Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 1 7 DC-8-þota Loftleiða. voru á sérstökum vildarkjörum. Starfsemi Loftleiða grundvallað- ist héðan í frá á Lúxemborgar- fluginu. Miðsumars 1961 flutti fé- lagið skrifstofur sínar á Manhatt- an til Rockefeller-Center og var þar í hjarta viðskiptalífs Banda- ríkjanna. Farþegafjöldinn var nú kominn upp í 75 þúsund árlega og sætanýtingin var 76%. Fimm Cloudmaster-vélar félagsins áttu orðið fullt í fangi með að anna eftirspurninni. Stopover og Rolls Royce Svo sem fram hefur komið ein- kenndi það starfsemi Loftleiða hversu ráðagóðir forráðamenn fé- lagsins voru og brugðust rétt við hverjum vanda. Til marks um það var „Stopover“-áætlunin sem hrundið var af stað árið 1963. Loftleiðir buðu þá farþegum eins til tveggja sólarhringa dvöl á ís- landi á leið yfir hafið. Flestir far- þegarnir höfðu ekkert á móti því á ferðalagi sínu að skoða sig um í tvö dægur í sérkennilegu landi. Þar með voru Loftleiðamenn orðn- ir frumkvöðlar að ferðamanna- straumnum til íslands. Hótelin í Reykjavík önnuðu brátt ekki eftir- spurn og Loftleiðamenn tóku sig til og reistu sitt eigið hótel. Þeir nýttu grunn á Reyjavíkurflugvelli, sem var ætlaður undir nýja flug- stöð og reistu fyrsta áfanga Hótel Loftleiða. Arið 1963 var enn þörf víðtækr- ar endurnýjunar á flugflota fé- lagsins; farþegafjöldinn var orð- inn 80 þúsund. Ari síðar keyptu Loftleiðir tvær Rolls Royce- skrúfuþotur; þær vélar tóku 160 farþega í sæti. Rolls Royce-vélarn- ar urðu alls fimm, hin síðasta keypt til félagsins vorið 1968. Vet- urinn 1965—’66 voru þrjár þeirra lengdar og hin fjórða veturinn næsta. Þá rúmuðu þær 189 far- þega hver og voru um tíma stærstu farþegavélar á áætlunar- leiðum yfir Norður-Atlantshaf. Rolls Royce-flugvélarnar voru keyptar af Canadair Ltd. og voru af gerðinni CL-44. Vélarnar í þess- um flugvélum voru framleiddar af Rolls Royce-verksmiðjunum og segir sagan að Loftleiðamenn hafi fengið leyfi verksmiðjanna til að skíra þær upp. Það hafði mikið sölulegt gildi að geta auglýst flug yfir Atlantshaf með Rolls Royce- vélum. Árið 1964 náði farþegafjöldinn í fyrsta skipti 100 þúsundum. Milli- lendingum var nú hætt á Reykja- víkurflugvelli og þaðan í frá var lent í Keflavík, svo sem hæfði þessum stóru flugvélum. Fjórum árum síðar hafði farþegafjöldinn tvöfaldast; árið 1968 ferðuðust um 200 þúsund manns með Loftleið- um. Loftleiðir voru orðnir að stór- veldi á íslenskan mælikvarða og um 2—3% alls Atlantshafsflugs- ins var í þeirra höndum. Það var einhvern tímann reiknað út að 0,9% hlutdeild íslendinga í alþjóð- að þjóðin væri 36 milljónir en ekki 200 þúsund, ef alþjóðlegt flug skiptist jafnt með þjóðum eftir fólksfjölda. Cargolux og Air Bahama Áttundi áratugurinn rann í garð. Enn stóðu Loftleiðamenn í stórræðum. Fremur en að leggja vélum sínum, sem þeir þurftu að endurnýja, stofnuðu þeir flutn- ingafélagið Cargolux, ásamt sænska skipafélaginu Salinas og Luxair. Eignaraðild hvers fyrir- tækis var þriðjungur, en Loftleiðir og Salinas stofnuðu með sér félag um flugvélarnar og leigðu þær Cargolux. Það var upphafið að fyrirtæki sem nokkrum árum síð- ar var hið fjórða stærsta sinnar tegundar í heiminum. Á þessum árum varð breyting á fargjalda- málum í fluginu yfir Atlantshaf. Sala Loftleiða dróst saman í suð- urríkjum Bandaríkjanna og til að missa ekki markaðinn þar, var flugfélagið Air Bahama keypt. Þau kaup voru nokkuð söguleg, því Air Bahama var angi af hinu geysistóra járnbrautafélagi Penn Central, sem tekið var til gjald- þrotaskipta og var það stærsta jýaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Loftleiðir keyptu Air Bahama af þrotabúi þessu. Air Bahama hélt uppi áætlunarflugi milli Bahama- eyja og Lúxemborgar og gekk rekstur þess mjög