Morgunblaðið - 08.04.1982, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÖ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
.. Þá sat konan
þarna inni
með nýfætt barn
sitt á hnjánum“
Rætt við Sigríöi Gestsdóttur fyrrum flugfreyju, nú starfs-
mann á söluskrifstofu Flugleida í Lækjargötu
„Sem ég sit þarna við borðið kemur ófrísk kona og fer
inn á klósett. Skömmu síðar heyri ég einhvern hávaða.
Ég hélt fyrst að það væri verið að þíða vængina, því
hljóðið hafði minnt mig á skarkalann sem því fylgdi. En
svo heyri ég eitthvað skrýtið frá saierninu, svo ég geng
þangað og þegar ég opnaði dyrnar með nokkrum
bægslagangi, þá sat konan þarna inni með nýfætt barn
sitt á hnjánum.“
Sigríður Gestsdóttir réðist
sem flugfreyja til Loftleiða í
október 1947 og sinnti því
starfi í u.þ.b. tíu ár, en síðan
hefur hún starfað hjá fyrir-
tækinu á jörðu niðri og vinn-
ur nú á söluskrifstofu Flug-
leiða í Lækjargötu. Ég heim-
sótti Sigríði fyrir skömmu til
að spjalla við hana um minn-
ingar hennar frá frumbýl-
ingsárum flugsins og spurði
hana fyrst hvernig þaö atvik-
aðist að hún fór út í þetta.
ar, með viðkomu í Prestwick á
Skotlandi, á DC-4 Skymaster-vél,
Heklunni. Svo var farið fyrsta
áætlunarflugið til New York í ág-
úst 1948. Það var þá 18 tíma ferð
með viðkomu á Gander á Ný-
fundnalandi. Þetta þótti svaka
flott að komast svona hratt. Flug-
ið til Kaupmannahafnar tók þetta
sex til sjö tíma og þá var að jafn-
aði stoppað yfir nótt í Kaup-
mannahöfn. En stoppin voru
lengri í New York.
Það var mikið um leiguflug á
þessum árum, til dæmis flugum
við þá mikið með innflytjendur frá
Sigríður um borð í Heklunni é leiö
til Rómar 7. aprfl 1948.
L)ówn. Sigurður Magnúuon
„Þetta var allt saman tilviljun.
Ég hafði aldrei áður stigið upp í
flugvél þegar ég fór í fyrsta túrinn
sem flugfreyja. Aðdragandinn var
sá, að ég var búinn að vera í skóla
í Bandaríkjunum í tvö ár og kom
heim vorið ’47. Þá gerðist það að
hér á landi var staddur bandarísk-
ur flugkapteinn, Moore að nafni,
til að þjálfa íslenska flugmenn og
fljúga með þeim. Kona hans var
leikkona og langaði að hitta ein-
hverja íslenska leikara og það
varð úr að blaðafulltrúi Loftleiða,
Sigurður Magnússon, kynnti þau
fyrir foreldrum mínum, Gesti
Pálssyni og Dóru Þórarinsdóttur
og Moore-hjónin komu í heimsókn.
Við það tækifæri spurði Moore
mig hvort ég vildi verða flug-
freyja. Ég vissi ekki hvað það var,
en sagðist vera til í að koma niður
á skrifstofu Loftleiða til Alfreðs
Elíassonar og Hjálmars Finnsson-
ar og ræða við þá um þetta.
Ég fór þangað skömmu síðar.
Skrifstofan var í hálfgerðum skúr
niðri við Tryggvagötu og við vor-
um tvær ráðnar frá og með 1.
október, ég og Sigríður Johnson.
Fyrst fórum við á þriggja vikna
námskeið hjá Ms. Gillette, sem
var flugfreyja og gift einum af er-
lendu þjálfaraflugmönnunum.
Ég man að við áttum að fá u.þ.b.
1.200 krónur á mánuði í laun.“
„Skýin eins og
sápukúlur“
— Hvernig var fyrsta ferðin?
„Þá flugum við fram og til baka
til Kaupmannahafnar og stoppuð-
um ekkert úti. Mér fannst þetta
mikið ævintýri, fyrst að fara um
borð og síðan í loftið og þetta lagð-
ist allt saman strax mjög vel í
mig. Ég man að mér fannst skýin
vera eins og sápukúlur.
Á þessum árum var flogið svona
tvisvar í viku til Kaupmannahafn-
Róm til Caracas í Venezuela. Þá
var flogið frá Róm til Parísar og
þaðan áfram til London og
Reykjavíkur þar sem skipt var um
áhöfn, síðan var flogið til Gander
á Nýfundnalandi, eða Goose Bay
og svo til New York, um Bermuda
til Caracas. Þetta voru skrambi
langar og strangar ferðir. Eftir að
við vorum búin að skila af okkur
farþegunum í Caracas var flogið
til San Juan í Puerto Rico og
hvílst þar og lestaðir bananar til
Evrópu.
Leigutúrarnir voru erfiðastir,
en mér fannst þetta strax voða-
lega skemmtilegt starf og var ekki
heldur hrædd við þetta. En þetta
voru auðvitað miklar vökur og
tímabreytingar á þessum löngu
ferðum."
