina í tukt-
c
húsi. Greip þá mikil skelfing um
sig með ítölunum, sumir tóku að
æpa, aðrir formæltu hroðalega,
sumir lögðust á bæn, nokkrir
grétu ákaflega. Til happs fyrir
Heklumenn var prestur nokkur
með í förinni, mikill fyrirtaks-
maður og fyrir hans tilstilli tókst
að koma vitinu fyrir ítalina.
Stundarkorni síðar sátu þeir sælir
suður við Karabíska haf og engir
farþegar skildust innilegar við þá
Alfreð og Kristin en þeir sem áður
höfðu orgað hæst og beðið ákaf-
legast norður í Miami.
Fangar hjá
herforingjum
Eitt sinn var það sem flugvél
Loftleiða lenti í Caracas, að her-
inn hafði tekið öll völd í sínar
hendur í landinu. Alfreð segir frá:
„Við höfðum enga hugmynd um
borgarastyrjöld í Venezuela fyrr
en við lentum í Caracas. Þá voru
herforingjar teknir við völdum og
þeir harðbönnuðu að nokkur
flugvél yfirgæfi borgina í bráð.
Farþegarnir fengu að fara ferða
sinna, en áhöfnin var tekin föst.
Við vorum í eins konar stofufang-
elsi hátt á annan sólarhring og
vopnaðir verðir fylgdust með
okkur. Einn okkar tók uppá því í
leiðindum sínum að snyrta negl-
urnar með vasahníf, hann var þá
umsvifalaust færður frá okkur og
hafður í sérstakri gæslu. Þegar ró
tók að komast á í landinu daginn
eftir, fengum við áheyrn hjá
æðstu mönnum og þeir sannfærð-
ust um að við værum frá Norður-
pólnum og gætum ekki haft áhrif
á uppreisnina. Annars höfðum við
ekki yfir neinu að kvarta, nema
við þurftum sjálfir að kaupa ofaní
okkur matinn, enda þótt við vær-
um fangar stjórnarinnar."
Heklan fór semsé víða í frum-
bernsku íslensks millilandaflugs.
Jóhann heitinn Hannesson, guð-
fræðiprófessor, sagði eitt sinn frá
því að eitt það undarlegasta sem
fyrir hann hefði borið í Austur-
löndum, hefði verið að sjá allt í
einu íslenska flugvél á Kai Tak-
flugvellinum við Hong Kong. Séra
Jóhann skrifaði meðal annars svo
í tímaritið Flug:
„Snemma morguns var ég einn
góðan veðurdag á Kai Tak og sá þá
íslenska flaggið á einni vélinni
þarna á vellinum. Var þar komin
„Hekla" alla leið frá Islandi. Eins
og menn vita, er víða aðgangur
bannaður að flugvöllum og mátti
ég ekki komast að þessum ágæta
gæðingi háloftanna til þess að
klappa honum. En skemmtilegt
var að sjá hann þarna heilan á
húfi og gljáandi á skrokkinn inn-
anum alla þá ágætu gripi aðra,
sem þarna hvíldu sig og fengu fóð-
ur á vellinum milli sprettanna yfir
hinum fjarlægu Austurlöndum.
Til hamingju Hekla!"
Uppá líf og dauða
Fyrsta áætlunarferð Loftleiða
til Bandaríkjanna var hinn 25ta
ágúst 1948. Þá hafði félagið fengið
heimild til að halda uppi áætlun-
arferðum til og frá Bandaríkjun-
um. Loftleiðir settu á fót sölu-
skrifstofu á Manhattan. Árið 1949
voru farþegar Loftleiða 14 þúsund
á innanlandsleiðum, en 6 þúsund á
alþjóðaleiðum. Hagurinn tók að
vænkast og það leit út fyrir að hið
unga flugfélag ætti bjarta framtíð
bæði innanlands sem utan. Starfs-
menn þess voru orðnir 54 og félag-
ið átti tvær DC-4-vélar, eina DC-3
og einnig nokkrar minni vélar. En
svo kom árið 1950.
Loftleiðir háðu harða baráttu
fyrir lífi sínu. Gjaldeyriserfiðleik-
arnir voru svo miklir hjá félaginu,
að það varð að ráði að leigja Heklu
bandarísku flugfélagi í eitt ár. Um
það leyti sem leigusamningurinn
gekk úr gildi missti félagið Geysi
á Vatnajökli. Geysisslysinu hafa
svo oftlega verið gerð glögg skil á
prenti að óþarfi er að rekja þá
sögu hér. En samtímis og íslensk-
ar flugvélar leituðu linnulaust að
Geysi, brann Hekla á flugvellinum
í Róm. Menn veltu því ákaft fyrir
sér innan félagsins hvort flugi