vel fyrstu árin, þó það hafi tekið nokkurn tíma fyrir Loftleiðamenn að byggja starfsemi þess upp svo þeim hent- aði. Árið 1970 tóku Loftleiðir í fyrsta skipti þotur í þjónustu sína. Þær voru af gerðinni DC-8-63 og tóku 249 farþega í sæti. Þremur árum síðar sameinuð- ust gömlu keppinautarnir Flugfé- lag Islands og Loftleiðir í nýju fyrirtæki sem ber nafnið Flugleið- ir. Þá var farþegafjöldi Loftleiða kominn yfir þrjú hundruð þúsund á ári og mörg þúsund Islendinga höfðu atvinnu af mikilli starfsemi Loftleiða, heima og erlendis. Ástæða þessarar sameiningar var aðallega hörð samkeppni milli féiganna á Norðurlandaflugleið- um. Þegar þau leituðu eftir ríkis- styrk í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, beittu stjórnvöld sér fyrir viðræðum þeirra á milli um sameiningu. Hinn 20sta júlí 1973 var haldinn stofnfundur Flugleiða og hinn lsta ágúst sama ár tóku Flugleiðir formlega við stjórn Loftleiða og Flugfélags ís- lands. Nýir tímar og nýtt fyrir- tæki. í kjölfarið kom olíukreppa og harðari samkeppni í Atlants- hafsfluginu en nokkru sinni. Hlut- ur íslendinga dróst þar verulega saman. Lýkur hér frásögn af hugrökk- um fljúgandi mönnum í Loftleiða- þætti. J.F.Á. (Við samantekt þessa hefur m.a. verið stuðst við eftirtaldar heimildir: (ireinar Sigurðar Magn- ússonar í Mbl. og tímaritinu „Flug“; þætti (iuð- mundar Sæmundssonar í tímaritinu „Klugsag- an"; grein Agnars Kofoed-llansen í ritinu „ís- land í dag"; Morgunblaðsgreinar á hinum ýmsu tímamótum í flugsögunni og ýmis plögg úr fórum Alfreðs Klíassonar.) taF J&F8 FRlÐSfflL OG E&LLEG Portoroz - höfn rósanna - í Júgóslaviu. Þar hefur skarkali heimsmenningarinnar verið lokaður úti og hrííandi náttúrufegurð og gullialleg strönd ásamt einlœgri gestrisni heimamanna laðar á hverju ári til sín œ íleira fólk - alls staðar að úr heiminum. Portoroz hefur í langan tíma verið vinsœlasti og þekktasti baðstrandarstaður Júgóslavíu. Á ströndinni búa víkur, vogar og litlir f irðir til afmarkaða unaðsstaði með íallegum sandi og lygnum sjó. í seilingarfjarlœgð eru veitingahús og skemmtistaðir heimamanna og stutt er til nálœgra fiskimannaþorpa eða bœja með framandi mannlíf að degi og fjölbreytt skemmtanalíf að kvöldi. Dr. Medved Samvinnuíerðir-Landsýn getur enn einu sinni boðið farþegum sýnum umönnun Dr. Medved, en hjá honum hafa ófáir landsmenn íengið meina sinna bót á liðnum árum. Leirböð, ljósaböð, nudd, vatnsnudd, sauna og sund, auk nálarstungumeðferðar, er á meðal þess sem þessi naf ntogaði lœknir býður gestum sínum og ekki er lakara að hala heilsurœktarstöðina í nœsta húsi við hótel íslensku farþeganna. Fyrsta flokks gisting Gististaðir Samvinnuferða-Landsýnar eru hótelin Appolo, Neptun og Grand Palace, sem standa þétt saman við ströndina. Allt fyrsta flokks hótel sem íslendingum eru að góðu kunn frá liðnum árum - hótel sem þarfnast engra tilbúinna lýsingarorða um ágœti sitt! Skoðunarferðir Feneyjar: Eins dags íerð þar sem farið er sjóleiðina yíir Adriahaíið, Markúsartorgið, Markúsarkirkjan, Hertogahöllin og Murano-glerverksmiðjan heimsótt. siglt á gondólum og fleira gert til skemmtunar. Bled: Tveggja daga ferðþar sembœðier komið til Ítalíu og Austurríkis auk hins undurfagra Bled-vatns, sem umlukið ar Alpafjöllum til allra átta. PlltVÍCe: Tveggja daga ferð til þessa einstaka þjóðgarðs Slóveníu. sem margir telja einhvern íegursta stað allrar Evrópu. Postojna-Lipica: 1/2 dags ferð til hinna víðfrœgu Postojna dropasteinshella með viðkomu á hrossarœktarbúgarðinum Lipica. Júní: 10 c 1i Júli: 10. 122. Sept. Muniö aðildarfélagsafsláttinn, barnaafsláttinn, SL-ferðaveltuna og jafna ferðakostnaðinn! Sumar- bæklingurinn og kvikmyndasýning í afgreiðslusalnum alla daga. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.