Fyrsta toröin til Rómar. falenakir
flugliöar é Rómarflugvelli. Fré
vinstri: Bolli Gunnarsson loft-
skeytamaöur, Sigríöur Gests-
dóttir, Alfreö Eltasson flugstjóri,
Einar Árnason flugmaöur, Magn-
ús Guömundsson flugmaöur og
Halldór Sigurjónsson vélstjóri.
„Þrjár braud-
sneiðar á mann“
— Hvernig tóku foreldrar og
aðstandendur þeirri ákvörðun
þinni að gerast flugfreyja?
„Þau voru ekkert á móti því.
Þau höfðu sjálf ferðast mikið og
svo var ég nú hvort eð var búin að
Aö störfum um borö.
Sigríöur Gestsdóttir við vinnu
sína é söluskrifstofu Flugleiða í
Lækjargötu.
Ljótm. Krnlján
vera tvö ár í burtu, en þó hljóta
þau náttúrulega að hafa verið dá-
lítið nervus þegar við vorum að
lenda hérna í vondum veðrum,
eins og gerist og gengur, og fegin
þegar við vorum lent. Allt gekk
þetta slysalaust, þrátt fyrir erfið-
ar aðstæður.
Við höfum verið svo heppin hér
á landi að eiga afskaplega góða
flugmenn. Það var erfitt að fljúga
hér um alla þessa þröngu firði, en
þessar erfiðu aðstæður gerðu
flugmenn okkar betur undir það
búna að lenda í hinu og þessu,
heldur en marga aðra.“
— Hafa störf flugfreyju breyst
mikið síðan þetta var?
„Já, töluvert, en þó kannski
minna en maður gæti ímyndað
sér. Á þessum árum var farþega-
flug í mótun og ekki komin sú hefð
og regla á þetta sem nú er. Fyrst
var farþegum gefið brauð um
borð, síðan kalt borð. Hér heima
var farið með farþega sem ætluðu
áfram yfir hafið, að borða á Vega
á Skólavörðustíg, a meðan ekkert
veitingahús var á flugvellinum. Og
þangað var maturinn sóttur fyrir
ferðirnar líka. Það voru fyrst
þrjár brauðsneiðar á mann, kaffi
og mjólk. Síðar fluttist þessi starf-
semi út á Reykjavíkurvöll og loks
til Keflavíkur.
Það voru sex flugfreyjur hjá
Ixjftleiðum næstu árin eða þangað
til Geysir var keyptur og þegar ég
fór að vinna á skrifstofunni og
hætti að fljúga, þá vorum við tólf.
Á árunum ’53 og ’54 unnu Loftleið-
ir mikið með norska flugfélaginu
Braathen SAFE og var þá flogið á
leiðinni Reykjavík — Kaup-
mannahöfn — Hamborg — Stav-
anger og til baka, þriggja daga
ferðalag í allt.“
„Flestir vildu
sitja aftast“
— Hegðuðu farþegarnir sér
öðruvísi þá en nú, voru þeir
hræddari við að fljúga?
„Sennilega. Þeir voru oft að
spekúlera dálítið í þessu öllu sam-
an, vélinni og hreyflunum og
hljóðinu og titringnum. Flestir
vildu sitja aftast, ég man eftir því.
Stundum þurfti að „feðra" hreyfil,
það er að segja stöðva hann vegna
einhverrar bilunar og ég man eftir
því að hafa verið að fljúga ein-
hvern tímann og þá drepur flug-
stjórinn á einum af fjórum hreyfl-
unum á Skymaster-vélinni, Hekl-
unni. Þetta þótti farþegunum
nokkuð ískyggilegt og höfðu orð á
því, spurðu hvort þessi hreyfill
ætti ekki að vera í gangi og bentu
út um gluggann. Ég svaraði því til,
að það væri alveg jafn öruggt að
fljúga á þremur hreyflum og fjór-
um. Það dugði.
Þetta var erilsamt en spennandi
líf. Við fórum víða. Það þótti all-
merkilegt að vera að fara til Cara-
cas og Puerto Rico og svona. Einu
sinni lentum við líka á Haítí.
Heimleiðin var miklu þægilegri í
þessu Suður-Ameríkuflugi, heldur
en útleiðin, því þá voru sætin tek-
in upp og farþegarýmið fyllt af
banönum, sem vengrar þjónustu
eða aðstoðar þörfnuðust.
Við vorum tvær um borð og
miðað við það sem nú gerist var
vinnuaðstaðan nú ekki glæsileg.
Við þurftum til dæmis að hita upp
hverja súpudós fyrir sig og opna
hana, svo voru þetta líka mikið
lengri ferðir, en nú tíðkast.
Én þetta átti alltaf mjög vel við
mig, mér fannst gaman að fljúga.
Það var líka meiri „sjarmi" yfir
þessu í þá daga, heldur en nú er.
Stundum vissum við ekkert hvar
við myndum lenda næst, í leigu-
flugi. Stoppin voru miklu lengri en
núna. Það er meira að gera um
borð hjá flugfreyjunum núna, því
timinn er svo stuttur."
„Fjölgun í
farþegarýminu“
— Hvað er þér minnisstæðast
frá þessum tíma?
„Ætli það sé ekki þegar barnið
fæddist um borð hjá okkur. Við
vorum að koma frá New York, bú-
in að vera í Gander. Það var bor-
inn fram matur á leiðinni frá
Gander til Reykjavíkur og nú voru
allir búnir að borða og fá sér kaffi
og koníak á eftir. Við slökktum