Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 1 5
Snemma ár« 1948 atóöu Loftleiöamenn tyrir hringflugi { Skymaster-vélinni Brian Moore, ameríski flugkapteinninn, og Alfreð.
Heklu, fyrstu millilandaflugvél islendinga. Myndin var tekin í slíku hringflugi.
skyldi haldið áfram, ellegar trygg-
ingaféð nýtt í annan rekstur.
Sumir eldri hluthafanna seldu
hlut sinn í fyrirtækinu og nýir
menn komu í þeirra stað. Það varð
ofaná að halda flugrekstrinum
áfram. Aður en við stiklum á stóru
í þeirri sögu, skulum við fylgjast
með enn einu ævintýrinu í sögu
Loftleiða: Björgun Jökuls.
Jökulsævintýrið
Þriðjudaginn 18da september
1950 lenti bandarísk björgunar-
flugvél á Vatnajökli. Þangað hafði
henni verið flogið til að freista
þess að sækja áhöfn Geysis. Þetta
var 2ja hreyfla Douglas-vél, ný af
nálinni og með skíðaútbúnað.
Lendingin tókst með ágætum, en
flugtakið heppnaðist ekki, þrátt
fyrir fullkomnustu hjálpartæki.
Varð að ráði að skilja vélina eftir
á jöklinum. Bandaríski flugherinn
gerði síðar ítrekaðar tilraunir til að
íná vélinni, en þær misheppnuðust
allar. Menn komust á þá skoðun að
vélin myndi smám saman sökkva
niður í jökulinn, uns hann skilaði
henni aftur, annað hvort eftir eina
öld eða svo að sunnanverðri jök-
ulröndinni, eða eftir hálfa öld, ef
hún bærist nyrðri leiðina út jökul-
inn. Öll frekari áform um björgun
vélarinnar voru lögð á hilluna. En
tveir menn á íslandi voru annarr-
ar skoðunar. Alfreð tekur nú við
sögunni:
„Við Kristinn Olsen töldum lík-
legt að orsökin til þess að flugtak-
ið misheppnaðist, hefði verið sú að
ekki fékkst full orka frá hreyflun-
um. Jökullinn var þarna um 6 þús-
und fet yfir sjávarmáli og eins og
við vitum minnkar hreyflaorka
eftir því sem loftið verður þynnra.
Þess vegna hugkvæmdist okkur að
draga vélina niður af jöklinum og
reyna svo að hefja hana til flugs.
Við skýrðum stjórn Loftleiða frá
hugmynd okkar og hún féllst strax
á framkvæmdina og samþykkti að
greiða kostnaðinn. Félagið keypti
því vélina, en fékk okkur Kristni
málið í hendur að öðru leyti. Við
vorum því starfsmenn Loftleiða
meðan á þessu stóð og fengum
enga sérstaka þóknun fyrir. Ég
segi frá þessu því margir héldu að
við sjálfir hefðum einhvern fjár-
hagslegan hagnað af þessu, en því
fór fjarri. Loftleiðir fengu allan
hagnað af þessu ævintýri, svo sem
rétt var og skylt, eftir atvikum.
Það var mikil skriffinnska í kring-
um kaupin, eins og venjulega þeg-
ar her á í hlut, en það hafðist á
endanum. Þetta voru ekki venju-
leg viðskipti, því við vorum að fal-
ast eftir vél sem seljendurnir
töldu einskis virði og verðlagning-
in á vélinni var auðvitað í sam-
ræmi við það.
Flest var á huldu í sambandi við
þetta fyrirtæki. Til dæmis er vet-
ur konungur ekki blíður uppá
Vatnajökli, en samt töldum við að
vélin væri ekki mikið skemmd. Við
áttum oft leið þarna yfir í áætlun-
arfluginu til Austurlands og fór-
um auk þess sérstakar könnunar-
ferðir til að staðsetja vélina og
kynna okkur örugglega allar að-
stæður. Við Kristinn unnum sam-
fleytt að undirbúningi björgunar-
innar í heilan mánuð, og áður
höfðum við varið miklum tíma til
að afla margvíslegra upplýsinga.
Þá höfðum við meðal annars rætt
við hinn fræga ferðalang Guð-
mund Jónasson og taldi hann að
happadrjúgt myndi að koma jarð-
ýtu uppá jökulinn til þess að nota
við moksturinn frá vélinni og
dráttinn á henni niður. Við sann-
færðumst strax um að þetta væri
heillaráð og upp frá því voru jarð-
ýturnar með í öllum útreikning-
um.
Sunnudaginn 8da apríl 1951
töldum við okkur albúna til farar-
innar. Við héldum ellefu frá
Reykjavík, en tveir bættust við
eystra. Við flugum austur að
Klaustri með allt okkar hafurtask,
nema jarðýturnar tvær: Þær voru
Orlof aldraöra
með Ásthildi Pétursdóttur
Grikkland
29. apríl - 3 vikur
23. sept. - 3 vikur
Gisting: Hótel Margi House. 1/2 íœði
Skoðunarferöir m.a: Aþena, Pelopskaginn.
véfréttarstaðurinn Delíi, sigling um nálœgar
eyjaro.fl.
Rimini
8. júlí - 3 vikur
Gisting: Hótel Ambasciatori. 1/2 fœði.
Skoðunarferðir m.a: Róm. Feneyjar. San
Marino. Flórens o.fl.
Portoroz
20. maí - 3 vikur
2. sept. - 3 vikur
Gisting: Hótel Grand Palace, 1/2 fœði.
Skoðunarferðir m.a: Bled, Feneyjar. Plitvice
þjóðgarðurinn o.íl.
Heilsugæsla: Dr Medved
Muniö íslandsferóir allra
þátttakendanna
Samvinnuferdir - Landsýn
... _ . , .AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Orlofsferðir Samvinnuferða-Landsýnar
fyrir aldraða eru engu líkar. Þœr eru skipu-
lagðar í samvinnu við hinn góðkunna farar-
stjóra Ásthildi Pétursdóttur og hún verður
aðalfararstjóri í öllum íerðum sumarsins.
Portoroz í Júgóslavíu verður enn sem fyrr í
öndvegi en í sumar verður bryddað upp á
nýjungum í orloísferðufn aldraðra með sér-
stökum ferðum til Rimini á Ítalíu og Vouliag-
meni-strandarinnar í Grikklandi.
Og það verður glatt á hjalla í ferðum
aldraðra í sumar. Kvöldvökurnar vinsœlu
verða að sjálísögðu á dagskránni. farið
er í sérstakar kvöldferðir á valda skemmtistaði
og skoðunaríerðirnar út frá Portoroz. Rimini
og Vouliagmeni em í senn einstaklega fjöl-
breyttar og áhugaverðar.
Asthildur
á skrifstofunni
Ásthildur Pétursdóttir verður til viðtals á skril-
stofu Samvinnuferða-Landsýnar í Reykjavík
nœstu íimmtudaga milli kl 2 og 5. Þar veitir hún
allar nánari upplýsingar um orloísíerðirnar og
ráðleggur vœntanlegum iarþegum um
nauðsynlegan íerðabúnað og undirbúning.